Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.05.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995 s k o ð a n i r MMIIBIÍDIII 20914. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Veiðigjald er óhjákvæmilegt í fyrstu grein laga um stjómun íiskveiða er skýrt tekið fram, að nytjastofnar við ísland séu sameign þjóðarinnar. Þetta ákvæði var sett inn í lögin til að undirstiika þann sameiginlega skilning lög- gjafans að enginn einn hópur manna gæti slegið eign sinni á fiskimiðin. í rökréttu framhaldi er í sömu lagagrein áréttað sér- staklega að engar bætur komi fyrir, ef stjómun fiskveiða verður breytt með þeim hætti að úthlutaður kvóti skerðist. Þróun kerfisins hefur hinsvegar verið á þá lund, að kvótinn er nánast orðinn séreign sægreifanna. Úrskurður Hæstaréttar um að greiða skuli eignaskatt af langtímakvóta, og sú niðurstaða iíkis- endurskoðunar að kvótínn myndi stofh undir erfðaíjárskatt hníg- ur í þann farveg. Og sægreifamir meðhöndla kvótann einsog um séreign sé að ræða: þeir kaupa, selja og veðsetja kvótann að vild. í raun er það svo, að stórútgerðin hefur með hugvitsamlegum hætti þróað einskonar veiðigjaldskerfi, sem enginn hagnast á nema hún sjálf. í vaxandi mæli beitir hún skipum sínum til veiða utan lögsögunnar eða í tegundir sem em utan aflamarks. Eigin kvóta leigir hún hinsvegar í gegnum ýmis afbrigði svokallaðrar leiguliðastarfsemi til bátaflotans, sem á einskis úrkosta en sæta þeim kjömm sem stórútgerðin setur honum. Þetta felur vissulega í sér mikið rekstrarhagræði fyrir stórútgerðina en felur í reynd ekkert annað í sér en að hinn sterki neytir aflsmunar gagnvart hinum smáa. Bátaflotinn á engra kosta völ annarra en þiggja þau kjör sem stórútgerðin býður, að minnsta kosti meðan aflaheimild- ir bátanna nægja ekki til að standa undir rekstri þeirra. Stórútgerðin er því að hagnast á því að leigja ffá sér eign, sem hún hvorki á né hefur greitt einn einasta eyri fyrir réttinn til að nytja. í því felst gríðarlegt óréttlæti. Það er þetta óréttlæti sem hefur magnað upp mikla og vaxandi óánægju með kvótakerfið. Sjávarútvegurinn þarf vissulega að búa við öryggi og festu: en á meðan þetta óréttlæti viðgengst verður aldrei sátt um kerfið. Á meðan ekki er bærileg sátt um stjómun fiskveiða getur sjávarút- vegurinn hinsvegar ekki vænst þess að búa við tryggt umhverfi. Forsvarsmenn sjávarútvegsins hljóta því innan tíðar að gera sér grein fyrir því, að það er í þeirra þágu að opna fyrir einhverskon- ar veiðigjald. Hér er í raun ekki spurt um upphæðir heldur gmnd- vallaratriði. Talsmenn veiðigjalds hafa ekki í hyggju að beita óbærilegri skattlagningu á greinina. Engum kemur til hugar að veiðigjald yrði svo hátt, að greinin stæði ekki undir því. Hvar í flokki sem áhugamenn um veiðigjald standa er það sameiginleg skoðun, að gjaldið yrði að tengjast afkomu greinarinnar og takast upp á löngum tíma. Núverandi kerfi er hinsvegar siðferðilega óveijandi. Skýrasta dæmið um það, er hvemig stórútgerðin notfærir sér neyð báta- flotans, og beinlínis skikkar hann til að veiða fyrir sig á afarkjör- um. Það verður aldrei bærileg sátt um aflamarkskerfið fyrren veiðigjald er orðið að veruleika og búið að setja leikreglur sem koma í veg fyrir að íslenskir bátasjómenn verði að illa launuðum leiguliðum í nýju lénsveldi sægreifanna. ■ „ Getur sigurinn gleymzt?" „Vitanlega ærdust rauðir pennar Þjóðviljans þegar kommúnismi og nasismi voru spyrtir saman með þessum hætti. Aldrei var heiftin heitari, svartagallið beiskara, vandlætingin heilagri en þegar guðir þeirra í austri voru settir á sama bás og þýsku nasistarnir." Fynr rettum 50 árum var forystu- grein Alþýðublaðsins með þessari fyr- irsögn: Getur sigurinn gleymzt? Þetta var örfáum dögum eftir að Berlín gafst upp án skilyrða: orustu- gnýrinn vart hljóðnaður og ekki einu sinni búið að grafa hina dauðu. Stefán Pétursson var ritstjóri Al- þýðublaðsins á þessum árum. Hann gekk á sínum tíma á hönd sovéttrú- boðinu og fór pflagrímur til Moskvu. Einsog gengur | HHrafn Jökulsson skrífar Þar munaði engu að hann hreppti sömu örlög og óteljandi útlendingar á fjórða áratugnum: einsog kunnugt er stundaði hinn gestrisni og glaði Stalín mjög að slá í hel aðvífandi vini og fé- laga. Menn sem uppgötva einn góðan veðurdag að gervöll h'fsskoðun þeirra er tómur svindill og prettur eiga um tvennt að velja: að halda kjafti alltaf uppfrá því og burðast með smánina, ímyndaða eða raunverulega, á vit grafarinnar - ellegar að hlýða kalli samvisku sinnar þótt þeir brenni með því allar brýr að baki sér. Hestir halda kjafti og gerast klyfjamenn smánar- innar. Ekki Stefán Pétursson. Eftir að hann slapp úr klóm morðhunda Sta- líns gerðist hann einn ötulasti kross- farinn gegn mestu blekkingu aldar- innar. Hann leysti Finnboga Rút Valdemarsson af hólmi sem ritstjóri Alþýðublaðsins í lok fjórða áratugar- ins, og stýrði því fram til 1950; gegn- um eina heimsstyrjöld og fyrstu ár kalda stríðsins. Stefán var manna best til þess fall- inn að afhjúpa hið ómennska eðli kommúnismans. Hann var allt í senn gáfaður, heiðarlegur og djarfur, og hann þurfti sannarlega á þeim eigin- leikum að halda í stríði sínu við ís- lenska kommúnista. Á honum dundi skæðadrífa óhróðurs, haturs og rógs: kommamir óttuðust Stefán meira en flesta menn aðra af því hann hafði verið innvígður í söfnuð þeirra - hann þekkti þá til hhtar. Enginn er óttalegri en sá sem kann öll skil á andstæðingi sínum,- Tilefni forystugreinar Stefáns Pét- urssonar fyrir hálfri öld voru skrif í Þjóðviljanum, málgagni kommúnista. Þjóðviljinn spurði: „Getur það verið, að sigurinn gleymizt? Getur það ver- ið, að hugir fjöldans séu sljóir fyrir því, að þessi friður þýðir sigur yfir hinni ægilegustu villimennsku, sem sagan greinir fyrr og síðar? - Við skulum vona, að fjöldinn láti sér ekki nægja, að gleðjast, heldur að gleðjast og muna; og vissulega verður þessi sigur fyrir gýg unninn, ef þjóðimar verða ekki langminnugar þess, hvað fasisminn er...“ Sagði Þjóðviljinn sálugi. Alþýðublaðið hafði dálitlu að bæta við hin frómu orð málgagns komm- únista í stríðslok 1945: „ef íjöldinn á að geta orðið hins þýzka, nazistíska ofbeldis svo langminnugur, sem æski- legt væri, og friðurinn á að verða tryggður, þá má útkoman af þeirri styrjöld, sem nú er nýlokið, að minnsta kosti ekki verða sú, að marg- ar þjóðir fái í stað frelsisins aðeins rússneskt ok, eftir að hinu þýzka hef- ur verið létt af. Hvaða varanleik gæti til dæmis sá friður haft, sem byggður væri á rússneskri undirokun Póllands í stað þeirrar þýzku, sem, eins og kunnugt er, upphaflega varð til þess að hleypa styrjöldinni í Evrópu af stað? [...] Þessum spumingum er hér aðeins varpað fram til þess að benda Þjóðviljanum á, að það nægir ekki, þótt þýzki nazisminn' hafi verið sigr- aður, ef eitthvert annað stórveldi verður til þess, að taka upp ofbeldis- stefnu hans. Þá verður sá tími ekki langur, sem þjóðimar geta glaðzt og munað.“ Vitanlega ærðust rauðir pennar Þjóðviljans þegar kommúnismi og nasismi vom spyrtir saman með þess- um hætti. Aldrei var heiftin heitari, svartagallið beiskara, vandlætingin heilagri en þegar guðir þeirra í austri vom settir á sama bás og þýsku nas- istamir. En auðvitað voru nasisminn og kommúnisminn tvö andlit sömu ófreskjunnar. Það vissi Stefán Péturs- son manna best. Þessvegna varaði hann menn við að fagna sigri yfir myrkraöflunum þótt Hitler væri að velli lagður. Þjóðir Austur-Evrópu geta einungis litið á ósigur nasista- hyskisins sem áfanga á leið til ffelsis. Nokkrar kynslóðir urðu fómarlömb seigdrepandi ógnarstjómar. Rfld Vest- ur-Evrópu risu úr rústum á skömmum tíma eftir 1945 en framundan er ára- tuga endurreisnarstarf hjá löndum sem nýlega losnuðu undan oki kommúnismans. Sú blekking er býsna lífsseig að kommúnistum sé fremur vorkunn en nasistum, af því kommúnisminn hafi verið svo „fögur hugsjón" - af því kommúnistar hafi „ekki vitað betur“ og að um hafi verið að ræða „stór- fenglega tilraun í þágu mannkynsins“. Þetta er auðvitað ósvífið mgl. Á sama hátt og skyni bomir menn sáu í gegnum Hitler frá því hann byijaði að rífa kjaft mátti öllum vera Ijóst, að minnsta kosti eftir 1930, að sovéski kommúnisminn fól í sér einhverja ógurlegustu glæpamennsku allra tíma. Þeir sem segjast ekki hafa vitað betur em óprúttnir lygarar. En geta menn gleymt sigrinum? spurði Þjóðviljinn. Em hugir fjöldans nú orðnir sljóir fyrir „ægilegustu villi- mennsku, sem sagan greinir fyrr og síðar?“ Á sunnudagskvöld var birt í sjón- varpinu fréttaviðtal við Haris Siladzic, forsætisráðherra Bosníu og Herze- góvinu. Fyrr um daginn gerðu Serbar sprengjuárásir á Sarajevo, 15 óbreyttir borgarar lágu í valnum og tugir vom helsærðir. Þetta var fyrsta alvarlega árásin á Sarajevo f nokkra mánuði. Haris Siladzic er líklega einhver hæfileikamesti stjómmálamaður Evr- ópu. Á sunnudagskvöldið var einsog þessi kjarkmikli maður væri loks að bugast. Hann sagði: í dag minnast Evrópumenn þess að 50 ár em síðan sigur vannst gegn fasismanum. Sama dag sjást þess glögg merki í Sarajevo að fasisminn er hreint ekki dauður úr öllum æðum. Fasisminn Ufir. Stríðið heldur áffam.B dagatal 9. ma Atburðir dagsins 1805 Þýska stórskáldið Fried- rich Schiller deyr. 1855 Kon- ungur gaf út tilskipun sem lög- leiddi prentfrelsi á íslandi. 1974 Sverrir Hermannsson tal- aði samfleytt í fimm klukku- stundir við umræður á Alþingi. 1978 Lík ítalska stjórnmála- mannsins Aldo Moro finnst í miðborg Rómar. Vinstrisinnað- ir borgarskæruliðar rændu Moro og myrtu. 1991 William Kennedy Smith ákærður fyrir nauðgun. Afmœlisbörn dagsins John Brown baráttumaður gegn þrælahaldi, 1800. Pancho Gonzalez bandarískur tennis- meistari, 1928. Glenda Jack- son bresk leikkona. Lokaorð dagsins Nei, en látið mig samt ekki bíða lengur en nauðsyn krefur. Hinstu orð James Brown, baráttumanns gegn þræla- haldi: á aftökupallinum var hann spurður hvort hann væri þreyttur. Brown fæddist þennan dag fyrir 195 árum. Annálsbrot dagsins Um vorið bar það úl á Hrauni á Skaga og þar í grennd, að snögglega deyðu fimm mann- eskjur. Einn hné niður á messu- leið ffá Ketukirkju. Og svo dó sá síðasti á sjó. Hann var fisk að draga, hné þar niður við færið. Guð gefi oss góðrar stundar að bíða. Húnvetnskur annáll, 1774. Minning dagsins Ég held, að mér hafi þótt hann skemmtilegasti maðurinn, sem ég hef verið með, þegar hann naut sín. Því olli fyndnin. Einar H. Kvaran um Gest Pálsson rithöfund. Málsháttur dagsins Fleiri era gráir en Dóri. Orð dagsins Ég hylli œskunnar hdtign, ég hylli þá sterkasta valdið. Mig þyrstir í ástir og œvintýr og áfram skalferðinni haldið. Stefán frá Hvítadal. Skák dagsins Allt er komið á annan endann þegar við mætum til leiks í skák dagsins. Jón L. Árnason hefur hvítt og á leik gegn enska meistaranum King. Jón, sem er jafnan sókndjarfur, hefur látið drottningu af hendi fyrir hrók, riddara og biskup. Það þykja allajafna góð skipti en King hótar máti. íslenski stórmeist- arinn bregst nú við af einurð og festu og knýr King úl uppgjaf- ar í tveimur leikjum. Hvað ger- ir hvítur? 1. Be5!! Glæsilegur leikur. Taki svartur biskupinn mátar hvítur með Hf8. 1. ... Hc2 Dauðateygjur. 2. Hxfó! Þessi snjalli leikur gerir útslagið. King felldi kónginn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.