Alþýðublaðið - 09.05.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 9. MAÍ1995
m e n n i n c
Nunnupiss íÞjóðleikhúsi
|„...stærsti galli þessa framhaldsverks Guðmundar er annars hversu lítill efniviður er í því til
persónusköpunar og dramatískrar framvindu og átaka. Þegar það ætti helst að rísa...verður
textinn svo klénn og klisjukenndur að sýningin fellur og missir samband sitt við áhorfendur."
Verkefni: Stakkaskipti
Höfundur: Guðmundur Steinsson
Leikstjórn: Stefán Baldursson
Lýsing: Páll Ragnarsson
Leikmynd og búningar:
Þórunn S. Þorgrímsdóttir
Sýningarstaður:
Þjóðleikhúsið - Stóra sviðið
Vestur í draumaverksmiðjunni
Hollywood tíðkast það að gera fram-
haldsmyndir ef frummyndin þykir
hafa tekist vel - og einkum og sér í
lagi ef hún þykir hafa skilað viðun-
andi slatta af dollurum í kassann.
^______________|
Listrænt séð er þetta yfirleitt hin
versta búmennska og nær án undan-
tekninga hafa þessar framhaldsmyndir
orðið daufur endurómur af frum-
myndinni: innihaldsryr og náttúrulaus.
Eiginlega svona eins og léleg uppá-
helling sem í minni sveit var kölluð
nunnupiss. Og til þess eru vítin að
varast þau.
Þess vegna vakti það nokkra undr-
un mína þegar Þjóðleikhúsið tilkynnti
að það ætlaði að taka til sýninga
Stakkaskipti - framhaldsverk af
Stundarfriði Guðmundar Stcinsson-
ar sem vakti mikla lukku hjá áhorf-
endum fyrir margt löngu síðan. Að
vísu er brugðið út af Hollywood-regl-
unni þannig að framhaldsleikritið ber
annað nafn en frumgerðin, frekar en
að heita Stundarftiður n.
Víst hafa orðið stakkaskipti, en hinn
nýi stakkur því miður svo þröngt skor-
inn að hann verður vægt sagt að teljast
eíhistýr.
Það verður ekki af höfundinum
skafið að hann hefur einlægar áhyggj-
ur af h'fsstfl og firringu nútúnamanns-
ins, en ég trúi ekki á þær lausnir sem
hann virðist boða í lok verksins: Að
bijóta sjónvarpið og flytjast á eyðibýli
upp í sveit. „Því jörðin græðir“ og
„moldin hreinsar."
Ef ég man rétt var Rousseau karl-
inn að boða afturhvarf til náttúrunnar
eitthvað í kringum sautjánhundruð og
súrkál og virkaði illa nema hvað hipp-
amir á sjöunda áratugnum tóku kenn-
inguna upp á arma sína og blönduðu
saman við slatta af fortíðarhyggju. Og
allir vita hversu slaklega tókst þar til.
En stærsti galli þessa framhalds-
verks Guðmundar er annars hversu h't-
„Mér datt í hug að líta trúna exis-
tentiahskum augum. Existentialisminn
einkennist af trúleysi, vonleysi og
uppgjöf manneskjunnar sem á sér ekki
von um miskunn eða líkn. Trúartónhst
er ríkur þáttur sýningarinnar og vinnur
gegn þessari bölsýni. Þannig öðlast
existentialisminn nýja merkingu og
trúin einnig en sjálfur er ég ekki
skráður í neina kirkju," segir Viðar
Eggertsson um GUÐ/jón - splunku-
nýtt verk eftir hann - sem frumflutt
verður í kvöld í tengslum við Kirkju-
listaviku á Akureyri.
Verkið verður sýnt í Safnaðarheim-
ili Akureyrarkirkju sem Viðar segir
einkar hentugt rými fyrir sýninguna.
„Þetta eru ákaflega sérkennileg, nú-
tímaleg og falleg húsakynni sem eru
inní hæðinni sem kirkjan stendur á.
Þetta eru um 700 fermetrar og ferðast
verður með áhorfendur um ganga, sali
og anddyri þar sem allt er mjög nú-
tímalegt. Umhverfið er hvítt og
ákveðinn hreinleiki ríkir; hreinleiki
sem er góður bakgrunnur fyrir þetta
verk.“
Viðar fékk hugmyndina að verkinu
fýrir ári síðan og hefur hún verið að
geijast með honum síðan. „Ég vann
ill efniviður er í því til persónusköp-
unar og dramatískrar framvindu og
átaka. Þegar það ætti helst að rísa, í
einræðum Haraldar (Eigi skal höggva)
og Ingunnar yngri (á aðfangadags-
kvöld) verður textinn svo klénn og kli-
sjukenndur að sýningin fellur og miss-
ir samband sitt við áhorfendur. Helst
vaknar með manni sú tilfinning að það
sé jú víst og rétt að starf leikarans sé
enginn dans á rósum.
Guðmundur Steinsson getur betur
en þetta og verður að teljast mjög mis-
ráðið hjá honum að reyna að endur-
taka sig með þessum hætti.
Leikstjóm Stefáns Baldurssonar
er fagmannlega unnin, en umdeilan-
legt er hvort rétt hafi verið að reyna að
endurtaka með svona sterkum hætti
þann hugblæ og stfl, sem reyndist svo
vel í Stundarfriði á sínum túna. Ég tel
GUÐ/jón síðan um páskana en þá var
nákvæmlega rétti andinn til að vinna
verk tengt kirkjulistaviku. Þetta er í 4.
skipti sem Kirkjulistavika hefur verið
haldin á Akureyri og Leikfélag Akur-
eyrar heíúr ávallt tekið þátt í henni.“
Viðar segir umgjörð verksins ný-
stárlega og á von á því að það eigi eft-
ir að koma áhorfendum á óvart. Sýn-
ingin verður margslungin og Viðar
hefur ofið saman ótal þáttum. Tjamar-
kvartettinn sér um flutning tónlistar
sem er eftir ýmis nútímatónskáld ís-
lensk svo sem Atla Heimi Sveinsson
og Jón Nordal. I sýningunni er einnig
notast við ljóð eftir höfunda á borð við
Þórarinn Eldjárn, Baldur Óskars-
son og Jónas Hallgrímsson.
Þá flytja leikendur texta sem Viðar
hefur tekið saman úr verkum ýmissa
höfúnda sem skoða tilVist mannsins út
frá kenningum existentialista. Það
kemur ekki á óvart að Viðar notist
mikið við írska skáldið Samuel
Beckett.
„Hann er minn maður. Ég fer fijáls-
lega með textabrot eftir ýmsa höfunda
og nota Beckett miskunnarlaust. Við
þekkjum texta Þórarins Guðjón bak
við tjöldin. En hugmyndin að nafni
að þessi vinnubrögð hafi einna mest
unnið gegn verkinu og aukið á þá til-
finningu manns að það væri tíma-
skekkja og úr sér gengið.
Eins virkuðu illa gömlu trixin með
að keyra tónlistina upp úr hófi þó ég
muni að það þótti nokkuð djarft og
virkaði vel í kringum 1979.
Eins skildi ég ekki tilganginn í því
að sýna tónlistarmyndbönd á breið-
tjaldi meðan á atriðaskiptingum stóð.
Helst virtist mér að þau ættu að undir-
strika það sem atriðið á undan snérist
um.
Óþarfar neðanmálsgreinar þar.
Leikmynd og búningar Þórunnar
S. Þorgrímsdóttur voru sama merki
brennd: drógu mjög dám af Stundar-
friði án þess þó að hafa til að bera þá
stflfestu og tærleik, sem í minningunni
að minnsta kosti lék yfir þessum þátt-
á sýningunni.
Viðar Eggertsson: Guðjón er líkast
til það næsta sem hægt er að kom-
ast Godot á íslensku en þarna er
verið að leika sér með ákveðnar
andstæður eins og í sýningunni
allri.
sýningarinnar er ekki síður fengin úr
tilgátu sem varð til þegar menn voru
að bijóta heilann um það hvað Godot
stæði fyrir í leikrit Beckett Beðið ejtir
um í þeirri sýningu. Þá voru búningar
Lilju Guðrúnar (Mörtu) gersamlega
út úr kú og unnu hreinlega gegn öllum
möguleikum á persónusköpun í því
hlutverki.
Lýsing Páls Ragnarssonar var
blátt áfram og tilþrifalítil og bætfi svo
sem engu við sýninguna í hstrænu til-
hti.
Um vinnu leikaranna er það að
segja, að einsog sjá má af framan-
sögðu voru þeir ekki öíúndsverðir af
hlutskipti sínu og þjónar engum til-
gangi að tíunda hér frammistöðu
þeirra hvers og eins. Þeir leystu allir
vinnu sína af hendi af fagmennsku og
sönnuðu þrátt fyrir dapurlega sýningu
hversu Þjóðleikhúsið hefur yfir sterk-
um leikarahóp að ráða. Raunar má
segja um alla vinnu leikhúshstamann-
anna f þessari sýningu að hún ein-
Godot. Hún gengur út á það að þama
sé um samansett orð að ræða, sem
sagt God eða Guð og orðinu Pierrot
eða trúður á frönsku. Nú er ég
kannski ekki að segja að Jón sé trúður
en Jón Jónsson stendur fyrir ákveðna
hugmynd. Guðjón er líkast til það
næsta sem hægt er að komast Godot á
íslensku en þama er verið. að leika sér
með ákveðnar andstæður eins og í
sýningunni allri,“ sagði Viðar Egg-
ertsson önnum kafinn en Alþýðublað-
ið náði í hann skömmu fyrir general-
pmfu.
Þeir leikarar sem taka þátt í sýning-
unni em Aðalsteinn Bergdal, Barði
Guðmundsson, Dofri Hermanns-
son, Rósa Guðný Þórsdóttir, Sigur-
veig Jónsdóttir og Sigurþór Albert
Heimisson. Tjarnarkvartettinn frá
Svarfaðardal er skipaður bræðmnum
Kristjáni Hjartarsyni og Hjörleifi
Hjartarsyni og mágkonunum Kristj-
önu Amgrímsdóttur og Rósu Krist-
ínu Baldursdóttur. Ljósamaður L.A.,
Ingvar Björnsson, hannar lýsingu.
Einungis verða þrjár sýningar á
GUÐ/jóni: Fmmsýning 9. maí, önnur
sýning kvöldið eftir og lokasýning
sunnudaginn 14. maí.
kenndist af fagmennsku. En spegilbrot
verður ekki að demanti þó um það sé
vélað af fullkominni fagmennsku.
Niðurstaða: Óþörf sýning, sem
skilur mann eftir með óbragð í
munninum - svipaða tilfinningu
og stór gúlsopi af rjómapela
sem kominn er langt fram yfir
síðasta söludag. ■
■ Menningar- og friðar-
samtök íslenskra kvenna
„Ræktun
manns og
moldar"
Árleg vomámsstefna Menningar-
og friðarsamtaka íslenskra kvenna
verður að þessu sinni haldin síðustu
helgina í maí - laugardaginn 27. maí
og sunnudaginn 28. maí - að Hótel
Arsölum í Vflc f Mýrdal. „Friðarsam-
tökunum er öll viðleitni til menningar-
og mannbóta hugstæð og hafa vor-
námsstefnur meðal annars fjallað um
Lífsstíl og Neysluvenjur og að þessu
sinni verða þemu fyrirlestranna Vist-
rcent líf - Vistvænt umhverfi,” segir í
tílkynningu.
Fyrirlesarar á námsstefnunni verða
Kolbrún Hjörieifsdóttir skólastjóri
Ketílsstaðaskóla, Guðfinnur Jakobs-
son forstöðumaður í Skaftholtí, Ragn-
heiður Jónasdóttir vistfræðingur,
Sigrún Gunnlaugsdóttir kennari og
ef til vill fleiri.
Námsstefnuna leiðir Þórunn
Magnúsdóttir sagnfræðingur. Sam-
vinna verður við konur í Mýrdal, sem
leggja tíl dagskrá um mannlíf og um-
hverfi þar um slóðir og halda með
samtökunum kvöldvöku á laugardags-
kvöldið, en á sunnudeginum verður
farið í skoðunarferð undir stjórn
heimakvenna.
Námsstefnan er öllum opin. Mætt
verður á staðinn með rútu á fostudag-
kvöldið og gist í tveggja og fjögurra
manna herbergjum að Hótel Ársölum.
Allur matur og kaffi verður sameigin-
legt.
Félagsfólk og annað áhugafólk er
vinsamlegast beðið um að hafa sam-
band sem fyrst - hafi það hug á að
taka þátt - í síma 551-7952 eða 561-
3093. Með öllu kostar pakkinn 4.000
krónur.
■ GUÐ/jón- nýtt verk Vidars Eggertssonar - verður frumsýnt í kvöld í Safnaðarheimili Akur-
eyrarkirkju, en þar er teflt saman helgitónlist og tilvistarkrísu mannsins
/f
L.A. brýst úr egginu
//
-segir Viðar og vill meina að það sé talsverður Eggleikhúss-bragur