Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1,1. MAÍ1995 Lokaspumingin er sú hvort ,JEvrópa“ hafi einhverju hlutverki að gegna í veröldinni sem heild. Sú „Evrópa“ sem við búum nú við er sköpunarverk kalda stríðsins. Nú þegar aðstæður í Austur-Evrópu eru gerbreyttar skyldi maður ætla að arkitektar „Evrópu“ flýttu sér aftur að teikniborðinu til að hanna fyrirbærið upp á nýtt í nýju pól- itísku samhengi. En þeir halda enn ná- kvæmlega sama striki og hafa bara aukið hraðann. Sumir sérlegir aðdá- endur ,JEvrópu“, einsog Ralf Dahren- dorf, fyrrum ESB-ráðherra, eða Dou- glas Hurd, utanríkisráðherra Bret- lands, fullyrða meira að segja að innri þróun Evrópusambandsins á síðasta áratug haft haft úrslitaáhrif á hrun kommún- ismans í austri. En maður hlýt- ur að efast um að margir aust- ur-evrópskir andófsmenn hafi sagt eitt- hvað á þessa leið: „Hafiði heyrt um nýju reglugerðina ffá Brussel um leyfilegan há- markshávaða garðsláttuvéla? Þetta þýðir að nú verðum við sko að steypa kommúnista- stjórninni!“ Kenning þeirra Hurd og Dahrendorf svipar einkenni- lega mikið til nýlegs tónlistar- myndbands með Michael Jackson sem heitir „Uppreisn Austur-Evrópu“ og gengur út á að poppstjaman sigrar Rauða herinn einn síns liðs meðan hrif- inn bamakór syngur fagnaðarboðskap á (getiði hvaða tungumáli?!) esperan- tó. Síðan jámtjaldinu var lyft hafa hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu komist að því að hinn meinti bjarg- vættur þeirra hefur reynst furðu tregur til að leggja þeim lið á þann eina hátt sem skiptir máli - sem sé, að kaupa vaming þeirra. Öll þessi ríki vilja að sjálfsögðu ganga til liðs við „Evrópu". Astæðumar fyrir því era tvær og báð- ar sáraeinfaldar. I fyrsta lagi er ESB klúbbur hinna ríku og þeir eiga nóg af peningum til fjárfestinga í löndunum. I öðra lagi vilja ríkin tilheyra hvers- konar ríkjasamtökum í öryggisskyni. Fyrra atriðið gætu hvaða efhahags- samtök sem er uppfýllt, efnahagssam- tök á borð við Efnahagsbandalag Evr- ópu einsog það var fyrstu áratugina. Samruni Evrópuríkjanna er þessum ríkjum algerlega ónauðsynlegur, og raunar væru slík örlög óneitanlega kaldhæðnisleg þeim þjóðum sem vora að enda við að losa sig úr krumlum annars fjölþjóðaveldis. Öryggi Evrópu vekur svipaða spurningu. Endalok kalda stríðsins mun þegar til lengdar lætur hafa í for með sér æ minnkandi áherslu Banda- ríkjamanna á vamir Evrópu. Þessi til- hugsun vekur meira að segja nokkra ánægju í þeim hlutum Evrópu - fyrst og ffemst Frakklandi og Þýskalandi - þar sem andúð á Bandaríkjunum hefur lengi blómstrað. Þessi þróun mun að sjálfsögðu hafa í för með sér að Evr- ópubúar þurfi í auknum mæli að ann- ast vamir sínar sjálfrr. En spumingin er sú hvort það kalli á pólitískan sam- runa, einhvem Evrópuher, sameigin- lega utanríkisstefnu Evrópu og sam- eiginfega ríkisstjóm. í meira en hálfa öld hefúr NATO annast vamir Evrópu án þess að þörf hafi verið á nokkram slíkum pólitískum sámruna, og það hefur sýnt sig að enginn alþjóðasam- tök geta státað af jafn vel heppnuðu starfí og NATO. „Auðvitað," er þá svarað, „gat NATO leyft sér að starfa sem lausleg ríkjasamtök vegna þess að ríkin stóðu frammi fyrir sameiginlegum óvini. Nú er okkur ógnað og ögrað úr fleiri átt- um og því verður erfiðara að ná sam- komulagi milli ríkisstjóma hinna ólíku landa.“ Þetta er hárrétt, og einmitt af þess- um sökum ætti alls ekki að beina ör- yggismálum inn á vettvang „evrópskr- ar ríkisstjómar" sem tæki ákvarðanir sínar með einföldu meirihlutavaldi. I sérhveiju öryggismáli hafa flest ríkin sérstakra hagsmuna að gæta sem hin ríkin hafa ekki. Nefna má hagsmuni Breta á Falklandseyjum, Frakka í Norður-Afríku, Þjóðverja og ítala í fyrrum Júgó- slavíu og svo framvegis. Ef reynt verður að sjóða saman „evrópska“ stefhu í málum af þessu tagi - hvort sem það yrði gert með samhljóða ákvörðunum, samkomulagi eða einföldum meirihluta - mun það hafa í för með sér í besta falli ófullnægjandi moðsuðu en í versta falli al- gera lömun. Þessi ein- faldi sannleik- ur hefur tví- vegis birst okk- ur greinilega á síðustu fjóram árum - í fyrra skiptið sem farsi, en í seinna skiptið sem harmleik- ur. Farsinn voru viðbrögð „Evrópu“ við innrás fraka í Kúveit árið 1990 þegar Þjóðverjar liðu vítiskvalir yfir því hvort þeir ættu að senda nokkrar æf- ingaþotur til Tyrklands, þegar Frakkar sendu flugvélamóðurskip inn á Persa- flóa, hlaðið þyrlum í stað flugvéla, og þegar Belgar þvertóku fyrir að selja bresku hersveitunum skotfæri. Harm- leikurinn er hinsvegar Júgóslavía. ,JNú er rannin upp stund í Evrópu!" hrópaði hinn litskrúðugi Jacques Poos, utanríkisráðherra Lúxemborgar, þegar hersveitir Slobodan Milosevic, forseta Júgóslavíu, hleyptu af fyrstu skotum sínum í Slóveníu og Króatíu sumarið 1991. „Við skiptum okkur ekki af málefnum Ameríku, og við treystum því að Ameríka muni ekki skipta sér af málefnum Evrópu!" sagði Jacques Delors, og hamraði þar á eina stöðuga og skýra þættinum í utanríkisstefnu „Evrópu", sem er geðvonskulegur fjandskapur í garð Bandaríkjanna. Löngunin til þess að beija saman sam- eiginlega utanríkisstefnu var nákvæm- lega nógu sterk til þess að tryggja það að þau ríki sem gerðu sér raunvera- lega grein fyrir því sem var að gerast í Júgóslavíu (fyrst og fremst Þýskaland) gátu ekki beitt sér vegna þeirra ríkja sem skildu ástandið alls ekki (fyrst og fremst Bretland). Því var beðið með að viðurkenna Slóveníu og Króatíu í hálft ár og þegar viðurkenningin kom loks fylgdu henni engar ráðstafanir til þess að vemda önnur væntanleg fóm- arlömb Milosevic gegn árás. Hugsunarhátturinn að baki tilraun- um til að mynda „evrópska" utanríkis- pólitík er ákaflega bamalegur. Menn segja sem svo: „Hugsið ykkur bara hversu sterk og öflug utanríkisráð- stefna okkar verður ef við sláum öll- um ríkjunum saman í eitt!“ Á ná- kvæmlega sama hátt má segja: Hugsið ykkur hvað hlýtur að koma fallegur litur út úr því ef við blöndum saman öllum litunum í litakassanum! En nið- urstaðan er, og'hlýtur að verða, daufur drallubrúnn.M Síðan járntjaldinu var lyft hafa hin nýju lýðræðisríki í Austur-Evrópu komist að því að hinn meinti bjarg- vættur þeirra hefur reynst furðu tregur til að leggja þeim lið á þann eina hátt sem skiptir máli - sem sé, að kaupa varning þeirra. Öll þessi ríki vilja að sjálf- sögðu ganga til liðs við „Evrópu". Ástæðurnar fyrir því eru tvær og báðar sára- einfaldar. í fyrsta lagi er ESB klúbbur hinna ríku og þeir eiga nóg af peningum til fjárfestinga í löndunum. í öðru lagi vilja ríkin til- heyra hverskonar ríkjasam- tökum í öryggisskyni. ■ Indverski kvikmyndaiðnaðurinn upplifir nú gjörbreyttar aðstæður í kjölfar tilslakana stjórnvalda og framá sjónarsviðið kemur nú hver snillingurinn í leikstjórastétt af fætur öðrum. Indverjar eru langmesta bíóþjóð veraldar; þeirframleiða um 800 kvikmyndir í fullri lengd á ári, græða á þeim um 140 milljarða og veita í leiðinni 500 þúsund manns atvinnu. Nýju snillingarnir kynna til sögunnar sjálfshæðin listaverk og átakanlegar stórmyndir á borð við Bombay og Bollywood Indverska kvikmynda- vorið Maður og kona ganga kyrrlátlega saman eftir árbakka í suðurhluta Ind- lands. Monsún-andvarinn lyftir burka (svört slæða sem hófsamir múslimar klæðast) konunnar frá andliti hennar og afhjúpar fíngerða fegurð. I augnaúlliti sem þau gefa hvort öðra renna örlög þeirra saman - þrátt fyrir að hún sé múslimi en hann hindúi. Þetta er byijunaratriðið í hinni nýju kvikmynd Bombay og fyrir vongóða kvikmyndaáhugamenn virðist þessi sena víst ein og sér nógu kröftug úl að breyta örlögum indverskra kvikmynda. Kvikmyndaiðnaður Indlands er sá stærsú í víðri veröld og sendir frá sér hartnær 800 kvikmyndir í fúllri lengd á hverju ári. „Allir vestan Tyrklands horfa á Hollywood-kvikmyndir," segir kvikmyndaleikstjórinn Blondie Singh, „en allir austan Tyrklands horfa á Bollywood-kvikmyndir. Hvað varðar einfaldar áhorfendatölur þá er stað- reyndin sú að fleira fólk í heiminum kemur á okkar kvikmyndir en þeirra.“ En indverski kvikmyndaiðnaðurinn hefur samtsem áður lengi verið klofinn Mani Ratnam, stórtækur leikstjóri Bombay, tekur fyrir erfiðasta vandamál Indlands: fjandskap múslima og hindúa. í tvær gjörsamlega andstæðar íylking- ar: -Önnur framleiðir fáar og vandlega gerðar myndir - þar sem tæknin var nýtt til hins ítrasta og allar uppfmning- ar iðnaðarins fá að njóta sín - ásamt óteljandi háleitum og afar svæfandi myndum sem fjalla um verðug málefni á borð við kvenréttindi og félagslegt ójafhrétú. -Hin fylkingin kærir sig kollótta um allt slíkt og framleiðir kvikmyndir sem tugir milljóna Indveija - og auðvitað fólks um gjörvalla Asíu - slást um í biðröðum til að komast og sjá. Þetta eru fáránlegar raunveruleikaflótta- myndir með blómlegum barmgóðum smástimum, illilegum þorpuram, til- finningavellu jafn þykkri þokunni í Bombay og að lágmarki sex „mæmuð- um“ (ekki sungið í raun í kvikmynd- inni) söngvum sem eru í félagi við súg- andi og hmgandi fiðluleik og dansatriði eins heimskuleg og kvikmyndaáhorf- endur hafa nokkum tímann barið aug- um. En nú loksins er komin fram kvik- myndin Bombay sem brúar bilið á milli fyrmefhdra fylkinga á afgerandi og úl- tölulega velheppnaðan hátt. Áhorfend- ur bh'súa og gefa óspart velþóknun sín- ar úl kynna í gegnum þessa haganlega smíðuðu ástarsögu sem gerist á tímum blóðugra trúar- bragðaátaka. Með aðeins örfá- um hnökrum hefur leikstjóri Bombay, Mani Ratnam, koll- varpað hástemmdum og ýktum siða- venjum sem hafa samtímis fangelsað og hlekkjað indverska kvikmyndagerð. Þar er einkum og sérílagi átt við Mani- tvíhyggjuáráttu indverskra kvikmynda- gerðarmanna; áráttu sem gengur útá svart/hvítt samspil góðs og ills; hetj- unnar og þorparans. Kvikmyndatöku- vélinni er í Bombay beint að langsam- lega erfiðasta vandamáli indversks þjóðfélags: fjandskap múslima og hindúa. í leiðinni hefúr Ratnam skapað það nálægasta sem hann gat við indverskan Lista Schindlers og farið með verk sitt rakleiðis á topp vinsældalistanna. Ratnam er núna eftirlæti allra sem eitthvað tengjast Bollywood - einsog kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi er kallaður. En hann og kvikmyndin Bombay era aðeins lítill hluú af ind- verska kvikmynda- og myndbanda- gerðarvorinu sem fylgt hefur rakleiðis í kjölfar nýlegrar stefnubreytingar ind- verskra stjómvalda hvað varðar opin og frjálsleg samskipti við hinn vest- ræna heim. Að minnsta kosti 500 þúsund starfa við kvikmyndaiðnaðinn í Bombay einni saman og ársveltan er í kringum 140 milljarða - þessar tölur era hærri í dag en nokkra sinni fýrr. Ásamt systr- um sínum í fjölmiðlunarbyltingunni, Madras og Kalkútta, framleiðir Bombay ekki aðeins aragrúa kvik- mynda í fullri iengd heldur einnig ótelj- andi sápuóperur í Dallas- og Dynasty- stílnum, spjallþætú, poppmyndbönd og glyskenndar auglýsingar. Á meðan sú þróun er í fullum gangi er gervihnatta- og kapalsjónvarpið í óða önn við að færa alvöra Hollywood- myndir í sífellt auknum mæli inná heimilin og ekki verða kvikmyndahús- in útundan því áhorfendur geta nú glatt skilningarvit sín með bandarískum of- ursmellum í líkindum við Jurassic Park og Speed. Flest má þetta þakka banni og hömlum sem ríkisstjómin Blondie Singh, hinum sjálfshæðna leikstjóra Bollywood, fatast hvergi í vinnubrögðum sínum og slær í gegn. Indverskir kvikmyndagerðarmenn á tökustað í Bombay. í Indlandi eru framleiddar um 800 kvikmyndir í fullri lengd á ári, kvikmyndagróð- inn er kominn upp í 140 milljarða árlega og 500 þúsund manns hafa atvinnu af iðnaðinum. lyfú nýverið af innfluttum vörum. Ein afleiðing alls þessa er að ffam er komin ný og hugdjörf kynslóð kvik- myndagerðarmanna sem era að upp- færa kunnáttu sína til þess besta sem þekkist í heiminum í dag og verða með hveijum deginum sem h'ður æ óþolin- móðari gagnvart þeim siðavenjum er frystu framþróun kvikmyndagerðar í landi þeirra fyrir næstum aldarfjórð- ungi. Einn af þessum kenjóttu og óútreikn- anlegu byltingarmönnum í röðum kvikmyndagerðarmanna er auglýsinga- smiður nokkur frá Bombay, Rajesh Devraj að nafni, sem notast við litla skjáinn til að rassskella hinar gömlu siðavenjur. Devraj er ábyrgur fyrir því að allt Indland og landsvæðið umhverf- is liggur í krampaflogi af hlátri vegna auglýsinga sem hann á heiður af og era til kynningar á sjónvarpsþáttunum V sem sýndir era á tónlistarrás sjónvarps- ins; I einni auglýsingu Devraj kemur söguhetjan, Eldibrandur Murugan (Indverji sem komið er fyrir í Villta vestrinu), inná krá og pantar snaggara- lega suður-indverskt karrý með viský- snöfsunum sínum. Þegar krafinn um útskýringar á þessum undarlegu háttum svarar Murugan kæruleysislega og yppir öxlum: „Við er’m bara svona." Lokaorð auglýsingahetjunnar er hann gengur útaf kránni eru: „Gæúð’ess!“. í dag era þessi einkennisorð Muragan orðin óijúfanlegur hluti af indversku unglingaslangri og heyrast hvar sem er; inná skyndibitastöðum, útá stræt- óstoppistöð eða á heimavistum háskól- anna. „Við gerðum nokkuð sem aldrei fýrr hefur verið reynt hér í landi,“ segir Devraj: „Við skopstældum vinsælt kvikmyndaefhi." Á meðan gengur Blondie Singh sömuleiðis af hverri siðavenjunni af fætur annarri því sem næst dauðri með því að pakkfýlla hina nýju háðsádeilu sína, Bollywood, af fimleikahetjum, deyjandi mæðram, illgjömum og túr- banklæddum dvergum og gjörsamlega úlefnislausum magadansattiðum. ,Mér finnst kvikmyndaiðnaðurinn í Indlandi og um kring alveg hrikalega fyndinn,” lýsir kvikmyndagerðarmað- urinn yfir. Hans stærsta áskorun til þessa var að takast á við iðnað sem í

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.