Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Að villast blindfullur á glapstigum sjálfstæðis „Spáiði í ógæfuna sem myndi fylgja ákvörð- unarrétti okkar yfir eigin lífi: við myndum örugglega alltaf vera blindfull á handbolta- leikjum og farandi okkur sjálfum að voða að minnsta kosti tvisvar í viku. Ennfremur mynd- um við vitaskuld fara að myndast til að byggja upp ábyrgðartilfinningu innra með okkur og færum að skipta okkur af hlutum sem okkur koma ekki við." Mikið er nú gott að geta bara svifið áfram á sæluskýi í lífinu án þess að þurfa að hafa áhyggjur af því að fara sér að voða. Mikið er nú gott að þurfa ekki að bera ábyrgð á eigin h'fi. Við íslendingar erum nefnilega svo lán- samir að hér höfum við stjórnvöld Pailborðið | sem passa upp á það að fólkið í land- inu glati ekki sálu sinni einhversstaðar á kafi í valkostahafi nútímaþjóðfélags- ins. Vegna þess hversu heppin við er- um með stjómvitra leiðtoga getum við hfað lífinu algjörlega án þess að óttast það, að vegna heimsku okkar rötum við ekki rétta leið. Stjómvöld tryggja okkur áhyggjulaust hf, vega og meta valkostina fyrir okkur og afleiðingin er sú, að það er hreinlega ómögulegt á íslandi í dag að villast á glapstigum sjáhstæðs hfs og ábyrgðar. Hjúkk! Dæmi um þessa umhyggjusemi stjómvalda er umræðan um bjórsölu og bjórauglýsingar á HM ’95. Stjóm- völd reyndu eins og þau gátu að passa það, að við myndum ekki fara á fyllerí á boltaleikjunum og komu í veg fýrir það að við þyrftum að rekast á barinn í hölhnni. Með frækilegum hætti tókst að bola bjómum út úr húsi og inn í rækilega falið tjald sem stendur víst þama nærri. Mikið getum við verið fegin. Við eigum auðvitað ekkert er- indi í tjaldið nema við ætlum að fá okkur bjór og engin hætta er á að maður þurfi að beijast við þá freist- ingu: við finnum ekki tjaldið og þaraf- leiðandi finnum við ekki bjórinn. Það var einnig með herkjum að tókst að afstýra því að bjórauglýsingar fengju að berja sér leið inn í undir- meðvitund okkar. Á síðustu stundu var þeim breytt í léttölsauglýsingar og léttöl er að sjálfsögðu ekkert hættulegt fyrir okkar. Hver býst við því að við þessa heimska þjóð föttum samhengið milli Warsteiner-léttöls og Warstein- er-bjórs? Með þessum frækilega vamarsigri stjómvalda yfir illum spillingar- og fijálsræðisöflum tókst að afstýra því að ahir íslendingar fæm á fyllerí í til- efni af heimsmeistarakeppninni. Og enn einu sinni þurftum við ekki einu sinni að hafa fyrir því að velja sjálf, frábært! Stjórnvöld hafa margsinnis sýnt okkur snilh sína í þessum efnum með alveg hreint brilljant aðgerðum. Dæmi um það er opnunartími skemmtistaða sem er takmarkaður svo við föllum ekki í þá gryíju að skemmta okkur of lengi. Við þurfum heldur ekki að hafa áhyggjur af því að velja milli fram- leiðenda á mörgum vömm, til dæmis mjólk, kjöti og öðmm landbúnaðar- vörum. Persónulega er ég einna ánægðastur með að hafa verið vemd- aður fyrir ásókn hins illa og stórhættu- lega nammis, M&M. . Gmndvallarmálið hlýtur auðvitað alltaf að vera það að vegna heimsku okkar þegnanna getum við ekki tekið ábyrgð á lífi okkar og því verða stjómvöld að bera þá byrði: þessari hræðilegu kvöð hefur verið lyft af herðum okkar. Og það besta er að við getum verið viss um það að þeir sem velja lífi okkar farveg á hveijum tíma em alltaf skynsamastir okkar allra og ávaht með hag þegnanna efst í huga. Með því að láta okkur aldrei standa í því að velja okkur lífsform hefur stjórnvöldum líka tekist að Iétta af okkur þeim að þurfa vesenast í því að hafa áhrif á þjóðfélagið. Við látum bara stjómvöld ákveða hvað okkur er fyrir bestu enda getum við treyst þeim fýlhlega. Við erum laus við það arga- þras sem felst í að breyta heiminum og við þurfum ekkert að eyða tíma okkar í að efast um hæfhi stjómvalda. Á þennan hátt hefur tekist að skapa þjóðfélag þar sem fínumar em skýrar og allir lifa sáttir við sitt. Spáiði í ógæfuna sem myndi fýlgja ákvörðunarrétti okkar yfir eigin lífi: við myndum örugglega alltaf vera blindfull á handboltaleikjum og far- andi okkur sjálfum að voða að minnsta kosti tvisvar í viku. Ennfrem- ur myndum við vitaskuld fara að myndast til að byggja upp ábyrgðartil- finningu innra með okkur og fæmm að skipta okkur af hlutum sem okkur koma ekki við og þá væri nú iha kom- ið fyrir þeirri fallegu og góðu ímynd sem þjóðfélag okkar hefur. Og það sem verst væri - það myndi kannski eitthvað breytast. Hvar stæðum við þá? Höfundur er félagsráðgjafarnemi. Innan Alþýðubandalagsins eru uppi vangaveltur um framtíð Ólafs Ragnars Grímssonar í stjórnmálum. hann verður samkvæmt lög- um flokksins að láta af for- mennsku í haust. Ýmsir töldu að með tilkomu óháðra myndi Ólafur láta á það reyna hvort ákvæðin sem takmarka formennsku við sex ár væru ekki tæknilega fallin úr gildi þarsem Alþýðubandalagið og óháðir væru í raun nýr stjórnmálaflokkur, og hann gæti því látið endurkjósa sig önnur þrjú ár. Enginn vilji er til þess innan flokksins, enda eru flokksmenn fremur óhressir með frammistöðu formannsins í kosningabarátt- unni. Ljóst er því, að liklega verður Margrét Frímanns- dóttir eða Steingrímur J. Sigfússon næsti formaður flokksins. Þá er hins vegar engin áhrifastaða laus fyrir Ólaf Ragnar, enda Svavar Gestsson nýlega orðinn for- maður þingflokksins. Ýmsir í flokknum telja því ekki ólíklegt að Ólafur hverfi af þingi á kjörtímabilinu og muni leita fyrir sér um áhrifastöður á er- lendum vettvangi, meðan hann er enn á góðum aldri og í fullu fjöri. Efalítið gæti hann orðið sendiherra ef hugur hans stæði til þess og nefna menn þá oftast New York, þar sem tengsl hans innan Sam- einuðu þjóðanna kæmu að góðum notum. Ekki er heldur talið ólíklegt, að Ólafur kynni að hverfa til starfa hjá ýmsum þeirra alþjóðasamtaka sem hann hefur komið nálægt, og nefna menn þá helst selskap- inn Parliamentariansfor Global Action... 'T’alsverður vandræðagang- I ur hefur verið á nýju ráð- herrunum sem Framsókn setti inn í ríkisstjórnina. Eink- um hefur Finnur Ingólfsson verið laginn við að hrasa um bananahýðin. Á föstudaginn komst hann í fréttirnar þegar innheimtumenn ríkissjóðs klipptu númerið af bílnum hans, þar sem hann stóð und- ir húsvegg Arnarhváls, vegna vangoldins þungaskatts. Þótti mörgum skondið að sjálfur viðskiptaráðherra skyldi lenda í klóm kollega síns í fjármála- ráðuneytinu með þessum hætti. Áður hafði Finnur gefið yfirlýsingar um vaxta- mál sem leiddu til þess að innan bankaheimsins gengur nýi vaxtamálaráðherr- ann undir nafninu vaxtaflóniö... Ritstjóri Tímans, Jón Krist- jánsson alþingismaður, ætlaði í snöfurmannlegri grein að koma kollega sínum til varnar en varð það á að kalla Finn Ingólfsson úlf- alda. Innan Framsóknarflokks- ins er því haldið fram, að þetta hafi verið með ráðum gert hjá Jóni, sem er laun- hæðinn. Eftir að kom í ráðu- neytið hafi fótaburðurinn hjá Finni nefnilega verið klaufa- legur, að helst hafi minnt á úlfalda á gelgjuskeiði. Þar að auki sýni yfirlýsingar hans um vaxtamál að þekking hans á því sviði minni helst á eftir- lætisumhverfi úlfaldans, sem er jú eyðimörk... "FarSido" eftlr Gary Larson. „Hvað er eiginlega á seyði í þessum stjórnmálaflokki7 A virkiiega að taka lúðaleppann Pál Pétursson fram fyrir mig og hækka hann í tign? Það kemur sko ekki til greina undir neinum kringumstæðum að ég fari að taka við skipunum frá einhverjum djö.. dreifbýlisvargi!“ f i m m f ö r n u Hverjir eru þrír bestu leikmenn íslenska handknattleikslandsliðsins? Örlygur Smári, alltmögu- legtmaður: Patrekur Jóhann- esson, Valdimar Grímsson og Geir Sveinsson. Sigurður Örn Jónsson, nemi: Valdimar Grímsson, Geir Sveinsson og Patrekur Jó- hannesson. Dómhildur Karlsdóttir, húsmóðir: Júlíus Jónasson, Valdimar Grímsson og Geir Sveinsson. Ingibjörg Anna Arnars- dóttir, verslunarmaður: Jón Kristjánsson, Patrekur Jó- hannesson og Geir Sveinsson. Kristín Magnúsdóttir, Mokka-mær: Olafur Stefáns- son, Geir Sveinsson og Dagur Sigurðsson. v i t i m e n n Klisjan um að konur eigi ekki að fá störf eða völd „bara af því að þær eru konur“, var búin til af klókum karli til að sleppa við samkeppni kvenna. - Valgerður Bjarnadóttir, starfsmaður EFTA, í Mogga-grein í gær þarsem hún veltir fyrir sér konum og völdum og segir Kvennalistann enn nauðsynlegan þegar öllu sé á botninn hvolft. Uppreisnarleiðtogi Kúrda: Segist ekki hafa verið drepinn. Tíminn í gær sýndi og sannaði að þar á bæ eru menn óðum að komast aftur á flug í fyrirsagnasmíðinni. Þær tilskipanir Evrópusambands- ins um jafnrétti og jöfn laun kvenna og karla, sem eru hluti af samningnum um Evrópskt efna- hagssvæði, ganga iengra en íslensk jafnréttislöggjöf. Ástæða er því til að jafnréttislöggjöfin verði endurskoðuð sem fyrst Haft eftir Elsu B. Þorkelsdóttur, framkvæmda- stjóra Skrifstofu jafnréttismála. Mogginn í gær. Eflaust gerir Jón Baldvin nú allt sem hann getur til að halda stjómarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn áfram. Frekar síðbúin grein Guðmundar P. Valgeirsson- ar bónda sem birtist í Tímanum í gær. ...barnaskóli hér fær eigi staðist nema með þvingun, og í annan stað, þar sem bæjarbúar hafa eigi sjálfkrafa stofnað neina bama- skólamynd, er það hin ljósasta sönnun þess, að mönnum þykir eigi þörf á bamaskóla eða flnni til þeirrar þarfar. Tilvitnun í nýjasta tölublaöi Kennarablaðsins í ræðu sem haldin var á Alþingi á því herrans ári 1859. Eftir ítarlegar umræður síðustu ára um stöðu kvenna og sjálfsmynd konunnar hefur mörgum þótt tímabært að karlar tækju sig sam- an í andlitinu og litu f eigin barm. Ofurmeðvitað smáspjall um karlaráöstefnuna í Stokkhólmi (maítölublaði Vinnunnar - tímarits ASÍ. V e f n u m halda áfram krossferð sinni gegn klámi á Net- inu: Nálægt botni sorans er http: I / w w w . well.com/us er/jef/nu de.html þar sem gefur nú á að líta kviknaktar en þó sakleysis- legar teiknimyndafígúrur og þaraf er ein þeirra með svipu sem kynlífs- leikfang. Hér eru síðan nokkur hrikaleg Vefföng til viðbótar sem gott væri ef lesendur settu sig í sam- band við og lýstu andúð sinni: ■ MUNNMÖK http://www.io. orgl~excelslors.html BSJÁLFS- FLEKUN http://www.yahoo. com/Society-and-Culture/ Sex/Masturbation/ ■KLÁMTÍMA- RITIÐ HUSTLER http://hustler. onprod.com/. Hversu lágt ætlar tölvuheimurinn eiginlega að sökkva áðuren... Að minnsta kosti tuttugu og einn maður fét lífið í sýrópsflóðbylgju í Boston í Bandaríkjunum árið 1919. Þannig háttaði til að rúmlega átta milljónir lítra - tæp fjórtán tonn - af bráðnum sykri voru geymd í tanki við höfnina í Boston og af óvissum ástæðum kom rifa á hann. Afleiðingin varð sú að tæplega tuttugu metra breið sýrópsflóðbylgja gjörsamlega kaffærði átta byggingar og varð völd að fyrmefndu mannfalli. Byggt á tsaac Asimov's Book Of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.