Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 11.05.1995, Blaðsíða 8
* * |\WRE WjLL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar H m m m 58855 22 MÞYBUBLAfilÐ * * 'mWFILl/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 588 55 22 Fimmtudagur 11. maí 1995 70. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Nýlega fór af stað uppí Háskóla tilraun í Evrópu- fjarkennslu í bókmenntafræði. Jakob Bjarnar Grétarsson ræddi við Ástráð Eysteinsson bókmenntafræðiprófessor sem ber á þessu ábyrgð ásamt Rúnari Helga Vignissyni Akademían tæknivædd Ástráður hefur ekki miklar áhyggjur af því að tæknivæðingin verði til að einangra einstaklinginn né heldur því kennarar verði .J'Iei, ég held alls ekki. Kennaramir munu alltaf vinna að því að skapa það efni sem í þetta fer. En það er alveg hugsanlegt að þegar til lengdar lætur þá muni þetta minnka kennsluálagið. Kennaramir fá þá bara meiri tíma til að vinna að rannsóknum," segir Ástráður Eysteinsson, prófessor í al- mennri bókmenntafræði við Háskóla íslands, þegar hann var spurður hvort þetta væri ekki hálfgert sjálfsvíg: Að með þessu yrðu kennarar óþarfir og kennsla færi fram í gegnum Intemet, sjónvarp og hverskyns margmiðlun. Fjarnámskeið eru einmitt á döfinni núna uppí Háskóla. Þetta er eitt af verkefnum á vegum Evrópusamstarfs í menntá- og menn- ingarmálum. Fimm manna hópur er staðsettur vítt og breitt um Evrópu og hefúr yfirumsjón með verkefninu. Formaðurinn Caceres Sanchez er staðsettur í Granada á Spáni en pró- fessor Daniel Apollon f Bergen sér að mestu um tæknimálin. Hugmyndin er sú að nýta nýja samskiptatækni eða margmiðlun í hugvísindum, en áhersl- an hefur að mestu verið á tækni- og raungreinar fram til þessa. Það var ákveðið að prófa að fara af stað með þrjú námskeið, í bókmenntum, fjöl- miðlaffæði og í lögfræði. Þau byggjast á kjama sem dreift er til ýmissa skóla í Evrópu. Kennslan fer fram í fyrirlestr- um af spólum og að hluta til í beinni útsendingu. Beinar umræður fara síð- an fram milli landa með símafundum þar sem margar kennslustofur í mis- munandi löndum eru samtengdar. Ein- hver stjómar umræðum og spumingar og svör ganga á milli. Einnig fara um- ræður að talsvetðu leyti fram á Inter- netinu. Um þá hlið mála hefur Rúnar Helgi Vignisson að mestu séð hér- lendis á bókmenntanámskeiðinu. „Ég er meira ábyrgur fyrir fræði- lega hlutanum. Við bætum við lesefni hér og veitum síðan nemendum leið- sögn við að vinna verkefni í framhaldi af námskeiðinu," segir Ástráður. „Námskeiðið hjá okkur heitir Borgin í evrópskum bókmenntum og fjallar um það hvemig hún birtist í bókmennta- textum. Þetta er kannað fræðilega og sérstök dæmi era tekin af borgunum Vín, Granada og París. Ymis verk era lög til grundvallar. Lorca kemur mik- ið við sögu Granada auk þess sem far- ið er sögulega í Márahefðina. í fyrir- lestranum um Vín er meðal annars fjallað um það hvemig erlendum rit- höfundum kemur borgin fyrir sjónir. Námskeiðið er metið til 2,5 eininga við Háskólann." Kúrsinn í bókmenntum byijaði í lok apríl og lýkur 12. maí. ,JEf að mönn- um þykir hafa tekist vel til er stefht að framhaldi næstu árin með þessi fjar- námskeið eins og við köllum þau,“ segir Ástráður. Hann telur skoðana- skiptin helsta akkinn. „Ekki síst fyrir nemendur að fmna það að þeir komist í bein tengsl við nemendur og kennara ytra. Að finna að miðlun gemr átt sér stað milli landa í þessu venjulega námi án þess að þurfa að taka sig upp og dvelja lengi í útlöndum þó að það sé náttúralega ágætt líka.“ s Ibúar Grafarvogs Borgarstjóri, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir boðar til fundar með íbúum Grafarvogs í kvöld fimmtudag 11. maí kl. 20.30 í Félagsmiðstöðinni Fjörgyn. Kynntar verða framkvæmdir á vegum borgarinnar í hverfinu. Umræður og fyrirspurnum svarað. Ibúar eru hvattir til að mœta áfundinn. J Ástráður Eysteinsson: Margir vel- menntaðir prófessorar eru ýmist slakir í ensku eða tregir til að nota hana. Það eru frekar yngri nemend- ur sem eru óhræddari við að láta vaða á enskunni. A-mynd: E.ÓI. Ástráður segir tilraunabrag á þessu eins og við var búist. En um leið og reynsla fæst ætti þetta að geta gengið vel og margir spá því að framtíðin fel- ist ekki síst í slíkum fjartengslum. Tilraunin er Háskóla Islands að kostnaðarlausu. Það er hin svokallaða Comett-áætlun, sem er nafnið á þessu menningar- og menntasamstarfi, sem stendur alfarið undir kostnaðinum við þessa tilraun. Comett er skipulagt af Evrópusambandinu en önnur Evrópu- lönd koma einnig að verkefninu. Mill- liðurinn hér á landi er skrifstofa Sam- menntar undir stjóm Ágústar Hjartar Ingþórssonar. Astráður óttast ekki svo mjög að þetta kynni að ýta undir frekari ein- angrun einstaklingsins, að hann sitji bara við sína tölvu heima, leysi úr sín- um verkefnum þar, og þurfí aldrei út óþarfir með tímanum. fyrir hússins dyr. „Það er náttúrlega hugsanlegt. Þetta er ákveðið samband en ef það tengist ekki beinum mann- legum samskiptum getur þetta orðið form einangranar. En það er svo mik- ið líf í kringum þetta að ég hef litla trú á því að það gerist. Það er jákvætt að geta komist í samband sem að öðrum kosti væri útilokað og ég held að þetta ýti frekar undir þörf fólks að skiptast á skoðunum á hinn veginn líka. Menn hafa í þessu sambandi nefnt að til dæmis bréfaskipti sem vora að miklu leyti dottin niður, hafa verið að aukast vegna þessa, þótt bréfin fari nú eftir annarri leið. Eg held jafnvel að þetta varðveiti þetta form samskipta og þá jafhvel textann sjálfan." Samskiptin fara fram á ensku og Ástráður sér ákveðin vandamál í því. Margir velmenntaðir prófessorar era ýmist slakir í ensku eða tregir til að nota hana. Það era ffekar yngri kenn- arar og svo nemendur sem eru óhræddari við að láta vaða á enskunni. „En það þýðir ekkert að gera þetta nema að það sé notað eitt ákveðið mál. suður-evrópskir, franskir og jafn- vel þýskumælandi kennarar, virðast tregir til að nota enskuna," segir Ástráður sem tekur undir það að al- þjóðleg tölvusamskipti séu enn til að auka alheimsyfirráð enskunnar. Hann sér þó ekki í því vandamál fyrir bók- menntimar og þjóðtungur almennt. „Hún verður óhjákvæmilega sam- skiptamál. En ég hef ekki svo miklar áhyggjur af því að það muni skerða hlut þjóðtungnanna. Eftir því sem á líður munu menn líta á enskuna sem samskiptamál eða tæknimál. Maður sest niður og notar enskuna í þetta en hún verður í raun til hliðar við þjóð- tunguna." Ástráður segir að það geti eitthvað áhugavert gerst þegar verið er að fjalla um reynslu sem er tengd einhverju ákveðnu tungumáli en jafnframt að eiga samskipti um það á ensku. „Það getur orðið til góðs að menn þurfi að fara á milli tungumála og tjá sig um þairn veraleika sem tungumálið er.“ Ástráður segir að aðsókn í bók- menntafræði í Háskólann fari stöðugt vaxandi. Hann segir svo einnig vera um heimspeki. Hann segist ekki vera með nein svör á reiðum höndum hvað valdi því og þorir ekki að setja fram neinar samfélagslegar skýringar í því sambandi. „Sumir segja að það sé ákveðið afturhvarf frá þröngri hag- kvæmnishugsun. Á tímabil var sótt grimmt í greinar sem þóttu vera hag- kvæmar og fyrir nokkram árum var illviðráðanleg aðsókn í viðskiptafræði. Það er því nokkur öldugangur í kerf- ■ Herbergi Veróniku eftir Ira Levin sýnt í Kaffileikhúsinu Sumarhrollvekjan Nú standa yfir æfingar á sumarleikriti Kaffileikhússins, Herbergi Veróniku, hrollvekju I eftir Ira Levin sem helst er þekktur fyrir samstarf sitt | með kvikmyndaleikstjóran- um Roman Polanski. Leik- endur eru Rúrik Haralds- | son, Póra Friðriksdóttir, Ragnhildur Rúriksdóttir | og Gunnlaugur Helgason (sjálfur). Leikstjóri er Þórunn | Sigurðardóttir og þýðandi Ingunn Ásdísardóttir. Verk- ið verður frumsýnt fimmtu- daginn 25. maí og er aðal menningarviðburður Sögu- og menningarhátíðar í gamla vesturbænum sem haldin verður 20. til 28. maí. Sýningar munu halda áfram í sumar eftir að há- tíðinni lýkur. Á meðfylgjandi mynd eru aðstandendur sýningarinnar, hrylli- lega ánægðir með sig eftir velheppnaða æfingu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.