Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 MÞMBLK9ID 20918. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Moldviðrinu slotar MeiriWuti Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks í Hafnarfirði neytti allra mögulegra ráða til að slæma höggi á fyrrverandi meirihluta Al- þýðuflokksins. Þar gengu alþýðubandalagsmenn fram fýrir skjöldu. Þeir þurftu að rétdæta fyrir kjósendum sínum hversvegna þeir gengu til sam- starfs við höfuðóvin sinn, íhaldið. í þeirra augum var besta leiðin til þess að þyrla upp sem mestu moldviðri í kringum störf Alþýðuflokks- ins, ekki síst fyrrverandi bæjarstjóra, Guðmundar Áma Stefánssonar. Sérstök aðför var gerð að honum, og reynt að tortiyggja hann persónu- lega í kringum Listahátíð Hafnarfjarðar, sem og viðskipti bæjarins við Hagvirki-Klett. Eitt af öðru hafa mál nýju bæjarstjómarinnar fallið. Ekkert stendur eftir af öllum þeim ávirðingum sem hún bar á forvera sína. Nú síðast hefúr ríkissaksóknari vísað á bug kæm oddvita núverandi meirihluta- flokka í bæjarstjóm Hafnarfjarðar, þarsem ýjað var að saknæmum við- skiptum meirihluta Alþýðuflokksins og Hagvirkis-Kletts. Ekkert, ná- kvæmlega ekkert, í kæru Magnúsar Jóns Arnasonar og Magnúsar Gunnarssonar, oddvita Alþýðubandalags og Sjálfstæðisflokks, taldi rík- issaksóknari athugunar virði. Niðurstaðan er því fullkomin uppreisn fyr- ir bæjarfulltrúa Alþýðuflokksins í Hafnarfirði, sérstaklega Guðmund Áma Stefánsson. Alþýðubandalagsmenn og sjálfstæðismenn kærðu fyrst samskipti bæjarins til félagsmálaráðuneytisins, og gerðu sér bersýnilega vonir um að geta enn aukið moldviðrið sökum þeirrar staðreyndar að þáverandi ráðherra var félagi Guðmundar Áma úr Alþýðuflokknum á Reykjanesi. En Rannveig Guðmundsdóttir sagði sig firá málinu og Þorsteinn Pálsson var skipaður seturáðherra. Þorsteinn fann ekkert athugavert við málið. Það hentaði hinsvegar ekki að Guðmundur Ami hefði fúllan sigur - rétt fyrir þingkosningar. I kjölfarið var sett upp leikrit, þarsem Þorsteinn Pálsson lék sérlega ógeðfellt hlutverk. Hann vísaði málinu frá, með þeim rökum að ásakan- ir á Alþýðuflokkinn væm svo alvarlegar að þær féllu ekki undir verk- svið félagsmálaráðuneytisins: heldur undir embætti ríkissaksóknara. Með því var gefið í skyn að fulltrúar Alþýðuflokksins hefðu gerst sekir um glæpsamlegt athæfi. Þetta leiddi til þess að pólitísku tvílembingam- ir, sem nú stjóma Hafnarfirði, sáu sér fært að kæra málið til ríkissak- sóknara. Með þessu sýndi Þorsteinn Pálsson eðli sem ekki er ósvipað því sem Ólafur Ragnar Grímsson þóttist á sínum tíma sjá í Davíð Oddssyni. Þor- steinn beitti póhtískri taflmennsku sem hentaði með tilliti til þingkosn- inganna, og skipti þá engu þótt æra einstaklinga skaddaðist. Þetta er allt önnur og ógeðfelldari mynd, en sú glansmynd heiðarleika og vamm- leysis sem Þorsteinn reynir jafnan að bregða upp af sjálfum sér. Vafalítið hafði þetta áhrif á stöðu Guðmundar Áma, og þarmeð Al- þýðuflokksins. Nú Hggur niðurstaðan fyrir og hún á ekki að koma nein- um á óvart: Ríkissaksóknari vísar málinu ffá. Eftfr situr bæjarstjóm sem búin er að eyða heilu ári í árásir á Alþýðuflokkinn og Guðmund Áma - meðan orðstír Hafnarfjarðar hefur sokkið dýpra og dýpra, og allar fram- kvæmdir í bæjarfélaginu setið á hakanum. Eggert G. Þorsteinsson Eggert G. Þorstemsson var um langt skeið einn af helstu foringjum Alþýðuflokksins. Ungur að ámm var hann fenginn til að gegna trúnað- arstörfum í þágu flokksins, og þingmaður varð hann aðeins 28 ára gam- all. Eggert var alþingismaður í aldarfjórðung og ráðherra í sex ár á tím- um Viðreisnarstjómarinnar. Rætur Eggerts lágu í jarðvegi verkalýðs- hreyfingarinnar, og þær rætur slitnuðu aldrei. Gylfi Þ. Gíslason orðar það svo í minningarorðum sínum, að Eggert hafi skihð hinn almenna mann í þjóðfélaginu, hugsað einsog hann og talað það mál, sem hann skildi. Eggert tileinkaði sér ungur mannúðarhugsjónir jafnaðarstefnunnar og helgaði stóran hluta hfs síns baráttunni fyrir þeim. Jafnaðarmenn munu jafnan minnast Eggerts G. Þorsteinssonar með virðingu. ■ Flokkarnir og sagan Fyrr á þessari öld fóru ungir menn til Moskvu og sáu það, sem þar var að gerast. Einn þeirra átti kærustu sem handtekin var af togin- leitum útsendara Stalíns, dregin burt frá bami þeirra litlu. Hann var ekki tekinn trúanlegur hér heima. Annar ungur maður var næstum dáinn úr lungnabólgu í Moskvu á sjötta áratugnum af því að þar var ekki notað pensilín, sem sagt var vera kapítalískt meðal, heldur beitt miðaldalækningum, heit jám lögð á húðina til að efla blóðrásina. Hann var ekki tekinn trúanlegur hér heima. Þessir ungu menn komu til ís- lands, og gerðu heiðarlega tilraun til að leggja út af reynslu sinni og upp- skám það að vera álitnir blaðaþras- arar, jafnvel kverúlantar. Það þýðir ekkert að reyna að lýsa því hvemig það er að upplifa raun- vemleikann, en vera síðan ekki tek- inn trúanlegur, verða að grafa hann í brjósti, geyma hann einn, geta ekki deilt honum með öðrum; en fyrir okkur er mikilvægast að spyrja núna: hvaða áhrif hefði það haft á íslenskt flokkakerfi, ef mennirnir, sem sjálftr höfðu upplifað Sovétrík- in á þessum tíma, hefðu verið teknir trúanlegir? Saga þessara manna, sem stimpl- aðir vom blaðaþrasarar, fylgir okk- ur enn þann dag í dag: allir þeir sem Gestaboð núna tjá sig um íslenskt flokkakerft eru pólitísk afkvæmi sögunnar, einnig þeir sem eru að komast að því núna, á árinu 1995, að þetta kerfi þurfti breytinga við; og það ber vitni um barnaskap, pólitíska gmnnhyggni, að álíta annað. Vissu- lega er langur tími liðinn, vissulega hefur margt breyst, jafnvel Hjörleif- ur Guttormsson, er orðinn talsmaður hinna sögulegu sátta, fylgismaður samstarfs við Sjálfstæðisflokkinn. en samt sem áður á munurinn, sem greyptur er í þjóðarsálina, á flokk- um eins og Álþýðuflokki og Al- þýðubandalagi sér mjög, mjög djúp- ar rætur. Ég skrifaði fyrstu grein mína um breytingar á fslensku flokkakerfi í DV, þá nýorðinn 22 ára, og birtist hún 30. desember 1988. Skoðanir mínar á þeim breytingum hafa síðan lítið breyst. í barnatrú minni árið 1988 vanmat ég þó nokkra þætti málsins, og þessa helst: Ég vanmat sögulega þáttinn, þá staðreynd að margir af þeim, sem ennþá eru ráð- andi í íslenskum flokkum voru þátt- takendur í hatrömmum deilum um alþjóðamál fyrir fáum áratugum. Ég vanmat líka þau áhrif, sem Evrópu- hyggjan átti eftir að hafa á þessa umræðu: Og síðast en ekki síst: ég vanmat það eðli íslenskrar umræðu og íslenskra stjómmála, sem felst í því að gera persónur fremur en mál- efni að forsendu, að útgangspunkti alls. Ég hef sannast sagna engar áhyggjur af pólitísku skírlífi „jökla- sósíalista“, sem Guðmundur Andri Thorsson kýs að nefna svo í athuga- semdum við grein sem ég skrifaði í Alþýðublaðið og nefni „Af pólitísku skírlífi": ég get ekki séð að fyrrum iðnaðarráðherra okkar íslendinga, Hjörleifur Guttormsson með sinn vilja til samstarfs við Sjálfstæðis- flokkinn, sé þjakaður af stjómfælni með sinn pólitíska ísskáp, þá iðnað- arvöm sína, hvað þá staddur í eyði- mörk. Ég hef hins vegar meiri áhyggjur af ungu fólki með ýmsar góðar hugsjónir og ungæðislega vantrú á málamiðlunum, fólki, sem landið þarf Á að halda en myndi dæma sig til hjásetu í þjóðfélaginu með stuðningi við pólitískan skírlff- isflokk, líkt og við sáum í Þýska- Guðmundur Andri Thorsson sýndi mikinn persónu- legan áhuga á mér í grein sinni. í grein minni bar Guðmund Andra Thorsson hins vegar hvergi á góma, hann var þar hvergi nefndur, persóna hans var ekki umræðuefnið þar, heldur hugmyndin „pólitískt skírlífi" og mér finnst það dapurlegt, að hann skuli sækjast beinlfnis eftir persónuþrasinu eins og það gerist íslenskast og lágkúrulegast, taka upp f sig gúlsopa af yfirlýsingum um persónu mína og gefa sér ekki til þess öflugri forsendur, en þessa elnu grein. Svar mitt ni»4ii iií^iii1i> ijfiiVn 111 í' Af pólitfsku skíriífi . Kiu.*Æ5Ík& **• '"Wíiídw rtói. X&ÍZÍZSÚh VlkUBÍltai | QMoiiiridtjf > hefur Þ* f»«m •» þ»»»» Jofnan Uu llilfur Jeifj»aA»»m»öur UtánAi. IM þarf «9 mm«« mi« •(* •VMt4 till •* tetMf» ekkl t ÞebM brMttmiAgum imn riHMIat v*» Eln»r wru. þvf a» þtt éf vluaWga W>» |inMra«giftnttnnam éffw á..———■•■—• •-* v* *“—- * . -ÍH*i**%>* * sssssteas’/ SSm HSrS ■^- J«»á -- *nuh> • .l^ípuWl *.ft tmmí: iJlíW*. «4>Jk'*iUL« U», ií; Kt*l».«<lfl«>‘.'l-*r|i-. rfSSSír'í'rte. ■t- ••»!«• : ‘ 7,$v .«i#u .iterte-ss: rfx, >i» H.ynv. >*i.«•»«>, tfaltr-l • , 1I. V. ,MMi||né»4Í, Lí M ik ■««. *l M ««.•»» »>l«u,J «ti*<+- fph ‘4• •ttt«r*,n• ■■!««.' lUlfal’iV ; *n*í m. vaaassm, !!*-• é H* -><»* •Wfcr-««tM jwawm :MÚ.: ■ :M .<M landi í sambandi við græningja og hér á íslandi, þegar margt gott fólk studdi Kvennalistann á stjómfælni- tímabili hans - og slíkur kjósenda- hópur er svo sannarlega ekkert „aukaatriði“, sem menn geta afgreitt sem „hálfgert PS“ í pólitískum greinum, líkt og Guðmundur Andri Thorsson segir núna - eftirá - að hann hafi ætlað sér; þá pólitísku vigt sem slíkir kjósendur hafa, þekkja þeir, sem fylgst hafa með stjórnarmyndun í Þýskalandi síðasta áratuginn eða svo. Það er margt gott fólk í þessum litlu flokkum í stjómarandstöðunni hjá okkur, fólk sem talar um mál- efni, og leiðir hjá sér umræðu um menn. Þjóðarviljinn er núna með nýjum og nútímalegum flokki og breytingum á flokkakerfinu, og það eru ekki bara stjórnarandstæðingar sem vilja þær: mikill hluti kjósenda Sjálfstæðisflokksins vill þær líka. Við verðum nefnilega að hugsa um flokkakerfið sem heild, eins og til dæmis er gert í Þýskalandi, hætta að hugsa um eigin stórasannleik, hina forpokuðu betranarhyggju gagnvart náunganum og hugsa frekar um kerfi með álíka öflugum flokkum, sem vega pólitískt salt, hafa jafn- ræði hver með öðrum, bæta jafnvel hver annan upp - þjóðarviljinn stendur til þess núna, rétt eins og vilji Guðmundar Andra Thorssonar, en ekki hefur hann oft gert vart við þann áhuga fyrr, og hefur þó um- ræðan staðið í afar, afar mörg ár. Það er slæm lenska hér á landi að greina ekki á milli manna og mál- efna. Það hvort viðkomandi er ung- ur eða gamall, feitur eða mjór, karl eða kona, skyldur vondu fólki eða góðu - menn gá oft fyrst a þessu og fara svo að hugsa um það sem við- komandi hefur að segja: verk manna og orð, þau njóta sjaldnast hlutlægr- ar umfjöllunar í okkar litla þjóðfé- lagi, en oft afar persónulegrar - og það er einmitt helsta ástæðan fyrir því að á íslandi er iðulega þrasað, þar er stundaður persónulegur skot- grafahemaður, fremur en hugsjóna- barátta. Guðmundur Andri Thorsson sýndi mikinn persónulegan áhuga á mér í grein sinni. I grein minni bar Guðmund Andra Thorsson hins vegar hvergi á góma, hann var þar hvergi nefndur, persóna hans var ekki umræðuefnið þar, heldur hug- myndin „pólitískt skírlífi" og mér fmnst það dapurlegt, að hann skuli sækjast beinlínis eftir persónuþras- inu eins og það gerist íslenskast og lágkúrulegast, taka upp í sig gúl- sopa af yfirlýsingum um persónu mína og gefa sér ekki til þess öfl- ugri forsendur, en þessa einu grein. Penni Guðmundar Andra Thorsson- ar myndi ugglaust nýtast betur í ómengaðri umræðu um íslenskt flokkakerfi, heldur en í persónu- bundnu þjarki, óþörfum - en að sama skapi dýmm - stóryrðum um náungann. Ræðum þá frekar málefnin, breyt- um þessu flokkakerfi! Persóna mín, Guðmundar Andra Thorssonar eða annarra er fullkom- ið aukaatriði í samanburði við það sem öllu máli skiptir.B Höfundur er kvikmyndahöfundur og sagnfræðingur. m a Atburðir dagsins 1901 27 fórust þegar skip sökk skammt austur af Heimaey. Einum var bjargað. 1959 Is- lendingar kepptu við Dani í körfuknattleik; fyrsti landsleik- ur okkar í þessari grein. 1966 Tískubúðin Karnabær opnar í Reykjavík. 1990 Málverk eftir Van Gogh selt á uppboði í New York fyrir 82,5 milljónir dollara. 1991 Edith Cresson verður forsætisráðherra Frakk- lands, fyrst kvenna. Afmæiisbörn dagsins Henry Fonda bandarískur kvikmyndaleikari, 1905. Li- berace bandarískur pianóleik- ari og skemmtikraftur, 1919. Olga Korbut sovésk fimleika- stjarna sem sló í gegn á Ólympíuleikum 1972 í Mii- nchen, 1955. Annálsbrot dagsins I Eyrarsveit var bam út borið. Það hafði maður átt við dóttur sinni, fram hjá konu sinni, sem hafði sex um sextugt. Þau bæði réttuð. Setbergsannáll, 1678. Tregi dagsins Líf og andlát Gests Pálssonar er einn af átakanlegustú sorgar- leikunum, sem gerst hafa með vorri þjóð. Gáfur hans sem sagnaskálds voru frábærar, hverra þjóða menn, sem menn bera hann saman við. Einar H. Kvaran. Einkaiíf dagsins Enginn er á nokkurn hátt ómissandi - nema í einkalffinu. Edith Cresson, sem varð for- sætisráðherra Frakka þennan dag fyrir fjórum árum. Málsháttur dagsins Skriðna kann fótur þeim frækna. Orð dagsins Fölnarfold, fymist allt og mceðist, hold er mold, hverju sem það klœðist. Viðlag. Skák dagsins Enski stórmeistarinn John Nunn hefur lengi verið 1 hópi sterkustu skákmanna heims: hann er stærðfræðingur og talnasení. En í skák dagsins er hann tekinn í bakaríið af Serb- anum Rajkovic, sem hefur hvítt og á leik. Drottningin er í uppnámi og Serbinn bregst við af hörku. Hvað gerir hvítur? 1. Hxf5! Hxf5 2. Re6 g5 3. Dg4 Da5 4. b4! Rxb4 5. Rxd8 h5 6. He8+ Stærðfræðingurinn gafst upp.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.