Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 s k o ð a n i r Staðfast stefnuleysi I„Það eina sem eftir stendur við lestur stjórn- arsáttmálans er hversu illa hann er skrifaður, hversu málfarið er vont og hugsunin óskýr. Það boðar ekki gott." í dag kemur Alþingi saman til vor- þings. Hinn nýi Sólkonungur Sjálf- stæðisflokksins og ábyrgðarfulli landsfaðir, Davíð Oddsson, mætir til leiks með nýju ríkisstjórnina sína, sterka tveggja flokka stjórn eins og lofað var í kosningabaráttunni. I takt við foringja sinn munu framsóknar- menn marsera þungbrýndir mjög í þingsal - allir nema Páll Pétursson að Pallborðið Ijjfll Birgir Hermannsson m ii 'skrifar sjálfsögðu, sem loks varð ráðherra eft- ir langa bið. Okkur er tjáð að ríkis- stjómin sé sterk eins og foringjamir, en til hvaða verka þessi meinti styrk- leiki verður notaður er með öllu óljóst. Davíð Oddsson var afar ánægður með stjómarsáttmálann. Það er ekki skrýtið. Helsta vörumerki hans í stjórnmálum er stefnuleysi í mikil- vægum málum: því meiri moðsuða, því betra fýrir flokkinn. Erfið mál ber að þegja um eða lofa því að hlusta á allar skoðanir eins og konunglegum landsföður sæmir. í stjómarsáttmálan- um segir því ekki neitt sem hönd er á festandi. Það eina sem eftir stendur við lestur sáttmálans er hversu illa haxm er skrifaður, hversu málfarið er vont og hugsunin óskýr. Það boðar ekki gott. Á vorþinginu mun stjómarandstað- an að sjálfsögðu gera sitt besta til að draga stefnuna upp úr nýbökuðum ráðhermm, en væntanlega verður fátt um svör, nema hvað ríkisstjómin hef- ur að líkindum komið sér saman um að pína neytendur með ofurtollum á innfluttar landbúnaðarafurðir. Ráðherramir ætla sér að nota sum- arið til að skrifa hinn raunverulega stjórnarsáttmála, verkefnaskrá fyrir einstök ráðuneyti. Stjómarmyndunar- viðræðurnar munu því standa fram eftir sumri og verður ffóðlegt að sjá hvort Framsóknarflokkurinn gengst þar endanlega inn á stefnuleysi forsæt- isráðherra og gleymir loforðum sínum í kosningabaráttunni. I stjóranarsáttmálanum er því heitið að reka ríkissjóð án halla við lok kjör- tímabilsins. Þetta er göfugt markmið, en í stjómarsáttmálanum er ekkert að finna um það hvemig þessu markmiði verði náð. Síðasta ríkisstjóm stóð í miklu stríði við að lækka ríkisútgjöld og varð vel ágengt í þeim efnum þrátt fyrir erfitt árferði. Framsóknarflokkurinn gagnrýndi síðustu ríkisstjóm harðlega fyrir nið- urskurð og beindi þar spjótunum sér- staklega að heilbrigðis- og mennta- málum. Sighvatur Björgvinsson var hvað eftir annað sakaður um að vinna skem'mdarverk á heilbrigðiskerfinu, meðal annars af Ingibjörgu Pálmadótt- ur. Af yfirlýsingum nýrra ráðamanna er ljóst að menntamálaráðherra og heilbrigðisráðherra munu ekki standa að frekari niðurskurði í sínum ráðu- neytum. Síst ber að gagnrýna aukinn hlut menntamála í ríkisútgjöldum, en það hlýtur óhjákvæmilega leiða til þess að markmið ríkisstjómarinnar í ríkisfjár- málum nást ekki, nema skorið sé niður annars staðar á móti. Ekkert bendir til þess að um slíkt sé samstaða innan flokkanna eða á milli þeirra. Áffam þarf að standa á bremsunni í heilbrigðis- og tryggingamálum. Um stefnuna í þeim málum verður ekki mikið sagt fyrr en íjárlagafrumvarpið kemur frarn í haust. Það er þó ljóst að nýi heilbrigðisráðherrann getur ekki tekið sér staðfast stefhuleysi forsætis- ráðherra til fyrirmyndar vilji hún lifa af í embætti, þó stjórnarsáttmálinn bendi eindregið til þess að sú verði raunin. Hvergi nær stjómarsáttmálinn meira flugi en í kaflanum um utanrík- ismál. Þar stendur alls ekkert sem máli skiptir. Davíð Oddsson hefur löngum haft þá stefnu að þegja beri um Evr- ópusambandið líkt og það sé ekki til og komi okkur ekki við. Þeirri stefnu er fylgt í stjómarsáttmálanum. Því ber þó að fagna að hin fjarstæðukennda umræða um aðild fslands að NAFTA ber ekki á góma, en ríkisstjómin vill þess í stað kanna hugmyndir sem ffam hafa komið „um fríverslunarsamstarf Bandaríkjanna og annarra Atlantshafs- ríkja og hvort í þeim felist sóknarfæri fyrir íslensk fýrirtæki." Hér er auðvit- að verið að tala um ffíverslunarbanda- lag ESB og NAFTA. Er hægt að sökkva dýpra í staðfast stefhuleysið? Höfundur er stjórnmálafræðingur. Seinna á árinu stendur til að halda veglegt mót í tilefni sextugs- afmælis Frid- riks Ólafsson- ar, fyrsta stór- meistara íslands í skák. Þangað átti að bjóða ýmsu gömlu skákbrýni, og voru nöfn á borð við Lar- sen, Gligoric, Smyslov og Korchnoji nefnd. Þá ætluðu allir íslensku stórmeistararn- ir að tefla, meira að segja Guðmundur Sigurjóns- son, sem dró sig í hlé frá taflinu fyrir nokkrum árum. Friðrik sjálfur ætlaði vita- skuld að vera meðal þátttak- enda, þótt langt sé um liðið síðan hann tefldi síðast á al- vöru mótum. En nú ervíst komið babb í bátinn og jafn- vel talað um að ekkert verði úr afmælismótinu. Sem kunnugt er fleygir skákfræð- um mikið fram á hverju ári, og ekki að ófyrirsynju sem það er talið fullt starf að vera stórmeistari í skák og fylgj- ast með nýjungum og þró- un. Ýmsir óttast semsagt að sjálft afmælisbarnið sé hreinlega ekki í stakk búið til að tefla á sterku skákmóti, að minnsta kosti sagði okkur heimildamaður úr skák- hreyfingunni að nú væri leit- að logandi Ijósi að „nógu veikum andstæðingum"... Sá sem verður undir í for- mannsslag í Alþýðu- bandalaginu getur ekki orð- ið varaformaður, þarsem kosið er samtímis bréflega í þessi embætti. Steingrím- ur J. Sigfússon er núver- andi varaformaður og því er Ijóst að nýr maður mun skipa embættið - hvort sem Steingrímur verður formað- ur eða ekki. Væntanlegur varaformaður kemur næst- um örugglega af höfuðborg- arsvæðinu, þarsem bæði Steingrímur og Margrét Frímannsdóttir eru af landsbyggðinni. í þessu sambandi hefur verið staldr- að við nöfn Bryndísar Hlöðversdóttur og Helga Hjörvar. Þau er bæði ung og þykja eiga mikla pólitíska framtíð fyrir sér. Þá höfum við heyrt nafn Ögmundar Jónassonar, en þá þarf hann vitaskuld að ganga í Alþýðubandalagið. Hann er óháður, sem kunnugt er, og hefur því ekki einu sinni kosningarétt í formanns- kjöri... Eyrbekking- um bætist um þessar mundir drjúg- ur liðsauki í vaxandi bæ. Hjónin Guð- rún Ágústsdóttir og Svav- ar Gestsson hafa fest kaup á húsi á Eyrarbakka og hyggjast vera þar að minnsta kosti með annan fótinn. Engu skal spáð um pólitískar afleiðingar þess- ara fasteignaviðskipta, en Svavar verður nú nágranni Margrétar Frímannsdótt- ur sem ríkir á Stokkseyri... ’FarSide" eftir Gary Larson. 10. 'l=iKlar SJÁEHDA h i n u m e 9 i n Þingið tókst vel að öllu leyti nema því að örlítil spenna greip um sig á lokakvöldinu vegna þess - sem ekki var hægt að sjá fyrir - að allar mættu þær í eins kjólum. Árni Briem, starfsmaður Pósts og síma: Já, ég held við vinnum 24:23. Margrét Rögnvaldsdóttir, verslunareigandi: Við eig- um alltaf möguleika þegar bar- áttan er íýrir hendi. Knútur Óskarsson, starfs- maður FRÍ: Ef við spilum ekki undir getu og allt smellur saman þá vinnum við 23:22. Hjalti Guðmundsson, nemi: Nei, það held ég ekki. Rússarnir vinna okkur með töluverðum mun. Kristbjörg Clausen, nemi: Já, við vinnum 24:22. Dætur mínar og vinkona þeirra, sem eru nú orðnar 17 og 22 ára, voru á sundi í lóninu um hádegis- bilið á sunnudaginn þegar þær syntu fram á par sem var að eðia sig á fullri ferð niðri í vatninu. Samfarirnar stóðu yfir í einar fjörtíu mínútur og þama urðu þær vitni að öllum hugsanlegum samfaraaðferðum sem parinu var unnt að finna upp á. Ágúst Ágústsson greinir hér frá ferð dætra sinna í Bláa Lónið þar sem þær fylgdust greini- lega spenntar í tæpan klukkutíma með pari í . samförum... Mánudagspósturinn í gær. Ég fékk auðvitað áfaU þegar ég komst að því að dóttir mín hafði eyðilagt vinninginn. Þetta hlýtur að vera dýrasta bam íslandssögunnar. Þrítug húsmóðir á höfuðborgarsvæöinu er skiljanlega svekkt eftir að þriggja ára dóttir hennar eyðilagði 7,6 milljóna króna lottó-vinningsmiða... DV í gær. Afbrotahneigðin Uggur í eðU okkar aUra, en víkingablóðið er mislægt í okkur sem gerir fólk misjafnlega kjarkmikið tU gerðar slíkra hluta. Við erum semsagt öll krimmar... Gunnar Bjarnason ráðunautur. MP í gær. Við héldum í fyrstu að þetta væri kona sem drykki kaffi úr glasi og reykti filterslausar camelsígar- ettur en eftir á að hyggja gæti þetta hafa verið karlmaður. Þriggja manna fjölskylda varð fyrir símaónæði fyrr í vetur í tengslum við meinta misnotkun á símastefnumótslínunni Einn plús einn... DV í gær. Við verðum bara að vinna titUinn aftur á næsta ári, sagði Jack Walker, einn aðaleigandi Black- burn, við fréttamenn eftir leikinn við Liverpool í gær, en Walker segir að samkvæmt áætlun hafi Blackburn átt að vinna titiUnn á næsta ári. Þeir gætu nú alltaf afsalað sér titlinum núna ef þetta er svona mikið svekkelsi... MP í gær. En er það svo með skólakerfið að það hafi efni og aðstöðu til að taka við mönnum sem hafa ekki komið í kennslustofu í hálfan annan áratug og dubba þá upp sem skólastjóra? Er það allur metnaðurinn í fræðslukerfinu? Var ekki verið að blása tU sóknar í menntamálunum? Ritstjórinn Ellert B. Schram er ekki ýkja hrifinn af endurráðningu Ólafs Þ. Þórðarsonar... DV í gær. veröld ísaks Johann Sebastian Bach var mikill göngugarpur og setti ekki fyrir sig vegalengdimar ef eitthvað vakti áhuga hans. Hann gekk til að mynda frá Amstadt til Lubeck í Þýskalandi til að hlýða á organistann Buxtehude, en það er vegalengd uppá 320 kílómetra. Og eitt sinn gekk hann liðlega 37 kílómetra til Halle í von um að hitta Hándel en þegar hann komst á leiðarenda var Hándel nýfarinn af svæðinu. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.