Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 m i i n n i i n sd Eggert G. Þorsteinsson Eggert G. Þorsteinsson var á marga lund mjög sérstakur mað- ur. Hann var einn þeirra fáu, sem mönnum verður hlýtt til þegar við fyrstu kynni. Viðmót hans, jafnvel við ókunnuga, var þannig, að ekki gat dulist, að þar fór góð- viljaður maður, sem vakti traust og menn vildu gjaman eiga nán- ari skipti við. Þeir, sem kynntust honum betur, að ekki sé talað um þá, sem urðu nánir vinir hans, gerðu sér ljóst, að þar fór sérstak- ur mannkostamaður, sem vildi öllum vel, var það í blóð borið að vilja láta gott af sér leiða, ekki af því að hann skoðaði það skyldu sína eða í samræmi við einhveija þjóðmálastefnu, heldur einfald- lega af því, að það var í samræmi við eðli hans og aila hugsun. Eggert G. Þorsteinsson lagði stund á iðnskólanám í æsku og lauk sveinsprófi í múrsmíði árið 1947. Þá iðn stundaði hann í nokkur ár. En hjá því gat ekki far- ið, að slíkum manni, þótt ungur væri, yrðu falin trúnaðarstörf í stéttarfélagi sínu og innan verka- lýðshreyfingarinnar. Síðar urðu húsnæðismál starfsvettvangur hans. Rúmlega þritugur var hann kosinn í húsnæðismálastjórn, varð fljótlega formaður og nokkru síðar skrifstofustjóri hennar. Eggert var fyrst kosinn á Al- þingi 1953 og var forseti efri deildar 1959. Þegar Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráð- herra Viðreisnarstjórnarinnar, varð sendiherra í Lundúnum 1965 og Emil Jónsson varð utan- ríkisráðherra, tók Eggert G. Þor- steinsson við störfum hans sem sjávarútvegs- og félagsmálaráð- herra. Hann var þá yngstur ráð- herranna. f báðum stjómarflokkunum var þátttaka hans í ríkisstjóminni talin styrkja hana, vegna tengsla hans við verkalýðshreyfinguna og þess mikla trausts, sem hann naut þar. Þegar Viðreisnarstjómin lét af stjóm, gerðist hann fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og síðar, 1979, forstjóri Tryggingastofhunar rík- isins. Um feril hins unga múrara, sem lauk iðnnámi sínu 1947, verður það sagt með sanni, að hann hafi verið farsæll. Hvar- vetna, þar sem hann starfaði, naut hann vinsælda. Hann átti ekki að- eins vini í flokki sfnum, heldur einnig meðal þeirra, sem hann átti ekki samleið með í stjómmál- um. En Eggert aðhylltist jafnað- arstefnu frá æskuárum sínum. Tveimur ámm eftir að hann lauk iðnnámi var hann kjörinn for- maður Félags ungra jafnaðar- manna og síðar Sambands ungra jafnaðarmanna. Ári áður en hann gerðist forystumaður ungra jafn- aðarmanna hafði hann verið kjör- inn í miðstjóm Alþýðuflokksins og átti þar sæti í fjörutíu ár. Eggert G. Þorsteinsson var tví- mælalaust í hópi vinsælustu for- ystumanna Alþýðuflokksins. Honum svipaði að ýmsu leyti til þeirra leiðtoga jafnaðarmanna á Norðurlöndum og víðar, sem sprottnir vom úr jarðvegi hins al- menna manns í þjóðfélaginu, hugsaði eins og hann og talaði það mál, sem hann skildi. Traust það, sem Eggert G. Þorsteinsson naut, átti ekki rót sína að rekja til þess, að hann væri lærður maður í þjóðfélagsmálum eða fróður um fjörbreytilegar kenningar í þeim efnum, enda gaf hann aldrei í skyn, að svo væri. En hann hafði hjartað á réttum stað. Og kannski skiptir það mestu máli. Gylfi Þ. Gíslason. Eggert G. Þorsteinsson naut alla tíð óbrigðulla vinsælda með- al alþýðuflokksfólks og trúnaðar- manna Alþýðuflokksins á flokks- þingum og í miðstjórn. Mig minnir hann hafi jafnan verið í hópi þeirra sem flest atkvæði fengu við kjör til trúnaðarstarfa í röðum flokksmanna. Og það sem meira var; mönnum bar yfirleitt saman um að þetta væru verðugar vinsældir. Eggert var einfaldlega góður maður, fullur velvildar í garð samferðarmanna og um- hyggju fyrir því fólki, sem þurfti 6 . j u I i á liðsinni að halda. Þessa naut hann í ríkum mæli. Ekki sakaði að hann var hinn vörpulegasti á velli og allra manna alúðlegastur í framgöngu. Áratugum saman var litið á Eggert sem fulltrúa verkalýðshreyfingarinnar í Alþ- lýðuflokknum. Og þá Verkalýðs- hreyfingarinnar með stómm staf. Eggert var kominn af nafhtog- uðum og harðsnúnum sjósóknur- um suður með sjó. En fjölskylda hans hafði fært Ægi konungi þungbærar fórnir. Skipið sem faðir hans stýrði fórst með allri áhöfn á stríðsárunum (1940). Sagan segir að Margrét móðir Eggerts hafi tekið af honum lof- orð um að feta ekki í fótspor föð- urins. f staðinn lá leið hans í Iðn- skólann þar sem hann lærði múr- verk. Það má því segja að bygg- ingaiðnaðurinn hafi orðið hans starfsvettvangur allt ftá því hann stundaði múrverk, sat lengi í stjóm Húsnæðisstofnunar ríkisins og var ráðherra húsnæðismála í sex ár, á seinni hluta viðreisnar. Húsnæðismál, vinnumarkaðsmál og málefhi þeirra, sem af ýmsum ástæðum þurftu á að halda félags- legri aðstoð, vom honum alla tíð hugstæðust. Þessi áhugamál mót- uðu starfsferil hans allan. Eggert óx upp til áhrifa í Al- þýðuflokknum úr röðum verka- lýðshreyfmgarinnar í Reykjavík. Tæplega hálfþrítugur að aldri valdist hann til foiystu í Múrara- félaginu í Reykjavík og var sam- tímis formaður FUJ og síðar SUJ, Sambands ungra jafnaðarmanna. Hann var einn þeirra ungu manna sem studdu Hannibal til for- mennsku á átakamiklu flokks- þingi 1952. Það hefur hann vænt- anlega gert vegna þess að hann vildi að kjarabarátta verkalýðs- hreyfingarinnar setti meira svip- mót á stefnu og störf Alþýðu- flokksins en verið hafði þá um skeið. f kosningunum 1953 náði hann kjöri sem þingmaður Al- þýðuflokksins á Seyðisfirði, þá aðeins 28 ára gamall. Það varð upphafið að aldarfjórðungs ferli sem þingmaður og loks ráðherra. Þegar Guðmundur í. Guð- mundsson hætti afskiptum af stjómmálum árið 1965 færði Em- il Jónsson, þáverandi formaður Alþýðuflokksins, sig yfir í stól utanríkisráðherra. Valið um eftir- mann Emils sem sjávarútvegs- og félagsmálaráðhetra stóð þá milli þeirra Eggerts og Benedikts Gröndals, sem þá þóttu álitlegast- ir hinna yngri manna. Eggert varð fyrir valinu með þeim rökum að það myndi styrkja tengsl flokks- ins og ríkisstjórnarinnar við verkalýðshreyfinguna. Þessum ráðherraembættum gegndi Eggert í tæp 6 ár og heilbrigðis- og tryggingaráðuneytinu að auki, síðasta árið (1970 til 1971) sem viðreisnarstjómin hélt velli. Á þriðja og seinasta kjörtíma- bili Viðreisnarstjórnarinnar frá 1967 reið mikil kreppa yfir fs- lenskan sjávarútveg og þar með þjóðfélagið í heild. Ofveiði reið sfldarstofninum að fullu. Við það helminguðust útflutningstekjur þjóðarinnar á örskömmum tíma og stór hluti skipastólsins varð verkefnalaus. Viðreisnarstjómin vann sig hægt en örugglega út úr vandanum og skilaði að lokum góðu búi. En hrun uppistöðu sjávarútvegsins á landsbyggðinni, atvinnuleysi og landflótti í kjöl- farið og síðast en ekki síst, að- gerðaleysi í landhelgismálum varð Viðreisnarstjóminni að lok- um að fjörtjóni. Eftir á að hyggja undrast maður hversu sjávarút- vegsráðheirann virtist sigla lygn- an sjó í öllum þessum umbrotum. Það lýsir ffemur manninum Egg- ert G. Þorsteinssyni en þeim ytri kringumstæðum sem við var að fást. Það er frægt í stjómmálasög- unni að undir lok Viðreisnarsam- starfsins réði Eggert G. Þorsteins- son því með oddaatkvæði sfnu á Alþingi að fella stjómarfmmvarp, sem þar að auki var flutt af þáver- andi formanni flokksins og við- skiptaráðherra Gylfa Þ. Gíslasyni, við atkvæðagreiðslu í efri deild. Þess em mörg dæmi að stjómar- fmmvörp dagi uppi eða þau nái ekki fram að ganga. Hitt mun 1 9 2 5 - 9 . m einsdæmi að stjómarfrumvarp falli fyrir atbeina ráðherra og með oddaatkvæði hans, án þess að það varði stjómarslitum. Þetta einstaka atvik í stjóm- málasögunni hefur löngum síðan orðið stjómmála- og fræðimönn- um undrunar- og umræðuefhi og sýnist sitt hveijum. Málið snerist um aukið fijálsræði í verðmynd- un og afnám verðlagsákvæða og var því mjög í anda þeirrar stefnu sem Alþýðuflokkurinn fylgdi frá viðreisnarámnum. Ég hef aldrei fengið upplýst hvort þetta var gert af ráðnum hug eða hvort menn þóttust hafa vissu fyrir stuðningi einhverra þingmanna Framsóknarflokksins, sem myndi nægja til að tryggja málinu fram- gang. Alla vega varð það ekki stjómarslitatilefni. Vandséð er hvort stjómarmyndun hefði getað tekist af þessu tilefni án kosninga og eins er mikil spuming, hvort flýting kosninga um tæpt ár hefði ef til vill einhverju breytt um stjórnarmyndun og samstarf flokka í ffamhaldinu. Alþýðuflokkurinn var í mikilli lægð næstu árin (1971 til 1978). Það var ekki fyrr en með kosn- ingunum 1978 og þá fyrir atbeina nýirar kynslóðar, sem skipaði sér undir gunnfána nútímalegrar jafn- aðarstefnu, að flokkurinn náði sér aftur á strik á ný. Þegar hér jer komið sögu hafði Eggert G. Þor- steinsson hætt afskiptum af stjómmálum og sest á friðarstól sem forstjóri Tryggingastofhunar ríkisins, en því starfi gegndi hann ffarn á seinasta ár. Þá átti Eggert að baki 40 ára feril sem mið- stjómarmaður í Alþýðuflokknum. Líf hans var því afla tíð samofið sögu Alþýðuflokksins, verkalýðs- hreyfingarinnar og þess velferð- arríkis sem þessar hreyfíngar hafa byggt upp á undanfomum áratug- um. Árið 1970 þegar Eggert var staddur á norrænum ráðherra- fundi í Visby á Gotlandi bar hann gæfu til að bjarga ungum dreng frá dmkknun þar í höfninni með snarræði við tvísýnar aðstæður. Þessi atburður má heita táknrænn fyrir viðleitni Eggerts G. Þor- steinssonar á hérvistardögum hans; að reyna að verða öðram að liði og leggja þeim þannig líkn með þraut. Að leiðarlokum vil ég fyrir hönd okkar íslenskra jafnaðar- manna þakka Eggert G. Þor- steinssyni samfylgdina um leið og ég færi eftirlifandi konu hans, Helgu Einarsdóttur, afkomendum Eggerts, vinum og vandamönn- um, okkar dýpstu samúðarkveðj- ur. Jón Baldvin Hannibalsson. Við andlát og útför vinar míns, Eggerts G. Þorsteinssonar, leitar hugur minn til þess tíma, er ég heyrði hans fyrst getið. Það var að vori til árið 1948, ég var 16 ára gamall og kominn í byggingar- vinnu í birgðastöð, sem var verið að reisa fyrir Oh'uverslun fslands hf. í Reykjavík. Þar var fjöldi manns að störfum, einkum verka- menn, iðnaðarmenn og náms- menn. Nokkrum vikum áður hafði ég loksins náð lágmarks- aldri til að geta gengið í Félag ungra jafnaðarmanna í Reykja- vík; enda sannfærður jafnaðar- maður frá bamsaldri; og lét það ekki dragast! Og þama frétti ég af ungum múrara, sem ég vissi að var einn helsti forystumaður ungra jafnaðarmanna. Það var Eggert G. Þorsteinsson. Samt kynntumst við ekkert að gagni fyrr en um haustið, að félagsstarf- ið hófst. Síðan hafa leiðir okkar legið saman. Það er því af mörgu að taka, þegar kynnin era rifjuð upp. Þótt Eggert hafi snemma hafið afskipti af verkalýðsmálum, og ungur valist til formennsku í Múrarafélagi Reykjavíkur, var það tæpast fyir en með framboð- inu á Seyðisfirði, sem hann varð nafnkunnur um land allt. Þetta var í formannstíð Hannibals Valdimarssonar í Alþýðuflokkn- um, haustið 1953, og alþýðu- flokksmenn eystra áttu í miklum vandræðum með að koma sér saman um eitt framboð. Lengi vel a í 19 9 5 vora allar horfur á að þau yrðu tvö, en loks tókst að stilla til frið- ar og fá menn til að sameinast um eitt. Frambjóðandinn, sem varð til þess, að menn shðraðu sverð- in, var einmitt Eggert G. Þor- steinsson. Mér finnst, sem þá hafi hann fyrsta sinni komið ffarn sem mannasættir, en því hlutverki átti hann síðan oft eftir að gegna um ævina; og var þó ótrauður bar- áttumaður, ef því var að skipta. Á Seyðisfirði kom hann, sá og sigr- aði. Síðan fóra í hönd nokkur ár þingmennsku fyrir þá Seyðfirð- inga, auk þess, sem hann vann gjarnan við múrverk á sumrin, jafnframt því að vera önnum kaf- inn í störfum fyrir verkalýðs- hreyfinguna. En flokksstörfin urðu ekki útundan. í nokkur sum- ur fór hann um landið sem erind- reki flokksstjómarinnar og flaut ég þá stundum með, sem fúhtrúi ungra jafnaðarmanna; nokkram sinnum kom með okkur Jóna Jónsdóttir, fyiri kona hans, og var þá oft glatt á hjaUa. Ég á margar góðar minningar frá þessum ferð- um, sem hafa orðið mér eftir- minnilegar og lærdómsríkar á ýmsan veg. En þegar fram liðu stundir gerðist Eggeit þingmaður okkar Reykvíkinga og síðan ráð- herra í Viðreisnarstjóminni. Enda naut hann þá orðið almenns trausts og var orðinn einn vinsæl- asti og virtasti forystumaður flokksins. Eggert valdist ungur til setu í húsnæðismálastjóm (1957), sem fulltrúi Alþýðuflokksins. Þar sat hann í mörg ár; í nokkur ár var hann formaður hennar (1960 til 1965) og gegndi jafhframt starfi skrifstofustjóra, sem hann hlaut skipan í. A þeim árum var sá embættismaður nánast annar framkvæmdastjóri stofnunarinn- ar, ekki síst þegar í hlut átti mað- ur, sem jafhframt var stjómarfor- maður hennar. Engu að síður kom sú tíð, síðla sumars 1965, að hann hlaut að láta af þeim störf- um þar sem hann hafði tekið við embætti félagsmálaráðherra. Og þá gerðist það, harla óvænt, að undirritaður var fenginn til að gegna skrifstofustjórastarfinu meðan Eggert væri í raðherrastól. Enginn efaðist um, að þar væri réttur maður á réttum stað, er Eggert tók við embætti félags- málaráðherra. Enda hafði hann fuUan hug á að taka til hendinni á sínu sviði. Sem hann og gerði, þrátt fyrir afar örðugar aðstæður í efnahagsmálum landsmanna, þegar síga tók á sjöunda áratug- inn. Verkalýðsmálin vora honum afar hugleikin og málefni vinn- andi fólks. Má í því sambandi geta þess tU fróðleiks, ef ég man rétt, að hann fékk ríkisstjómina til að samþykkja að l.maf skyldi vera lögboðinn frídagur, svo að nokkurt dæmi sé tekið. En hús- næðismálin vora honum líka of- arlega í huga, svo sem nærri má geta. f hans ráðherratíð vora tvö stórvirki unnin, sem hann gat sannarlega verið stoltur af, þótt hann hreykti sér aldrei af þeim. Verður þeirra nú getið að nokkra. f „Júlí-samningunum 1965“ gerðu verkalýðshreyfingin og vinnuveitendur með sér stór- merka samninga, með aðUd ríkis- stjórnarinnar og Reykjavíkur- borgar, um byggingu 1250 íbúða fyrir launafólk á Reykjavíkur- svæðinu, eflingu almennra íbúða- lána frá Húsnæðisstofhun og upp- töku launaskatts til eflingar fjár- hag hennar. Með þessum ákvörð- unum var Byggingaáætlun ríkis- ins og Reykjavíkurborgar stofn- sett, sú langstærsta, sem nokkra sinni hefur verið sett á laggimar hérlendis. Sennilega er þetta eina stóra samkomulagið á lýðveldis- tímanum þar sem þessir fjórir öfl- ugu aðilar taka saman höndum um stórfelldar úrbætur í þágu þúsunda manna á tilteknu þjóðfé- lagssviði. Eggert hafði ekki að- eins verið einn helsti áhrifamað- urinn um gerð þessara samninga, bæði sem verkalýðsforingi, al- þingismaður og formaður hús- næðismálastjómar, heldur kom nú líka í hans hlut sem félags- málaráðherra að bera pólitíska ábyrgð á framgangi málsins, í fé- lagi við Geir Hallgrímsson, borg- arstjóra. Þótt hér væri um ffarn- kvæmdir að ræða, sem í dag myndu kosta 7 til 8 milljarða króna, vafðist ekki fyrir Eggerti að setja þær af stað. Áður en við var litið hafði hann fengið Al- þingi til að samþykkja örstutta lagagrein, sem heimilaði fram- kvæmdir og lánveitingar; og tveimur til þremur vikum síðar höfðu þeir Hjálmar Vilhjálmsson, ráðuneytisstjóri, samið og gefið út reglugerð, er kvað nánar á um hvemig staðið skyldi að málum. Síðan tóku ffamkvæmdimar heil- an áratug en aldrei þurfti að breyta stafkrók í lögum eða reglugerð. Oft hefur mér orðið hugsað til þessa síðan, af ýmsu tilefni. En auðvitað var ekkert léttaverk að sjá þessari miklu byggingarstarfsemi farborða. Kreppan 1967 til 1969 varð landsmönnum afar þungbær og olli miklum erfiðleikum í efna- hagsmálum landsmanna. Reiknað hafði verið með, að Fram- kvæmdasjóður íslands tæki vera- legan þátt í fjármögnun „Breið- holtsfiamkvæmdanna", en af því varð aldrei neitt, að heitið gæti, og stóð því Byggingasjóður ríkis- ins einn uppi með þær. Skulda- bréfakaup lífeyrissjóða af stofn- uninni vora í lágmarki á þessum árum, þar sem ekki náðust samn- ingar þar um, og gerði það málið ekki auðveldara viðfangs. Auð- vitað bitnaði þetta á almennum húsbyggjendum um skeið. En það var enginn bilbugur á Egg- erti, ffamkvæmdimar vora hafðar í fyrirrúmi og voru allan tímann á fullri ferð, meðan hans naut við í ráðherraembættinu. Sem og síðar. Og þegar upp var staðið og á allt er htið fer ekki á milli mála, að þessar byggingaframkvæmdir tókust eins vel og frekast varð á kosið og urðu þúsundum, og þó ftekar tugþúsundum manna, til mikilla blessunar. Mér er minnisstætt þegar Egg- ert hringdi í mig úr félagsmála- ráðuneytinu, einn góðan veður- dag í maí 1970, og sagði:“Jæja, nú er komin lagaheimild sem á að duga til þess, að gamall draumur okkar húsnæðismálamanna geti ræst“. Ég rak upp stór augu og hváði. Þá hafði honum tekist að fá Alþingi til að samþykkja laga- heimild sem leyfði, að Húsnæðis- stofnun gæti hafið lánveitingar til almennings, vegna kaupa á eldri íbúðum. Og þar með hófst veiting þeirra lána, sem síðan hafa stór- um auðveldað öllum almenningi kaup og sölu á eldri íbúðum; og gert þau miklu léttbærari fyrir fjölskyldur þær, sem í hlut eiga. Ékki var lagagreinin margorð, ffekar en fyrri daginn, og samn- ingu reglugerðarinnar var ekki hraðað sérstaklega; en allt var það til bóta, þessi starfsemi hefur alla tíð verið afbragðs vel heppn- uð og lánin era fyrir löngu orðin einn stærsti þátturinn í lánveiting- um stofnunarinnar. Ég heyrði Eggert aldrei þakka sér það, að þessi mikilvæga lagaheimild var samþykkt á Alþingi, frekar en annað, sem hann gerði vel. Hann var ekkert fyrir það gefinn að hreykja sér af verkum sínum. En þau mega ekki liggja í láginni, nú, þegar hann er kvaddur. Forystumönnum Alþýðu- flokksins hefur löngum verið bor- ið það á brýn, að þeir séu rótslitn- ir og ekki í tengslum við það vinnandi fólk, sem þeir vilji vinna fyrir. Ekki ætla ég að fjalla um það hér, heldur hitt, að engan mann vissi ég í jafn nánum tengslum við upphaf sitt og ein- mitt Eggert G. Þorsteinsson. í þvf efni var hann óbreyttur alla sína ævi. Hann var maður fólksins og var samstiga því. Þar var hann mest og best heima. í Alþýðu- flokknum var hann líka leiðtogi þess, lengst af; og var alla tíð í nánum tengslum við forystumenn flokksins í verkalýðssamtökunum í landinu. Flestum þeirra fannst lengst af sem engum góðum ráð- um yrði ráðið án samráðs við hann. Ég sé hann fyrir mér, glað- an á góðri stund, í hópi félaga sinna í verkalýðsfélögunum: Jó- hönnu Egilsdóttur, Jónu Guðjóns- dóttur og Þóranni Valdimarsdótt- ur í Verkakvennafélaginu; Sigfús Bjamason og Hilmar Jónsson í Sjómannafélaginu; Jón Ágústs- son í HÍP; ásamt fjölmörgum öðrum. Þau stóðu öll saman í blíðu og stríðu, fögnuðu oft sigri og tóku ósigri með jafnaðargeði. Þetta fólk er nú farið yfir móðuna miklu, en við höfúm ekki gleymt því eða öllu því, sem það gerði fyrir félagsmenn sína og vinnandi fólk Við Eggert höfum verið sam- ferðamenn, allt frá því forðum daga, að leiðir okkar lágu saman í byggingavinnunni. Og venjuleg- ast snúið bökum saman. Það kom í minn hlut að vera sporgöngu- maður hans, bæði í húsnæðismál- unum og á pólitíska sviðinu. Margs er að mirmast, ekki síst af hinu síðartalda. Árið 1970 átti Al- þýðuflokkurinn óvenju erfitt. Þá var Gylfi Þ. Gíslason í efsta sæti A-listans í Reykjavík, Eggert í öðra sæti hans og ég í því þriðja. Með ítrasta atfylgi tókst okkur að fá Gylfa kjörinn, sem var líka eins gott, því að enginn annar al- þýðuflokksmaður fékkst kjör- dæmakosinn í Iandinu; Eggert og þeir hinir urðu landskjömir þing- menn. Svo hart var að okkur sótt, að ekki skakkaði nema nokkram hundruðum atkvæða að Gylfi næði ekki kjöri. Hefði það gerst hefði Alþýðuflokkurinn horfið af þingi. Sennilega er þetta einn mesti lífsháski af mörgum, sem Alþýðuflokkurinn hefur lent í. Það er þess vegna ekki undarlegt þótt þessi mikla barátta og úrslit hennar séu mér eftirminnileg og hugstæð. Mér var hlýtt til Eggeits og Gylfa fyrir þessar kosningar, en eftir þær var mér hálfu hlýrra um hjartarætumar. Þegar Eggert hefur nú kvatt okkur gerir hann það með fullri reisn og sóma. Meðan hann starf- aði að húsnæðismálum naut hann mikilla vinsælda meðal almenn- ings fyrir réttsýni sína og hjálp- semi. Og í Alþýðuflokknum naut hann dæmafárra vinsælda, sem verkalýðssinni og glæsimenni, fyrir sanngimi sína og sáttfýsi, glaðværð og elskusemi við hvem mann. Aldrei krafðist hann neins sér til handa, í krafti þess mikla velvilja, sem hann naut hvar- vetna. Hann hlaut mikinn pólit- ískan frama, en hann varð lflca að sætta sig við ósigra, rétt eins og við hinh, og Iét það gott heita. Alla ævi hafði hann mjög erfið og annasöm störf með höndum í verkalýðshreyfmgunni, á Alþingi, í ríkisstjórn og síðustu árin í Tryggingastofnun. Því óskaði maður þess, að hann og Helga fengju nú mörg góð ár saman. En örlögin vildu annað. Góðu heilli hitti ég hann alltaf, af og til, síð- ustu misserin, einkum í Frfldrkj- unni, sem hann sótti gjaman. Síð- ast vorum við þar við páska- messu, þriðjudagskvöldið fyrir páska. Þá virtist mér hann glaður og hress, eins og jafnan, en ekki er alltaf allt sem sýnist. Andlát hans bar brátt að og sannarlega söknum við félagamir nú vinar f stað. Mestur er þó missir eigin- konu hans, Helgu Einarsdóttur, bama hans og fjölskyldna þeirra. Við biðjum þeim blessunar og munum ætíð geyma mynd hans í huga okkar. Sigurður E. Guðmundsson. Eggert G. Þorsteinsson var far- sæll og heilsteyptur maður. Hann sýndi það meðal annars með því að komast til æðstu metorða í op- inbera h'fi. Hógværð og ljúf frarn- koma var honum eðlislæg. skipti þá engu hver átti í hlut, viðmótið breyttist ekkert, þó hann gengi af fundi yfirmanns til verkamanns- ins. Eggert G. Þorsteinsson var jafnaðarmaður í bestu merkingu þess orðs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.