Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.05.1995, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Ég kynntist Eggert fyrst á sjö- unda áratugnum og þá í sambandi við stjómmálin. Þau kynni voru lítil í upphafi, en mér féll strax vel við hann. Þegar Eggert réðist til Tryggingastofnunar ríkisins í upphafi árs 1979 urðu kynnin nánari og eftir að árin liðu breytt- ist góður kunningsskapur í vin- áttu. Eftir fund eða spjall við Eggert leit maður framtíðina ávallt bjartari augum og hlakkaði til næsta fundar. Ég tel mig geta fullyrt, að starfsfólk Trygginga- stofnunar er sömu skoðunar og undiiritaður. Hann naut sín vel í starfi forstjóra og reyndi ávallt að gera sitt besta til að leysa öll vandamál, sem upp komu á hóg- væran og þægilegan hátt. Hans er nú sárt saknað af starfsfólki Tryggingastofhunar rflásins. Það er ógjömingur að fara út í smáatriði í stjómmálabaráttu hins látna vinar, en eitt er ávallt geymt í sjóði minninganna, en það var þegar stjómarfrumvarp á lokaári Viðreisnarstjórnarinnar féll á jöfnum atkvæðum, er Eggert gekk til Uðs við stjómarandstöð- una. Eggert taldi frumvarpið ganga gegn hagsmunum launþeg- ar ög það réði afstöðu hans. Ann- að atvik kemur upp í hugann þó ekki snerti það stjómmálin. Egg- ert var staddur í Visby á Gotlandi á fundi síðla árs 1970. Sem sjáv- arútvegsráðherra var hann á göngu við höfnina og kom þar að þegar roskinn maður var að reyna að bjarga tíu ára dreng frá drukknun, en hann hafði fallið í sjóinn. Svíinn var brátt aðfram- kominn, stakk Eggert sér þá til sunds og bjargaði þeim báðum. Var mikið skrifað um björgunina í sænsk blöð. Þótti hann sýna bæði snarræði og dirfsku. Margir munu sakna Eggerts G. Þorsteinssonar eftir skyndilegt og ótímabært fráfall, en það er þó huggun að eiga góðar minningar að ylja sér við. Sárastur er sökn- uður Helgu og annarra ástvina. Ég sendi þeim samúðarkveðjur. Blessuð sé minning Eggerts G. Þoisteinssonar. Öm Eiðsson. Mér brá þegar ég las andláts- fregn um Eggert G. Þorsteinsson í Morgunblaðinu á flugvellinum í Kaupmannahöfn síðastliðinn föstudag. Fregnin snart mig mjög. Ég var greinilega ekki reiðubúinn að sætta mig við það, að Eggert væri kallaður á brott svo fljótt. Leiðir okkar Eggeits lágu íýrst saman sumarið 1949. Hann var þá að vinna sem múrari við bygg- ingu Gagnfræðaskóla Austurbæj- ar í Reykjavík. Og ég réðist sem aðstoðarmaður til hans, sem handlangari eins og kallað var. Þetta var skemmtilegt sumar. Eggert var alltaf léttur og kátur og þá þegar orðinn eldheitur jafh- aðarmaður og verkalýðssinni. Hann var þá starfandi í Félagi ungra jafnaðarmanna í Reykjavík og í Múrarafélagi Reykjavíkur. Og hann var óþreytandi að boða fagnaðarerindið. Það var ekki síst fyrir áhrif Eggerts, að ég lét inn- rita mig í Félag ungra jafnaðar- manna strax um haustið. Kynni okkar Eggerts sumarið 1949 leiddu til vináttu sem entist alla tíð. Við áttum mikið og náið samstarf í Alþýðuflokknum, störfuðum saman í stjóm Sam- bands ungra jafnaðarmanna, í stjórn Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur, í fulltrúaráði Al- þýðuflokksfélaganna í Reykjavík, í miðstjóm og flokksstjóm Al- þýðuflokksins og á flokksþingum Alþýðuflokksins. Það var gott að vinna með Eggert. Hann var svo sanngjam, hann var svo mikill sáttasemjari. Menn löðuðust ósjálfrátt að hon- um. Þess vegna varð hann svo vinsæll. Eggert varð fljótlega einn glæsilegasti foringi Alþýðu- flokksins. Komungur var hann kosinn á þing fyrir Seyðfirðinga. Og aðeins fertugur að aldri varð hann ráðherra í Viðreisnarstjóm Alþýðuflokksins og Sjálfstæðis- floÚcsins. Þegar Guðmundur í. Guðmundsson gekk úr Viðreisn- arstjóminni 1965 kom Eggert G. Þorsteinsson í sljómina. Mér er það mjög minnisstætt þegar það gerðist. Það votu þá eins og einatt vill vera áhöld um það hver skyldi koma nýr inn í ríkisstjóm- ina. Við, ungu mennimir í Al- þýðuflokknum, höfðum skoðun á málinu og fómm nokkrir á fund Emils Jónssonar, í Amarhvol til þess að tjá honum álit okkar. Við vildum fá ungan verkalýðsleið- toga inn í ríkisstjómina. Við vild- um fá Eggeit G. Þorsteinsson inn. Og það var niðurstaðan. Það er hárrétt, sem stóð í Reykjavíkur- bréfi Morgunblaðsins síðasthðinn sunnudag, að tilkoma Eggerts í Viðreisnarstjómina bætti ímynd hennar. Hér verður ekki rakinn langur og farsæll ferill Eggerts sem stjómmálamanns og verkalýðs- leiðtoga. En Eggert var alla tíð mjög farsæll stjómmálamaður. Hann náði málum fram með hp- urð og lagni. Hann var maður ftiðar í stjómmálum en þó fastur fyrir. Hann lét ekki segja sér fyrir verkum í stjómmálum. Hann stóð fast á sannfæringu sinni en var þó tilbúinn til þess að miðla málum, þegar á þurfti að halda. Að mörgu leyti minnti Eggert á Jón Bald- vinsson, hinn farsæla foringja Al- þýðuflokksins. Enda þótt Eggert kæmi ekki inn í Viðreisnarstjómina fyir en 1965 átti hann þó stóran þátt í að móta hana og bæta ímynd hennar sem fyir segir. Talsverður ágrein- ingur var um það í Alþýðu- flokknum hvort taka ætti þátt í þeirri rfkisstjórn. En Alþýðu- flokknum tókst með þeini stjóm- araðild að tryggja vemlegar end- urbætur á almannatryggingum. f gegnum kerfi almannatrygging- anna vom gerðar róttækar ráð- stafanir til launajöfnunar í land- inu. Það ásamt fleiru réttlætti stjómaraðild Alþýðuflokksins. Með Eggert G. Þorsteinssyni er genginn einn af bestu sonum Alþýðuflokksins. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið tækifæri til þess að starfa með honum og fyr- ir að hafa eignast vináttu hans. Ég votta bömum hans og eftir- hfandi eiginkonu samúð mína. Drottinn blessi minningu Egg- erts G. Þorsteinssonar. Björgvín Guðmundsson. f dag kveðjum við góðan fé- laga og einn af sterkustu liðs- mönnum Alþýðuflokksins í marga áratugi. Eggert G. Þor- steinsson, fyrrverandi ráðherra. Eggert hefði orðið sjötugur innan fáeinna vikna. Hann bar aldur sinn mjög veð, var höfðinglegur í fasi og bar með sér þann góða þokka sem bæði fylgir reisn og traust. Persónuleg kynni mín af Egg- eit G. Þorsteinssyni vom ekki ná- in, ég kynntist honum fyrst þegar hann hóf sambúð með síðari konu sinni, Helgu Soffíu Einars- dóttur, fyrrverandi yfirkennara, sem einnig átti sterkar rætur í Al- þýðuflokknum, en meðal annarra trúnaðarstarfa átti hún sæti í stjóm Sambands alþýðuflokks- kvenna um árabil. Þau Helga bjuggu sér fagurt heimih að Móa- flöt 59 í Garðabæ og það var ánægjulegt að koma þar og finna hið hlýja og góða andrúmsloft sem þar ríkti. Áður átti Eggert, Jónu Jónsdóttur hárgreiðslukonu sem lést árið 1981 og eignuðust þau fjögur börn, Þorstein, Jón Ágúst, Eggert og Guðbjörgu. Það er trú m£n að það hafi ver- ið Eggert mikil gæfa að kynnast þeirri öndvegismanneskju sem Helga er og eiga með henni far- sæla sambúð nú í rúman áratug. Ég votta Helgu og bömum Egg- erts og fjölskyldum þeirra inni- lega samúð við fráfall hans. Eggert hóf snemma afskipti af félagsmálum og var virkur félagi í þeim samtökum sem hann til- heyrði. Hann var múrari að mennt og gegndi margvíslegum trúnaðarstörfum í verkalýðshreyf- ingunni. Hann var meðal annars formaður í Múrarafélagi Reykja- víkur og varaforseti ASÍ. Eggert G. Þorsteinsson átti langan og giftudijúgan feril í Alþýðuflokkn- um. Hann var aðeins 23ja ára þegar hann var kjörinn í mið- stjóm fiokksins og þar átti hann sæti næstu 40 árin. Hann gegndi formennsku í FUJ og síðar SUJ, var orðinn þingmaður innan við þrítugt. Þingmannsferillinn spannaði hálfan þriðja áratug og meðal annarra trúnaðarstarfa var hann forseti efri deildar þingsins 1959. Á ámnum 1965—71 gegndi hann embættum sjávarútvegs-, félagsmála- og heilbrigðis- og tiyggingaráðherra. Rætur Eggerts lágu í verka- lýðshreyfmgunni og þær rætur skipta Álþýðuflokkinn miklu. Fyrir jafnaðarmannaflokk eru sterk tengsl við verkalýðshreyf- ingu lykilatriði og þeir einstak- lingar sem tengt hafa flokk og hreyfmgu hafa verið mikilvægir liðsmenn. Hlutverk Eggerts á þessu sviði varð enn stærra á rík- isstjómaiáium hans eins og fram kom í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins um helgina þar sem þessari stöðu hans vom gerð skil og því hlutverki hans að breikka ímynd Viðreisnarstjómarinnar í hugum almennings vegna góðra tengsla hans við verkalýðshreyf- inguna. Eftir að Eggert lét af þing- mennsku starfaði hann sem fram- kvæmdastjóri Styrktarfélags lam- aðra og fatlaðra og frá 1979 var hann forstjóri Tiyggingastofnun- arríkisins. Eftir að þau Helga fluttu í Garðabæ kom hann til liðs við Alþýðuflokksfélag Garðabæjar. í þeim hópi var hann vel látinn og félagamir í Garðabæ mátu það mikils að hann var tilbúinn að veita styrk og stuðning og miðla af þekkingu sinni. Voru þau Helga aufúsugestir á samkomum Garðabæjarfélagsins. Það er skarð fyrir skildi hveiju sinni er fyrrum forystumaður hverfur af vettvangi. Við þau þáttaskil nú ber hæst þakklæti fyrir allt sem lagt var af mörkum. Alþýðuflokkurinn á Reykja- nesi þakkar Eggeit G. Þorsteins- syni störf hans í þágu flokks og þjóðar og vottar ástvinum hans dýpstu hluttekningu á þessari sám kveðjustund. Blessuð sé minning Eggerts G. Þorsteinssonar. Rannveig Guðmundsdóttir. Þegar góður og einlægur vinur er skyndilega burt kallaður yfir móðuna miklu finnst mér að yfir- þyrmandi sorg fylh hugann. Við Eggert G. Þorsteinsson höfum verið samhetjar og vinir í nærri 50 ár. Við höfum starfað saman bæði í stjórnmálum og öðrum málum. Fjölskyldur okkar hafa átt fjölmargar sameiginlegar gleði- og ánægjustundir. Það er því með miklum söknuði sem ég kveð minn góða og einlæga vin. Ævistarf Eggeits var að lang- mestu leyti á sviði stjórnmála. Ungur haslaði hann sér völl í töð- um alþýðuflokksmanna. Alls staðar komu hæfileikar hans og réttsýni fram og alltaf var hann valinn til fotystu, bæði í sínu fag- félagi sem og í fjölmörgum fé- lögum innan Alþýðuflokksins, og raunar einnig utan hans enda var hann alveg sérstaklega félags- lyndur maður. Ég álít að tveir höfuðkostir Eggerts hafi verið traust og sam- viskusemi. Á lífsleið hans var áberandi hvað fjölmargir einstak- lingar hafa leitað til hans vegna þess að þeir treystu honum alltaf og því trausti brást hann aldrei. Það eru því margir sem minnast hans með þakklátum huga. Alveg sérstaklega var Eggeit umhugað um að aðstoða þá, sem áttu í ein- hverskonar erfiðleikum með hvaða hætti sem þeir erfiðleikar voiu. Samviskusemi Eggerts var viðbrugðið í hvaða máli sem var, hvort sem það var stórt eða lítið. Hann íhugaði mál og málsatvik afar vel og gaf sér alltaf nægan tíma til að meta aðstæður og taka síðan ákvarðanir í samræmi við eigin samvisku. Það var líka sára- sjaldan ágreiningur um ákvarðan- ir hans fyrir utan venjuleg pólitísk hnúmköst. í fáeinum kveðjuorðum ætla ég ekki að rekja æviferil Eggerts vinar míns. Óll þjóðin hefur fylgst með þeim fjölmörgu og feikilega mikilvægum störfum sem honum voru falin á lífsleið- inni. Það á jafiit við um opinber störf, svo sem ráðherradóm og flest önnur störf sem hann tók að sér. f einkalífi sínu var Eggert hamingjusamur. Hann var kvænt- ur mikilhæfri ágætiskonu, Jónu Jónsdóttur, í 33 ár. Þau eignuðust fjögur mannvænleg börn sem bera sterkan mannkostasvip for- eldra simia. Jóna andaðist er þau voru í sumarleyfi erlendis árið 1981. Síðari kona Eggerts er Helga S. Einarsdóttir fyrrverandi yfirkennari. Þau hjón bjuggu sér fallegt og aðlaðandi heimili í Garðabæ þar sem þau ætluðu að eyða kyirlátu ævikvöldi. Við Hrefna sendum Helgu og bömum Eggerts innilegar samúð- arkveðjur. Pétur Pétursson. „Tíminn hann er fugl sem flýgur hratt.“ Fólk sem stendur manni fyrir hugskotssjónum í blóma lífsins er fyir en varir orð- ið aldurhnigið og atburðir, sem í minningunni eru eins og gerst hafi í gær, tilheyra löngu liðnum tíma. Svo hratt flýgur tímans fúgl. Eggert G. Þorsteinsson, ásamt þeim Gylfa Þ. Gíslasyni og Bene- dikt Gröndal, var í fylkingar- bijósti Alþýðuflokksins á síðari hluta Viðreisnartímabilsins og hafði hann mikil áhrif á störf og stefnu flokksins á þessum ámm. Þijú síðustu ár viðreisnarstjómar- innar, þar sem Eggert G. Þor- steinsson var ráðherra, átti ég sæti í þingflokki Alþýðuflokksins sem ritstjóri Alþýðublaðsins. Mér er Eggert G. Þorsteinsson mjög minnisstæður ffá þessum árum. Ungur maður, nýgræðingur í stjómmálum, sem kemst í náin tengsl við pólitíska leiðtoga, eins og ég gerði á þessum árum, er eftirtektarsamur og athugull. Þeir forystumenn Alþýðuflokksins sem ég kynntist svo náið á þess- um árum hafa mótað skoðanir mínar og viðhorf langtum meir en ég hef gert mér grein fyrir. Eggert G. Þorsteinsson var einn þessara manna. Enn nánari urðu kynni mín af Eggert G. Þorsteinssyni nokkrum ámm síðar eftir að ég hafði verið kjörinn til þingmennsku. Starfs- aðstaða þingmanna var þá öll önnur og lakari en hún síðar hef- ur oiðið. Þurftu þingmenn meðal annars að deila með sér skrif- stofúherbergi og vom tveir saman um skrifstofú. I nokkur ár vomm við Eggert G. Þorsteinsson saman um skrifstofu í Skjaldbreið. Þá urðu kynni okkar eðlilega mun nánari og samstarfið meira því við þurftum ekki aðeins að deila með okkur stól, skrifborði, síma og ritvél, heldur unnum við einn- ig saman að ýmsum málatilbún- aði. Ég ætla að fáum komi það á óvart að einstaklingar sem áber- andi em í opinberu lífi reynast oft vera allt öðm vísi í viðkynningu en opinber ímynd þeirra er. ímynd Eggerts G. Þorsteinssonar var ímynd hins góðhjartaða og hrekklausa stjórnmálamanns, mannsins sem vildi öllum vel og hugsaði með hjartanu. Af margra ára nánum kynnum við Eggeit G. Þorsteinsson get ég staðfest að hann var slíkur maður. Ljúfari mann í öllum samskiptum var ekki hægt að hugsa sér. Hann vildi hvers manns vanda leysa og mátti ekkert aumt sjá. Hann var góðviljaður maður og hjartahlýr og sjálfúm sér samkvæmur. En Eggert G. Þorsteinsson var engin kveif, engin gufa. Hann var hraustur og þrekmikill eins og hann á kyn til, kátur og skemmti- legur í viðkynningu og kíminn, en ekki hæðinn. Kímni hans var góðlátleg og græskulaus, alger- lega laus við þá illkvittni og brodda sem oft auðkenna íslenska fyndni. Það var því engin furða að Eggert G. Þorsteinsson hafi verið vinmargur maður og vin- sæll. Fólki þótti vænt mn hann. Eggert G. Þorsteinsson var einnig mjög laginn í öllum mann- legum samskiptum. Fólkið sem átti er- indi til hans fann að hann vildi gera það sem hann gat, og þó það hefði ekki erindi sem erf- iði var fólk engu að síður ánægt. Hann var einn af þeim mönnum sem kunni að neita án þess að særa en það var ef til vill vegna þess að allir við- mælendur hans vissu að hann vildi sjálfur helst geta §agt já við alla þá sem tfl hans leituðu í erfiðleikum og nauð. Eggert G. Þorsteinsson var al- þýðumaður. Hann var fæddur í Keflavík, af ættum sjósóknara, og ólst þar upp við alþýðukjör. Hann lagði stund á iðnnám og útskrif- aðist í múrsmíði árið 1947. Þá þegar geiðist Eggeit G. Þorsteins- son virkur og var ásamt Óskari Hallgrímssyni einn helsti foringi unga fólksins í Alþýðuflokknum á þessum árum. Eggert G. Þor- steinsson hélt áfram á verkalýðs- hreyfmgunni og var einn af helstu áhrifamönnum Alþýðuflokksins innan raða Alþýðusambands fs- lands. Er því ekki undarlegt að verkalýðshreyfingin og sjónarmið hennar ættu mjög sterk ítök í Eggert G. Þorsteinssyni. Hann ólst upp á þeim árum þegar verkalýðshreyfmgin var bijóst- vöm hins vinnandi manns. f Egg- ert G. Þorsteinssyni átti verka- lýðshreyfingin sterkan stuðnings- mann. Sem ráðherra og stjóm- málamaður var hann talsmaður verkalýðshreyfingarinnar og átti mikinn þátt í því hve gott sam- starf tókst milli verkalýðshreyf- ingarinnar og Viðreisnarstjómar- innar og þá ekki síst varðandi þær aðgerðir sem Viðreisnarstjómin beitti sér fyrir í samvinnu við verkalýðshreyfinguna til úrlausn- ar á húsnæðismálum fátæks fólks. Minningarnar sem ég á um Eggert G. Þorsteinsson frá þess- um árum, þegar hann var í blóma lífsins, em margar. Ég get ekki valið neina eina öðmm fremur. Hann var náinn samverkamaður minn í þingflokki Alþýðuflokks- ins öll mín mótunarár sem stjóm- málamaður. Þó ég hafi aftur átt samstarf við hann síðar á lífsleið- inni, þegar hann var að ljúka ferli sínum sem forstjóri Trygginga- stofnunar ríkisins, þá stendur hann mér fyrir hugskotssjónum eins og hann var í blóma lífsins, finnst satt að segja eins og allt það hafi gerst í gær. En tíminn hann er fugl sem flýgur hratt og fyrr en varir em flognir með þeim fúgh úr augsýn okkar kærir sam- verkamenn sem vom hluú af dag- legu lífi okkar þangað til í gær. Við Eggeit G. Þorsteinsson geng- um saman götuna urii stund. Nú gengur hann á Guðs vegum. Eg sendi eiginkonu hans, Helgu Einarsdóttur, og bömum hans af fyrra hjónabandi með Jónu Jónsdóttur, Þorsteini, Jóni Ágústi, Eggerti og Guðbjörgu einlægar samúðarkveðjur. Éggeit G. Þorstemsson var einn af merk- ustu forystumönnum Alþýðu- flokksins, Jafnaðarmannaflokks fslands. Hann er minnisstæður öllum þeim sem kynnmst honum og unnu með honum. Sighvatur Björgvinsson. Fleiri minningargreinar um Eggert G. Þorsteinsson bíða birtingar næstu daga. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir til háskólanáms í Mexíkó Mexíkönsk stjórnvöld bjóða fram tvo styrki handa íslendingum til framhaldsnáms við háskóla þar í landi á háskólaárinu 1995-96. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, Reykjavík, fyrir 28. maí 1995, og fylgi staðfest afrit prófskírteina, ásamt meðmæl- um. Sérstök eyðublöð ásamt leiðbeiningum fást í afgreiðslu ráðuneytisins. Menntamálaráðuneytið, 12. maí 1994. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR Útboð F.h. byggingadeildar borgarverkfræðings er óskað eftir tilboðum í endurnýjun glugga í Hlíð- arskóla. Helstu magntölur: Gluggar 34 stk. Gler220 m2 Verktími: 1. júní-1. ágúst 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri að Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 10.000,- skilatrygg- ingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað fimmtudaginn 18. maí 1995, kl. 11.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 Vinningstölur iaugardaginn: 13. maí 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNiNGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING n5a,s 1 8.217.780 3-315 4 157.930 §j4af5 200 5.440 0j 3af5 5.177 490 Aðaltölur: UPPLVSINQAR. SiMSVAR! 91- 69 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.