Alþýðublaðið - 23.05.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 23.05.1995, Page 1
■ Harkaleg gagnrýni á Ingibjörgu Pálmadóttur heilbrigðisráðherra vegna yfirvof- andi niðurskurðar hjá sjúkrahúsum á landsbyggðinni Svona gerum við ekki, ráðherr -sagði Kristján Pálsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Mikil skerðing á þjónustu, sem bitnar strax mjög harkalega á öldruðum og barnshafandi konum.' Kristján Pálsson, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins á Reykjanesi, gagn- rýndi Ingibjörgu Pálmadóttur heil- brigðisráðherra harkalega við utandag- skrárumræður í gær. Hann sagði að að- gerðir sem Ingibjörg hefur gripið til, vegna deilna um sérkjarasamninga hjúkrunarfræðinga, leiði til þess að draga verði stórlega úr þjónustu á sjúkrahúsum á landsbyggðinni. Mikill styrr hefur staðið um sérkjara- samninga hjúkrunarfræðinga, og vom stjómendur sjúkrahúsa á landsbyggð- inni knúðir til að segja þeim upp. Hjúkrunarfræðingar bmgðust við með því að segja upp störfum og því var út- lit fyrir að staifsemi sjúkrahúsa víða um land lamaðist um næstu mánaða- mót. Heilbrigðisráðherra hefur gefið vilyrði fyrir því, að hluti útgjalda vegna sérkjarasamninga verði greiddur, en sjúkrahúsin verði að útvega það sem uppá vantar. Kristján Pálsson kvaðst hafa heimildir fyrir því frá stjómendum sjúkrahúsa, að þeir yrðu að grípa til stórfellds niðurskurðar vegna þess, og „draga þurfi með virkum aðgerðum stórlega úr þjónustunni." Þá sagði Kristján: „Við sjúkrahús Suðumesja er rætt um að loka deildum einsog skurðstofu, sem leiðir til tak- markaðra nota af þjónustu fæðingar- deildarinnar, og þar er einnig rætt um að draga úr heimahjúkmn og jafnVel loka selum í þéttbýliskjömum. Þama er um mikla skerðingu á þjónustu að ræða, sem bimar strax mjög harkalega á öldmðum, bamshafandi konum og fólki í jaðarbyggðum svæðisins. Svona gerum við ekki, hæstvirtur heilbrigðis- ráðherra." Margrét Frímannsdóttir, þing- maður Alþýðubandalagsins, sem hóf umræðuna sagði að allur framgangur málsins væri „með endemum enda hefði um tíma lítið út fyrir að starfsemi sjúkrahúsa á landsbyggðinni lamaðist algerlega.“ Margrét áleit ekki að lausn Ingi- bjargar skilaði miklum árangri: „Sú lausn sem ráðherra hefur komið með tekur síður en svo á vanda sjúkrahús- anna á landsbyggðinni og verður ekki til að styrkja stöðu þeirra." Ingibjörg Pálmadóttir. Sat undir harðri gagnrýni frá samherja í stjórnarliðinu. A-mynd: E.ÓI. ■ Nefnd sem fjallar um lyfjaverslun og lyfjaverð Starfsmaður apótekara er fuHtrúi Þjóðvaka - Kjartan Valgarðsson, framkvæmdastjóri Klasa sem er í eigu apótekanna, skipaður í nefnd erfjallar um mál sem varða hagsmuni lyfsala. Þjóðvaki hefur tilnefnt fram- kvæmdastjóra fyrirtækis í eigu apó- tekara sem fulltrúa sinn í nefhd á veg- um heilbrigðisráðherra sem fjallar um ýmis mál, sem tengjast hagsmunum apótekara. Fulltrúi Þjóðvaka er Kjartan Valgarðsson sem sinnir framkvæmdastjóm Klasa hf„ er ann- ast innflutning og dreifmgu á vömm fyrir apótekara. Nefndin fjallar um mál sem varða hagsmuni apótekara, meðal annars um mál tengd lyfjaverði, auknu ffelsi í verslun með lyf og ann- að sem varðar lyfjalögin sem sett vom í kjölfar EES- samningsins. í nýliðinni kosningabaráttu hélt Þjóðvaki uppi harðri umræðu um sið- ferði í stjórnmálum, og fordæmdi óeðlileg hagsmunatengsl stjómmála og atvinnuhfs. Alþýðublaðið reyndi í gær árangurslaust að ná tali af Kjart- ani Valgarðssyni og formanni Þjóð- vaka, Jóhönnu Sigurðardóttur, til að fá álit þeirra á því hvort hér væri hags- munaárekstur á ferðinni. í hvorugt náðist. Klasi er í eigu apótekanna en þau hafa mikilla hagsmuna að gæta í þessu sambandi. Fyrir skömmu þurfti Samkeppnisráð að hafa afskipti af við- skiptaháttum þessa fyrirtækis. Kjartan Valgarðsson (til hægri) ásamt Jóhönnu Sigurðardóttur og Runólfi Ágústssyni á landsfundi Þjóðvaka. A- mynd: E.ÓI. Benedikt: Myndi hiklaust kjósa Steingrím J. ■ Formannsslagurinn í Alþýðubandalaginu magnast Forseti ASI styður Stein- grím „Ég hef auðvitað skoðun á þessu og hef gert upp hug minn hvað varðar þessi tvö sem nú þegar em komin í framboð. Það er engin spuming, að af þeim tveimur myndi ég hiklaust kjósa Steingrím J. Sigfússon. Á því leikur enginn vafi í mínum huga,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðu- sambands íslands, í samtali við Al- þýðublaðið í gær er hann var spurður hvort hann myndi styðja, Steingrím eða Margréti Frímannsdóttir, í for- mannskjöri Alþýðubandalagsins í haust. ,Ég hallast nú meira í kvenlegginn í þessu tilfelh: Margréti Frímannsdótt- ur. Kvenleggurinn er sterkur í mér núna í augnablikinu," sagði hinsvegar Björn Grétar Sveinsson, formaður Verkamannasambands íslands, í sam- tali við blaðið. - Sjá umfjöllun á baksíðu, mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag föstudag, laugardag, og sunnudag Kaupir þú pizzu meö 2 áleggstegundum færö þú Margaritu* pizzu að sömu stærö í kaupbæti. Fyrir þá sem vilja, bjóðum vib einnig ferska íslenska tómata á frípizzuna þér að kostnaðarlausu. Kaupir þú pizzu meó 2 áleggstegundum færó þú Margaritu* pizzu aö sömu stærö í kaupbæti GILDIR í HEIMSENDINGU OG Í TAKT'ANA HEIM ‘Margarita er pizza meS sósu og osti, aS sjálfsögSu getur þú keypt þín uppáhalds álegg á frípizzuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.