Alþýðublaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 8
»> * \WREVF/a/ 4 - 8 tarþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Þriðjudagur 23. maí 1995 76. tölublað - 76. árgangur » * xmwnu7 4 - 8 farþega og hjólastólabflar 5 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Formannskjörið í Alþýðubandalaginu Margrét og Steingrímur á opnum fundi í kvöld Stjóm Alþýðubandalagsins í Kópa- vogi boðar til opins fundar með Margréti Frúnannsdóttur og Stein- grími J. Sigfússyni, lfambjóðendum í formannskjöri Alþýðubandalagsins í kvöld. Fundurinn verður haldinn í Þinghól og hefst klukkan 20:30. Innan stjómar Alþýðubandalagsins í Kópavogi hefur að undanfömu verið rætt um stöðu flokksins eftir úrslit þingkosninganna og í frétt frá stjóm- inni segir meðal annars: „í ljósi erfiðra ytri aðstæðna er útkoma AlþýjSu- bandalagsins viðunandi. Á hinn bóg- inn er það ógnvænleg staðreynd að Sjálfstæðisflokknum tókst að snúa kosningunum sér í hag með því að benda á að vinstri menn eru marg- klofnir og hver höndin upp á móti annarri. Alþýðubandalagið reyndi vissulega fyrir síðustu alþingiskosn- ingar að koma á samíylkingu og all- margir einstaklingar gengu til liðs við flokkinn á þeim grundvelh. Hins veg- ar gengu líka margir einstaklingar til liðs við önnur framboð og það er nokkuð lýsandi fyrir stöðu mála að einstaklingar sem em eða hafa verið í Alþýðubandalaginu em nú í fjómm þingflokkum.“ Umræðuvaki á fundinum í kvöld verður Valþór Hlöðversson og Garðar Vilhjálmsson fundarstjóri. ■ Ámi Johnsen þingmaður Fær hálfa ístvrk Húsnæðismalastjórn hefur út- hlutað styrkjum sem hún veitir ár- lega til margvíslegrar tækniþróun- ar og framfara í byggingar- og húsnæðismálum. Samtals bárust 43 umsóknir og 25 þeirra fengu styrki samtals að fjárhæð liðlega 20 milljónir króna. Meðal þeirra sem fengu úthlutað styrk er Árni Johnsen alþingis- maður. Hann fékk hálfa milljón króna styrk til að byggja íbúðar- hús úr bjálkum í Vestmannaeyj- um. Styrkurinn á að svara kostn- aði við að reisa bjálkana í húsi Árna. Í rökstuðningi með styrkveiting- unni segir: „Með notkun þessara bjáika er talið að ekki þurfi frekari einangrunar við í bjálkahúsum. Hugsanlegt er, að þessi aðferð geti komið að gagni annars staðar á landinu, þar sem jarðhiti er tak- markaður.“ ■ Tekið er að hitna í kolunum í formannsslagnum í Alþýðubandalaginu og á meðan fráfarandi formaður, Ólafur Ragnar Grímsson, lýsir yfir efasemdum sínum með núverandi útafskipta- reglu brýna frambjóðendurnirtveir, Steingrímur J. Sigfússon og Margrét Frímannsdóttir, stuðningsmenn sína til átaka og leita hófanna víða með stuðning. Alþýðublaðid heyrði af því til- efni hljóðið í nokkrum forystumönnum flokksins í gær Formaður VMSÍ hallast • /"'• * að lyiargréti, en forseti ASI styður Steingrím Benedikt Davíðsson. Það er engin spurning að af þeim tveimur myndi ég hiklaust kjósa Steingrím J. ★ Jóhann Geirdal bæjar- fuljtrúi í „Suðurnesjabæ" „í stökustu vand- ræðum með að gera upp hug minn" „Ég hef nú lítið verið með hugann við þennan formannsslag, en mér finnst í sjálfú sér ekkert að því að fá smá spennu í þetta ef vel er að staðið. Ég treysti þeim báðum ágætlega til að sinna þessu starfi. Meðan þetta for- mannskjör verður ekki að leðjuslag, einsog Steingrímur tók til orða, og helst á eðlilegum nótum þá er þetta allt í góðu lagi og hleypir lífi í umræð- una,“ sagði Jóhann Geirdal, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins í nafn- lausa sveitarfélaginu á Suðumesjum, „Suðumesjabæ“. Jóhann sagðist enn ekki hafa gert upp hug sinn, en væri þó sannfærður um að bæði yrðu góðir formenn., J>að er eiginlega sama hvort hreppir hnoss- ið uppá það að gera. Ég á eftir að fara ofan í þessi mál og ræða þau við stuðningsmenn mína og samstarfs- fólk.“ Og Jóhann á erfitt með að velja á milli Margrétar og Steingríms enn sem komið er. ,J>au em bæði pólitík- usar af því kalíberi að þau eiga eftir að eiga stuðning vísan um land allt og Margrét Frímannsdóttir. Enn bæt- ist í stuðningsmannahóp þing- mannsins af Suðurlandi. því óhægt um vik að spá í svæðaskipt- ingu milli þeirra. En mér líkar per- sónulega vel við þau bæði og á í stök- ustu vandræðum með að gera upp hug minn.“ ★ Benedikt Davíðsson forseti ASÍ „Enginn vafi, ég myndi hiklaust kjósa Steingrím" „Ég hef nú lítið verið að fylgjast með þessu málum innan flokksins. Mér finnst nú nokkuð vera þjófst- artað með því að fara ræða þetta svona fljótt. Ég held að það sé ekki fyrr en einhvem tímann í haust sem framboðsfresturinn rennur út,“ sagði Benedikt Davíðsson, forseti Alþýðusambands íslands. „Én ég hef auðvitað skoðun á þessu og hef gert upp hug minn hvað varðar þessi tvö sem nú í framboði eru. Það er engin spurn- ing, að af þeim tveimur sem nú þegar eru komin í framboð myndi ég hiklaust kjósa Steingrím J. Sig- fússon. Á því leikur enginn vafi í mínum huga.“ Benedikt var spurður hvort það væri gott Alþýðubanda- lagið að fá upp slag sem þennan. „Eg veit það svosem ekki, en finnst vera óþarflega langur aðdragandi Steingrímur. Hversvegna lýsa norðanmenn „á hans landssvæði" ekki yfir afdráttarlausum stuðn- ingi? að honum. Þetta verður slagur framá haust.“ ★ Kristján Ásgeirsson bæjarfulltrúi á Húsavík „Eg hef enga ákvörðun tekið um hvort þeirra ég styð" „Við héma fyrir norðan emm lít- ið farnir að hugsa um þessi mál. Þetta er svo ágætt fólk sem er í framboði. Mér líst ágætlega á þenn- an slag og þau tvö eru sómamann- eskjur," sagði Kristján Ásgeirs- son, bæjarfulltrúi Alþýðubanda- lagsins á Húsavík. Kristján sagðist aðspurður ekki vera búinn að gera upp hug sinn. „Nei, nei, nei. Það er alls ekki tíma- bært. Við spáum í þetta frameftir sumri, en við höfum engar áhyggj- ur. Það em svo góðir kostir í boði.“ En afhverju skyldu Húsvíkingar ekki hafa gert upp hug sinn, Stein- grímur er jú af þeirra landssvæði? „Þetta er auðvitað ágætur maður, af okkar svæði og hann er svosem alltaf minn maður, en ég hef enga ákvörðun tekið um hvort þeirra ég styð. Við erum ekkert að sprengja oldcur á svona smámunum. Þetta er hið besta mál alltsaman.“ Björn Grétar Sveinsson. Ég hallast nú meira í kvenlegginn i þessu til- felli: Margréti Frímannsdóttur. ★ Bjöm Grétar Sveinsson formaður VMSÍ „Ég hallast nú- meira í kvenlegg- inn í þessu til- felli" „Mér líst bara vel á þennan for- mannsslag. Það verður mikið fjör í þessu og færir heilmikið líf í félögin útum allt land. Kosningabaráttan á vitaskuld eftir að taka marga mán- uði, en síðan verður kosið og annað hvort hreppir hnossið," sagði Björn Grétar Sveinsson formaður Verka- mannasambands íslands. Björn Grétar var spurður hvort það væri hollt fyrir lýðræðið í Al- þýðubandalaginu að fá formanns- kosningar sem þessar. „Það var tek- in um ákvörðun í flokknum um að svona ætti að fara að og við að espa upp lýðræðið og það hlýtur náttúr- lega alltsaman að vera mjög gott.“ En er Bjöm Grétar búinn að gera upp.hug sinn? „Já. Ég held ég sé al- veg að verða búinn að því; það fer allavega að nálgast það. Ég hallast nú meira í kvenlegginn í þessu til- felli: Margréti Frímannsdóttur. Kvenleggurinn er einfaldlega sterk- ur í mér núna í augnablikinu. En þetta verður annars bara að koma í ljós.“ Vinningstölur 20. maí 1995 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING U 5af5 0 2.003.130 3+4af5 6 53.710 3 4af 5 75 7.410 IH 3 af 5 2.833 450 Aðaltölur: Heildarupphæó þessa viku: kr. 4.155.990 UPPLVSINGAR. SÍMSVARIS1- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 Víf og villt veisluhald blívur í boltanum Franska landsliðið sigraði á heims- meistaramótinu í handknattleik sem lauk á sunnudaginn og unnu að minnsta kosti hug og hjörtu betri helmings hinnar annars HM- niðurlægðu íslensku þjóðar í leið- inni. Þannig háttaði allavega til á Kaffi Reykjavík síðastliðið föstu- dagskvöld þarsem hnípnir islenskir karlmenn gengu framá stóran meirihluta franska liðsins glað- beitta útá galeiðunni og gjörsam- lega umvafna aðdáunarfultu kven- fólki. Þar var eitthvað annað en edrúmennskan og bingóáhuginn á ferðinni og hvorki prestur né sál- fræðingur í augsýn... A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.