Alþýðublaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 23.05.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐK) ÞRIÐJUDAGUR 23. MAÍ1995 s lc o d a n i r 20922. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Isafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Heillum horfín ráðherra Allt síðasta kjörtímabil gagnrýndi Framsóknarflokkurinn vinnubrögð þáverandi ríkisstjómar í heilbrigðismálum. Á flokks- þingi Framsóknar síðastliðið haust var sérstaklega mótmælt fljót- fæmi og illa undirbúnum aðgerðum í þessum málaflokki. Nú hef- ur Ingibjörg Pálmadóttir verið í embætti í röskan mánuð. Það er fróðlegt að skoða „nýju“ vinnubrögðin sem hún predikaði sjálf fyrir kosningar. Allt bendir til að sjúkrahús á landsbyggðinni lamist vegna þess að ráðherrann þorir ekki að taka ábyrgð á því að leysa ágreining um sérkjarasamninga. Forveri hennar hafði náð samstöðu um leið til lausnar: vissulega umdeildrar lausnar, en hann þorði þó að taka á málinu. Núverandi heilbrigðisráðherra kiknar hinsvegar í hnjánum þegar kemur að því að taka á sig þá ábyigð sem á henni hvílir sem yfirmanni heilbrigðismála, og hefúr skipað stjómum sjúkrahúsanna að leysa máhð fyrir sig. Þetta gerir Ingibjörg Pálmadóttir án þess að útvega fjármagn til þess og vitandi vits að fjármálaráðherra hefur bannað stjómum sjúkrahúsanna að gera samningana. Einkunnin sem vinnuaðferð Ingibjargar fær opinberlega hjá fleiri en einum forstjóra sjúkra- húsa á landsbyggðinni er: „Algjört klúður“. Afskipti Ingibjargar - eða afskiptaleysi - af málefnum Lands- spítalans hafa jafnframt leitt til þess, að yfir vofir lokun sex deilda á geðdeild spítalans, auk þess sem þjónusta á bamageð- deild skerðist líka. Yfirmenn á spítalanum telja lokunina gjör- samlega óábyrga. Láms Helgason yfirlæknir segir í Morgunblað- inu: „Það er jafnframt líklegt, þótt ég vilji ekkert fullyrða um það, að þetta muni leiða til aukinna sjálfsvíga.“ Þetta em vinnubrögð manneskju, sem sagði að handahóf og fljótfæmi væri eitur í sínum beinum. Veit hún ekki, að hún er orð- in ráðherra? Brennivínsbölið Nýhafið vorþing átti samkvæmt orðum forsætisráðherra að standa í tíu daga og snúast um stjóm fiskveiða og GATT. Nú er liðin vika af dögunum tíu og ekkert bólar enn á ffumvörpum um þessi mál. Aftur á móti lögðu stjómarherramir fram tvö önnur mál, sem vom þeim svo hjartfólgin að þeir óskuðu eftir aukadegi í þinginu til að flýta afgreiðsiu þeirra. Stjómmál snúast öðmm þræði um stfl. Það kom í ljós að óska- málin tvö snemst um að liðka fýrir sölu á brennivíni. Vissulega speglar það ákveðinn „stíl“ hjá stjómarherrunum að láta fýrstu fundi nýkjörins þings snúast um svo gagnmerkt þjóðþrifamál. Bermúdaskálin lengi lifi... ■ Bindindismadurinn f stjórnarráðinu Það væri kaldhæðnislegt ef Davíðs Oddssonar yrði einungis minnst - í neðanmálsgreinum - sem mesta pólitíska bindindismanns íslands- sögunnar, forsætisráðherrans sem hafði ekki skoðun á neinu nema húsbyggingum. Davíð Oddsson hefur, einsog al- þjóð veit, einbeitt sér að því síðustu misserin að skafa af sér allar skoðan- ir, þvegið hendur sínar af hverskyns stefnufestu, losað sig við allar pólit- ískar hugmyndir, að ekki sé nú minnst á hugsjónir af einhveiju tagi. ^raog gengur | Þessvegna var til alltof mikils mælst að pólitískur oddviti þjóðar- innar gerði grein fyrir helstu hugðar- efnum sínum í eldhúsdagsumræðum í síðustu viku. Davíð Oddsson hefur nefnilega gert stefnuleysið að list- formi og pólitískum lífsstíl. Með góðum árangri. Stefnuleysi Davíðs er öldungis ekki nýtt af nálinni. Allt síðasta kjör- tímabil var hann smámsaman að losa sig við skoðanir á öllum sköpuðum hlutum. Viðtöl í fjölmiðlum voru meira og minna orðin almennar fréttaskýringar, þarsem Davíð útlist- aði hvaða mál væru efst á baugi hvetju sinni: gerði grein fyrir ólíkum skoðunum og velti fyrir sér mismun- andi leiðum. Sjálfur tók forsætisráð- herra ekki afstöðu - nema þegar aumingja Frikki ætlaði að skattleggja blaðburðarböm. Stefnuleysi Davíðs var enganveg- inn tilkomið af einu saman pólitísku rænuleysi. Stefnuleysið var úthugs- að. Ástæðan er einföld: það er ekki hægt að vera ósammála manni sem hefúr engar skoðanir. Það var þannig ógjörningur að vera ósammála kosningastefnu Sjálf- stæðisflokksins. Stefnan sú ama var einfaldlega á þá leið, að móta bæri stefnu í þeim stefnumálum þarsem móta þyrfti stefnu... Það gat því aldrei orðið langrar stundar verk að steypa Sjálfstæðis- flokki og Framsókn saman í ríkis- stjórn. Framsóknarmenn gerðu að vísu fyrir kosningar heiðarlega til- raun til að telja fólki trú um að þeir hefðu einarða og úthugsaða stefnu. En mestu púðri eyddu þeir nú samt í að sannfæra þjóðina um að Halldór Ásgrfmsson yrði betri forsætisráð- herra en Davíð Oddsson. Sá sami Halldór hafði að vísu engin umsvif þegar Davíð bauð honum uppí til sín, en henti stefnuplöggunum rakleitt í ruslafötuna og gaf sig á vald þægi- legu og alltumlykjandi stefnuleysinu. Það hefur hvort sem er aldrei farið Framsókn vel að þykjast hafa vit á pólitík. En þótt Davíð Oddsson sé orðinn mikill sérfræðingur í því að þurfa ekki að taka afstöðu mun reyna vem- lega á þessa stjómlist hans á næstu mánuðum. Davíð hefur að vísu aldrei haft áhuga á landbúnaðarmálum, en á næstu mánuðum þarf að taka afdrifa- ríkar og rammpólitískar ákvarðanir sem snerta íslenskan landbúnað og lífsafkomu fjölda fólks í sve'itum landsins. Halldór Blöndal föndraði í fjögur ár í landbúnaðarráðuneytinu án þess að gera nokkurn skapaðan hlut. Á meðan lentu sauðfjárbændur svo rækilega undir fátæktarmörkum að fæstir eiga sér viðreisnar von. Jafnvel gamalkunnar skuldbreytingar og millifærslur framsóknarmanna allra flokka duga ekki til að sópa vandanum undir teppið. Og hvað ætlar Davíð að gera í sjávarútvegsmálum? Eða höfðu ekki Vestfirðingar stór orð um það, að nú á vorþinginu yrði mörkuð sú splúnkunýja sjávarútvegsstefna sem myndi gera þeim kleift að styðja rík- isstjómina - þrátt fyrir yfirlýsingar fyrir kosningar um að ekki kæmi til greina að vinna með Framsókn. Svo dæmi séu tekin. Við getum auðvitað ekki vænst þess að Davíð hafi nokkrar lausnir á takteinum í þessum málum, fremur en öðrum. En á næstunni mun hann væntanlega flytja okkur nokkrar ítar- legar fréttaskýringar um mismunandi skoðanir á þessum málum, ólíkar út- færslur og leiðir. Efalaust mun hann lfka segja okkur að brýnt sé að stefna sé mótuð. Auðvitað er ekki hægt að álasa Davíð fyrir að hafa hætt að hafa skoðanir á pólitík: maðurinn er nú einu sinni búinn að vera forsætisráð- herra síðan hann var kjörinn á þing. Geri aðrir betur. En Davíð Oddsson vill vitaskuld að nafn sitt geymist á spjöldum ís- landssögunnar fyrir annað en að hafa hangið í forsætisráðuneytinu í 8 ár. Allir Miklir stjómmálamenn eiga sér baráttumál: þeir standa fyrir eitthvað alveg sérstakt, þeir brúa tímabil í Sögunni. Er ekki Hannes Hafstein sá pólitíkus sem Davíð hefur í mestum hávegum? Hver man Bjöm Jónsson, Einar Arnórsson, Jón Magnússon, Steingrím Steinþórsson - svo nefndir séu af handahófi nokkrir fyrrum for- sætisráðherrar. Allir vom þeir lunkn- ir pólitíkusar en því miður alveg steingleymdir. Og var þó Björn Jónsson enginn stefnulaus aukvisi. Hann var áhuga- maður um bindindi og vann þrek- virki í pólitískri refskák þegar hon- um tókst að láta þingið samþykkja áfengisbann á íslandi. Það væri kaldhæðnislegt ef Davíðs Oddssonar yrði einungis minnst - í neðanmálsgreinum - sem mesta pól- itíska bindindismanns íslandssög- unnar, forsætisráðherrans sem hafði ekki skoðun á neinu nema húsbygg- ingum.B 2 3 . m a 9 Atburðir dagsins 1701 Kapteinn Kidd, einn frægasti sjóræningi sögunnar, hengdur í Lundúnum. 1934 Glæpahjúin Bonnie og Clyde vegin í umsátri. Á fjórum árum rændu þau ótal banka og bens- ínstöðvar í suðvesturhluta Bandaríkjanna og drápu 12 manns. 1960 Davíð Ben-Guri- on forsætisráðherra fsraels til- kynnir að stnðsglæpamaðurinn Adolf Eichmann hafi verið handsamaður í Argentínu. 1987 Hannes Hlífar Stefánsson verður heimsmeistari sveina í skák. Afmælisbörn dagsins Douglas Fairbanks bandarískur kvikmyndaleikari, 1883. Joan Collins bresk leikkona, 1933. Anatoly Karpov FIDE-heims- meistari f skák, 1951. Annáisbrot dagsins Lisbon í Portugal hrapaði, og dóu þar undir mörg þúsund manna, en áður en það skeði, urðu þar margir fyrirburðir og meðal annars, að jámnaglar, grónir af ryði í tré, drógust þar út sjálfkrafa. Ölfusvatnsannáll, 1756. Lokaorð dagsins Ég er Heinrich Himmler. Lokaorð nasistaforingjans Himmlers sem fyrirfór sér þennan dag fyrir 50 árum. Málsháttur dagsins Leynist straumur í lygnu vatni. Ritlaun dagsins Einu sinni hitti ég Stein [Stein- arr] á götu og sagði við hann: „Ég heyri að þið Ragnar í Smára séuð eitthvað upp á kant. Er það rétt?“ „Ja, - hann hefur ef til vill ástæðu til þess,“ svaraði Steinn, „því hann er nefnilega búinn að borga mér þrisvar sinnum fyrir næstu bók, sem ég er enn ekki farinn að skrifa.“ Magnús Á. Árnason, Gamanþættir af vinum mínum. Orð dagsins Sumarsins sólhœrði morgunn kom sigrandi í ríkið inn. Hann breyttist úr fjarlœgu bliki í bjartasta daginn þinn. Guðmundur Böðvarsson. Skák dagsins Nú lítum við á endalok viður- eignar tveggja lítt þekktra rúss- neskra meistara. Tunik hefur hvftt og á leik gegn Cernjak. Hvíta drottningin er fallin í val- inn, en Tunik knýr fram sigur ei að síður. Hvað gerir hvítur? 1. Hc51! Dd2 2. Bxf6 Dxf4+ 3. Kgl De3+ 4. Khl Cernjak gafst upp: hann getur ekki forð- að því að hvítur veki upp drottningu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.