Alþýðublaðið - 25.05.1995, Side 2

Alþýðublaðið - 25.05.1995, Side 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 25. - 28. MAÍ1995 MMUMIDID 20924. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifíng Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Fjallið Jónas Föstudaginn 26. maí 1995 eru 150 ár síðan Jónas Hallgrímsson lést á sjúkrahúsi í Kaupmannahöfh. Einsog riíjað er upp í blaðinu í dag em skiptar skoðanir um dauðdaga hans: annarsvegar höfum við rómantíska útgáfu vina hans, hinsvegar nöturlegar staðreynd- ir úr læknaskýrslum. Það er kaxmski dæmigert fyrir Jónas Hall- grímsson og íslendinga að menn skuh, hálfd annarri öld eftir að hann dó, geta efnt til tilfinningaþmnginna kappræðna um dauða skáldsins. Reyndar hefur mönnum orðið skrafdijúgt um fleiri mislítilíjör- legar ráðgátur sem varða Jónas: hver var stóra ástin í lífi hans, drakk hann virkilega svona mikið brennivín, em bein hans grafin á Þingvöllum eða er þar einhver danskur Olsen bakari, hvenær vom Ferðalok ort, - jafnvel: getur hugsast að hann hafi verið launsonur Jóns Þorlákssonar á Bægisá? Um ekkert skáld hafa önnur skáld skrifað jafnmikið, og það virðist ennþá vera skyldu- verkefhi að yrkja um hann að minnsta kosti eitt ljóð. En Jónas Hallgrímsson hefur aldrei orðið inxdyksa í fílabeins- turrn seimú tíma skáldbræðra. Hann er fyrst og ffemst skáld ís- lensku þjóðarinnar og hefur aldrei tapað hylh hennar. Eftir daga Jónasar hafa nokkur skáld náð í lifanda lífi svo almennum vin- sældum að þau hafa sannarlega mátt kahast þjóðskáld - en flest hafa þau verið hrakin ffá völdum af byltingarmönnum nýrra tíma. Ekki Jónas Hallgrímsson. Hann hefur fylgt hverri kynslóðinni á fætur annarri ffá vöggu til grafar. Hann er hið skáletraða Skáld ís- lands, einsog Jón Stefánsson orðar það í skemmtilegri grein í Al- þýðublaðinu í dag. í frábærri ritgerð Guðmundar Andra Thorssonar í Tímariti Máls og menningar 1990 er bent á, að mörg bestu ljóð Jónasar Hallgrímssonar séu svo ástsæl með þjóðinni, svo inngróin okkur og einhvem veginn svo sjálfsögð, að í rauninni tökum við aldrei eftir þeim. Guðmundur Andri segir: „Sum [ljóða Jónasar] hafa orðið þeim örlögum að bráð að lenda í óskráðri handbók ræðu- skúmsins og skáldið gert ábyrgt fýrir þróttlítihi hugsun: „Höfum við gengið til góðs, götuna fram eftir veg“ - eins og skáldið sagði. Annað syngjum við á mannamótum. „Nú andar suðrið sæla vindum þýðum“ - og óðara tekur dálítið ámátlegt lag að humma í hausunum á okkur svo hrynjandin gufar upp og við heyrum ekki lengur orðin, heldur bara kveinstafi tenóra að silast gegnum endalaust lagið; „Enginn grætur íslending“ - og allt í einu fer fólk að reka upp einhver réttavein og heldur að það sé að leika íslendinga. „Stóð ég útí tunglsljósi“ - „Hvað er svo glatt“ - „Það er svo margt ef að er gáð“ - þetta er eitthvað sem allir kunna, en hversu margir hafa lesið þessi ljóð, sleppt þeim út úr búri lagboðanna og létt af þeim hlutskipti slagaratextans?“ Jón Stefánsson gerir líka að umræðuefni í grein sinni í dag, hve erfitt er að bijótast gegnum fmyndina af Jónasi. Hann er orðinn einskonar stofhun, fjall. Og Jón vekur athygli á þeirri furðulegu staðreynd, að ekki er til almennileg ævisaga Jónasar. Kannski vex mönnum í augum að klífa þennan hæsta tind íslenskra bók- mennta. Ekki er nóg með að sjálft innihald ljóða Jónasar Hallgrímsson- ar sé í mikilli hættu að tapa merkingu sinni í þeim allsherjar fjöldasöng sem Guðmundur Andri Thorssön fjallaði um í áður- nefndri grein: um Jónas hafa verið notuð fleiri og stærri orð en nokkurt skáld annað. Nýjar kynslóðir hafa orðið að yfirtrompa hástig af stigi það sem áður hefur verið sagt, uns mærðin er orðin þvílík að skáldið og maðurinn Jónas Hallgrímsson hverfur í orða- flaumnum. Hann á betra skilið. Vissulega er Jónas Hallgrímsson „kristallur íslenskrar vitundar", einsog Halldór Laxness sagði - en hann var líka góður gæi, svo notuð séu orð Hallgríms Helgasonar. ■ Bull Jónasar Hallgrímssonar Það er eins og að hrósa lóunni að bera lof á ljóð Jónasar Hallgrímsson- ar: ,fíú skal úr hlíðum hárra Tinnu- fjalla? ... Ióbrotinnsönguryfirdalinn líða/ eins og úr holti spóaröddin þýða.“ Óbrotinn söngur spóans úr holti sem Kður yfir dalinn, þannig orti hann. Það var afrek hans. Hann hafði óbeit á samanbörðu kenningastagli, leitaði til eddukvæða í ljóðmáli í stað dróttkvæðanna; hann raðaði orðunum saman á einfaldan máta sem næst dag- legu máli, en valdi jafhframt orðin af þeirri kostgæfhi að hið alþýðlega mál varð um leið upphafið; hann smíðaði orð - og hann byggði kvæðin sín. Eitt erindi tók við af öðru á eðlilegan hátt. Hann var fyrsta skáldið sem reyndi að láta hugsun taka við af hugsun, reyndi að leiða hugsun til lykta, reyndi að loka þeirri heild sem hvert kvæði var - hélt með öðrum orðum ekki bara áfram yrkja ný og ný erindi þar til kominn var tími til að fara að sinna kúnum, eins og fyrirrennarar hans gerðu flestir og sumir eftirkomendur, til dæmis Matthías. Hann var alltaf að reyna að venja íslendinga af hinum smekklausu rímum - reyndi til dæmis með kvæðinu Móðurást að sýna ís- lendingum hvemig á að fara að því að leggja út af hálfgerðri kjökursögu af smekkvísi; reyndi með Gunnarshólma að búa til epískt kvæði upp úr Njálu, segja sögu í ljóði með sviðsetningu sem hæfði og útleggingu. Eftir hans dag var íslensk ljóðagerð með tærari litum. Grænt, blátt, rautt: litirnir skírðust og skýrðust. Þegar maður les ljóð hans finnst manni því Vikupiltar | sem maður sé staddur á fögrum degi á fögrum stað. f ljóðum hans er íslenska heiðríkjan. Hann svipti burt holtaþok- unni. Það var afrek hans. Landið speglað- ist í Ijóðum hans, svipsterkt og tignar- legt. Hann kom öllu fýrir á sinn stað í íslenskum hugmyndaheimi og þar er það enn allt saman: rjúpan, fjöllin, sagan, að vera í öngum sínum erlend- is, engill með húfu. Hann hreinsaði til. En hann orti ekki bara þessi kvæði sem við erum látin læra utan að í því skyni að við tileinkum okkur ættjarð- arást. Hann orti ekki bara um fallega hluti - sem er staðreynd. Og hann orti ekki bara Alsnjóa sem allt í einu er orðið aðalkvæðið út af einhverjum hjartaverði sem ráfar um breiða blæju og er nú ekki að gera margt, nema hann „stendur sig“, hvað sem það nú merkir. Þegar maður flettir útgáfu þeirra Hauks, Páls og Sveins Ingva og Íes bréfin hans til félaga sinna kemst maður ekki hjá því að taka eftir því IBull Jónasar Hallgrímssonar er því sem næst algjört þegar hann er í ham hversu gríðarlegur bullari hann var. í bréfum sínum leggur hann sig mark- visst eftir þessari vanmetnu tegimd rit- hstar hér á landi: að vaða elginn, láta vaða á súðum - láta vaða. Að bulla. Bull Jónasar Hallgrímssonar er því sem næst algjört þegar hann er í ham: „Duggálsblossadyngjufress/ við dyngjur kúra,/ þiggja kossa, kveða vers/ og koðrann púra: // Hvað er að púra? hermdu mér; heimsins skúra nauðsynjar,/því best er að lúra gegn- um gler/ gleði súra hér og hvar...“ Og þannig heldur hann áfram að teygja þennan óskiljanlega lopa í bréfi til Gísla Thorarensens og maður er engu nær. Listaskáldið góða? Duggáls- blossadyngjufress? „Og hellti svo bjór yfir pappírinn og yfir orðið,“ kvað Megas, og vissulega getur maður látið sér til hugar koma að þama sé ósköp einfaldlega ölvað listaskáld að delera. Þó held ég ekki, og mér er raunar nær að halda að allt- of mikið hafi verið gert úr drykkju- skap Jónasar á síðustu árum - að menn haldi að úr því hann var ekki sá dýrlingur sem Konráð bjó til úr hon- um að honum gengnum þá hafi hann verið aumingi. Það er eins og fólk eigi erfitt með að ímynda sér Jónas sem samsettan mann. Það er að minnsta kosti ekki einleikið hversu mikið hann bullar í bréfum sínum. Hvað er hann að gera þar? Það heitir afbygging í bókmennta- fræðinni - dekonstrúsjón. Hann er að tæta f sig íslenska bókmenntahefð. í bulli Jónasar bregður víða fyrir skop- stælingum á rímnakveðskap, á presta- stíl, á sendibréfaforminu sjálfu. Þetta eru nær alltaf bókmenntalegar athuga- semdir, bókmenntalegar athuganir. Þegar bókmenntafræðingarnir geta loks slitið sig frá hinum eilífa hjarta- verði munu þeir snúa sér unnvörpum að því að rannsaka bull Jónasar Hall- grímssonar því þar er að fínna lykilinn að honum. Þar hleypir hann út óreið- unni sem er í hausnum á honum eins og öllum skáldum, í stað þess að reyna að setjast ofan á hana, eins og alltof margir 20. aldar Iærisveinar Jón- asar gerðu, svo að útkoman varð ósköp goluleg Ijóðagerð. Ekki er að vísu þar með sagt að bréf Jónasar séu bullið eitt. Öðru nær. Hér er setning úr bréfi til Steensrups sem Gyrðir hlýtur að hafa lesið: „Manstu þegar við sátum í sandinum norður í Aðalvík og vomm að bera farangurinn okkar undan sjó eftir því sem það smáféll að, en sólin gekk undir í hafið og Straumsneshlfð og Riturinn voru að smáhylja sig í dimmunni?" Hér er athugasemd um Akureyringa í bréfi til Konráðs: „Hefurðu séð menn sem ganga allir saman hoknir af monti? Þeir eru til héma fyrir norðan; og mó- hljóðaða menn af monti? Þeir em líka hér innan um.“ Hér er andvarp úr betlibréfi til Finns Magnússonar: „Meðan grasið er að gróa deyr kýr- in“... Meðan grasið er að gróa: bullið er næringin handa ljóðgrasi Jónasar. Þar vaða smekkleysumar uppi, húmorinn er ofit af lægstu sort, ef ekki síðustu, þar leyfir hann íslenskunni að sprikla. Og fyrir kemur að reiði Jónasar fær útrás í bullinu og bullið fær þar með merkingu og er ekki lengur bull held- ur skáldskapur. í bréfi til Bjama Thor- arensen er undarleg saga sem hann skráir aftur í bréfi til Konráðs. Svona hefst hún fyrirvaralaust: J gærkvöldi var ég staddur á Þingvelli eins og fyrir fjómm ámm.“ Á Lögbergi bæla ær sig í lynginu en hinum megin Flosagjár stendur djöfullinn. í brekkunni fyrir vestan er múgur manns, með klafa á sér og tjóðraðir við steina. Djöfúllinn gengur að þeim og lýkur upp höfuð- skeljum þeirra án þess þeir verði þess varir, tekur hnefafylli úr hveiju höfði og skoðar vel. „Eintómar kvamir,“ sagði andskotinn /.../ Mér varð svo hverft við þegar ég sá hinn foma óvin furða sig allan á ofurmegni heims- kunnar að ég sneri mér undan og fór að tíha mosa af hraunsteinunum...“ Þessi saga merkir eitthvað. Ég veit ekki hvað hún merkir. Ég veit bara að hún er um íslendinga. Eintómar kvamir.B ■ „Nýjustu" fréttir af Jónasi svo vitað sé Rabbaði við Jónas fýrir 10 árum - Magnús Skarphéðinsson telur fullvíst að hann hafi náð sambandi við Jónas Hallgrímsson á miðilsfundi. „Þetta var nú ekki merkilegt samtal en hann lýsti því stuttíega hvað á daga hans hefði drifið," sagði Magnús Skarphéðinsson í samtali við Alþýðu- blaðið. Magnús telur víst að hann hafi náð tali af Jónasi Hallgrímssyni. „Jú, ég tel yfirgnæfandi líkur að þetta hafi verið Jónas en sambandið var reyndar slæmt eins og það er oft- ast,“ sagði Magnús. Þessi atburður átti sér stað hjá Til- raunafélaginu síðara íyrir um tíu ámm en félagið er vikulega með vísindaleg- ar tilraunir og hefur haldið út miðils- fundum frá árin 1979. „Jú, vissulega hafði þetta mikil áhrif á mig,“ sagði Magnús. Ég fór að spyija hann út í líf hans og hvað hann væri að sýsla í nútíðinni. Hann var að eigin sögn mikið að skoða allskonar ljóðform hjá öðmm þjóðum og hafði hitt marga erlenda meistara, þekkta og óþekkta. Þetta er það eina sem ég man úr samtalinu. En honum fannst spum- ingar okkar ómerkilegar og smáborg- aralegar og vildi ekki liggja lengi á langlínunni enda var sambandið ekki nógu gott. Það vill oft koma ýmiskon- ar vitíeysa inn á þessa símalínu lflca." Magnús er ekki fyrstur íslendinga til að telja sig hafa verið í sambandi við Jónas eítir að hann fór yfir móð- una miklu. Frægastur er Guðmundur Kamban en hann lenti í eldlínunni uppúr aldamótum þegar hahn hélt því fram og flúði land meðal annars vegna þessa. Þá kynnti hann ný ljóð eftir Jónas en sjálfur sagðist hann hafa haft milligöngu með ósjálfráðri skrift. Guðmundur skrifaði einnig hin ágæt- ustu ævintýri fyrir H.C. Andersen. Magnús Skarphéðinsson: Honum fannst spumingar okkar ómerkilegar og smáborgaralegar og vildi ekki liggja lengi á langlínunni enda var sambandið ekki nógu gott. Magnús Skarphéðinsson: Honum fannst spurningar okkar ómerkileg- ar og smáborgaralegar og vildi ekki liggja lengi á langlínunni enda var sambandið ekki nógu gott.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.