Alþýðublaðið - 25.05.1995, Síða 7
HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3 n a
s
7
■ Allir hafa einhverja sögu að segja af kynnum sínum og Jónasar Hallgrímssonar.
Ástin, Ijóðin, dauðinn, breyskleikinn, drykkjan, blekkingin, skáldbræðurnir, snilldin...
umræðuefnin voru óþrjótandi þegar Stefán Hrafn Hagalín talaði við fólk úr öllum áttum
- og ýmislegt kynlegt kom uppúr dúrnum
■ Atli Heimir Sveinsson
tónskáld
Fínasta skáld
íheiminum á
sínum dögum
„Jónas Hallgrímsson er eitt fínasta
skáid sem við Islendingar höfum átt
og eitt fínasta skáld sem uppi var í
Evrópu á nítjándu öld; kannski var
maðurinn einfaldlega eitt allrafínasta
skáld í heiminum á sínum dögum.
Ég hef lesið mjög mikið eftir Jónas
og á ógurlega erfitt með að segja til
um hvort ég eigi mér þar eitthvað eft-
irlætisljóð. En Jónas hefur verið mér
hugstæður allt frá unglingsárunum og
heillar mig alltaf meira og meira. Það
sem mér finnst einna merkilegast við
hann, er að maður er alltaf að upp-
götva eitthvað nýtt og þá gjaman hluti
sem maður tók ef tO vill ekki eftir við
fyrstu sýn og hafa því lengi legið í
láginni. í hans kveðskap er að frnna
stórkostlega breidd; allt frá háðkvæð-
um yfir til óskiljanlegs módemisma
sem skýtur upp kollinum annað veifið.
Ég held að Jónas hafi mótað öll ís-
lensk skáld eftir sína daga og hann
sannar glögglega fyrir mér hvað ís-
lensk list getur verið merkileg og góð
þegar hún byggir á traustri hefð, en
tekst jafnframt á við það framsækn-
asta í samtíðinni - og þá einnig hjá
öðrum þjóðum. Jónas kom nefnilega
með svo mikið af nýjum straumum til
okkar... mjög glæsilegt skáld og með-
vitað.
Jónas flyst síðan til Kaupmanna-
haftiar á sínum tíma, en sýnir stór-
mennsku sína með því að detta samt-
sem áður ekki í neinn norrænan útúr-
dúrahátt - einsog svo margir aðrir
minni spámenn - heldur sækir sér
strauma inná meginlandið. Við þetta
verður hann mikill. Og það er einmitt
þessi tilhneiging sem ég held að sé
hvað stærst hlutverka okkar hsta-
mannanna. Ég reyndi þetta líka - að
sækja mér strauma til á að giska fjar-
lægra landa - og fékk svosem skömm
í hattinn fyrir.
í dag er ég einmitt með sönglaga-
bálk í smíðum við ljóð Jónasar og það
er von á því verki þegar hausta tekur.
Verkefni þetta hefiir sótt á mig og
geijast innra með mér á löngum tíma.“
■ Auður Eir
sóknarprestur
Jónas hefur
fylgt mér í
gegnum lífið
„Þegar ég heyri minnst á Jónas
Hallgrímsson kemur Gunnarshólmi
alltaf fyrst uppí hugann og síðan stytt-
an af honum sem stendur að mig
minnir í Hljómskálagarðinum.
Ég hef nú ekki lesið mikið af Jónasi
uppá síðkastið, en gerði vitaskuld tals-
vert mikið af því hér á dögum fyrr.
Mér finnst náttúrulýsingamar hans
alltaf einstaklega heillandi og í raun
lífslýsingamar líka.
Jónas hefur auðvitað fylgt mér í
gegnum lífið og er óijúfanlegur hluti
þess.
Varðandi þessar tvær útgáfur af
dauða hans þá hef ég aldrei lært aðra
en þessa þarsem hann leggur frá sér
tebollann og Jakob œrlegan og gefur
ffiðsældarlega upp öndina. Hin útgáf-
an er sjálfsagt einhverjar seinni tíma
viðbætur og mér var kennt það í guð-
fræðinni að slíku tæki maður aldrei
mark á.“
■ Bragi Kristjónsson
bóksali
Þýdd stjörnu-
fræði og
sundreglur
>rJónas Hallgrímsson? Hann var til
dæmis mikill náttúmfræðigrúskari og
vísindamaður og þýddi jafnframt
fýrstu bókina um stjömufræði sem
gefm var út á íslensku - árið 1832
minnir mig. Einnig þýddi hann sund-
reglur sem gefhar vom út árið 1839.
Þessar tvær bækur, þýdd stjömufræði
og sundreglur, em einu bækumar sem
gefhar vom út frá hendi Jónasar með-
an hann lifði.
Síðan er gaman frá því að segja, að
ég komst fyrir nokkmm árum yfir
einu þekktu eiginhandaráritun Jónasar
sem er að finna á bók sem hann er
viðriðinn. Hann gaf reyndar ekki út
neina bók meðan hann Ufði - fyrir ut-
an tvær fýrmefndar - og kvæðin birt-
ust ekki á bók fýrren árið eftir að hann
dó. Þessa áritun er að finna á fyrsta ár-
gangnum af Fjölni sem hann hafði
áritað til manns sem hét Frederick
Keyser og var prófessor í Kristjamu
(Osló) á öldinni sem leið. Keyser
þessi hafði gengið í Bessastaðaskóla
með Jónasi og var þekktur fræðimað-
ur í norrænum ffæðum. Að vísu er til
ein önnur árimn Jónasar og hún er á