Alþýðublaðið - 25.05.1995, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 25.05.1995, Qupperneq 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 25.-28. MAÍ1995 öðrum árgangi Fjölnis sem hann sendi sama manni: Keyser. Á bakvið þetta liggur skrítin saga sem hefst í Kaup- mannahöfn árið 1974. Þannig var að Sigurður Nordal, sendiherra í Kaup- mannahöfh, frétti af því að tilteknir ár- gangar væru til sölu í bókabúðinni Lynge í Silkigötu og fór hann strax á staðinn. Þegar hann kemur að búðinni þá var Jón Helgason, prófessor í Kaupmannahöfn, lfka mættur vegna þess að hann hafði sömuleiðis frétt af þessum árgöngum. Þeir gengu sam- tímis inm búðina og að sömu bókum; þessum fyrstu tveimur árgöngum af Fjölni. Svo vildi til að Jón var tengda- faðir sonar Sigurðar og þeir ákváðu því í fúllkomnu bróðemi að skipta milli sín árgöngunum. Þegar Jón Helgason síðan deyr árið 1987 var safnið hans selt í þessa sömu búð og þangað kom ég daginn eftir að bæk- umar höfðu verið settar á sölu, farrn þennan umrædda fyrsta árgang og festi mér samstundis. Ég kynntist annars ljóðum Jónasar fyrst í Landakotsskóla þarsem þetta var lamið inní mann með harðri hendi - með illu eða góðu skyldum við læra Gunnarshóhna og allt hitt. Ég fer síðan alltaf að heimili hans þegar ég kem til Kaupmannahafnar og kíki þar inn; labba upp stigana og þessháttar. Sérstök tilfinning fylgir þvx að fara um þessar slóðir.“ ■ Guðný Halldórsdóttir kvikmyndaleikstjóri Platstigi í húsi Jónasar? ,Jónas Hallgrímsson... Ég minnist frábærs Ijóðskálds, eins af þeim allra- stærstu. Ég minnist þess einnig að hafa heyrt sögu af fólkinu sem bjó í húsinu þarsem hann datt í tröppunum og var víst orðið svo pirrað á öllum ís- lendingunum sem komu í pflagríms- ferðir á staðinn, að það lét útbúa eftir- lfldngu af tröppunum sem settar vom upp á minna truflandi stað við húsið. Ekki veit ég hvort sagan er sönn, en góð er hún og sýnir glögglega hversu elskaður þessi maður er af löndum sínum. íslendingar láta þannig margir verða það sitt fyrsta verk á ferðalagi um Kaupmannahöfn, að leita uppi tröppumar sem urðu höfúðskáldi þeirra að aldurstila - og setjast síðan gjaman inná Hviids Vinstue. Allavega kem ég þar alltaf við á ferðum mínum um borgina og fmnst ómetanlegt að geta gengið um sama gólf og hann gekk á og sitja við sömu borð og hann. Staðurinn hefur ekkert breyst á öllum þessum tfma. Ég lærði síðan kvæði Jónasar í skóla lflctog aðrir, en er hrædd um að þessum þeim sé ekki haldið í janf- mikluin mæli að skólakrökkum í dag og þá. f öllu falli sýnist mér það ekki miðað við þekkingu þess unga fólks sem ég hef umgengist. Úr ljóðum Jónasar er mér landið og náttúmlýsingamar hugstæðast. Það er svo furðulegt hvað fslendingar skrifa ofboðslega fallega um landið sitt þeg- ar þeir búa eríendis - og þá sérstak- lega í Danmörku þarsem aHt virðist stundum svo grátt og flatt. Ég held einfaldlega að það þurfi þessa prningu til að skrifa fallega um ísland. Það er nú að verða dáh'tið langt síð- an ég gluggaði síðast í heildarsafn ljóða hans... kannski ég láti nú verða af því í tilefhi dagsins." ■ Gunnar Þorsteinsson forstöðumaður í Krossinum Sönn list er getin í þrengingum „Það kemur ljúfsár tilfinning uppí hugann þegar maður heyrir nafn Jón- asar nefnt. Þanrúg höfða hans ljóð til mín. Ástin var djúp og grimm í hans örlögum. Ég er reyndar nýbúinn að ná mér í heildarsafn verka hans og við fyrsta yfirlit sýnist mér þar ástarstjam- an skærust - yfrr Hraundröngum. Ýmislegt sem Jónas sagði er í ís- lenskri tungu ódauðlegt og það munu kynslóðir sýna og sanna - blað skilur bakka og egg, andar sem unnast og svo framvegis. Jónas hóf íslenska mngu í æðra veldi ásamt nokkrum samtíðarmörmum sínum og þar eigum við honum stærsta skuld að gjalda. Sem skáld er hann yfirburðamaður; Jónas ber höfúð og herðar yfir sína samú'ðarmenn og skyggir á ýmsa í nú- tíðiniú. Hiim hefðbundni skáldskapur mun ekki vfkja fyrir hinu formlausa - alls ekki. Sem persóna var Jónas náttúrlega mjög breyskur, átti við erfiðleika að etja og beið mikinn ósigur fyrir sjálf- um sér. En þess ber að geta að öll ljóð og öll sönn list er getin í þrengingum. í sársaukann blæðir. Flest hans feg- . urstu Ijóð eru sprottin af sársaukanum, það myndi ég ætla. Allt sem fæðist og er fagurt þarf sínar hríðar, sína með- göngu - og sínar þrengingar. Það hef- ur fyrir margt löngu sýnt sig og sann- að. Satt besta að segja, held ég að snilldarverk Jónasar hafi mikið með breyskleika hans að gera. Ef hann hefði verið dæmigerður, feitur lög- ff æðingur á kontór þá hefði þetta aldrei orðið til. Það gemm við alveg bókað. Nú, hvað snertir spuminguna um hvemig ég uppgötvaði hann, þá er því til að svara að hann var einfaldlega til í uppí hillu á heimili foreldra minna. Þar las ég hann og hafði unun af. Svo var ég sem betur fer að uppgötva hann á nýjan leik fýrir nokkmm árum.“ ■ Hannes Öm Blandon sóknarpresfur Nautnaseggur fram í fingurgóma „Hugrenningatengslin... Jónas...? Þá dettur manni í hug þröstur, sumar, náttúra, fegurð og rómantík. Hann var vitaskuld mikið náttúmbam og lesandi ljóða hans er umsvifalaust numinn á brott á vit fjalla og fiminda, innanum rjúpur og blóm, Hraundranga, Galtará, Rangárvelli og hvað þetta heitir nú allt... Jónas og rómantflcin... ? Ja, róman- tflcin gekk nú lítt upp hjá honum -, en hann lét eftir sig kvæði sem þmngin em af sársaukablandinni fegurð; óð til fegurðarinnar. Ég óttast að þannig hafi háttað til með Jónas, að hann hafi ver- ið úr hófi ffam rómantískur og ekki ráðið neitt við neitt; kvenfólk hafi bókstaflega fengið tilfelli þegar hann nálgaðist. Svei mér þá... hann var voðalega óheppinn eitthvað með að vera svona yfirþyrmandi rómantískur. Ég held hann hafi yfirleitt ekki verið heppinn í lífinu, blessaður karlimt. Sársaukinn og vonbrigðin einhvem- veginn skína svo auðveldlega í gegn í mörgum ljóðanna. Og síðan er það samkenndin; þessi mikla samkennd með baráttunni í nátt- úmnni. Samsemdin með lítilmagnan- um í náttúmnni er mikil í ljóðum Jón- asar. Ernnig mætti í því samhengi draga ffam Gunnarshólma þarsem hann sýnir mikla samkennd með ves- alingnum honum Gunnari á Hlíðar- enda. Já, sársaukinn. Þjást ekki allir sem yrkja - verða fallegustu ljóðin ekki einmitt til í gegnum sársaukann? Ég á erfitt með að meta hvort hann hefði ort sín bestu kvæði ef ekki hefðu kom- ið til þjáningamar... Var maðurínn ekki bara afskaplega lífsglaður - og nautnaseggur fram í fingurgóma? Ég hef ekki heyrt annað. Allavega gat hann verið hæcinn og fjandi skemmtilegur þegar hann vildi svo viðhafa. Þetta lið sem haim um- gekkst þama í Kaupmannahöfn var að sjálfsögðu ekki ónýtt og mér sýnist einfaldlega að þeir hafi allir skemmt sér nokkuð vel. Annars sýndi Hugleikur nýverið leikrit þarsem meðal annars er sagt ffá ungu skáldi sem sagði eitthvað á þá leið, að hann væri nú af ríku fólki kominn og aldiei hefði hann búið við skort eða verið svangur, nóg ætti hann af peningum og samt gæti hann alveg ort. Ungi maðurinn skildi hvorki upp né niður í þessari þjáningamýtu. Við skulum ávallt hafa það í huga að Jónasi var gefin rosaleg náðargjöf beint ffá guði; þetta er náðargjöf ógur- Jeg og alveg hreint dásamleg. Ég efast stórlega um að þjáningar hans - sárs- aukinn vegna illa lukkaðra ástamála og hversu illa hann fór yfirhöfuð með sjálfan sig - hafi haft nokkuð að gera með hvort hann hefði samið þessi snilldarverk eða ekki. Ég held að Jón- as hafi ekki átt annan kost; hann hafði þessa náðargjöf. Sögur...? Þegar ég var bam að aldri var ballettmeistari í Þjóðleikhúsinu sem hét Erik Bisted og hann setti upp hrikalega fallegan ballett mikinn sem byggður var á ljóðum Jónasar. Ég fór á þá sýningu og man hversu hugfang- inn ég var - sem þmmu lostinn. Varðandi það hvort Jónasi sé haldið nægflega mikið að bömum - og ung- lingum og þaðanaf eldra fólki - þá er því til að svara að á seinni tímum bú- um við Norðlendingar þannig að eiga annað skáld sem kom í raun og vem í stað Jónasar. Þama á ég auðvitað við skáldið frá Fagraskógi, Davíð Stef- ánsson. Hann stendur nútímafólki vitaskuld miklu nær, bæði í tíma og yrkisefnum. Davíð hefúr þannig skyggt á Jónas í seinni ti'ð - allavega hér á Norðurlandi. Hinsvegar getur vel verið að hægt sé að draga Jónas betur ffam í dags- ljósið án þess að það verði of væmið og þjóðrembulegt. Það mætti vissu- lega aðeins skerpa á þessu stórskáldi okkar; þessu íslenskasta ljóðskáldi af öllum íslenskum. Ég held að það megi fullyrða án þess að blikna, að Jónas er jafnstór- kostlegt ljóðskáld og Heine og Goethe. Hann stendur þeim fyllflega jafnfætis í mínum huga. Jónas yrkir afturámóti á miklu erfiðara tungumáli en þessir tveir kónar, gerir það svo leiftrandi fallega og virðist ofaná allt- saman ekkert hafa haft fýrir þessu." ■ Hjörleifur Sveinbjömsson þýðandi Nú, svo Jónas fékkst við að yrkja líka? „Þegar maður er kominn á miðjan aldur og meira fyrir útivem og nátt- úmskoðun en áður, fer maður ósjálfr- átt að taka betur eftir náttúmfræð- ingnum í ljóðum Jónasar. Náttúm- skoðarinn er nefnilega svo ofarlega í honum. Hver annar en naskur náttúm- skoðari tekur það sérstaklega fram að emir séu gulir á klónum? Klógulir emir yfir veiði hlakka, eins og hann yrkir á einum stað. í þessu sambandi má kannski rifja upp söguna af kollega Jónasar í nátt- úmffæðinni fýrr á öldinni. Sá settist inn á Landsbókasafn eitthvert sinn og bað um öll verk Jónasar. Bókavörður- inn spurði hvort hann vildi ljóðin lflca, og þá kom þetta tilsvar: Nú, svo Jónas fékkst við að yrkja lflca? Þetta fagidjótíska tilsvar hefúr nátt- úrlega orðið mönnum aðhlátursefni, en það hefur mér alltaf fúndist ósann- gjamt. Miklu ffekar er þetta til marks um hve öflugur náttúmskoðari Jónas var - í og utan skáldskaparins - hvað svo sem selekti'vum lestrarvenjum manna kann að líða.“ ■ Húbert IMói myndlistaimaður Rómantísk ímynd af listamanninum sem þjáist ,Jónas var vitaskuld gott skáld, ffá- bært. En það er einhver svona furðu- leg rómantflc í kringum allt sem hann skrifar og hún hefur legið dálítið utam' listamönnum. Enn þann dag í dag sitj- um við uppi með þessa goðsögn. Þetta er náttúrlega ekkert nema hrein og Matthías Johanncssen <f. 193») Við Galtará í huganum ég geng að Galtará er gleðin hlær í augum dals og hjalla. við eigum báðir eina og sömu þrá til efsta tinds og jökulhvítra fjalla. Og stúlkan þín sem áður undi hér ber einnig Ijúfa gleði hjarta mínu. Og ennþá flytur þrösturinn frá þér sinn þýða klið og unað landi sínu. Og sólin leggur vorsins vinartraf á vínrautt landið nátengt þínu blóði. Og þar sem heiði hallar norður af ég heyri ennþá klið af þínu ljóði. klár rómantflc og ég er afls ekki inná því að listamenn þurfi að burðast með allan þennan breyskleika og allar þessar þjáningar í gegnum lífið. Síðan eru menn helst metnir eftir því hversu dramati'skur dauðdagi þeirra var og þeir hafhir upp til skýjanna. Drykkjuskíjpur listamannanna, að deyja fyrir aldur fram útaf einhveiju hörmulegu slysi, eitthvað sem hefði ekki þurft að gerast, að eiga aldrei í sig og á og svo ffamvegis. Allt er þetta fyrst og fremst þessi rómantíska flnynd er skapast hefur í kringum Jón- as og það sem mér dettur fyrst í hug þegar minnst er á manninn. Það sem mér finnst einna fallegast í verkum Jónasar og margra annarra listamanna er hversu heimþráin skilar sér vel. Þetta land virðist hafa ofsalega sterk ítök í fólki og mörg mestu lista- verk þjóðarinnar hafa orðið til fyrir til- stuðlan heimþrárinnar. En það er semsagt hin rómantíska rmynd af listamanninum sem þjáist sem er mér hugstæðust í tengslum við skáldið. Mig langaði síðan að lokum að minnast á fræðistörf hans sem em ótrúlega merkileg og kannski of lítið látið með þau... ég veit það svosem ekki.“ ■ Kotfinna Baldvinsdóttir sagnfræðingur Fór með Gunn- arshólma meðan hún fæddi barn á fjórum fótum „Ef ég á að segja alveg einsog um hvað mér dettur fyrst í hug þegar minnst er á Jónas Haflgrflnsson, þá er það hún Magdalena Schram, frænka mín... Þegar hún átti sitt annað bam ákvað hún nefhilega að læra Gunnars- hólma utanað svo þjáningin við bams- burðinn yrði henni bærilegri. Magdal- ena fór síðan með ljóðið hástöfum meðan fæðingunni stóð og þetta er vafalaust ein tflþrifamesta fæðing ís- landssögunnar. Svo bætti hún auðvit- að gráu ofaná svart með því að fæða á fjórum fótum sem vægast sagt þótti ekki tilhlýðilegt í þá tíð. Þetta fannst sjálfsagt mörgum mikil svívirðing í garð Jónasar og afar óviðeigandi með- ferð á Gunnarshólma. Eiginlega skil ég ekki hvemig Magdalena fór að þessu því þegar maður fæðir bam er maður gjörsamlega útúr heiminum vegna þjáninga og áreynslu og helst að hugsa um hvemig maður getur fyr- irfarið sér - varpað sér í hafið eða eitt- hvað - til að sleppa undan þessari pín- ingu... Þetta var mikið affek. Hugs- aðu þér kjarkinn: Konan fór með Gunrtarshólma meðan hún fæddi bam á fjórum fótum. Mér hefur annars þótt ljóð Jónasar

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.