Alþýðublaðið - 25.05.1995, Síða 10
10 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 25. - 28. MAÍ1995
/■
■ I vitund þjóðarinnar er Jónas Hallgrímsson fyrst og fremst skáld. En í viðtali við Jónasarunnandann
dr. Össur Skarphéðinsson líffræðingA kemur fram að Jónas var stórefnilegur á sviði náttúruvísinda
Össur Skarphéðinsson: Það var greindarmerki hjá Jónasi að hann hætti
að læra lögfræði og vatt sér yfir í náttúrufræðina.
isgáfu. Jarðfræðingurinn frægi, Japet- var samtímamaður hans og síðar vinur
us Steenstrup, sem kom að uppeldi og samstarfsmaður í fræðunum. Ég
margra íslenskra raunvísindamanna, held þeir haft rannsakað brennistein á
Jónasar
r
„Islandslýsing
„Bókmenntaséníin hafa oft sagt,
hve mikils skáldgyðjan missti við
ótímabæran dauða Jónasar. Satt er það
að vísu. En hann var líka óvenjulegt
efni í fræðimann á sviði náttúruvísind-
anna, og ég held að þeirra missir hafi
ekki verið sístur,“ segir dr. Össur
Skarphéðinsson þegar hann er spurð-
ur um náttúrufræðinginn Jónas Hall-
grímsson. „Áður en hann dó hafði
hann eytt miklum tíma í að draga að
sér efni í íslandslýsingu, og þau fáu
fullgerðu brot sem hann skildi eftir
sýna fágæta athyglisgáfu og ótrúlega
nákvæmni. Á þeim tíma hafði hann
ferðast einna mest um landið allra ís-
lendinga, engir nema upplýsinga-
mennimir Sveinn og Bjami Pálssyn-
ir og Eggert Ólafsson varalögmaður
og mágur séra Bjöms Halldórssonar
í Sauðlauksdal, höfðu þá gert jafh víð-
reist um ísland. Þessi kynni hans af
landinu, skáldgáfan og yfirburðatök á
málinu hefðu örugglega gert fslands-
lýsingu Jónasar jafn eilífa og ljóðin.
Þeir sem lesa lýsingu hans á norður-
ljósunum þegar hann fór Grímstungu-
heiðina gráta það alla tíð að hann náði
ekki að Ijúka nema brotum af Islands-
lýsingunni.“
En var Jónas góður náttúrufrœð-
ingur?
„Hann náði tæpast að ljúka nokkru
fullu verki, og erfitt að dæma beinlínis
út frá því. En ég held að hann hafi ver-
ið afburða efni. Ritgerð hans um ís-
lensku fuglana, útselinn og athugan-
imar á blágómunni sýna að hann hafði
greiningarhæfileika og frábæra athygl-
hefði orðið klassísk"
Islandi saman. Stefán skólameistari
Stefánsson var einn þeirra sem naut
handleiðslu gamla meistarans á allra
síðustu kennsludögum hans og ætli
karlinn hafi ekki verið orðinn háaldr-
aður þá. En hann sá ástæðu til að geta
Jónasar í fyrirlestrum sínum, og Stef-
án segir að hann hafi talað um hið
fræga íslenska skáld og „den skarps-
indige, geniale naturforsker Jónas
Hallgrimsson.“ Steensfrup var krítísk-
ur. Ætli hann sé ekki sannferðugasti
dómarinn um vísindaefhið sem bjó í
Jónasi?. Ég held að það sé eiginlega
ágætiseinkunn að fá svona dóm frá
gamla Steensfrup."
Hvað skrifaði 'Jónas fleira á sviði
frceðanna?
,Jónas skrifaði líka eldfjallasögu ís-
lands, eitthvað á annað hundrað blað-
síður minnir mig, og sem í dag þykir
ffamsýnt rit á þeirra tíðar kvarða. En
auðvitað lá hún í kössum eftir dauða
Jónasar, engum til brúks, þó ekkert
jafngilt hafi verið skrifað um efnið
þangað til Þorvaldur Thoroddsen
kom fram á sviðið. Kanski hafði hann
mestan áhuga á jarðfræðinni, að
minnsta kosti hætti hann við lögfræði,
sem er marktækt greindarmerki í
sjálfu sér, og lauk prófi í jarð- og
steinafræði. Kvæðið fræga, „Fjallið
Skjaldbreiður,, er eiginlega járðfræði-
leg ritgerð í formi ljóðs, þar sem allt er
kórrétt frá jarðfræðilegu sjónarmiði.
Jónas var náttúruskáld, að minnsta
kosti fyrri part ævinnar, og allt sem
hann orti um náttúruna er rétt frá sjón-
arhóli ffæðanna. En fslendingar kunnu
ekki alveg að meta náttúruffæðinginn
Jónas. Það var tekið dauflega í um-
sóknir hans um fjárveitingar til rann-
sóknaferða. Ritgerðin hans um fugl-
ana, sem birtist í Fjölni, var upphaf-
lega flutt á Islendingafundi í Höfn,
væntanlega á full mörgum prómillum
fyrir hinn góða smekk borgaraskaps-
ins, en hún lofaði afskaplega góðu.
Hann vildi fá stuðning landa sinna til
að gefa út fúglatal íslands. Heldurðu
að það væri nú ekki hnossgæti fyrir
okkur í dag? En auðvitað var því hafn-
að. Þetta var svo löngu fyrir daga
Björns Bjarnasonar. Hann fullgerði
það aldrei."
Hvað innan náttúruvísindanna vakti
helst áhuga Jónasar?
, Jlann hafði eiginlega áhuga á öllu.
Hann sendi mönnum um allt land
skriflegar spurningar um fiska og
skrifaði íslenskt fiskatal, hann skrifaði
ritgerðir um lindýr hér við land, dag-
bækur hans voru fúllar af dýrafræði-
legum athugunum og mig minnir að
þar hafi verið að finna langan parsus
um hvali. Hann safnaði vísi að nátt-
úrugripasafni sem landinn hafði að
sjálfsögðu ekki skilning á að styrkja.
Éiginlega held ég að engin grein nátt-
úruvísindanna hafi ekki vakið hjá hon-
um forvitni, nema kanski grasafræði.
Ég man ekki eftir neinu sérstöku um
grasafræði sem hann skrifaði. Ég held
að þetta hafi allt saman verið atrennan
að Islandslýsingunni sem hann dó ffá.
Hana sýti ég alla tíð. Hún hefði orðið
vísindalegur og skáldlegur gullmoli."
■ Gunnlaugur Guðmundsson stjörnufræðingur gluggar í stjörnukort Jónasar Hallgrímssonar
Heillandi einfari og næturdýr
- segir Gunnlaugur um Jónas í Ijósi himintunglanna. *
Eins og lesendur þessa tölublaðs
hafa væntanlega komið auga á er leit-
ast við að skoða Jónas Hallgrímsson
frá öllum mögulegum og ómöguleg-
um sjónarhomum. Alþýðublaðið leit-
aði til Gunnlaugs Guðmundssonar
stjömuspekings og fékk hann til að
rýna í stjömukort Jónasar. Jónas fædd-
ist 16. nóvember 1807. Við gefum
Gunnlaugi orðið:
Hann var náttúrlega sporðdreki auk
þess að hafa eigindir úr vog, tvíbura
og bogmanni. Sporðdrekar em í grun-
neðli sínu frekir. Jónas hefur verið
dulur og stjómsamur einfari.
Kortið segir mér að í gmnninn var
Jónas lokaður einfari en aðrir þættir
benda til þess að hann hafi einnig ver-
ið félagslyndur og léttur. Jónas hefur
verið mjög líflegur í hópi vina sinna.
Svo dregur hann sig í hlé. í Sporð-
drekanum er oft einhver sjáifseyðing-
arhvöt og myrkur. Ég sé hann sem
mann sem sveiflast á milli þess að
vera gleðimaður, sem er skemmtilegur
og segir sögur, en dettur síðan í myrk-
ur, dregur sig í hlé, lokar sig af og vill
ekki tala við fólk - rífúr sig niður.
Maður með svona stjörnukort er
öfgamaður sem gengur í sveiflum. Öf-
gamar em á milli þess að vera Ijúfur,
kurteis og fágaður út í að vera jafnvel
grimmur. Þetta er maður sem hefur
gífurlega frelsisþörf. Hann þarf að
vera óháður og á erfitt með að laga sig
að hefðbundnu samfélagi. Hann er
ekki möppudýr sem nennir að vinna
ffá 9 til 5. Hann vill annað hvort fara á
fjöll eða út í nóttina.
Sporðdrekamir em mikið fyrir það
að þvælast um götumar að nóttu til.
Því ræður þessi óhefðbundni þáttur í
þeim. Jónas er samkvæmt kortinu
maður sterkra andstæðna og öfga.
Hann er ekki borgaralegur. Hann vill
frelsi og völd. Sporðdrekar em oft ró-
legir á yfirborðinu og láta sem þeir
vilji ekki ráða: „Hafðu þetta eins og
þú vilt en...“ Svo eiga þeir til að þegja
í þijá daga. Þeir sem búa með sporð-
dreka þekkja þetta; þú neyddir hann
með þér á bíó eða fórst eitthvað sem
hann ekki vildi fara. Þegar þeir eru
síðan spurðir hvort eitthvað sé að þá
segja þeir: Nei, nei. En skilaboðin
komast yfir.
Sporðdreki er valdamerki - þeir em
ráðríkir og frekir. Margir sporðdrekar
viðurkenna það hins vegar ekki og em
sér jafnvel ekki meðvitaðir um það.
En þeir vilja vissulega ráða lífi sínu.
Ef við skoðum Jónas í þessu samhengi
þá hefur honum verið illa við ef ein-
hver hefur viljað segja honum að gera
Á morgun, laugardaginn 24. maí, munu fulltrúar Reykja-
víkurborgar, Vegagerðarinnar, Skipulags ríkisins og
hönnuða sitja fyrir svörum um fyrirhugaða breikkun Vest-
urlandsvegar frá Höfðabakka að Skeiðarvogi og mat á
umhverfisáhrifum sem gert var vegna hennar. Fram-
kvæmdin felur í sér breikkun Vesturlandsvegar úr fjórum
akreinum í sex til átta akreinar með tilheyrandi breyting-
um á að- og afreinum og brúarnýbyggingum.
Kynningin fer fram í húsi Ingvars Helgasonar við Sævar-
höfða 2 og stendur milli kl. 14. og 17. Borgarbúar eru
hvattir til að mæta og fræðast um þessa framkvæmd,
sem bæta mun samgöngur milli austur- og vesturhluta
borgarinnar Reykjavíkur.
eitthvað. Þá er mjög líklegt að hann
hafi gert uppreisn: Lokað sig af, sett
viðkomandi í þagnargildi eða hrein-
lega farið. Ég mundi segja að hann
hafi verið erfiður maður.
Sá sem er með Venus í vog er alla
jafna mjög skemmtilegur ef hann svo
vill með hafa. Ef þú heldur boð og
hann- vill mæta þá getur hann heillað
alla upp úr skónum; fjörugur, sagt
skemmtilegar sögur, verið sjarmerandi
og kurteis. Og þú segir: Afhverju var
Konráð að segja að hann væri erfiður?
En þegar þú síðan vilt fá hann til að
gera eitthvað þá getur hann verið
þijóskari en allt þijóskt. Jónas hefur
verið erfiður heima fyrir og í návígi.
En út á við heillandi.
Það er bogmaður' í Jónasi, sem segir
mér að hann hafi verið bóhem. Það er
svona Hemmi Gunn í honum. Stakk
hann ekki af á fyllerí? Hann hefur not-
að þennan þátt til að brjótast út. Það er
þessi óhefðbundni þáttur í honum.
Ef við lítum nánar á stjömumerki
Jónasar þá fáum við út margbrotna
mynd: Bogmaður-bóhem, vog-lista-
maður/fagurkeri, tvíburi-tungumála-
maður/kennari/rithöfundur og þá
sporðdreki sem er í myrkrinu, stjóm-
samur og frekur. Það er sterkt í honum
að komast úr hinu daglega í myrkrið.
Sporðdrekar gera það mikið. Mörður
Árnason er Sporðdreki og ágætt
dæmi um þetta. Hann hefur gaman að
þvælast um pöbbana og hitta leður-
jakkagæjana. Jónas hefúr haft gaman
að því að þvælast um í næturlífinu,
hitta sorann og velta sér þar.
Þetta er erfið blanda. Maður sem er
með sól í sporðdreka og tungl í tví-
bura er kaldhæðinn. Jónas hefur áreið-
anlega verið beittur og fólk sem ég hef
hitt og er svona samsett er erfitt í
skapinu. Þama em andstæður. Vits-
munir í bland við tilfinningaflækjur og
þetta fer oft ekki vel saman. Tvíburinn
er vel gefinn og sporðdrekinn sér í
gegnum yfirborðsmennskuna. Setjum
sem svo að Jónasi hafi verið boðið í
samkvæmi yfirstéttarinnar. Þar em all-
ir í einhverjum siðum og snobbi en
hann sér í gegnum það og fyrirlítur. Þá
gerist hann kaldhæðinn, verður að
koma sér út og fer þá út í nóttina.
STJÖRNUKORTIÐ ÞITT
Jónas Hallgrímsson
Fæöingardagur 16. nóvember 1807
Staðaitími 12:00 GMT 12:00
Hraun Öxnadal 65°37 N 18°30 V
Sól í Spoiödreka 23° 15' 11. húsi
Tungl í Tvíbura 6° 32' 6. húsi
Rísandi í Bogmanni 1° 19' 1. húsi
Merkúr í Bogmanni 15« 33, 1. húsi
Venus í Vog 15° 47' 9. húsi
Mars í Bogmanni (O 'S 8 1. húsi
Miðhiminn í Spoiðdreka OO 0 U> 10. húsi
Júpíter í Vatnsbera 6° 25' 2. húsi
Satúmus í Sporðdreka 14° 08' 10. húsi
Uranus í Spoiðdreka 2° 07' 9. húsi
Neptúnus í Bogmanni 0° 44' 12. húsi
Plútó í Fiskum 10° 02' 2. húsi
Stjörnukort Jónasar Hallgrímssonar: Félagslyndur einfari sem átti sam-
eiginlegt með Merði Árnasyni að hafa ánægju af því að þræða refilstigu
næturinnar, segir Gunnlaugur.