Alþýðublaðið - 31.05.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 31.05.1995, Side 8
* * 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88SS22 Miövikudagur 31. maí 1995 80. tölublað - 76. árgangur x. * 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 83 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ GATT-frumvarp stjórnarflokkanna er dulbúin ofurtollaleið Innfluttir kjúklingar á 1.253 krónur Auk 30% verðtolls verður gríðarlega hár magntollur lagður á innfluttar landbúnaðarvörur. Jón Baldvin Hannibalsson segir í samtali við Sæmund Gudvinsson, að verið sé að svipta neytendur öllum væntingum um lægra matarverð í kjölfar GATT. „Vegna harðrar gagnrýni Alþýðu- flokksins þorðu stjómarliðar ekki að fara sýnilega ofurtollaleið. Þeir ákváðu að freista þess að dylja ofurtollana með því að taka upp annars vegar 30% toll á innfluttar landbúnaðarvörur og síðan inagntoll sem er gríðarlega hár í mörgum tilfellum. Með þessu móti mun kíló af innfluttum kjúklingi kosta 1.253 krónur út úr búð hér á landi. Það er verið að svipta neytendur öllum væntingum um lægra matarverð í kjöl- far GATT-samningsins,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson alþingismaður í gær í viðtali við Alþýðublaðið. Samkvæmt því sem fram hefur komið í fréttum að undanfömu um áform rfkisstjómarinnar um innflutn- ingstolla á Iandbúnaðarvörur eiga þær að verða 30 prósent dýrari en innlend- ar. Jón Baldvin sýnir hins vegar ffam á að þetta er alrangt og í fmmvarpi til laga um þetta efni sem lagt var fram á Alþingi í gær sé í raun verið að fara ofurtollaleiðina. „í fylgifrumvörpum GATT-samn- ingsins sem forsætisráðherra lagði Slædudagar listakvenna Nokkrar framtakssamar lista- konur standa fyrr Slæðudögum sem voru opnaðir síðastliðinn laugardag í listhúsinu Sneglu við Klapparstíg í Reykjavík. Á sýningunni gefur á að líta handmálaðar og silkiþrykktar slæður (engin eins) eftir sex af þeim fimmtán listakonum sem eru að- standendur Sneglu: Björk Magnús- dóttur, Ernu Guðmarsdóttur, Hrafnhildi Sigurðardóttur, Ingiríði Óðinsdóttur, Jónu Sigríði Jónsdótt- ur og Þuríði Dan Jónsdóttur. Slæðudagar standa til 16. júní og eru opnir á virkum dögum frá klukkan 12:00 til 18:00 og á laugar- dögum frá klukkan 10:00 til 14:00. Finnskættaðir viskósþræðir á Torfunni Finnska listakonan Ulla-Maja Vik- man opnar textíl- sýningu í Gallerí Úmbm á Bemhöftstorfu næstkomandi fimmtudag, 1. júní, klukkan 17:00. Verkin á sýningunni eru unnin úr viskósþráðum, sem listakonan litar í sterkum litum. í þeim má sjá minni úr náttúmnni - svosem hreyfingar strá- anna, Qaðranna og dýraháranna. Ulla-Maja er alin upp í Norður- Finnlandi í borginni Rovaniemi, en vinnur nú að list sinni í Helsinki. Hún hefur oft verið fulltrúi finnskrar textíl- listar á erlendum vettvangi og meðal merkra sýninga sem hún hefur tekið þátt í er alþjóðlegi tvíæringurinn í Lausanne árið 1992. Sama ár var hún valin textíl-listamaður ársins í Finn- landi og fékk fimmtán ára starfslaun. Síðastliðna tvo mánuði hefur Ulla- Maja Vikman dvalið í gestaíbúð Hafttarborgar í Hafnarfirði. Sýningin í Úmbm er opin þriðju- daga til sunnudaga frá klukkan 14:00 til 18:00. Hún stendurtil 21. júní. fram í bandormi reyna stjómarflokk- amir af fremsta megni að sigla undir folsku flaggi og villa um fyrir mönn- um. Margir hafa skilið ftumvarpið svo að verð á innfluttum landbúnaðaraf- urðum verði 30% hærra en innan- landsverðið, það er að segja að tollar verði um 30%. Það væm að vísu háir tollar því meðal rauntollar í íslensku tollskránni em 3,7% og hæstu tollar sem finnast em um 30%. Meira að segja mátti heyra á formanni Neyt- endasamtakanna, væntanlega áður en hann hafði náð að lesa frumvörpin, að hann héldi að hér væri um áfangasigur að ræða. Þessu fer öllu víðs fjarri," sagði Jón Baldvin. Geturþú nefnt dcemiþar um? „Þetta er best að skýra með einföldu dæmi úr tollskránni um innflutning á kjúklingum. Það er alkunna að verð- munur á kjúklingum út úr búð í ná- grannalöndunum og á íslandi er gríð- arlega mikill. Dæmi em um að kjúk- lingur fáist á innan við eitt hundrað krónur kflóið í borgum Evrópusam- bandsins en Hagkaupsverðið var ný- lega 667 krónur. Þrefalt til sexfalt verð er þess vegna ekki óalgengt. Ef eitt kfló af kjúklingi væri tollafgreitt sam- kvæmt frumvarpinu yrði smásöluverð- ið út úr búð með 14% virðisaukaskatti 1.253 krónur, eða tæplega tvöfalt Hag- kaupsverðið." Hvernig myndast þetta háa smá- söluverð? „Það gerist með þeim hætti að inn- flutningsverðið, um 100 krónur, tekur eftirfarandi breytingum: í fyrsta lagi yrði lagt á 30% verðtollur sem færir verðið upp í 130 krónur. Því næst kemur svokallaður magntollur sem er föst krónutala og er samkvæmt toll- skránni 603 krónur í þessu tilviki. Þá er verðið komið í 733 krónur til heild- sala. Síðan bætist við heildsölu- og smásöluálagning sem samkvæmt upp- lýsingum aðila er um 50%, það er að segja 366 krónur og þá er verðið kom- ið upp í 1.100 krónur. Þá er eftir 14% virðisaukaskattur sem færir verðið upp í 1.253 krónur." Er þetta heimilt samkvœmt GATT- samningnum? „Nú er það svo að hámarkstollur samkvæmt GATT getur ekki orðið hærri en 940 krónur þanriig að hér er sennilega komið upp fyrir tollbind- ingu, það er að segja upp fyrir sjálfa ofurtollana, sem er að vísu óheimilt samkvæmt GATT. Þetta dæmi sýnir hversu víðsljarri það er að hér sé um að ræða einhverja sanngjama mála- miðlun, eða það að verið sé að taka til- lit til hagsmuna neytenda. Þvert á móti. Þetta eru ofurtollar sem hafa það að markmiðið að koma í veg fyrir inn- flutning og svipta neytendur öllum væntingum um lægra matvælaverð í kjölfar GATT. Sennilega verður ekkert af slíkum innflutningi. Það sem gæti komið til greina væri innflutningur á lúxusvörum til dæmis dýrum ostum sem eingöngu væri þá á færi auðkýf- inga að kaupa. Það væri svona viðbit upp í munninn á sælkeraliði." En eiga þessir tollar ekki að lœkka jafnt og þétt? , J>eir tollflokkar sem skipta kannski mestu máli eru 2. kafli tollskrár um kjötvörur, 4. kaflinn um unnar afurðir úr mjólkurhráefrri, 7. kaflinn um græn- meti og 16. kaflinn um unnar samsett- ar kjötvörur, eða iðnaðarvörur úr land- búnaðarhráefnum. Stikkprufur sem hafa verið teknar sýna að mjög víða fer tollaálagningin upp undir eða jafhvel yfir ofurtollana. Hvergi í frumvarpinu ér að finna ákvæði um stiglækkun þessara tolla á aðlögunartímanum, sem átti að vera sex ár og 35% að meðal- tali. Það er einungis ákvæði um að lækka tollbindingamar, það er að segja hámarksheimildimar. Ef tollamir em undir þeim lækka þeir ekkert, en þó mega þeir ekki fara umffarn hámarks- heimildir." En er ekki skylduinnflutningur á vissu magni með lœgri tollum? Jón Baldvin: Þessi niðurstaða hlýtur fyrir verkalýðshreyfinguna. „Stjórnarliðar þorðu ekki vegna harðrar gagn- rýni Alþýðuflokksins og einarðs málflutnings hans í kosningabaráttunni...að fara sýnilega ofurtollaleið. Þess vegna hættu þeir á sein- ustu stundu við að lögfesta ofurtollana en ákváðu að freista þess að dylja þá í staðinn með því að taka upp samsetta tolla." „Ef fólk spyr hvort af innflutningi landbúnaðarvara geti orðið þá er það helst spuming hvað varðar þennan lág- marksmarkaðsaðgang sem er skyldu- bundin samkvæmt GATT. Hann er hins vegar aðeins í örlitlum mæh því það er einungis heimilt að flytja inn sem svarar 3% markaðshlutdeild eins og hún var á viðmiðunarárunum 1986- 88. Þetta á síðan að vaxa upp í 5%. Samkvæmt GATT samningnum átti þessi innflutningur að vera á lágum tollum. Tilgangurinn var sá að gefa neytendum forsmekk og einnig að setja á stað einhvern hvata til sam- keppni. Bandaríkin og Kanada hafa til dæmis stillt þessum tollum lágum, eða innan við 10%, en samkvæmt frum- varpinu hér skal hann vera 32% eða svipað og hæstu tollar sem nú fyrir- Vígaleg Djöflaeyjan i síðasta sinn Leikfélag Akureyrar hefur haft leik- sýninguna Djöflaeyjan rís til sýn- inga í vetur og ekkert lát verið á að- sókn. Leikhúsin eru nú óðum að hverfa í sumarhýðið sitt - leikárið er að renna skeiðið til enda - og svo er einnig hjá LA. Sýningar á Djöfla- eynni eru nú að fylla þriðja tuginn og nú er síðasta sýningarhelgi framundan. Á myndinni má sjá Sig- urþór Albert Heimisson vígalegan í hlutverki Grjóna. finnast í tollskránni. Þetta þýðir að vör- ur sem fluttar verða inn á þessum lág- marksaðgangi verða í flestum tilvikum dýrari en Hagkaupsverðið er núna. Það er hægt að finna dæmi um 13-35% umffarn Hagkaupsverð." Hvemig er gert ráð fyrir að þessu lágmarksinnflutningi verði háttað? „Aðferðin sem viðhöfð er í því máli er alveg dæmigerð fyrir framsóknar- kerfið. Svona lítið magn innflutnings kallar á tollkvóta. Hver á að úthluta tollkvótum? Samkvæmt lögum um stjórnarráðið er það auðvitað við- skiptaráðuneytið sem er ábyrgt fyrir verslun og viðskiptum. En í forræðis- deilunni er búið að færa þetta allt í hendumar á landbúnaðarkerfmu sem er búið að lýsa því yfir að það ætli sér að úthluta þessu. Og hveijum ætli þeir úthluti? Þetta er pólitískt spillingar- kerfi. Það hefði átt að leita eftir tilboð- um og fela innflutninginn lægstbjóð- anda, þannig að það væri þó einhver von til þess að lága verðið skilaði sér til neytenda." Er þetta sem sagt í raun frumvarp umofurtolla? , Já, það er það. Ég hef bara nefnt tvö dæmi en það er ótal margt annað sem að þessu er að fmna. Kjami máls- ins er þessi: Stjómarliðar þorðu ekki vegna harðrar gagnrýni Alþýðuflokks- ins og einarðs málflutnings hans í kosningabaráttunni, þar sem vakin var athygli á þessu máli og hvað væri í húfi, að fára sýnilega ofurtollaleið. Þess vegna hættu þeir á seinustu stundu við að lögfesta ofurtollana en ákváðu að freista þess að dylja þá í staðinn með því að taka upp samsetta tolla. Annars vegar 30% verðtoll en að vera alvarlegt umhugsunarefni A-mynd: E.ÓI. hins vegar magntoll sem er föst krónu- tala og í mörgum tilfellum gríðarlega hár. Það er fyrst og ffernst hann sem hleypir þessu upp og stundum upp yfir ofurtollaþakið. Þetta reyna þeir að rétt- læta með því að þama sé verið að jafha út sveiflur í innflutningsverði. Auðvit- að em sveiflur en þetta er himinhátt umfram alla ljarlægðarvemd, það er að segja flutningskostnað, tryggingar og álagningu. Þetta virðist hafa farið ffamhjá fólki.“ Hvert verðurframhald málsins? „Þetta frumvarp fer auðvitað til efnahags- og viðskiptanefndar og verður þar tekið til rækilegrar skoðun- ar. Þessi niðurstaða stjómarflokkanna hlýtur að vera alvarlegt umhugsunar- efni fyrir verkalýðshreyfinguna á ís- landi. Hún er æ ofan í æ búin að ganga til kjarasamninga á hófsömum nótum með þeim formerkjum að hún vilji leggja sitt af mörkum til að varðveita þann stöðugleika sem hún átti stóran þátt í að skapa. Að verðstöðugleikinn sé mikilvægur. Besta aðferðin til þess að tryggja aukin kaupmátt launa án þess að tefla nokkru í tvísýnu með stöðugleikann er að lækka verð á lífs- nauðsynjum. GATT-samningurinn og aðild okkar að Viðskiptastofnuninni skapaði okkur tækifæri til þess að leggja inn á þá braut. Rflcisstjómin hef- ur ákveðið að glutra því tækifæri nið- ur. Jafhvel þótt hún hefði farið að ráð- um Alþýðuflokksins, sem voru að tryggja verðjöfnun og síðan bættist við fjarlægðarvemdin, hefði innflutta var- an orðið um 30% dýrari en sú innlenda í upphafi. Þetta hefði átt að lækka á sex ámm og hefði tekið fullt tillit til hagsmuna bænda með tollvemd í upp- hafi en tekið sanngjamt tillit til hags- muna neytenda um það að þeir gætu undir lok tímabilsins nálgast lækkun í verði. Fyrir svo utan það hvað samkeppnisáhrifin hefðu orðið jákvæð bæði fyrir bændur og vinnslustöðvar, að því tilskildu að kvótakerfið hefði verið afnumið eins og Alþýðuflokkurinn leggur til,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson að lokum. ■

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.