Alþýðublaðið - 01.06.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 01.06.1995, Side 8
■ Félag áhugamanna um bókmenntir heldur vorþing sittá laugardaginn og í ár verður fjallað um módernistann Thor Vilhjálmsson „Eg erekki haldinn skúffubrjálæði eins- og svo margir bókmenntafræðingar // - segir skáldið Sigurður Pálsson, einn fyrirlesara þingsins, í vægast sagt harðsoðnu samtali við Stefán Hrafn Hagalín. Félag áhugamanna um bók- menntir heldur árlegt vorþing sitt á laugardaginn kemur í Listhúsinu í Laugardal. Félagið hefur nokkur undanfarin ár staðið fyrir málþing- um um bókmenntir á vorin og venj- an er, að einn höfundur sé tekinn til umfjöllunar hverju sinni. f fyrra var fjallað um verk Svövu Jakobsdótt- ur og nú er röðin komin að einum af samferðamönnum Svövu í mó- dernismanum, Thor Vilhjálms- syni. Alþýðublaðið sló á þráðinn til eins af fyrirlesurunum, Sigurðar Pálssonar, og ætlunin vitaskuld að forvitnast um mál mannsins og meiningar. Sigurður reyndist hins- vegar nokkuð tregur til tals, en þó tókst að draga uppúr honum orð eða tvö. Allt í góðu samt. Svona var stemmningin (les: ísland) með semingi um kaffileytið í gær... Hverju œtlarðu að Ijúga í liðið, Sigurður? „Það kemur bara í ljós á laugar- daginn." Ertu mikill Thors-aðdóandi? „Já, já - og hef lengi verið. Ég er hinsvegar ekki jafnhrifinn af öllu sem Thor Vilhjálmsson hefur skrif- að, ekki frekar en ég er jafnhrifinn af öllu hjá öðrum meisturum; til dæmis Einari Ben eða Albert Camus. Hjartfólgnast verka Thors? Ég er frekar hrifinn af heildinni, en einstökum verkum og síðan bútum og bitum úr þeim öllum. Til dæmis kom Tvtlýsi mér alltaf meira og meira á óvart og þegar upp var staðið frá lestrinum var ég mjög hrifinn. Einnig mætti í þessu sam- hengi nefna Grdmosann, Fljótt, fljótt og vitaskuld margar aðrar bækur hans.“ Telurðu það einn af betri eigin- leikum Thors, að geta komið sífellt á óvart og prakkarast í lesendum sínum? „Jú, jú. Á hinn bóginn er stíll Thors alltaf auðþekkjanlegur - meira að segja eftir aðeins tvær lín- ur. En innan þessa ramma hans má samtsem áður alltaf sjá óvæntar flugeldasýningar. Thor er ekki líkur neinum í rauninni. Og það er auðvitað það sem gerir hann Thor Vilhjálmsson. A laugardaginn kemur ætla ekki færri en ellefu fræoi- menn, rithöfundar og skáld að fjalla um Thor á árlegu vorþingi Félags áhugamanna um bókmenntir. svolítið skemmtilegan.“ Hvernig þá - er hann kannski al- veg einstakur? „Já, ég held að það megi segja það. Hann er allavega mjög, mjög sérstakur. Ég hef svosem ekkert haldið á loft þeirri maníu, að ef menn passi ekki ofaní einhverja ákveðna kommóðuskúffu þá eigi þeir að fara beint í ruslið. Ég er ekki haldinn skúffubrjálæði einsog svo margir bókmenntafræðingar." Ýmsir hafa strítt Thor á því, að hann hermi eftir Laxness... „Alltsvo í skrifum sínum?“ Mmmm... „Ég hef nú ekki tekið eftir því. Ég held að menn séu þá aðallega að tala um persónuna. Ánnars skil ég eiginlega ekki pælingar af þessu tagi.“ Geturðu ekki gefið okkur ein- hverja mynd af því sem þú œtlar að segja á laugardaginn ? „Ég er nú enn að móta fyrirlest- urinn. Þetta verða svona örfá orð um stöðu Thors og einhver tilraun til að átta sig þannig á heildarverk- inu. En þetta verður ekki hálftíma fyrirlestur einsog skilja má á dag- skránni. Ég verð ekki svo lengi. Samkvæmt því sem viðfangsefnið býður upp á verða þetta annaðhvort að vera tólf mínútur eða tólf tímar. Allt þar á milli finnst mér vera hálf- kák. Fyrirlesturinn felur í sér byrj- un á vangaveltum um heildarverk- ið.“ Og þessi yfirskrift fyrirlestursins er væntanlega vísun í ákveðinn hlut? „Að sjálfsögðu: í fyrstu bók Thors, Maðurinn er alltaf einn.“ ...og heimurinn er alltaf einn... „...já, mér finnst oft að menn gleymi byggingunni eða heildinni í bókum Thors: heildarverki hans.“ Áttu þá við gagnrýnendur? „Já, þeir horfa gjarnan einungis á þá bók sem þeir eru með í höndun- um það skiptið. Ef maður fjallar um Thor samkvæmt venjulegum að- ferðum útþynntrar skólabókabók- menntafræði þá kemur ekkert útúr því oft og tíðum.“ Líta þá í einhverjar einstakar lín- ur og... „Ef þeir gerðu það nú bara. Mál- ið er að annarsvegar gleyma menn hinu smáa og hinsvegar gleyma menn hinu stóra: eru sífellt á ein- hverju róli þar inná milli. Ég skynja texta Thors sem eina samfellu; eitt samfellt flæði. Og svona heildar- hugsun gengur náttúrlega þvert á þá skáldsögu-anekdótu sem bæði les- endur og útgefendur eru vanir: þar- sem hver einstök bók stendur sem heild. Það ber hinsvegar að líta á öll verk Thors sem eina heild eða jafnvel heilt úthaf. Menn mega afturámóti ekki gleyma að skoða dropann í úthafinu: að analýsera rækilega eina línu eða eina máls- grein eða eina síðu. í hverjum þess- ara smáu hluta býr nefnilega hug- mynd um heildarverkið, alveg ein- sog í hverjum dropa býr hugmynd allt úthafið. Þetta finnst mér oft leiða menn á villigötur. Þessvegna langar mig annaðhvort að tala í tólf mínútur eða tólf tíma. Thor er ekk- ert venjulegur og því þarf að taka hann óvenjulegum tökum. Annars kemur umfjöllunin út á svipaðan hátt og ef maður færi og keppti í hundrað metra hlaupi þegar maður ætti í raun að keppa í stangar- stökki... - eða þannig." Er bókmenntafrœðin þá í ein- hverri krísu? „Nei, nei. Ég held að undanfarin fimmtán til tuttugu ár hafi orðið gífurlegar framfarir í þessum fræð- um hér á landi. Mér finnst bók- menntafræðingar af yngri kynslóð- inni vera að gera mjög áhugaverða hluti og það sést af listanum yfir framsögumenn á þinginu, að þar eru flestir í yngri kantinum. Það sem ég er kannski meira að tala um er eitthvað sem á betur við það sem var viðtekin hefð hér á landi fyrir svona tuttuguogfimm árum.“ ■ Sigurður Pálsson: Mig langar ann- aðhvort að tala í tólf mínútur eða tólf tíma. Thor er ekkert venjulegur og því þarf að taka hann óvenju- legum tökum. Hin tilkomu- mikla dag- skrá Thors- þingsins Það eru ellefu fræðimenn, rithöfund- ar og skáld sem sjá um að velta fyrir sér og flytja erindi á laugardaginn um ýmsa þætti í höfundaverki Thors, en einnig verður leiklestur úr verkum skáldsins og almennar um- ræður. Þingið er öllum opið og að- gangseyrir er þúsundkall með kaff- inu inniföldu. Dagskrá þingsins er sem hér segir: ■ 09:00 Þingsetning ■ 09:15 Ragnhildur Richter: „Að tengja mig" (um Raddir í garðinum) ■ 09:40 Eysteinn Þorvaldsson: „Hugurinn reikar víða" (um æskuverk Thors) ■ 10:05 Kristján Jóhann Jónsson: „Afhverju var fuglinn að flýta sér" ■ 10:30 Kaffihlé ■ 10:50 Friðrik Rafnsson: „Thor og franska nýsagan" ■ 11:10 Þröstur Helgason: „Af texta ertu kominn, að texta muntu verða" (verk Thors sem texti) ■ 11:30 Sigurður Pðlsson: „Heimurinn er alltaf eirfri" (örfá orð um Thor) ■ 12:00 Hádegishlé ■ 13:30 Ástróður Eysteinsson: „í útlöndum" ■ 14:00 Silja Aðalsteinsdóttir: „í spori mannsins" (snögg sýn á Ijóð Thors) ■ 14:20 Aðalsteinn Ingólfsson: „Ut pittura poesis" ■ 14:40 Kaffihlé ■ 15:00 Leiklestur úr örverkum Thors ■ 15:30 Svala Þormóðsdóttir: „Að sætta eðlin tvenn" (kafað í Grámosinn glóir) ■ 16:00 Þorleifur Hauksson: „Um stíl Thors Vilhjálmssonar" ■ 16:20 Almennar umræður ■ 17:00 Áætluð þingslit Heitt, heitara, heitast: Erótískar píróettur ballettdansara íslenska dans- flokksins ylja landanum í kvöld á fjölum Þjóðleikhússins. A-mynd: E.ÓI. ■ Heitir dansar Islenska dansflokksins í Þjóðleik- húsinu á síðasta snúningi Endalaus erótík Nú fer hver að verða síðastur að bregða sér á Heita dansa, hina ágætu sýningu íslenska dansflokksins í Þjóðleikhúsinu. Síðasta sýningin verður í kvöld, 1. júní, klukkan 20:00. Á efnisskránni eru verkin Carmen eftir Sveinbjörgu Alexanders, Sól- ardansar eftir Lambros Lambrou, Adagietto eftir Charles Czarny og 77/ Láru eftir Per Jonsson við tónlist Hjálmars H. Ragnarssonar. Car- men er íburðarmesti ballettinn, byggður á heimsfrægri skáldsögu eft- ir Prosper Mérimée og hefur dansa- höfundurinn Sveinbjörg samið hann í klassísku flamengó-stíl. Verkið er mjög auðskilið og áhorfandinn alltaf vel með á nótunum, enda þekkja flestir vel til sögunnar sem Elín Edda Árnadóttir myndskreytir af miklu listfengi með búningum sínum. Til liðs við dansara íslenska dans- flokksins eru komnir tveir dansarar frá Joffrey-ballettnum í New York og á síðustu stundu kom jafnframt inn dansari frá Austin-balletmum í Tex- as: Gina Patterson. Gina fyllir í skarðið sem Sigrún Guðmundsdótt- ir skildi eftir sig er hún slasaðist skömmu fyrir frumsýningu. Sýning- unni hefur verið vel tekið af áhorf- endum. Hér er um fjögur verk að ræða, þannig að allir ættu að fá eitt- hvað við sitt hæfi. Þarsem ný verk- efni eru nú í sjónmáli hjá íslenska dansflokknum verður að láta staðar numið eftir sýninguna í kvöld og skulu dansunnendur því ekki bíða boðanna heldur skella sér f Þjóðleik- húsið í kvöld.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.