Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 1
Fimmtudagur 15. júní 1995 Stofnað 1919 88. tölublað - 76. árgangur ■ Einar Oddur Kristjánsson skoraði á Össur Skarphéðinsson við umræður á Alþingi að flytja með sér tillögu um aukinn afla smábáta. Össurtók áskoruninni guggnar Einar Oddur lét undan þrýstingi, gaf eftir stuðning við smábátasjómenn og flytur ekki tillöguna. Össur: Enn einu sinni tekur Einar Oddur tillitssemi við Þor- stein Pálsson framyfir holl- ustu við kjósendur. „Einar Oddur skoraði á mig við umræður í þinginu, að flytja með sér tillögu um að hækka afla krókabáta um 10 þúsund tonn. Eg tók þeirri áskorun í umræðunni. Einar brýndi mig enn frekar í fjölmiðlum. Nú hefur hann hinsvegar brostið kjark,“ sagði Össur Skarphéðinsson þingmaður Alþýðuflokksins í gær, þegar í ljós kom að Einar Oddur Kristjánsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins hafði látið undan þrýstingi Þorsteins Páls- sonar, og horfið frá því að leggja til- löguna fram. Við umræður á Alþingi á föstudag- inn kvaðst Einar Oddur vera sann- færður um að þorskstofninn þyldi ein- Einar Oddur horfir til himins eftir að hafa undirritað eiðstaf sinn sem ál- þingismaður lýðveidisins, 17. maí síðastliðinn. „Nú er komið í Ijós að fæt- ur hans eru úr gúmmíi," segir Össur Skarphéðinsson. A-mynd: E.ÓI. Einar Oddur Kristjánsson og Össur Skarphéðinsson Flytja tillögn um hærra aflamark smábáta CINAR Oddur Kristjánsson, þing- hér einhveijum 10 cða 20 þúsund ieyfismenn. Bauð hann Össi naður Sjálístæðisflokksins, og ösa- tonnunum meira eða minna við Skarphéðinssyni upp á það að flyt ir Skarphéðinsson, þingmaður Al- strendur landsins 4 þessa krðkabáU með honum tillögu um ákvseði lýðuflokksins, sammæltust um það getur ekki skipt nokkrum skðpum bráðabirgða þess efnis að næs rið aðra umræðu um fiskveiði- fyrir lífríkið,” sagði Einar Oddur 2-3 árin yrði dagafjöldi krókabá itjómarfrumvarpið á Alþingi I meðal annars. miðaður við hærra afiamark i yrrakvöld að flytja breytingarlil- Sagði hann nær fyrir þingheim kveðið væri á um í lögunum. Sag ögu við þriðju umræðu um fnim- að hafa áhyggjur af þeirri sóun sem hann að cf slik breyting yrði sar rarpið þar sem lyft er þvl þorskafla- ætU sér stað við strendur landains þykkt myndi það hafa miklu me lámarki smábáU sem kveðiö er á mcð brottkasU fisks vegna rangra áhrif á afkomu krókaleyfisbá im I frumvarpinu, en það er 21.500 stjómarháUa heldur en þó 10-20 heldur en ef regtum um sókn sm onn. þúsund tonnum meiri afli bærist á báU yrði breytt úr banndagakei I umræðunni kom fram að þing- land og skapaði þar með aukna yf,r ( róðrardagakerfi. nennimir eni sammála um að það atvinnu og betri efnahag. össur fagnaöi þvi að Einar Od nuni ekki hafa nein áhrif á stærð Einar Oddur sagði að aðalvanda- Ur hefði lýst þvi yfir að hann myn Frétt úr sunnudagsblaði Morgun- blaðsins þarsem sagt var ítarlega frá fyrirhugaðri tillögu Össurar og Einars Odds. hveija viðbótarveiði. Hann sagði: „Ég hef margsinnis lýst því á undanfömum vikum, mánuðum og árum, að ég hef fyrir því mikla sannfæringu, að hvort það em veidd hér einhveijum 10 eða 20 þúsund tonnum meira eða minna við strendur landsins getur ekki skipt nokkmm sköpum fyrir lífríkið.“ I framhaldi af þessu gerði Einar Oddur vanda krókabáta að umræðu- efni og bauð Öss- uri Skarphéðins- syni að flytja með honum tillögu um ákvæði til bráða- birgða, þess efnis að næstu tvö til þrjú árin yrði dagafjöldi króka- báta miðaður við hærra aflamark en kveðið væri á um í lögunum. Össur tók áskomn Einars Odds þegar í stað, og kvaðst tilbúinn að flytja með honum tillögu um að hækka aflamarkið um 10 þúsund tonn. Heimildir Alþýðublaðsins herma að í kjölfar yfirlýsinga Einars Odds hafi hann verið „tekinn á teppið hjá flokks- forystunni", einsog þingmaður Sjálf- stæðisflokksins orðaði það. Um þetta sagði Össur: „Það hefur komið í ljós að fætur Einars Odds em úr gúmmíi. Hann hefur enn éinu sinni tekið tillitssemi við sjávarútvegsráð- herrann framyfir hollustu sína við kjósendur. Hann hefur guggnað.“ ■ Ahrif nýju GATT-laganna Gunnar Þór: GATT-samningurinn hefur snúist upp í andhverfu sína. A-mynd: E.ÓI. grænmeti í þeim tollflokkum sem geta fengið á sig ofurtolla var 5.152 tonn árið 1994 en tollkvótar samkvæmt frum- varpinu eru 2.364 tonn. Gunnar Þór sagði að miðað við núverandi neyslu mætti búast við að tollkvótarnir yrðu uppurnir á fjórum mánuðum og þá tækju ofurtoOamir við. Sem dæmi um þær hækkanir sem þetta hefur í för með sér má nefna að fyrir gildistöku laganna var innflutn- ingsverð á blaðlauk 83 krónur en verður nú 310 krónur á kfló. Innflutningsverð á blómkáli var 74 krónur en hækkar með nýju ofurtollunum í 250 krónur. Inn- flutningsverð á sveppum var 330 krónur en hækkar í 730 krón- ur. Innflutningsverð á kínakáli var 148 krónur en verður 354 krónur. „Samkvæmt lögun- um getur landbúnaðar- ráðherra hins vegar nýtt heimild sem hann hefur til að auka við tollkvótana. Hann hef- ur það alveg í hendi sér hvort hann gerir það og þá hve mikið og á hvaða tollum. Okkur finnst ótækt að flytja svona mikið vald til landbúnaðarráðherra. Það er ljóst að tollkvót- arnir klárast snemma á hverju ári og hefðu verið búnir í apríl á þessu ári miðað við lögin. Það sem eftir væri ársins væri það því alveg á hendi ráð- herra hvort leyft væri að flytja inn meira grænmeti nema á ofur- tollum. Ég hef ástæðu til að ætla að landbún- aðarráðherra muni stýra þessu með tilliti til hagsmuna garðyrkjubænda en ekki neytenda. Þessi GATT-samningur hefur snúist upp í andhverfu sína,“ sagði Gunnar Þór. Hann sagði það fráleitt að miða toll- kvóta á innflutt grænmeti við árin 1986- 88. Síðan hefði orðið bylting á neyslu- venjum þjóðarinnar á þann veg að mun meira væri neytt af hollri fæðu eins og fersku grænmeti. Það hefði því verið nær að láta tollkvóta sem skylt er að leyfa innflutning á miðast við innflutn- inginn eins og hann var í fyrra. Með nýju lögunum yrði það ekki á færi nema hátekjufólks að kaupa grænmeti stóran hluta ársins. - Siá ítarlega umfjöllun um GATT-afgreiðslu ríkisstiórnarinnar á miðopnu. Þessi GATT-samningur hefur snúist upp í andhverfu sína. Vegna úreltra viðmiðunar- ákvæða mun verð á innfluttu grænmeti þrefaldast, segir Gunnar Þór Gíslason fram- kvæmdastjóri Mata. „Magnið í tollkvótum nýju GATT laganna er miðað við innflutning á grænmeti eins og hann var 1986-88 en það er miklu minni innflutningur en verið hefur síðustu ár. Þegar þessir toli- kvótar eru búnir leggjast á ofurtollar sem leiða til þess að innflutningsverð á grænmeti þrefaldast frá því sem nú er,“ sagði Gunnar Þór Gíslason, fram- kvæmdastjóri Mata, í samtali við Al- þýðitblaðið. Mata flytur inn grænmeti og ávexti og þar á bæ segja menn að með nýju GATT lögunum sem samþykkt voru í fynadag sé verið að gjörbreyta neyslu- mynstri íslenskra fjölskyldna á græn- meti. Það virðist hafa gleymst að gjör- bylting hefur orðið á neysluvenjum þjóðarinnar. Gunnar Þór tók sem dæmi að innflutningur á sveppum var tíu sinn- um meiri í fyrra en tollkvótamir hljóða upp á og innflutningur á papriku var tvöfaldur tollkvótinn. Innflutningur á ■ Upplausn í bæjarstjórn Hafnarfjarðar Meirihlutinn þríklofinn Verður nýr meirihluti myndaður á vinabæjarmóti í Noregi? Enn ríkir fullkomin óvissa um myndun nýs meirihluta í bæjarstjóm Hafnarfjarðar. Samkvæmt heimildum Alþýðublaðsins vill forysta Sjálfstæð- isflokksins í bænuni láta sverfa til stáls og ýta Jóhanni Gunnari Berg- þórssyni og fylgismönnum hans út í kuldann. Flestir bæjarfulltrúamir flugu til Noregs í morgun til að vera á nor- rænu vinabæjarmóti í Bærum. Gár- ungarnir segja að nýr meirihluti í Hafnarfirði verði myndaður í Noregi fyrir helgi. Sjálfstæðismenn í Hafnarfirði komu saman til fundar í gærkvöldi til að ræða stöðu mála eftir að meirihlutinn er í raun sprunginn. Af samtölum blaðsins við sjálfstæðismenn í Hafnar- firði fyrir fundinn má ráða að í þeim herbúðum em uppi sterkar raddir um að setja bæjarfulltrúana Jóhann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson út f kuldann ásamt Magnúsi Kjartanssyni vara- bæjarfulltrúa. Þeir séu búnir að vera til vandræða frá síðustu kosningum. Þre- menningarnir eru hins vegar taldir eiga sterkt fylgi að baki sér sem mun ekki taka því þegjandi ef hróflað verð- ur við þeim. „Þetta stefnir allt í það að hinn kjömi meirihluti í bæjarstjórn sé að klofna í þrennt. f einum hópnum eru bæjarfulltrúar Alþýðubandalagsins, Magnús Jón Árnason og Lúðvík Geirsson. Sjálfstæðismenn skiptast síðan í tvo hópa. í öðrum eru bæjar- fulltrúamir Magnús Gunnarsson og Valgerður Sigurðardóttir Mathie- sen en í hinum bæjarfulltrúarnir Jó- hann Gunnar Bergþórsson og Ellert Borgar Þorvaldsson. Hinum megin borðs sitja svo kratamir og það verður þeirra að velja sér menn í nýjan meiri- Alþýðubandalagsmaðurinn Magn- ús Jón Árnason á fundi bæjar- stjórnar skömmu áður en meiri- hluti bæjarstjórnarmanna fór til vinabæjarmóts í Noregi. - Senni- legt þykir að hann hafi þarna verið að rétta upp hönd i síðustu at- kvæðagreiðslu sinni sem bæjar- stjóri. A-mynd: E.ÓI. hluta,“ sagði sjálfstæðismaður f Hafn- arfirði í samtali við blaðið. Hann bjóst ekki við að nýr meirihluti yrði mynd- aður fyrr en í næstu viku. Ekki tókst að ná tali af bæjarfulltrú- um Alþýðuflokksins en samkvæmt heimildum blaðsins munu þeir ætla að láta sjálfstæðismenn útkljá sín deilu- mál áður en þeir fara að kanna mynd- un meirihluta.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.