Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 15. JÚNl' 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n Hvað er þetta jafnrétti sem allir eru að tala unfi7\ < X / „Þar sem ég er einn af þessu skrýtnu karifugl- um sem hef vaiið mér það að vinna í kvenna- stétt heyri ég mikið rabbað og rætt um jafn- réttismál í kringum mig. Líf mitt er því stund- um eins og endalaus mannfræðirannsókn þar sem ég hef blandað mér í hóp þeirra sem ég tilheyri ekki og skoða mig um í reynsluheimi kvenna - og þvílík paradís!" Þar sem ég er einn af þessu skrýtnu karlfuglum sem hef valið mér það að vinna í kvennastétt heyri ég mikið rabbað og rætt um jafnréttismál í kringum mig. Líf mitt er því stundum eins og endalaus mannffæðirannsókn þar sem ég hef blandað mér í hóp þeirra sem ég tilheyri ekki og skoða Pallborðið ri Hreinn if ;1 Hreinsson | skrifar mig um í reynsluheimi kvenna - og þvilík paradís! I þessum heimi er hægt að ræða opinskátt um tilfmningar sín- ar og væntingar til h'fsins á heiðarleg- an hátt og engum dettur í hug að nota það gegn manni. Þetta er heimur þar sem áherslan er frekar á þau gildi að efla og þroska sinn innri mann sem er auðvitað öllum nauðsynlegt. En þessi heimur er lítils metinn úti í karla- menguðu þjóðfélaginu og ætlast er til þess að konur haldi honum helst útaf fyrir sig í saumaklúbbum, kaffileik- húsum og síðast en ekki síst á kaffi- stofunum á láglaunavinnustöðunum. I mínum huga snýst jafnrétti í fyrsta, öðru og þriðja lagi um viðhorf okkar til lífsins. Þegar fólk er spurt hvað því finnist mest virði í lífinu bendir það oftar en ekki á bömin sín og fjölskylduna og segir að það séu gimsteinar lífs síns. Samt er það nú svo að þær stéttir sem sjá um viðhald þessara gimsteina eru láglaunaðar kvennastéttir. Það eru kennaramir sem mennta bömin og leikskólakennaram- ir sem passa þau fyrstu árin. Það er fólkið sem vinnur á spítölum og hjúkrar gimsteinunum þegar þeir verða veikir - eða gamlir. Og það er- um við í hjálparstéttunum sem reyn- um að lagfæra gimsteinana þegar eitt- hvað er í ólagi. Þeir sem vinna við að teikna, hanna og byggja húsin okkar og vegina sem við keyrum á eru með miklu hærri laun enda mest karlar. Almenna regl- an er líka sú að þeir sem vinna með fólk em konur en þeir sem vinna með dauða hluti em karlar. Hver ákvað að þetta ætti að vera svona og af hvetju? Margir hafa svarað þessari spum- ingu þannig að þeir sem höndla mikla fjármuni í starfi beri meiri ábyrgð og eigi þess vegna að hafa hærri laun. Það felist mikil ábyrgð í því að leggja veg rétt og hanna hús rétt því ef mis- tök verða kosta þau mikla peninga. Þetta er alveg rétt og víst kostar það peninga að gera við hús og vegi og mikil ábyrgð á herðum þeirra sem vinna þessi störf. En er þetta ekki ósanngjörn túlkun á hugtakinu ábyrgð? Bera þeir sem vinna að upp- eldi og menntun barna okkar ekki mikla ábyrgð? Er þetta ekki fólkið sem er að hanna og byggja framtíð barnanna þannig að þau geti orðið sterkir einstaklingar sem em færir um að takast á við hina flóknu veröld fúll- orðna fólksins. Skiptir það okkur ef til vill engu máli hvemig þetta starf er innt af hendi? Auðvitað skiptir þetta máli en samt er það svo að laun þessa fólks hrökkva varla til framfærslu frá degi til dags. Og fólk á ekki fyrir daglegum nauð- synjum, líður illa og það á erfitt með að festa hugann við vinnu, eða er yfir sig þreytt af því að vinna sextán tíma á dag. Með þessu er verið að sýna þess- um stéttum takmarkalausa óvirðingu og þama emm við að ganga gegn eig- in viðhorfum. En er það virkilega svo að við séum að ganga gegn okkar eigin viðhorfum, eingöngu til þess að við karlamir get- um haldið völdum aðeins lengur? Kannski það. Vaxtarbroddur hvers þjóðfélags hiýtur að liggja í uppbyggingu þeirrar kynslóðar sem er að vaxa úr grasi hverju sinni. Menntun og uppeldi þessarar kynslóðar er því forsenda fyr- ir því að þjóðfélagið geti þróast í takt við umheiminn. Með því að reka launapólitík á þennan hátt er ekki ein- ungis verið að brjóta á rétti kvenna. Það er verið að brjóta á rétti þeirra bama sem tilheyra næstu kynslóð og eiga rétt á að fá góð uppeldisskilyrði og menntun. Það er dýrt að sinna þessum hlutum ekki betur því þetta kemur bara í hausinn á okkur aftur hvort sem við emm konur eða karlar. Jafnrétti er því hagur okkar allra og alls ekkert einkamál kvenna. Höfundur er félagsráðgjafi og jafnaðarmaður. alsverð upplausn ríkir í röðum stjórnarliða vegna sjávarútvegsfrumvarps Þor- steins Pálssonar. Framsókn- armennirnir af Reykjanesi, Siv Friðleifsdóttir og Hjólmar Árnason, hafa þótt taka svo stórt uppí sig, að verði ekki komið til móts við sjónarmið þeirra, mun pólitísk ímynd beggja laskast verulega. Sem nýir þingmenn mega þau illa við slíku áfalli. Vestfirsku sjálf- stæðismennirnir, Einar Odd- ur Kristjánsson og Einar K. Guðfinnsson eru i svipuðum sporum. Nokkrir af stjórnarlið- um sögðust við 2. umræðu því aðeins greiða frumvarpinu atkvæði við lokaafgreiðslu, að komið yrði til móts við óskir trillukarla. En flestir búast við að þeir verði að éta ofan í sig stóryrðin, einsog löngum áð- ur... Alltaf eykst úrvalið á mynd- bandamarkaðinum. Nú er komið til sölu hér á landi myndband með messu Jó- hannesar Páls II páfa. í Kaþ- ólska kirkjubladinu kemur fram að skeytt er saman brot- um úr messum páfa í Argent- ínu, Ástralíu, Kanada, Chile, Spáni, Frakklandi, Póllandi og Filippseyjum auk messu úr Péturskirkju. Skeytingin er hinsvegar þannig gerð að messan rofnar aldrei, þótt skipt sé um svið og söng. Myndbandið var gert í Eng- landi en Skífan hf. flytur það inn. Áhugamenn um páfa- messur geta nálgast það í Kaþólsku bókabúðinni, Há- vallagötu 16... / Islenskir glæpamenn gera nú hvað þeirtil koma starfsemi sinni betur í takt við tækniald- arnið nútímans, enda hafa þeir löngum þótt standa langt að baki starfsbræðrum sínum á erlendri grundu í þeim efn- um. Dæmi um þessa viðleitni er þjófnaðurinn á hörðu drifi Þráins Bertelssonar og milli- ganga umboðsmanns svo hann fengi það keypt tilbaka frá ræningjunum. Slikt hafði framað þeim tíma mestmegn- is verið óþekkt hér á landi. Al- þýdubladiö hafði síðan spurn- ir af þjófnaði í þessum stíl úr hátæknivæddu kvikmyndafyr- irtæki einu hér í borg og þar voru tæknibandíttar enn á ferð. Kapparnir stálu öllu steini léttara og toppuðu svo sjálfa sig með því að opna kvikmyndatölvu sem á staðn- um var og stela þaðan tölvu- kubb sem mun kosta í kring- um 300 þúsund krónur. Næsta óþarft er að taka fram að til svona verknaðar þarf umtalsverða tæknikunnáttu. Undrun eiganda fyrirtækisins var víst ekki mikil þegar „um- boðsmaður" setti sig í sam- band við hann og bauð hon- um innvolsið til kaups fyrir gangverð: þriðjung upphaf- legs kostnaðar. Að öðrum kosti myndu þeir eyðileggja dótið. Samningaumleitanir og prútt leiddu þýfið aftur á vit eigandans fyrirtuttugu þús- und krónur. „Næs træ," varð einhverjum hérá ritstjórn blaðsins að orði þegar hann heyrði söguna... h i n u m e g i n "FarSide" eftir Gary Larson. :© 1933 farWorla, IncÆstributed t —T— Utiivérul f rifi'SýndiciW Þá sjaldan sem Háskólabió heldur sýningar á náttúrulífs- myndum fyrir kólibrífugla verður að hraða mjög mikið á myndinni svo þeir geti fylgst með - að sjálfsögðu... Jóna Yngvadóttir, at- vinnulaus: Já. Mér finnst verkföll orðin fáránleg og gengin sér til húðar. Birkir Björnsson, banka- maður: Nei. Þau skila oft góðum árangri - til dæmis hjá okkur bankamönnum. Guðríður Hallmarsdóttir, hjúkrunarfræðingur: Nei. Allavega ekki ef þau eru nauð- synleg. Birna Júlíusdóttir, borgari: Verkföll eru að minnsta kosti hætt að virka og verkalýðsfé- lögin hafa misnotað þau. Hulda Hrafnsdóttir, hús- móðir: Nei, alls ekki. Það sést til að mynda á árangri verkfalla kennara. m e n n Menn þurfa að vera líkamlega í toppformi. Dick Clegg, fyrirliöi breska fiskveiöilandsliösins, um ástæöuna fyrir því að hann skipaði liös- mönnum sínum aö stunda einlífi á meöan heimsmeistarakeppnin í dorgveiöi fer fram. Newsweek í gær. Ég var búin að vera með krabba- mein í brjósti og hafði látið taka af mér annað brjóstið ... Ég lét græða á mig nýtt brjóst og þá fannst sam- býlismanni mínum ég vera kyn- fcrðislega fráhrindandi. Ég veit ekki um neina aðra ástæðu fyrir því að hann kastaði okkur út Vilhelmína Ragnarsdóttir sem hefur undanfarn- ar vikur sofiö í jeppa víösvegar um höfubborg- arsvæöiö ásamt níu ára syni sínum sagöi farir sínar ekki sléttar í DV gærdagsins. 900 ára innflutningsbann varðveitti þetta einstæða hrossakyn. Fyrirsögn Tímans í gær þarsem fjallaö var um grein China Daily um Sigurbjörn Bárðarson reiömann og íslenska hestinn hans. Landgræðslustjóri þykist ekki bera ábyrgð á landeyðingu mývetnskra bænda, þar sem þeir hafi enn einu sinni hunsað opinberar reglur um rekstur sauðfjár á afrétt Hann sleppur ekki svona ódýrt, því að honum er heimiit að láta stöðva gróðureyðinguna með valdboði... Landgræðslunni hefur alltof lengi tekist að skjóta sér undan ábyrgð og halda uppi falskri ímynd, þótt hún haldi vemdarhendi yfir ólög- legri gróðureyðingu. DV-ritstjórinn Jónas Kristjánsson var meö vandlætingarpennann sinn velbrýnda á lofti í leiöara gærdagsins. Eyðileggingin í Okla- hóma - ein af ótal mörg- um fréttamyndum sem gefur á að líta é Trib.com: Internet dag- blaðinu. Vefararnir ■Langbesta fréttaþjónustan á Net- inu er Trib.com: The Internet Newspaper eða Internet dagblað- /'ð. (Eini raunverulegi keppinautur þess er The Electronic Telegraph sem rekið er af dagblaðinu Daily Telegraph, en það geymir að a ð e i n s fréttir gær- dagsins.) I n te r n e t dagblaðið er hins- vegar upp- fært mörg- um sinn- um á dag og það á m j ö g hraðvirkan hátt. Skipulagið á fréttaþjónustu Internet dagblaðsins er í formi dagblaðs - með efnisfiokkum um allt á milli himins og jarðar: for- síðufréttir hvaðanæva að úr heim- inum, aðrar fréttir, (þróttir, ferða- lög, veðrið, viðskiptalíf, menning, verslun og svo framvegis. Meðal efnis eru ennfremur fréttir frá bæði Reuters og AP - CNN leggur sömuleiðis sitt af mörkum. Frétta- þyrstir ættu ekki að hika eitt andar- tak: http://www.trib.com/ ■Barir um gjörvalla heimskringl- una nýta sér þá víðtæku þjónustu- möguleika sem Netið býður uppá. Pöbba-heimasíða Dyflinni er ein af þeim fróðlegri (htt://ww w.dsg.cs. tcd. ie/dsg_people /czimmermUpubs.html) og þetta munu vera tveir af heitustu stöðunúm í borginni: þotuliðið og tískupakkið fer á Kitchen (Eldhús- ið) sem hljómsveitin U2 rekur, en það er víst vissara að þekkja ein- hvern við dyrnar; ungar hjúkrunar- konurfara síðan á Garda Club í leit að ungum lögreglumönnum - sem óvart reka staðinn... TAKETHATl veröld ísaks Sandkom em mótuð af hreyfingum vindsins sem veldur svarfi þeirra með því að feykja sandkomum utaní hvort annað og hindranir sem verða í vegin- um. Þegar sandkomin hafa síðan loksins náð nær fullkominni kúlulög- un geta þau haldið því formi án frek- ari breytinga um milljónir og aftur milljónir ára. Ljóðrænt, þetta með eilífðina - ekki satt... Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.