Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐID s FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 3 ■ Hvað eiga þunglyndissjúklingurinn Elizabeth Wurtzel (28 ára höfundur „Prozac Nation"), ofurtöffarinn Lori Petty (30 ára aðaiieikkona „Tank Giri") og franska klámmyndadrottningin Tabatha Cash (21 ársfjölmiðlastjarna) sameiginlegt? Jú, þær eru LAAAAAAANGFLOTTASTAR einsog Stefán Hrafn Hagalín uppgötvaði sértil mikillar ánægju þegar hann las ungherratímaritið „GQ" fyrir skemmstu. Stefán Hrafn hefur verið hugfanginn æ síðan og til að losa sig undan álögunum - og þarsem hann er harðgiftur- kemur hann upplifun sinni hér yfir á lesendur Alþýðublaðsins. E-hemm... ■ Bandaríski töffarinn Lori Petty fer með aðalhlutverkið í kvikmyndinni Tank Girl (Skriðdrekastelpunni) er gerist árið 2033 og fjallar um kjarnakvendi sem tekur að sér að bjarga heiminum frá glötun. Með önnur hlutverk fara til dæmis poppgyðjan Björk og ræflarokkarinn Iggy Pop Loren Petty „Faðir minn var farandprestur að hætti Fívíta- sunnusöfnuðar- ins þannig að és eyddi mestallri minni barnæsku í að ferðast um og b jarga fólki frá þeim leið- inda örlögum að fara til hel- vítis. Loksins fluttist ég til Los Angeles og gerðist glæsileg kvikmynda- stjama. í alvör- unni.“ Tank Girl (Skriðdrekastelpan?) nýt- ur sín einna best á harkalegum fyller- íum, þarsem hún alls ófeimin lætur til sín taka með ólátum, almennum belg- ingshætti og syrpukenndum samförum í hamfarastíl. Stúlkan atama var upphaflega hugs- uð upp og sköpuð á því herrans ári 1988 af tveimur teiknurum frá Sussex í Bretlandi, þeim Jamie Hewlett og Alan Martin, fyrir breska neðanjarð- artímaritið Deadline. Lori Petty er bandaríska kvik- myndastjaman sem valdist til að fylla uppí svört hermannastígvélin í Holly- wood-kvikmyndinni Tank Girl sem kostaði í kringum 1,3 milljarða króna að fr amleiða og verður ffumsýnd í Bretlandi á morgun, föstudaginn 16. júní. „Eg ek ekki um á skriðdreka,“ út- skýrir Petty sem tekur þó „stórt og svart Detroit-stál“ framyfir hina þýsku Panzera og japansktættað tin. Svo framhleypin að öll vopn em úr hönd- um manns slegin, en samtsem áður al- vömgefm á köflum og yfirhöfuð heill- andi kona, er Petty varla nýtt andlit í Draumaverksmiðjunni í Kalifomíu. Hún er sennilega hvað þekktust fyrir kvikmyndina sem hún lék ekki í. Hverju sem því líður að Petty hefur deilt hvíta tjaldinu með mönnum á borð við Keanu Reeves í Point Break og konum einsog Geenu Davis í A League ofTheir Own þá náði þessi þrítuga sakleysisstúlka nefnilega ekki að komast í fyrirsagnir kvikmyndaum- fjallana fyrr en árið 1993 þegar hún var snaggaralega rekin af tökustað Demolition Mun og skipt út fyrir Söndru Bullock. „Þetta var tómt mgl, liðin tíð og ég er fegin að þetta er að baki,“ segir Petty og um heiftarleg riffildi sín óg slagsmál við ofurstjömuna Sylvester Stallone segir hún: „Við skulum bara kenna listrænum ágreiningi um allt- saman.“ Hversu kaldhæðnislega sem það kann nú að hljóma, þá var það einmitt listrænn ágreiningur sem varð þess valdandi að Lori Petty var hreppti að- alhlutverkið í Tank Girl á elleftu stundu fyrir tökur - hennar langbita- stæðasta hlutverk til þess dags - þegar Emily Lloyd dró sig tilbaka frá mynd- inni. ,Jfvað mig snerti var þetta hrein- lega frábært tækifæri," segir Petty. „Nú loksins fer ég með aðalhlutverk - nokkuð sem ég hef aldrei áður gert.“ Petty er mögnuð manneskja til að hitta í eigin persónu. Samræður við hana fara fram í gegnum hnausþykka þoku orsakaða af smávindlum sem hún keðjureykir og hún dreifir um sig sérkennilegri blöndu af suðrænni gest- risni, mannalátum New York-búa, hreinskilni Mið-vesturríkjanna og rök- hendum kalifomískra nýaldarsinna. „í raun og veru er ég samt blóma- bam að upplagi," spaugar Petty rétt áður en hún fer að segja okkur frá kostum eldflaugabrjósta Tank Girl og verkfræðihönnuninni sem liggur að baki Speedo flugskeyta-brjóstahaldar- anum er hún klæðist. Lori Petty kallar lífshlaup sitt „langa og hundleiðinlega sögu“ en segir okkur engu að síður undan og of- anaf því á sinn einstaklega töfrandi hátt. „Ég er fædd í Chattanooga,“ seg- ir hún andstutt. „Faðir minn var far- andprestur að hætti Hvítasunnusöfn- uðarins þannig að ég eyddi mestallri minni bamæsku í að ferðast um og bjarga fólki frá þeim leiðinda örlögum að fara til helvítis. Foreldrar mínir skildu síðan og ég fluttist til Iowa. Einnig hef ég búið í Illinois, Nebraska og seinna í New York þarsem ég spreytti mig á þjónustustörfum og gælum við leiklistargyðjuna. Loksins fluttist ég til Los Angeles og gerðist glæsileg kvikmyndastjama. í alvör- unni... þetta var svona einfalt." Kvikmyndin Tank Girl - sem skart- ar meðal annars af Björk okkar Guð- mundsdóttur, Malcolm McDoweii og rokkgoðinu Iggy Pop í ýmsum hlutverkum - gerist árið 2033 þegar vatn er orðið að langsamlega dýrmæt- ustu og eftirsóttustu auðlind jarðar. Persóna Tank Girl - ásamt rapparan- um Ice-T (í hlutverki stökkbreyttrar kengúm!) - verður að takast á og beij- ast hatrammlega við Vatns- & orku- framleiðslufyrirtækið til að bjarga ver- öldinni frá glötun. Helstu erfiðleikamir sem kvik- myndin Tank Girl þarf að yfirstíga er að dansa línudans milli þess hyldýpis sem aðskilur framúrstefnulegan bak- gmnn söguhetjunnar og þeirra skuld- bindinga sem fokdýr Hollywood- framleiðsla tekur sjálfkrafa á sig. „Vitaskuld verður sagan öll hollývúdd-serað,“ segir Petty. „Auð- vitað mun hún taka miklum breyting- um í kvikmyndagerðinni. En það sama gerist í hvert einasta skipti þegar vinsæl saga er færð í kvikinyndabún- ing: það er allsendis ómögulegt að gera hvetja einustu manneskju ham- ingjusama og sátta við kvikmyndir sem þessar. En sú staðreynd mun þó aldrei hindra framleiðendur við að gera sitt ýtrasta til að ná því marki. Þeir em til að mynda búnir að vera velta fyrir sér Tank Girl-fatalínu, Tank Girl-safnarakortum, Tank Girl-brúð- um, Tank Girl-undirfötum - bara að nefna það og þeir hafa þegar hugsað fyrir því,“ segir Lori Petty glottandi og yppir öxlum áður en hún kveikir sér yfirþyrmandi töffaraleg í síðasta smá- vindlinum. „Það eina sem ég veit með vissu er að í þessari mynd fékk ég að gera fullt af hlutum sem ég er fullkomlega sann- færð um að ég fái aldrei aftur að gera í nokkurri mynd - svo lengi sem ég lifi. Eg elskaði það að fá að fara með hlut- verk þessarar konu... Og það þrátt fyrir að ég hafi enn kannski ekki lært að aka skriðdreka. En ég held að ég líti helvíti vel út sitjandi uppi á hon- um: bang! bang! bang!“ ■ ■ Bandaríska skáldkonan Elizabeth Wurtzel sendi nýlega frá sér bókina Prozac Nation... sem auglýst er á fyrirsjáanlegan hátt: „Ellefu ára var hún full af væntingum... tvítug var hún full af Prozac". Pabbi vildi ekki borga fyrir sálfræðimeðferð og mamma var repúblikani. Þetta er hennar saga ,JEllefu ára var hún full af vænting- um... tvítug var hún full af Prozac,“ segir í auglýsingu fyrir skáldsögu Elizabeth Wurtzel: Prozac Nation... Young and Depressed in America (Prozac þjóð - ung og þunglynd í Bandaríkjunum). -Inná milli hlustaði hún á örvænt- ingarfulla tónlist Patti Smith; -skar í fótleggi sína með rakvéla- blöðum; („Það var svo miklu meira fullnægj- andi að fara sjálf illa með líkamann frekar en að þurfa reiða sig á moskít- óflugur og göngutúra innanum þymi- mnna til verksins“); -tók inn of stóra lyfjaskammta; („Fjandinn hafi það ef þau myndu ekki læra sína lexíu þegar ég yfirgæfi þau... teygð útá sjúkrabörur í sjúkra- bíl á fleygiferð á slysavarðstofuna"); -og eyddi yfirhöfuð alltof miklum tíma í hugsanir um þjáningar, dauða og sorg. Jafnvel eftir að hún fór að taka inn þunglyndislyfið Prozac á seinnihluta síðasta áratugar - einn af fyrstu Bandaríkjamönnunum til að feta þá leið - gat Wurtzel enn ráðið öllu um athygli vina sinna með því að halda þeim „gagnteknum af heilögum hryll- ingi í nokkrar klukkustundir á meðan ég sat þama með ávaxtahmf grafinn í úlnliðnum." Elizabeth Wurtzel á sína góðu daga og sína slæmu daga - einsog við öll. Þessi 28 ára New York-búi kennir slæmu uppeldi um allt heila klabbið. Hún var tveggja ára þegar foreldrar hennar skildu og hófú margra ára lát- laust rifrildi sem mestmegnis snerist um hver ætti að greiða kostnaðinn sem var samfara bamauppeldinu. Heimsóknir föður hennar höfðu lam- andi áhrif á æskuárin þarsem hún gerði lítt annað en að glápa á sjón- varpið meðan kappinn hraut í sófan- um. Síðan - þegar Elizabeth Wurtzel var fjórtán ára - hvarf faðir hennar að mestu leyti útúr lífi hennar. Pabbi vildi ekki borga fyrir meðferð hjá sálfræðingi og mamma var repú- blikani. Engin þessara dapurlegu staðreynda náði þó að hindra að hún gengi menntaveginn útá enda í Harvard-há- skóla hvar hún bjó í, jarðarfararíbúð jafn dimm og skuggaleg á hádegi og Elizabeth Wurtzel. „Inná milli hlustaði hún á örvæntingar- fulla tónlist; skar í fótleggi sína með rak- vélablöðum; og eyddi yfirhöfuð alltof miklum tíma í hugsanir um þjáningar, dauða og sorg. Wurtzel segir ánægjuleg á svipinn: Ég gæti eiginlega ekki verið hamingjusamari ídag!“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.