Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 15.06.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 15. JÚNÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 um miðnættið... fullkomin hýbýli fyr- ir taugaáfall"; eða hvaðþá að hún hik- aði við að hripa hugsanir sínar niður á blað sem hún hlaut síðar verðlaun fyr- ir sem besti háskólablaðamaður ársins hjá Rolling Stone og var farin að gagnrýna tónhst fýrir New Yorker að- eins 25 ára að aldri. Prozac Nation eftir Wurtzel hefúr beint kastljósinu að dysthymiu (óyndi) - ólæknandi, tilfinningalega bæklandi angist - sem gjaman er vel hulin í fari sjúklinganna. Óyndissjúklingar geta verið full- komlega virkir og ótrúlega hæfir ein- staklingar, vinnandi verðlaun í öllu sem þeir taka sér fýrir hendur og á gríðarhröðu khfri upp metorðastiga þjóðfélagsins, en eru síðan allan tfm- ann að skipuleggja hvemig þeir geti nú tryggilegast fyrirfarið sér. „Ef Prozac hefði ekki komið til sög- unnar og verið kynnt fýrir mér væri ég enn að reyna drepa mig og myndi á endanum takast að ná því marki,“ seg- ir Elizabeth Wurtzel. Sálfræðingur hennar í Harvard-háskólanum reyndi fyrst lyfið á henni eftir að Wurtzel hafði gleypt ótæpilegt magn af pillum í leit sinni að hvfldinni löngu. „Eg var öll gjörsamlega í klessu. Það eina sem ég hugsaði um var hvemig ég gæti látið mér líða betur.“ Og að mestu leyti líður hemii vel í dag, en lyfjatakan er ekki klippt og skorin lausn; böggull fylgir skamm- rift: höfuðverkir, óstöðvandi og sprengikennd kynlffslöngun og svefn- leysi em algengustu fylgikvillar Proz- ac. „Þú labbar bara urn og hefur á til- finningunni að hömnd þitt sé saman- sett af álþynnum,“ segir Wurtzel. „Hefurðu einhvem tfmann prófað örv- andi lyf? Smá nálastingir skjótast um allan líkamann þegar þú snertir þig.“ Og þannig atvikaðist það, að Wurtzel var einnig látin taka inn Des- erýl, lyf sem vinnur gegn þunglyndi en slær þig jafnframt út og liþíum vegna þess að hún er það sem kallað er „tvíhverf‘. - „Öll þessi lyf sem maður er látin taka fara afskaplega í taugamar á manni,“ segir Wurtzel. „Maður getur auðveldlega eytt mest- öllum tíma sínum í að vera - rosalega - uppdópuð." Viðbrögð í Bandaríkjunum við sjálfsævisögulegu bókinni Prozac Nation hafa verið blönduð. „Glæsilega framkvæmd athugun á sjúklegum ógeðsheitum," sagði Village Voice', „Sylvia Plath [bandarísk skáldkona sem svipti sig lífi 31 ársj - með sjálfs- traust Madonnu," sagði New York Times. Ritstíll Elizabeth Wurtzel - rak- blaðsbeittur og oft bráðfyndinn - hef- ur verið hampað gífurlega mikið. En sökum þess hversu upptekin skáld- konan er af sjálfri sér hafa ófáir gagn- rýnendur reytt hár sitt í örvæntingu. „Það er afar sennilegt að lesendum langi helst til að fleygja bókinni utam' næsta vegg,“ sagði einn gagnrýnand- inn í aðvömnartóni. En Prozac Nation bærði samtsem áður viðkvæman streng í hjörtum stóra-sannleiks-leitandi þjóðar: Wurtz- el var óvænt færð uppá tó/í-stallinn goðumkennda af X-kynslóðinni marg- umtöluðu og eymamerkt sem (e-hemm!) „rödd hins óánægða æskufólks". „Fólk er gagntekið af aðdáun," seg- ir Wurtzel - sem er með hring í öðmm nasavængnum, smágerð og þreytulega föl. „Þetta er alveg stórfúrðulegt. Fólk segir við mig ’Þetta er saga lífs míns!’ En þegar ég síðan forvitnast um hverslags líf það hefur að baki þá er það ekkert líkt mínu lífi. Það er undar- legt hversu margir halda að nákvæm- lega þetta hafi gerst hjá þeim þegar ekkert er fjarri vemleikanum. Annað- hvort er sannleikur tilfmninganna í bókinni afskaplega djúpur eða þá að ritstörf mín em mjög, mjög, mjög grunnhyggin." Bókin hefúr þrátt fyrir misjafna gagnrýni hlotið góðar viðtökur les- enda í bæði Bandaríkjunum og Bret- landi og Wurtzel segir ánægjuleg á svipinn: „Ég gæti eiginlega ekki verið hamingjusamari í dag.“ Að lokum skal þess getið að kvikmyndarétturinn að bókinni hefur þegar verið seldur til Draumaverk- smiðjunnar á Vesturströndinni og Drew Barrymore og Sandra Bullock neita hvor um sig að þær slá- ist um hlutverk Prozac- stelpunnar Elizabeth Wurtzel. ■ ■ Franska þokkagyðjan Tabatha Cash var þjófur sem barn, fimmtán ára fangelsuð, sautján ára klámdrottning Evrópu, tvítug fjölmiðlastjarna með eigin spjallþátt og „alvöru" kvikmyndaleikari. Nú ætlar hún 21 árs nýgift að varpa frá sér öllum frama og gerast heimavinnandi móðirfjögurra barna Tabatha Cash er með kvef sem - að teknu tilliti til þess að hún er því sem næst klæðalaus: efnislítill, svartur bijóstahaldari, og smotten'snærbuxur ásamt nær gegnsæjum undirkjól - sennilega versnar með hverri mínútunni sem líður. „Hvað viltu?“ spyr hranalegur lífvörður henn- ar, íþróttamannslegur nagli með tjúguskegg sem liggur í einu rúmanna í hótelher- berginu og horfir á knatt- spymu í sjónvarpinu. Hann meinar „hvað viltu“ við kvefmu og réttir Taböthu lyfjakassa sem virðist inni- halda bróðurpartinn af meðalstórum lager apóteks. „Hvað sem er ekki slæmt fyrir ófrískar konur," svarar hún og sýgur uppí nefið meðan hún skoðar meðölin full grunsemda. Þrátt fyrir kvefið og þau stórkostlega óvæntu tíðindi að hún sé ófrísk hvikar Ta- batha Cash hvergi frá því að vera hrífandi tískudama framí fmgurgóma. Hún er með svart hárið bundið uppí óreiðukennda - en þó listilega hannaða - heysátu, augun kolbikasvört, mynd- arlegt húðflúr á hægri ökkl- anum og ólívulitað hörund- ið undirstrikar evrópskt-als- írskt ættemið. Klæðnaður- inn - eða skorturinn á hon- um - er útskýrður af því að þessi fundur okkar með Ta- böthu Cash er tímasettur um leið og ljósmyndatakan af henni; sem ef til vill - það kemur seinna í ljós - verður hennar síðasta á ferlinum. Aðeins 21 árs að aldri er hún enn talin ríkjandi klám- drottning Evrópu, þaul- reynd sem slík úr hundrað til hundraðogfimmtíu kvik- myndúm (hún veit ekki sjálf hversu margar þær eru), en nú sem fjölmiðlapersónuleiki í meginstraumnum með eigin kvöld- þátt á einni af stærstu og vinsælustu útvarpsstöðvum Frakklands: Skyrock. Sú staðreynd, að þáttur hennar er samansettur af innhringingum forvit- inna ungmenna sem þyrstir í fróðleik um leyndardóma kynlífsins er kald- hæðni sem sennilega aðekis Frakkar geta metið til fulls. Á hverju kvöldi milli klukkan 19:00 og 22:00 gefúr Tabatha þannig heil- ræði, leiðbeiningar og ffóðleiksmola til handa hinni stórundarlega illa kyn- lífsupplýstu ífönsku æsku. („Hvað eru anal-mök,“ vildi einn hlustenda fá að vita.) Utvarpsþátturinn rambar á barmi dónahjals og ruddaskapar. Hún hefur þannig átt þau skemmti- legheit til að segja frá persónulegri kynh'fsupplifun sinni - „Þau koma mér virkilega til,“ tilkynnti Tabatha glaðhlakkaleg og átti þá við bijóst sín eftir fegrunarstækkun - og heilræði hennar fýrir hina kynferðislega villu- ráfandi geta oft og tíðum verið býsna harkaleg. Ungur maður sem hafði þungar áhyggjur af því að samfarast- unur unnustu sinnar myndu vekja ná- grannana fékk til dæmis ráðlegging- una: „Settu bara koddann yfir hausinn á henni." Skyrock-útvarpsstöðin segir að Ta- batha eigi afar auðvelt með að ná til unga fólksins og standi því nærri. „Þau hringja til að spyrja um hluti sem þau þora ekki fyrir sitt litla líf að ræða við foreldra sína og vini,“ bætir hún við í hléi á ljósmyndatökunni. ,JÉg hef mikla reynslu miðað við það að vera bara 21 árs. Og ég er ekki dómari, ekki Jesús, bara Tabatha. Og enginn og ekkert getur hneykslað mig. Ég hef séð og upplifað svo margt að ég er algjörlega ónæm fyrir öllu.“ Tabatha segir þessi orð með hálf- dapuriega blíðlegum afskiptaleysis- tóni. Saga hennar er frönskum al- menningi vel kunn, sem hvort eð er hefur alltaf kosið heldur að goð popp- menningarinnar hafi stórbrotna og skuggalega forti'ð. Og fortíð Taböthu er eins skuggleg og ff amast er unnt. Hún ólst upp í háreista fátækra- hverfmu Cité Massy - dágóðri þyrp- ingu úthverfa-í/öinmu rétt suður af Parísarborg. Sem unglingsstelpa var hún þegar farin „að þéna dágóðar fjár- hæðir“ - einsog hún orðar það á sinn heillandi hátt - með þjófúaði. Hún starfaði mestmegnis í neðanjarðaijám- brautunum og flugvöllunum - en þó einnig á götunni - þarsem hún rændi seðlaveskjum og töskum vegfarenda. Og hún lét ekki þar við sitja því hún stal einnig fötum og öðrum vörum úr verslunum. Aðeins fimmtán ára að aldri var hún handtekin af yfirvöldum og send til fjögurra mánaða hvíldardvalar í fang- elsi fyrir unga afbrotamenn. „Ég er hinsvegar ekki stolt af því að hafa verið í fangelsi," segir Tabatha Cash í dag og vefur undirkjólnum taugaveiklunarlega fastar um sig. „En ég er afturámóti afar stolt yfir því að hafa aldrei verið fómarlamb af neinu tagi og sé ekki eftir því.“ Það er afskaplega erfitt að andmæla þessum rökum þrátt fýrir mjúkmælgi hennar um að vasaþjófnaður og versl- unarrán hafi verið hennar starfsval hljómi frekar ósennilega. Málið með Taböthu er að hún afsakar aldrei nokkum skapaðan hátt og hvað þá að hún hafi útskýringar á takteinunum. Hún segir frá þjófaferli sfnum um gjörvalla ParísaÁorg á svipaðan hátt og flestir aðrir segja frá skólagöngu sinni, háskóladvöl og fýrstu atvinnu- skrefúnum. Eina réttlæting hennar á þessu líferni er stórkostlega hvers- dagsleg: ,JÉg gerði hvað sem er til að ná mér í þá hluti sem mig langaði í.“ Það var því næstum sjálfsagt mál og einkar eðlilegt að eftir þjófnaðar- skeiðið barst til hennar hið ófysilega tilboð um að skapa sér sess í klám- heiminum. Þegar besti vinur hennar var fangelsaður og „ég nennti ekki að verða mér útúr peninga á eigin spýt- ur,“ segir Tabatha hress í bragði, hringdi hún í ljósmyndara nokkum sem sérhæfði sig í klámmyndatökum. Hún var þá bara sautján ára, en náði að verða sér útum fölsuð skilríki svo hún gæti starfað í friði fýrir skiljan- lega hnýsnum stjómvöldum. Ári síðar færði hún sig um set og fór frá klám- ljósmyndum til klámkvikmynda. Samkvæmt öllum stöðlum og viðmið- unum sló hún rækilega í gegn. „Ég hef frá upphafi verið sú dýrasta í bransanum," segir hún stolt í bragði. „Enginn þeirra hafði efni á að borga mér lýrir heila mynd þannig að ég kom bara fram í einu eða tveimur atriðum í hverri mynd. Af- gangurinn var myndaður með einhveijum öðmm stelpum." Vitaskuld er einmitt þetta hluti útskýringarinnar á því að Tabatha Cash náði að leika í milh hundrað og hundraðogfimmtíu myndum á ferli sem einungis varði í rúmlega tvö ár. Nákvæm- lega hversu mikið hún fékk greitt fyrir þessa þjónustu sína vill hún ekki greina frá. Hún brosh lymskulega og bandar spumingunni frá sér: „Kaupið var ókey.“ En hverju sem því líður, að peningahliðin er leýndar- mál, þá er gerir hún sér full- komna grein fyrir því hvem- ig hún þénaði þá. „Ég var vændiskona,“ segh hún hreinskilnislega, „og seldi á mér rassinn." Umbreyting Taböthu frá klámmyndadrottningu til fjölmiðlastjömu hófst í maí- mánuði á síðasta ári þegar hún vann Klámpálinann sem er jafngildi klám- myndaiðnaðarins við Gull- pálinann á kvikmyndahátíð- inni í Cannes. Af einhveij- um óútskýranlegum ástæð- um sem enginn skilur upp né niður í þá notuðu ffönsku fjölmiðlamir tækifærið og gerðu úr henni þjóðhetju. Skömmu síðar veitti sjón- varpsstöðin Canal Plus Ta- böthu fyrsta alvöru starf hennar við kynna kvik- myndh og eftir það kom út- varpsþátturinn og loksins ekta kvikmynd, Rai, sem fjallar um unga stúlku er býr í einu úthverfa Parísar og hefur ríkan metnað til að komast áffam í h'finu. Tabat- ha heldur því statt og stöð- ugt ffam að rnyndin sé ekki sjálfsævisöguleg. En ef hún hefúr nú loksins náð að slá í gegn, ef hún hefúr nú loksins náð stjömustatus - sem er eiginlega ömggt miðað við það að þegar hún gengur efth götum Parísarborgar þarf lífvörð- ur hennar að halda burtu æstum múg sem komast vill í tæri við þokkagyðj- una - þá er athyglisvert að hafa í huga að hún ætlar að varpa öllum þessum ffama ffá sér! í enda þessa mánaðar ætlar hún að hætta með útvarpsþátt- inn, ekki koma framar í sjónvarps- þætti, aldrei aftur leika í kvikmynd og viðtölin og ljósmyndatökumar verða ekki fleiri. ,Mér líkaði vel við upplifunina," segh hún, „en aðeins í fyrsta skipti. Ein kvikmynd var fullkomið: tvær væri hörmulegt. Eitt ár í útvarpi var ffábært: tvö væri hræðilegt. Ég er hvort sem er ekki sköpuð til að vinna mér fyrir lifibrauði." Það sem hún ætlar að gera héðan- íffá er að einbeita sér að bameignum. Hún giftist í janúarmánuði síðastliðn- um (reyndar er þetta annað hjónaband hennar; já, stundum er erfitt að trúa að hún er aðeins 21 árs) og ætlar sér að eignast fjögur böm. Hún ætlar að vera heimavinnandi og gegn móðurhlut- verkinu útí ystu æsar. „Allt annað er hluti af fortíð minni,“ segir Tabatha Cash sátt í bragði. „Ég mun ekki nokkum tímann gleyma því. Og ég hef aldrei breyst. Ég er ennþá Tabatha.“ ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.