Alþýðublaðið - 16.06.1995, Qupperneq 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 16. JÚNÍ1995
s k o ð a n
MMDIBIIDII
20935. tölublað
Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Siguröur Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 562 5566
Fax 562 9244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Dapurlegir
hveitibrauðsdagar
Þegar Alþingi var kallað saman, 17. maí síðastliðinn, tilkynntu
oddvitar ríkisstjómarinnar að þinghald stæði í tvær vikur í mesta
lagi. Þingið átti að afgreiða af einurð og festu vandlega unnin
grundvallarmál á sviði sjávarútvegs og GATT. Reynslan af vor-
þinginu gefur því miður ekki góð fyrirheit um stöif ríkisstjómar-
innar: þinghald stóð í heilan mánuð og boðuð stjómarfrumvörp
komu fram seint og um síðir.
Það em þó ekki hin álappalegu vinnubrögð sem mesta athygli
vekja, heldur málatilbúnaður og stefna ríkisstjómarinnar einsog
hún birtist í mikilvægustu frumvörpunum sem afgreidd vom. Út-
færslan á GATT er með þeim hætti, að trúlega er ísland eina
landið í heiminum sem notar samning um aukið frelsi í milliríkja-
viðskiptum til að hækka tollamúra og torvelda innflutning.
Hlutskipti sjálfstæðismanna í Reykjavík og á Reykjanesi er
ekki öfundsvert: þeir vom leiddir áfram í tjóðurbandi Egils á
Seljavöllum, sem í landbúnaðarmálum er nú óumdeildur hug-
myndafræðingur þess flokks sem kennir sig við frelsi og einstakl-
ingsframtak. Útfærsla ríkisstjómarinnar á GATT vakti hvergi
fögnuð, nema hjá harðsvíruðustu varðgæslumönnum hins úrelta
landbúnaðarkerfís: eftir sitja neytendur og launþegar með sárt
enni.
Eftir að ljóst varð að Þorsteinn Pálsson sæti áfram sem sjávar-
útvegsráðherra, og það í ríkisstjóm með Halldóri Ásgrímssyni,
fylltust víst fáir ofurbjartsýni á að löngu tímabær uppstokkun færi
fram í sjávarútvegsmálum. Andóf og mótmæli vestfirskra sjálf-
stæðismanna og framsóknarmanna á Reykjanesi kveiktu hinsveg-
ar veika von um að einhveijar úrbætur yrðu gerðar. Allar reynd-
ust þær vonir mýrarljós þegar á reyndi: það var valtað yfir sjónar-
mið sem vom öndverð hagsmunum sægreifanna í LÍÚ. Andófs-
menn beggja stjómarflokkanna hafa staðið í ströngu síðustu vikur
við að éta ofan í sig stóm orðin síðan fyrir kosningar. Um leið
hafa þingmennimir rúið sig hverri tutlu pólitískrar æm og trú-
verðugleika.
Niðurstaðan í sjávarútvegsmálum er auðvitað stórsigur fyrir
sægreifana. Þetta var sigur fyrir hina fáu og stóm á kostnað hinna
mörgu og litlu, svo notuð séu orð Arthurs Bogasonar, formanns
Landssambands smábátaeigenda. Á sama hátt ríkir nú fögnuður á
höfuðbólum afturhaldsins í landbúnaðarmálum.
Af hveitibrauðsdögum Davíðs Oddssonar og Halldórs Ás-
grímssonar að dæma er morgunljóst að ríkisstjóm þeirra mun
verða einhver hin afturhaldssamasta í lýðveldissögunni.
Til höfuðs
hérabeinsuppsuðu
Davíðs og Halldórs
Þegar Alþýðuflokkurinn fór úr ríkisstjóm, eftir að hafa setið við
völd samfellt í átta ár, urðu margir til að spá því að flokkurinn
yrði lengi að finna sig í stjómarandstöðu. En Alþýðuflokksmenn
fóm hvorki í pólitískt orlof né tilvistarkreppu. Öðm nær: Frá
fyrsta degi ríkisstjómar Davíðs og Halldórs hefur Alþýðuflokkur-
inn verið í forystu stjómarandstöðunnar og haldið uppi mjög
snarpri og málefnalegri gagnrýni.
Á því þingi sem var að ljúka, kom glöggt í ljós að kröftugir
talsmenn Alþýðuflokksins bjuggu að yfirburðaþekkingu í öllum
málaflokkum sem tekist var á um. Málefnafátækt og stefnuleysi
rfldsstjómarinnar var afhjúpað hvað eftir annað. í stjómarand-
stöðu nýtist Alþýðuflokknum, rétt einsog í ríkisstjóm, að hafa
skýra og mótaða stefnu. Og meðan núverandi stjórn situr að
völdum verður áfram tekist á um stefnu Alþýðuflokksins og
hérabeinsuppsuðu Davíðs og Halldórs. Ballið er rétt að byija. ■
Mávur í Feneyjum
Að koma tU Ítalíu er að koma heim.
Hér lyktar öðruvísi, af hita og raka.
Móöurkviður, mömmuland! Fóstuijörð
okkar sem erum vestræn.
Feneyjar.
Flugvélin lendir í kvöldverðarsól og
27 þægilegum gráðum og ítalir bregð-
ast ekki við endumýjuð kynni. Samir
við sig: Tvö hundruð létt pirraðir
Frakkar og við íslensk feðgin stöndum
saman á hafnarbakkanum við flugvöll-
inn og bíðum báts að Markúsartorgi.
Um síðir birtist h'tið kænukríli sem tek-
ur 30 manns í sæti og farangri er staflað
undir skipstjórastól. Það er líkt og hér
séu Feneyingar að taka á móti ferða-
mönnum í fyrsta sinn: Bátsferðin minn-
ir um margt á ,jneð Baldri yfir Breiða-
fjörð“ árið ’68; olíubræla, hávaði og
þrengsli og heimsfrægt ftalskt kaos
þennan klukkutíma sem hún tekur.
Á leiðarstaumm og gondólapollum
voma mávar... Mávur í Feneyjum. Er
það ekki bókartitill? Hvað gerast marg-
ar bækur í Feneyjum? 100 bóka borg.
Kaupmaðurinn... Márinn... Dauð-
inn... Comfort of strangers... Don’t lo-
ók now... Casanova...
Við stígum á land inn í undraveröld
Vikupiltar |
Hallgrímur
Helgason
skrifar
Feneyja, tangóhljómsveit undir tyngld-
um himni á opnu torgi þöktu dúfiim og
setningum eins og .Actually I was bom
in Canada...“: Túristar blettóttir af
flugnabitum í bland við ódauðlega póst-
kortasala og feneyskar fegurðardísir á
flörtgöngu. (Með forendurreisnarhallir f
baksýn öðlast þær beatrískan sjarma
hver og ein, enda: Allar em þær undan
Casanóva.) Og urnfiam allt þó: Listelíta
heimsins er mætt á Armani-klæðum frá
New York og Antwerpen með Nokia-
símana fasta við eyrað; símalandi um
borð og í landi eftir opnunum, kokteil-
um, dinnemm og hótelum. Bíenallinn
hefst á morgun.
Stemmningin er ekki ósvipuð þeirri í
„Pret-a-porter“ eftir Altman. Italir í
hlutverki Frakka og Ameríkanar heims-
ins að pirra sig á seinagangi og lókal-
kækjum: Herbergjamgli og leigubílum
með utanborðsmótor. Þegar ég hringi á
hótelið í Bigga Andrésar fæ ég í staðinn
samband við Barry Anderson: Kven-
lega rödd listaheildsala ffá Minneapolis
sem er þó kurteis í morgunsárið og
næstum því kominn á frottesloppnum
niður í lobbý tíl að reyna að redda þessu
fyrir mig. „You parlere inglese... per
favore...?“
Svo gengur maður fram á okkar
mann við íslenska skálann á mótssvæð-
inu: Biggi búinn að sitja þar á bekk í
fjóra daga og orðinn sólrauður í framan
af því að svara spumingum frá öllum
sjónvarpsstöðvum á Norðurlöndum
nema þeirri íslensku.
Norskur sjónvarpsmaður: „Is the ice-
landic TV going to do something on
you?“
Biggi: ,No, they are only interested
inpoets..."
Okkar maður alltaf góður. Og stend-
ur fyrir síhu. Sýningin kemur vel út og
lenska skálann: Biggi búinn ad sitja þar á bekk
í fjóra daga og orðinn sólrauður í framan af því
að svara spurningum frá öllum sjónvarpsstöðv-
um á Norðurlöndum nema þeirri íslensku.
betur en flestir aðrir, tíl dæmis Skand-
inavamir sem sitja á bamum og beija
höfði við bjórglös á bömmer yfír slöku
ffamlagi síns fólks. Og í heildina er Bí-
enallinn (að venju) ein stór vonbrigði
þar sem Bandaríkjamenn (með vídeó-
listamanninn Bill Viola) gnæfa uppúr
eins og ávallt, en nú ásamt svisslend-
ingum: ,jslandsvinunum“ David Weiss
og Peter Fischli sem í anddyri skálans
ítreka áform sín um að sækja landið enn
og aftur heim. Fast á hæla þessara
fylgja síðan Lúxemborg (!) og ísland:
Biggi sýnir, ásamt öðm, íslenska fána í
sauðalitunum, handpijónaða og lopa-
lega; þeir eru lúmsk snilld og vekja
verðskuldaða athygli: Em eitthvað svo
hárréttír (og minna á lummó landkynn-
ingu) á þessari heimssýningu sem á
köflum er hreinræktað Disney-land þar
sem hver þjóð reynir sem best að „útf-
ríka“ hinar með rafknúnum installasjón-
um og undraveröldum, user-friendly
verkum sem virka best á bömin.
í heimspressunni eru vonbrigðin
bergmáluð. Andleysi og úrræðaleysi
nútíma myndlistar opinberast hér.
ítölsku blöðin velta því fyrir sér hvort
vídeó-mynd af berum manni í sturtu sé
list. Sjálfír sýna ítalir einungis , jeal art“
eins og þreytt þýsk áhugahjón orðuðu
það við mig á bekk undir sípmsviðartré,
það er að segja málverk og skúlptúra,
sem öll em byggð á hinni gömlu góðu
hefðbundnu hugmynd um list, sem enn
virðist assúrmm einum hugleikin. En
hveijum þykir sinn fugl fagur (eins og
mér kannski líka): Frönsku blöðin hala
eigið ffamlag upp að hlið þeirra stóm:
Svisslendinga og Bandaríkjamanna, og
segja sig ásamt þeim standa upp úr lág-
kúmnni: Týpisk ffönsk sjálfsblekking,
þar sem samanþjappaðir bílar Césars
em örugglega úldnasta hugmynd sýn-
ingarinnar. Bresku blöðin hinsvegar,
hampa sínum manni og segja hann
ásamt Bandaríkjamönnum (gat nú ver-
ið) rísa upp úr lágkúrunni og vorkenna
Díönu prinsessu (sem var plötuð til að
opna gillið og tókst einnig að stífla
nokkur síki þessa daga með öllum sín-
um lífvarðabátum) að þurfa að háhæla
sig yfir þetta listræna drasl sem þama
var á boðstólum.
Eftir matinn er upplagt að fara að
dæmi Goethes og ganga kortlaus og af
augum útí síkisskorin völundarhverfm:
Sýning sem alltaf er og verður betri en
hver Bíenall. Reyna að rata eftir innri
kompás og slá þarmeð skáldið gamla út
(hann var með áttavita) í heilan hálf-
tíma, þartil gondólastjóramir hafa sung-
ið mann útí hom með bátsfermi af hol-
lendingum á báðar hendur. Þá er ekki
annað að gera en að kalla á mávinn. ■
Parfs 15. júni 1995.
Atburðir dagsins
1815 Her Napóleons sigrar
Prússa við Ligny. Prússar
misstu 12 þúsund menn, Frakk-
ar 8500. 1958 Imre Nagy, fyrr-
um forsætisráðherra Ungveija-
lands, hengdur. 1961 Rúss-
neski ballett-dansarinn Rudolf
Nureyev biður um pólitískt
hæli í Frakklandi. 1963 Valent-
ina Tereshkova verður fyrst
kvenna til að fara út í geiminn.
1972 Þýska lögreglan hand-
samar Ulrike Meinhof, forsp-
rakka Baader-Meinhof hryðju-
verkasamtakanna.
Afmælisbörn dagsins
Gustav V Svíakóngur, drottn-
aði í 43 ár, 1858. Stan Laurel
kvikmyndaleikari, annar hluti
tvíeykisins Steini og Olli, 1890.
Annáisbrot dagsins
Komu ránsvíkingar með her-
skip á Vestfjörðu, og gerðu
stóran skaða. Þeir tóku Eggert
Hannesson fanginn, og varð
hann að leysast með miklu
gjaldi og góðu silfri.
Vatnsfjaröarannáll elzti, 1578.
Gæska dagsins
Ég held, að mér sé óhætt að
fullyrða, að hann hafi verið
óeigingjamasti maður, sem ég
hef þekkt. Ég varð þess aldrei
var, að hann óskaði neinna ver-
aldargæða handa sjálfum sér.
Höfðingsskap hans þekkja allir,
sem kynntust honum eitthvað.
Það, sem hann hafði handa
millum, var hverjum heimilt,
sem á því þurfti að halda. Hann
elskaði sjálfan sig svo lítið.
Þórbergur Þóröarson um Jón
Thoroddsen skáld, sem lóst 1924,
aöeins 26 ára aö aldri.
Málsháttur dagsins
Er illt ódreng að elska.
Orð dagsins
Hnigna tekr lieims magn.
Hvarfinnur vin sinn?
Fær margur falsbjörg,
forsómar manndóm.
Tryggðin er trylld sögð.
Trúin gerist veik nú.
Drepinn lield eg drengskap.
Dygð er rekin í óbyggð.
Jón Arason (1484-1550) biskup.
Skák dagsins
Cebalo er þéttingsgóður stór-
meistari, enda sallafínn í reikn-
ingi einsog Hulak fær nú að
reyna. Cebalo hefur hvítt,
drottningin er í uppnámi en
hann sinnir því lítt. Hvað gerir
hvítur?
1. Rxe5I! Hulak gafst strax upp
enda ágætur í reikningi einsog
Cebalo. Framhaldið hefði getað
orðið: I. ... Hxd7 2. Rxd7 Dd8
3. Rf6+ Kf8 4. Rxh7+ Kg8 5.
He8+! Dxe8 6. Rf6+ Kf8 7.
Rxe8 Kxe8 8. h7 og hvímr vek-
ur upp drottningu.