Alþýðublaðið - 16.06.1995, Blaðsíða 8
MÐUBLÍBH
Föstudagur 16. júní 1995
89. tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
■ Breytt kvótafrumvarp er orðið að lögum. Sæmundur Guðvinsson kannaði viðbrögð við lagasetningunni
Smábátamenn súrir en LÍÚ fagnar
Stjórnarfrumvarpið um stjórn
fiskveiða var samþykkt á Aiþingi í
fyrrinótt með 33 atkvæðum, en 20
þingmenn greiddu ekki atkvæði. I
þeirra hópi var einn stjórnarþing-
maður, Guðjón Guðmundsson.
Stjórnarflokkarnir féllu frá bann-
dagaákvæðinu og iögin gera því ráð
fyrir róðrardagakerfi með 86 sókn-
ardögum sem skiptast í fjögur tíma-
bil. Heildaraflinn verður 21.500
tonn. Sighvatur Björgvinsson lagði
fram breytingartiliögu með Össuri
Skarphéðinssyni og Guðnýju Guð-
bjömsdóttur um að róðrardagakerf-
ið yrði frjálst og sóknardagar 96 á
næsta fiskveiðiári. Ennfremur að
hámarksafli krókabáta verði auk-
inn upp um tíu þúsund tonn eða
upp í 31.500 tonn. Stjórnarliðar
felldu tillöguna. Alþýðublaðið kann-
aði undirtektir við hin nýju lög.
Vinnufriður um
stundarsakir
- segir Arthur Bogason formaður
Landssambands smábátaeigenda.
„Það eru ákveðnir þættir sem ber að
fagna að fóm inn í lögin en annað er
miður og mjög miður. Það er mjög
slæmt að tímabilaskiptingin skuli vera
inni í frumvarpinu því hún stór-
skemmir þessa hugmynd sem er að
baki róðrardagakerfi," sagði Arthur
Bogason formaður Landssambands
smábátaeigenda.
„Það á ekki að þvinga menn til sjó-
sóknar á ákveðnum tímabilum eða
dögum heldur eiga menn að ráða því
sjálfir hvaða róðrardaga þeir velja inn-
an ársins af þeim dögum sem þeir fá
úthlutað. Að vísu kom inn á síðustu
stundu að menn geta flutt sóknardaga
milli tímabila. Arinu er skipt upp í
fjögur tímabil að það er heimilt að
Arthur Bogason: Það eru
ákveðnir þættir sem ber að
fagna að fóru inn í lögin en
annað er miður og mjög
miður.
Kristján Ragnarsson: Það
sem skiptir meginmáli fyrir
okkur er að aflaheimildir
smábátanna voru ekki aukn-
ar og við fögnum því.
Arnar Sigurmundsson: Við
vorum meðmæltir því að
festa róðrardagana.
Steingrímur J. Sigfússon:
Málið skánaði í meðförum
þingsins en því miður er
þetta róðrardagakerfi sem á
að taka upp mjög í skötulíki.
flytja alla sóknardaga af fyrsta og öðru
tímabili yfir á þriðja og fjórða. En við
það fækkar sóknardögunum mjög eða
sendcir
hafa nýlega verið
settir upp á eftir-
töldum stöðum:
v";;
Egilsstöðum
Seyðisf irði
Langholti í
Hrunamannahreppi
Hellu
Hvolsvelli
Selfossi
Akranesi
Borgarnesi
Skálafelli
Sandgerði
PÓSTUR OG SÍMI
niður í 60 daga á ári. Eins og Sighvat-
ur Björgvinsson benti á í umræðun-
um þá má vera góð fiskigengd til þess
að menn hafi það af yfir árið. En það
kom einnig inn á síðustu stundu að
ráðherra getur með reglugerð leyft
annars konar tiiflutning milli tímabila
og það er lífsnauðsynlegt að hafa slíka
heimild," sagði Arthur.
Hann sagði jákvætt að búið væri að
lögfesta daginn sem róðrardagakerfið
tæki gildi, en það er 1. febrúar 1996.
Hins vegar væri það mjög miður að
þakinu á aflamarkinu var ekki lyft.
Þessir bátar þyrftu meiri aflaheimildir
vegna báta sem alltaf væri verið að
hleypa inn í kerfið.
„Það verður vinnufiiður um stund-
arsakir með þessum lögum. Ráðherra
hefur boðað nána samvinnu við okkur
um nánari útfærslu á róðrardagakerf-
inu og ég geri mér vonir um að ráð-
herra útfæri þetta kerfi í samvinnu við
okkur með þeim hætti að við verðum
sáttir," sagði Arthur Bogason.
Fögnum aflamarkinu
- segir Kristján Ragnarsson
formaður LÍÚ.
„Það sem skiptir meginmáli fyrir
okkur er að aflaheimildir smábátanna
voru ekki auknar og við fögnum því.
Mér finnst þessi umræða um að menn
missi vinnuna heldur brosleg með
hliðsjón af því hve margir sjómenn á
okkar bátum hafa misst vinnuna
vegna aflaskerðinga," sagði Kristján
Ragnarsson formaður LIU.
Hann sagði að ekki hefði verið
hægt að una því ef smábátasjómenn
hefðu fengið meiri aflaheimildir á
sama tíma og aðrir væru að skera nið-
ur. Það hefði verið með ólíkindum að
fylgjast með mönnum standa fyrir
framan Alþingishúsið og segja að ef
lög yrðu sett myndu þeir hafa þau að
engu.
„Menn verða að aðlaga sig að því
að ekki er lengur hægt að fjölga þess-
um bátum. Það er broslegt þegar Art-
hur Bogason er að tala um að þeir hafi
verið á móti fjölgun smábáta. Þeir
hafa beinlínis staðið fyrir fjölgun og
alltaf ætlað sér að keyra yfir þetta
kerfi. Það sem skilur á milli okkar og
þeirra er að við viljum fara að ráðum
fiskifræðinga en þeir segja bara að
fiskifræðingar viti ekki neitt og það sé
nógur fiskur í sjónum. Smábátamenn
verða að fylgja settum markmiðum og
það er ljóst að einhveijir bátar hverfa
úr þessu og taka sér aflahámark. Hins
vegar er miður að ekki var tekið á tvö-
földun á línunni sem er mjög sóknar-
og eyðsluhvetjandi kerfi. Það hefði
verið betur ef kvótamir hefðu verið
látnir í hendur þeim sem geta nýtt sér
þessar heimildir," sagði Kristján
Ragnarsson.
Meðmæltir
róðrardögum
- segir Amar Sigurmundsson for-
maður Samtaka fiskvinnslustöðva.
„Við vorum meðmæltir því að festa
róðrardagana og mátum þetta líka sem
vinnslumenn þannig að með því færð-
ist veiði smábátanna meira yfir á sum-
artímann. Það er sá tími sem mest er
farið að ganga á kvótana í vinnsluhús-
unum,“ sagði Arnar Sigurmundsson
formaður Samtaka fiskvinnslustöðva.
Hann sagði að í heild ætti þessi
breyting á lögum um stjóm fiskveiða
mikinn rétt á sér. Með því að festa
róðrardagana niður muni aðstreymi
hráefnis til fiskvinnslunnar færast yfir
á sumartímann sem væri af hinu góða.
Kostir róðrardaga
eyðilagðir
- segir Steingrímur J. Sigfússon
formaður sjávarútvegsnefndar.
„Málið skánaði í meðfömm þings-
ins en því miður er þetta róðrardaga-
kerfi sem á að taka upp mjög í skötu-
líki. Þeir meginkostir þessa kerfis að
það gefi mönnum fijálst val til að ráða
sókninni innan ársins em eyðilagðir
með þessum tímabilum og gjaldfell-
ingu á dögum sem fluttir eru milli
túnabila," sagði Steingrímur J. Sig-
fússon alþingismaður og formaður
sjávarútvegsnefndar.
„Ég er mjög ósáttur við að menn
skyldu ekki manna sig upp í að taka
skrefið til fulls og lögfesta almenni-
legt róðrardagakerfi með 90 til 100
daga sem lágmark. Ég er þeirrar skoð-
unar að breytingartillaga okkar minni-
hlutamanna við aðra umræðu hafi ver-
ið sú útfærsla sem allir hefðu getað
sæst á,“ sagði Steingrímur.
V I K I N <; A
Vinn ngstölur
14. júní 1995
VINNiNGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
n6afe 3 15.757.000
5 af 6 LS+bónus 0 333.750
5a(6 0 43.700
H 4af6 202 2.060
n 3 af 6 Cfl+bónus 732 240
Aðaltölur:
22) (35) (41
BÓNUSTÖLUR
Heildarupphæó þessa viku:
48.458.750
íísi, 1.187.750
UPPLYSINGAR, SÍMSVARI 91- 60 15 11
LUKKULlNA M 10 00 - TEXTAVARP 451
BIRT MEO FYRIRVARA UM ÞRENTVU.LUR
r til Danmerkur (1) og Noregs (2)