Alþýðublaðið - 21.06.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 21.06.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995 s k o d a n MfflUBUDIB 20937. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Síldarhagsmunir Ein jákvæðustu tíðindi úr sjávarútvegi íslendinga um langt skeið er vaxandi styrkur norsk-íslenska síldarstofnsins. Stofninn hefur nú tekið upp fyrra göngumynstur, og er farinn að leggja leið sína á fomar slóðir innan núverandi efnahagslögsögu íslands. Það styrkir óhjákvæmilega stöðu Islendinga í samningum um framtíðarveiðar úr stofjúnum. Hitt verður að segjast, að íslenskir ráðamenn hafa haldið illa á hagsmunum landsins í þeim samn- ingum, sem þegar hafa átt sér stað. Fjölmiðlar greindu frá því, að íslendingar hefðu í upphafi samninganna við Norðmenn síðastliðið vor gert kröfu til að veiða um 100 þúsund tonn, og síðan hækkað sig upp í 140 til 170 þús- und tonn, eftir að íslenskir útgerðarmenn brugðust ókvæða við þeim fregnum. Slík kröfugerð er vitaskuld í engu samræmi við hagsmuni Islendinga, og þann rétt, sem við óhjákvæmilega eig- um til veiða úr stofninum. Halldóri Ásgrímssyni utanríkisráð- herra mistókst sem betur fer að ná samningum á þessum grund- velli, enda hefði það stórskaðað hagsmuni landsins til frambúðar. Hins vegar verður að vara sterklega við því þegjandi samkomu- lagi sem utanríkisráðherra virðist hafa gert við Norðmenn um veiðar úr síldarstofninum. Það liggur fyrir, að Alþjóða hafrann- sóknaráðið hefur lagt blessun sína yfir að rösklega 900 þúsund tonn séu veidd úr stofninum. Af því tóku Norðmenn sér einhliða 650 þúsund tonna kvóta. Með því voru þeir auðvitað að gefa til kynna, að þeir gætu sætt sig við að íslendingar og Færeyingar veiddu 250 þúsund tonn. En tvíhliða síldarsamningurinn milli ís- lands og Færeyja, sem utanríkisráðherra átti lfumkvæði að, hljóð- ar einmitt upp á 250 þúsund tonn. Þannig hefur hann í raun fallist á kröfur Norðmanna. Þessi niðurstaða er hins vegar í engu sam- ræmi við hagsmuni og sögulegan rétt íslands. í umræðum á Alþingi kom berlega í ljós að utanríkisráðherra og sjávarútvegsráðherra höfðu hvorki þekkingu á sögu né fiski- fræði stofnsins. Eftirfarandi staðreyndir verða menn að þekkja: • Stofninn tekur upp ætisgöngur á slóðina norðan og austan ís- lands af þeirri ástæðu einni, að hann hefur ekki nóg æti á upp- vaxtar- og hrygningarstöðvunum við Noreg. Dvölin við ísland er því forsenda þess, að hann vaxi í íyrri stærð. • Sumargönguna á ætisslóðina við ísland notar síldin til að safna orku, það er að segja fita sig, áður en hún heldur aítur til hrygn- ingar við Noreg. Á örskömmum tíma bætir hún miklu fitumagni við sig, og það er hin aukna fita af íslandsmiðunum sem eykur stórlega verðmæti hennar. • Það voru Norðmenn, sem drápu stofninn niður síðla sjöunda áratugarins með stórfelldri rányrkju á ungsfld. Sum árin var rán- yrkjan svo gríðarleg, að aðeins örfá prómill seiðanna náðu full- orðinsaldri. íslendingar bera enga ábyrgð á hruni stofnsins á sín- um tíma. • Þegar stofninn er í eðlilegri stærð dvelur fullorðna stórsfldin aðeins 2 mánuði á ári hveiju í lögsögu Noregs. Hún er hins vegar 7 til 8 mánuði á miðum við ísland, og hefur þar vetursetu. • Við vissar aðstæður getur norsk-íslenska sfldin haft mjög nei- kvæð áhrif á viðgang loðnustofnsins, sem nú er orðinn afar mikil- vægur í efnahagslífi íslendinga. Þetta ber einnig að meta okkur í vil, þegar samið er um kvóta. Þessar staðreyndir, ásamt sögulegri veiðireynslu á stórsfld eftir að veiðamar höfðu náð hámarki, ber að nota sem grundvöll að samningum við Norðmenn. Það hafa íslenskir ráðherrar því mið- ur ekki gert. Sú tala, sem samið var um í tvíhliða samningnum við Færeyjar, getur ekki annað en skaðað stöðu íslands til fram- tíðar. Sömu mistök má ekki gera að ári. ■ Davíð á sauöskinnsskónum „Jónas kunni ísland að meta, segir Davíð [Oddsson] og við skulum kunna það einnig. Hann gleymir því óvart að fáir voru jafn gagn- rýnir á þjóð sína og Fjölnismenn ... Fyrr og síðar hefur þjóðernishyggja verið notuð til að kveða niður gagnrýni og efasemdarmenn litnir hornauga sem óþjóðlegir. Þessi hefð er nú notuð með góðum árangri á þá sem vilja aðild landsins að Evrópusambandinu. í raun hafa fáir jafn mikla trú á möguleikum þjóðarinnar og fylgismenn aðildar." Hinn 17. júní tók Davíð Oddsson, formaður hins frjálslynda flokks allra landsmanna, óumdeilda forystu í flokki þjóðlegra íhaldsmanna - hvar í flokki sem þeir annars skipa sér að öðru leyti. Enginn vafi leikur á að ræða hans á Austurvelli féll í góðan jarðveg meðal stórs hluta þjóðarinnar, enda afbragðsgott dæmi um orðræðu- hefð sem á sér djúpar rætur meðal þjóðarinnar. Þjóðernishyggja er og hefur verið ráðandi hugmyndafræði hér á landi - og í raun sett annarri orð- ræðu miklar skorður. Þetta skilur Dav- íð og kann að notfæra sér, enda næm- ur á skáldskap, sem ávallt hefur verið stór hluti af retorik þjóðernishyggj- unnar. Ekki er ólíklegt að forsætisráðherra ætli sér að veita ríkisstjórn forystu ^^orðið | lengur en aðrir á lýðveldistímanum í krafti hinnar þjóðlegu íhaldssemi. Forysta hans við afgreiðslu GATT- málsins bendir sannarlega til þess, enda bú landstólpi, eins og Davíð vitnaði til með velþóknun í ræðu sinni. I ræðu sinni útilokar Davíð f raun aðild íslands að Evrópusambandinu. Hann gerir það ekki á forsendum sjáv- arútvegsstefnu ESB,sem er tæknilegt úrlausnarefni, heldur á hefðbundnum forsendum íslenskrar þjóðemishyggju. Málið snýst í hans huga um sjálfstæði þjóðarinnar og fullveldi ríkisins. Andstaðan við Evrópusambandið er því tengd hinni dýrlegu sjálfstæðisbar- áttu þjóðarinnar og víglínurnar þar með dregnar á milli þeirra sem vilia vemda sjálfstæðið og hinna sem vifja skerða það. Davíð leggur þannig málið upp á furðu líkan hátt og Svavar Gestsson gerir í nýrri bók sinni, en samkvæmt hans framtíðarsýn mun sjálfstæðisbar- áttan vera afar mikilvæg í framtíðinni. Evrópusinnar hafna þessum for- sendum að sjálfsögðu: sjálfstæðisbar- áttunni lauk í raun 1918 og endanlega 1944. Spumingin um aðild íslands að Evrópusambandinu er spurning um viðbrögð þjóðar við nýjum aðstæðum; hvernig hagsmunir okkar eru best tryggðir til lengdar. Sjálfstæðisbarátt- an eða utanríkisstefna Fjölnismanna kemur Evrópusambandinu ekkert við: hún var viðbrögð við öðmm aðstæð- um en ríkja í dag. Eitt af mælskubrögðum andstæð- inga Evrópusambandsins er að gefa í skyn að fylgismenn aðildar séu haldn- ir vanmetakennd fyrir hönd þjóðar sinnar. Jónas kunni Island að meta, segir Davíð og við skulum kunna það einnig. Hann gleymir því óvart að fáir voru jafn gagnrýnir á þjóð sína og Fjölnismenn og átrúnaðargoð þeirra Eggert Ólafsson (sem var ekki einu sinni þjóðemissinni). Fyrr og síðar heíúr þjóðemishyggja verið notuð til að kveða niður gagn- rýni og efasemdarmenn litnir horn- auga sem óþjóðlegir. Þessi hefð er nú notuð með góðum árangri á þá sem vilja aðild landsins að Evrópusam- bandinu. í raun hafa fáir jafn rnikla trú á möguleikum þjóðarinnar og fylgis- menn aðildar. I okkar huga er full aðild í raun for- senda þess að möguleikar framtíðar- innar séu nýttir. Til lengdar er einung- is full aðild sæmandi sjálfstæðri þjóð, en ekki sú áhrifalausa aukaaðild sem felst í Evrópska efnahagssvæðinu. Davíð fagnaði því sérstaklega að litlar deilur stæðu um Evrópusam- bandið hér á landi. Þetta kann að vera óskhyggja hjá honum, enda skorturinn á umræðu meðal annars afleiðing af skoðanakúgun innan Sjálfstæðis- flokksins. Fyrir kosningar var á víxl höfðað til flokkshollustu og beitt hót- unum til að menn héldu sig á mott- unni. Ekki hafa bolabrögðin neitt minnkað eftir kosningar. Ládeyðan þessa dagana er væntanlega lognið á undan storminum, enda vandséð að menn láti kúga sig til lengdar. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Atburðir dagsins 1527 Italski rithöfundurinn Niccolo Machiavelli, höfundur Furstans, deyr. 1788 Stjómar- skrá Bandaríkjanna gengur í gildi. 1791 Lúð- vík XVI Frakka- kóngur gerir mis- heppnaða tilraun til að flýja en er færður fanginn aftur til Parísar. 1959 Sigur- bjöm Einarsson verður biskup íslands. Embættinu gegndi hann í 22 ár. 1982 Díana prins- essa elur son, sem gengur næst- ur Karli prins að ríkiserfðum. Afmælisbörn dagsins Jón Helgason biskup, 1866. Jean-Paul Sartrc franskur rit- höfundur og heimspekingur, kunnastur fyrir kenningar sínar um existentialisma, 1905. Mary McCarthy bandarískur rithöfundur, 1912. Annáisbrot dagsins Maður týndi sér í Hraunhrepp, hét Þorsteinn; fannst dauður í læk nokkrum, setti fyrir sig efnaskort og bágindi sín. Grímsstaöaannáll, 1702. Galdur dagsins I einn tíma, höfðu þessi verk, sem eingin verk voru, meiri áhrif á okkur nánustu vini hans en nokkrar bókmentir. Og maðurinn Jóhann Jónsson var í augum okkar sjálfur skáldskap- urinn holdi klæddur. Halldór Kiljan Laxness um Jóhann skáld Jónsson, höfund Saknaðar. Vilji dagsins Við verðum að trúa á frjálsan vilja. Við höfum ekkert val. Isaac Bashevis Singer, rithöfundur. Máisháttur dagsins Eitt sverð dregur annað úr skeiðum. Orð dagsins Stuttir eru morgnar íMöðrudal. Þar eru dagmól, þd dagar. Þjóðkvæöi. Skák dagsins Hollendingurinn van dcr Wicl er skemmtilegur skákmaður þegar sá gállinn er á honum, einsog skák dagsins er til vitnis um. van der Wiel hefur hvítt og á leik gegn Þjóðverjanum Bischoff. Svartur var að enda við að leika Ke5, og ekki verð- ur annað séð en hvíta hróksins bíði grimm örlög þarsem hann er innilokaður á d6. En Hollendingurinn bregst við af hörku og knýr Bischoff til upp- gjafar í næsta leik. Hvað gerir hvítur? 1. Hxd7!! Bischoff gafst upp enda mát óumflýjanlegt: I. ... Hxd7 2. f4+ Kd6 3. e5 mát.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.