Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
MIÐVIKUDAGUR 21. JÚNÍ1995
■ Hinir gröfnu fjársjóðir Afríku
Dreymir þig um
jarðsetningu í
fíls- eða y
fiðrildislikkistu?
- Ef svo er þá er Ga-ættbálkurinn í Ghana rétta fólkið til að ræða
við. Fyrir rúmlega hálfa milljón króna geturðu keypt af þeim lista-
vel handsmíðaða líkkistu í líki þess hlutar sem helst tákngerir
drauma þína. Allt hófst þetta árið 1947 þegar öfundsjúkur höfð-
ingi lét smíða fyrir sig yfirbyggðan burðarstól í líki kakó-fræbelgs
til að slá við kollega sínum í næsta þorpi, en sá átti burðarstól í
arnarlíki. Hinsvegar dó öfundsjúki höfðinginn og var jarðsettur af
hagsýnum ættingjunum í smíðisgripnum. Þarmeð var hafið æði
sem enn ekki sést fyrir endann á og hefur teygt arma sína inná
mörg helstu söfn veraldar. Hér á eftir verður saga þessa stór-
furðulega fyrirbæris sögð.
Það eru ekki allir diplómatar sem
hafa tæplega tveggja metra langa lík-
kistu í borðstofu sinni. Kenneth
Brown, bandaríski sendiherrann í
Ghana, er þó einn af þeim. Og ekki lét
hann þarvið sitja því útá veröndinni
við húsið gefur á að líta aðra slíka.
Brown viðurkennir fúslega að ,,margt
fólk er lítt hrifið af þessari hugmynd."
Umrædd hugmynd felur í sér stórfeng-
legar líkkistur sem smíðaðar eru af
innfæddum meðlimum Ga-ættbálks-
ins í sem hkastri mynd og við þekkj-
um hversdagslega hluti og eru nú
órjúfanlegur hluti þjóðlegrar listar í
landinu; í reyndinni bæði skúlptúrar
Viðskiptajöfrar eru gjarnan stór-
tækir menn og þessum dugði ekk-
ert minna en breiðþota (að því er
sýnist frá hinu hollenska KLM) sem
fararskjótur fyrir hinsta ferðalagið.
og smíðisgripir ætlaðir til greftrunar.
Líkkistumar í eigu Brown em skær-
rauður chili-pipar og fíll. Smiðir Ga-
ættbálksins smíða hinsvegar einnig
líkkistur í birtingaimynd grænmetis,
ávaxta, ama, fiðrilda, bifreiða, flug-
véla - allt nema hefðbundnu femings-
laga kistumar blíva hér um slóðir. Á
undanfömum ámm hafa söfn víðsveg-
ar um veröldina sýnt líkkisturnar á
fjölmennum sýningum óg eftir því
sem hróður þeirra eykst og berst víðar
þeim mun álitlegri verða gripimir til
útflutnings.
Þannig fjárfesti Rosalynn Carter,
eiginkona Bandaríkjaforsetans fyrr-
verandi, í tveimur slíkum þegar hún
var á ferðalagi um Ghana í marsmán-
uði síðastliðnum. Frú Carter valdi sér
pipar og öm; kistur sem munu vera
einna vinsælastar um þessar mundir
meðal höfðingja Ga-ættbálksins.
Jólagjafalisti snobbverslunarinnar
Neiman Marcus (er höfuðstöðvar hef-
ur í New York) mun ennfremur hafa
þijár líkkistur frá Ghana innanborðs í
ár. Jólagjafalisti þessi er geftnn út ár-
lega og talinn einn ömggasti markaðs-
vísir bandarískrar ofurágimdar. Kar-
en Gladding. markaðsfulltrúi fyrir-
tækisins í Ghana lét hafa eftir sér af
þessu tilefni: ,,Ef fólk getur komist yf-
ir og jafnað sig á þeirri staðreynd að
þetta em alvöru líkkistur, þá mun það
komast að raun um að kistumar em
virkilega líflegir og hressilegir gripir.“
Fólkið sem smíðar og notar þessar
líkkistur komst í öllu falli yfir þessa
staðreynd málsins fyrir allmörgum ár-
um. Saga þessa undarlega fyrirbæris
(eða réttara sagt: æðis sem nú gengur
yfir hluta Afríku - og kannski um
gjörvalla New York í kringum næst-
komandi jól) er sögð í stórskemmti-
legri nýrri 127 blaðsíðna bók, Haldið
inní myrkríð: Ævintýralegar líkkistur
frá Afríku, eftir franska ljósmyndarann
og blaðamanninn Thierry Secretan
sem hefur mestmegnis starfað í Ghana
frá árinu 1979.
Rætur þessarar stórfurðulegu al-
þýðulistar sem leitt hefur til greftrana
fólks í öllum sköpuðum hlutum (allt
frá kjúklingum til utanborðsmótora) er
- svo ótrúlegt sem það kann nú að
virðast - ekki hægt að rekja lengra aft-
ur en til miðbiks þessarar aldar, sam-
kvæmt mjög sannfærandi rökum sem
Secretan færir fyrir máli sínu í bók-
inni. Að vísu voru framieiddar líkkist-
ur í Zaíre í lagi hnífa og fuglsgogga í
kringum aldamótin síðusíu, en þær
munu víst engan þátt eiga í hinum
hugmyndaríkum smíðisgripum Ga-
ættbálksins.
Allt hófst þetta árið 1947 við upp-
haf góðæris í Ghana sem fylgdi eftir-
stríðsárunum - þar einsog víðast hvar
annarsstaðar. Vinkonumar öfundsýki
og hugmyndaauðgi spila hér báðar
lykilhlutverk. Málavextir voru sem-
sagt þeir, að höfðinginn í þorpinu Tes-
hi hóf að ferðast hvert sem hann fór í
yfirbyggðum burðarstól sem smíðaður
var í mynd arnarins Sakumo, aðal-
guðs Ga-ættbálksins.
Leiðtogi í nágrannaþorpi einu fyllt-
ist vitaskuld afbrýðissemi og tók til
sinna ráða: hann réði einfaldlegá besta
smið þorpsins Teshi, mann að nafni
Ata Owoo, til að srníða fyrir sig burð-
arstól sem bera ætti af öðmm og vera í
formi fræbelgs af kakó-tré. (Þess ber
að geta að Ghana var á þessum tíma
langstærsti kakóútflytjandi veraldar-
innar.)
Hinsvegar lést þessi ættflokkshöfð-
ingi skömmu áður en burðarstóllinn
fíni var tilbúinn til notkunar og í
skyndilegu hagsýniskasti ákvað fjöl-
skylda hans að grafa manninn bara í
fræbelgsburðarstólnum sem hvort eð
er svo mikið hafði verið lagt í.
Innblásinn af þessari hugdettu hófst
annar snilldarsmiður Teshi þorpsins,
Kane nokkur Kwei, þegar í stað
handa við að gera ömmu sinni greiða
sem ná myndi útfyrir mörk lífs og
dauða.
Ga-fólkinu er ekki hlátur í hug þeg-
ar meðlimir ættbálksins eru bornir
til grafar í skrautlegum líkkistun-
um, enda tákna þær hvorki meira
né minna en æðstu drauma við-
komandi.
Sú gamla var nefnilega gjörsamlega
heilluð af bandarísku flutningavélun-
um í síðari heimsstyrjöldinni sem not-
uðu Accra, höfuðborg Ghana, sem
eldsneytisstöð á birgðaflugi sínu til
Norður-Afríku. En amman dó
Fiskimaður einn valdi sér hvílu í stíl
Jónasar. Ekki amalegt fyrir sjó-
sækna íslendinga að hverfa yfir á
hin eilífu fiskimið með slíkan smíð-
isgrip í fórum sínum.
ALÞÝÐUFLOKKURINN -
JAFNAÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS
Sumarferð 1995
Sumarferð Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks
íslands - verður farin laugardaginn 1. júlí. Að þessu
sinni verður farið í Viðey og í sjóstangveiði um
sundin blá. Dagskráin verður í stórum dráttum þessi:
Klukkan 13:00
- Brottför frá Sundahöfn með Maríusúðinni til Viðeyjar.
- Grillað á staðnum undir vökulum augum
Jónasar Þórs kjötmeistara.
- Gos og nammi handa börnunum.
- Gönguferð um Viðey í fylgd leiðsögumanns.
-Leikir, uppákomur og skemmtiatriði.
- Þeir sem óska ekki eftir að taka þátt í sjóstangveiðinni
geta sleppt henni og farið heim með
Maríusúðinni þegar þeim hentar.
Klukkan 19:00
- Vélbáturinn Andrea leggst að bryggju í Viðey
og tekur þá sem vilja í sjóstangveiði.
- Veiðin matreidd um borð eftir kúnstarinnar
reglum og borðuð með bestu lyst.
- Söngur og gleði meðan siglt er um sundin.
- Verði verður haldið í lágmarki og má reikna með
1.000 krónum fyrir þá sem aðeins fara í Viðey, en
4.500 krónum fyrir þá sem fara að auki í sjóstangveiðina.
Matur er innifalinn.
Skráning og nánari upplýsingar eru í höndum
Kolbrúnu Högnadóttur á skrifstofum Alþýðuflokksins
í síma 552-9244. - Mikilvægt er að þeir sem ætla
í sjóstangveiðina skrái sig sem fyrst.
Látið ykkur ekki vanta!
Sumarferðir Alþýðuflokksins eru rómaðar fyrir
rífandi stemmningu, frábæra skemmtun og góðan
félagsskap. Takið alla fjölskylduna með!
Kýr eru með vinsælustu líkkistum
Ga-ættbálksins. Þessi var smíðuð
fyrir kjötheildsala sem kaus að yfir-
gefa liðið með stíl. Sú jarðarför
mun sjálfsagt seint gleymast.
afturámóti áður en henni gafst tæki-
færi til að setjast um borð í slíka ma-
skínu og fljúga líktog fuglinn um loft-
in blá. Þessvegna var Kwei staðráðinn
í að smíða henni líkkistu með vængi -
og^gerði það.
I dag er líkkistusmíðin orðinn að
blómlegum og listrænum heimilisiðn-
aði sem Ga-ættbálkurinn er í dag
þekktastur fyrir um allan heim.
Auðugir og áhrifamiklir Ghana-
menn fréttu fljótlega af fyrirbærinu og
tóku að láta grafa sig í maísstönglum,
fiskveiðibátum, ljónum, vorlaukum
eða hverjum þeim hlut sem þeim
fannst einna best endurspegla uppruna
auðs síns og æðstu drauma.
í dag eru sex vinnuflokkar smiða
(sem öllum er stjómað af ættingjum
eða fyrrverandi nemendum fyrmefnds
Kwei) vinnandi hörðum höndum við
að framleiða þær eitt hundrað líkkistur
sem notaðar eru árlega í Ghana og
einar þrjátíu til viðbótar sem seldar
eru erlendum aðilum í Evrópu og
Norður-Ameríku.
Mercedes Benz-líkkistur em gríðar-
lega vinsælar og biblíur em stöðugt að
sækja í sig veðrið - sennilega til mik-
ils hugarléttis fyrir þá kristnu presta
sem þungbærar áhyggjur höfðu af því
að smíðisgripimir væm famir einum
of að þróast í áttina að skurðgoðadýrk-
un fortíðarinnar.
Borðstofulíkkista bandaríska sendi-
herrans Kenneth Brown er komin í
eigu hans þarsem prestur hafði neitað
að jarðsetja sóknarbam sitt í chili-pip-
ar og Brown segir umburðarlyndið af-
ar breytilegt frá einni sókn til annarrar.
Sífellt fleiri em þó tilbúnir til að sam-
þykkja, „að þessir hlutir eiga rétt á sér
sem hjartnæm og elskuleg hinsta
kveðja til viðkomandi manneskju,“
segir hann.
En stærsta hindrunin í veginum er
alls ekki af guðfræðilegum toga held-
ur fjárhagslegum. Jafnvel tiltölulega
hefðbundnar og hógværar líkkistur úr
mjúkum viði kosta 400 þúsund cedris
- eða sem nemur tæplega 260 þúsund
krónum. Verkamaður í einhverjum
bæja eða borga Ghana þarf að strita í
heilt ár til að fá slíkar fjárhæðir í
launaumslagið. Mahóný-tegundirnar
sent aðallega eru ætlaðar til útflutn-
ings kosta síðan að minnsta kosti tvö-
falda þá upphæð.
Þrengingatímar snertu þó aldrei
nokkum tímann líkkistuviðskipti Kane
Kwei. Það er einsog hann var vanur
að segja: „Líkkistan er eini hluturinn
_sem dauður maður á.“ Þegar franski
ljósmyndarinn - og nú rithöfúndurinn
- Thierry Secretan spurði Kwei eitt
sinn í hverju hann ætlaði að láta jarð-
setja sig svaraði sá gamli: „Ég mun
fara í hveiju því sem þeir láta mig í.“
Brautryðjandinn Kane Kwei lést ár-
ið 1992 og frændi hans og uppáhalds-
nemandi, Paa Joe, smíðaði fyrir
meistara sinn líkkistu sem var svo
íhaldssöm í sniðinu að hún hlaut að fá
samþykki hins stranga meþódista-
prests þorpsins. Þetta var hefðbundin
og femingslaga kista með aðalverk-
færi iðnar Kwei grafin á homin; ham- -
ar, sög, meitil og rétthyming.
Synir Kwei höfðu hinsvegar nýlok-
ið við smíðar á nokkmm kistum sem
ætlaðar voru bandarísku safni sem
staðsett er í Kalifomíu. Og því þótti
það mjög við hæfi, að frá kirkju til
kirkjugarðs fylgdi sérkennileg fylking
líkkistu Kwei; kú, krabbi, tígrisdýr,
humar, fiskveiðibátur og Mercedes
Benz með hlébarðaskinnsáklæði. ■
■hh / Byggt á Newsweek