Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 21.06.1995, Blaðsíða 8
Miðvikudagur 21. júni 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk mnwiimni 91. tölublað - 76. árgangur ■ Á næstunni heldur bandaríski söfnuðurinn Spirit Life Christian Center kristilegt unglingamót í Reykjavík. Ásgeir Páll Ágústsson, 24 ára meðlimur í Veginum, er einn af þeim sem sjá um skipulagninguna. Efasemdamaðurinn Stefán Hrafn Hagalín og hinn frelsaði Ásgeir Páll tóku hraðfleygt spjall saman í gær um guð, Veginn, Perinchief, djöfulinn, Hinn, himnaríki, Jesú Krist, Ólympíuleika frels- ingja og hvernig í ósköpunum maður fer að því að komast inní himnaríki! Athyglisvert er að á dagskrá kristilega mótsins er flutningur villtrar og kröftugrar tónlistar. Hvað er eiginlega í gangi? „Við ætlum að ná rokkinu tilbaka frá Djöflinum' - því það er jú Guð sem alla tónlist hefur skapað, segir hinn eldhressi Ásgeir Páll. Asgeir Páll Ágústsson, 24 ára, frelsaður og himinlifandi með guð, Jesú Krist, Richard Perinchief, rokkið - og vitaskuld Veginn. A-mynd: E.ÓI. Dagana 23.-25. júní verður haldið kristilegt unglingamót í Reykjavík. Það er bandaríski söfnuðurinn Spirit Life Christian Center sem stendur fyr- ir mótinu og af því tilefni kemur til landsins 20 manna hópur frá Flórída undir forystu hirðis hans, Richard Perinchief - lærisveins Benny Hinn. Asgeir Páll Agústsson, 24 ára með- limur í Veginum, er einn af þeim sem séð hafa um skipulagningu mótsins og í samtali sem Stefdn Hrafn Hagalín átti við hann í gær ræddi Ásgeir Páll um allt á milli himins og jarðar... Segðu mér til að byrja með fró þessu kristilega unglingamóti... „Það er bandaríska kirkjan eða söfnuðurinn Spirit Life Christian Center í Flórída sem stendur fyrir því og af þessu tilefni er 20 manna hópur á leiðinni til landsins undir forstöðu hirðis hans, Richard Perinchief. Þau hafa sent hópa til íslands nokkrum sinnum og ég held að þau séu núna að koma í sjöunda skiptið." Er Spirit Life Christian Center stórt og mikið batteríþama úti? „Já, töluvert myndi ég segja. For- stöðumaðurinn, Richard Perinchief er fyrrverandi samstarfsmaður Benny Hinn. Perinchief byijaði sína þjónustu hjá Hinn.“ Þessum sem var þama í Kaplakrik- anum ífyrra? ,Já, akkúrat og Benny Hinn verður einnig í Laugardalshöllinni í júlí með samkomu. Spirit Life Christian Center hefur það að meginmarkmiði að ná til unga fólksins og hafa starfað við gríð- arlega góðan árangur. Ég man til dæmis eftir því að fyrir tveimur árum voru þau fyrir fullu húsi í skóla einum í Garðabæ með fyrirbænir og töluðu við fólkið. Það hljóta að hafa verið í kringum 250 manns sem þar mættu til að hlýða á boðskapinn." Bara venjulegir krakkar úr Garða- bœnum? , Já, já... Nemendur í þessu skóla.“ Og hvað œtlið þið að gera d þessu kristilega móti? „Það byggist þannig upp að kristnir unglingar allsstaðar af landinu - úr öllum kimum hins kristna heims, ef þannig má taka til orða - koma sam- an. Þama er til að mynda fólk úr Þjóð- kirkjunni, Ungu fólk með hlutverk, Fíladelfíu, Hjálpræðishernum, Orði lífsins, Veginum, Krossinum og‘ svo framvegis." Þetta er þá ekki svona sértrúarsöfn- uðamót? „Nei, fólk kemur allsstaðar af eins- og ég sagði áðan og það sýnir vel hví- lík virðing er borin fyrir þessum manni, Perinchief, og þeim hópi sem honum fylgir til landsins. Mótið er í rauninni fyrir alla þá sem telja sig kristna. Samkomur verða haldnar fyrir alla sem áhuga hafa og einnig stönd- um við fýrir með bænaskóla. Á laug- ardeginum verðum við síðan með Ólmypíuleika frelsingja - íþróttamót á léttu nótunum - og við ætlum að fara niður í miðbæ Reykjavíkur að nætur- lagi, hitta fólkið þar og vera með smá show á Ingólfstorgi." Hefur Richard Perinchief komið til fslands áður? ,Já, Richard hefur komið nokkrum sinnum áður til landsins í sömu er- indagjörðum og heimsóknirnar hafa skilað miklum árangri. Hann hefur í hópnum sérþjálfað fólk sem ýmist sýnir drama eða flytur villta og kröft- uga tónlist, dansar predikar og svo framvegis." Mikiðfjör í gangi? , Já, já. Föstudags- og laugardags- kvöld verður hópurinn til dæmis með leiksýningu, danssýningu og tónleika sem hefjast í bæði skiptin klukkan 23:00. Sýningarnar eru sniðnar að þörfum ungs fólks og við leggjum mesta áherslu á að ná til unglinganna með fagnaðarerindið á áhugaverðan hátt; sýna þeim fram á að kristindóm- urinn getur verið skemmtilegur. Þetta verður þarafleiðandi alls ekki byggt uppá einhvem eldgamlan kirkjulegan hátt.“ Þið haldið ykkur semsagt ekki á einhverju upphöfnu plani og talið ská- hallt niður til fólks í umvöndunartóni? „Nei, við erum einfaldlega einsog unglingamir - bara venjulegt fólk og nálgumst þá á þeirra forsendum." Þessi „villta og kröftuga tónlist" er það gamla góða rokk & rólið? ,Já.“ Eruð þið þá ekkert á þeirri línu að rokk & ról sé tónlist djöfltlsins? „AHs ekki. Guð skapar alla tónlist, en Djöfullinn hefur bara misnotað hana. Við ætlum að ná rokkinu tilbaka frá Djöflinum." Ég sé t' fréttatilkynningu frá ykkur að hópurinn sé hingað kominn til að létta neyð íslenskra unglinga. Er ein- hver meiri neyð ríkjandi meðal þeirra nú en endranœr? „Já, neyðin er mikil og við sjáum það einna best á því að sjálfsmorðs- tíðni meðal ungs fólks hefur aldrei verið hærri og áfengisvandamálið er sömuleiðis að færast stöðugt neðar og neðar í aldri. I dag em uppi stórfeng- leg vandamál meðal mjög ungra krakka; allt niður í tólf ára aldurinn. Heimilislausum unglingum fer einnig fjölgandi. Við sem erum í Veginum höfum rekið starf í Loftsstofu - kaffi- húsinu okkar í Veltusundi við Ingólfs- torg - og höfum þar verið að gefa fólki að borða sem fær ekki að borða nema kannski einu sinni í viku; ungu fólki. Kaffihúsið höfum við rekið um nokkurt skeið og boðið þar uppá kakó og svoleiðis - afgangsbakkelsi frá bakaríinu - og nýtt síðan húsnæðið í trúboð á laugardagskvöldum." / tilkynningunni segir ennfremur að ungt fólk sé alltaf að leita að „ein- hverri lífsfyllingu og leitin er mjög víða orðin mjög örveentingarfull. “ Afl hverju erþað? „Astandið er að sjálfsögðu þannig að fólk er alltaf að leita að andlegri fyllingu og sú fylling - segjum við - er Jesús Kristur. Hann er sá eini sem getur gefið því varanlega lausn; lausn sem unga fólkið finnur ekkert annars- staðar. Varanlega lausn er þannig alls ekki að fínna í áfenginu sem leiðir einungis til eiturlyfja og sjálfsmorða vegna þess að það finnur engan til- gang með lífinu." En það er nú varla algilt? „Nei. Ég er alveg sammála þér í því, en engu að síður er það algilt að allir þurfa á Jesú Kristi að halda." Er þessi neyð sem þið talið um ef til vill komin til vegna einhverskonarfor- eldravandamáls ? „Jú, þeir hafa kannski ekki sinnt sínu uppeldishlutverki sem skyldi margir hverjir - þótt það sé heldur ekki algilt. En þeir foreldrar þekkja heldur ekki Jesú.“ En ef maður kemur frá hamingju- sömu heimili þarsem allt er í góðu standi - þarf þá einhvern Jesú Krist innt'það dcemi? , Já, ég vil meina það. Til hvers lifir þú lífinu og hvað gerist síðan eftir dauðann? - skilurðu? Jesús Kristur sagði: Ég er vegurinn, sannleikurinn og lífið. Enginn kemst til Föðursins nema í gegnum mig. Hans boðskapur byggist á því að ef þú vilt eignast eilíft líf á himnum hjá Guði þá verðurðu að taka á móti Jesú sem lifandi og per- sónulegum frelsara. En við í Veginum emm ekkert að byggja þetta upp sem einhvem hræðsluboðskap - eða áróð- ur - og segja við þig: Þú ferð til hel- vítis ef þú ffelsast ekki. Miklu frekar erum við að benda fólki á að Jesú Kristur getur gefið þér lausnina í dag.“ Kemst maður þá ekki til himnaríkis efmaður trúir ekki á Jesú Krist? „Nei, nei. Og ég segi það við þig ef þú spyrð þannig - en hinsvegar er það ekki aðferðin sem ég nota til að ná til fólksins." Þið eruð þá ekkert að troða ykkar boðskap uppá fólk? „Nei, ekki þanniglagað. Guð gefur öllum mönnum frjálst val og hann þröngvar engu uppá fólk. Og við í Veginum forum sömu leið.“ En afhverju kemst maður ekki til himna ef maður er góður og gegn við allt og alla en trúir samt ekki á þenn- anJesú? „Ég vildi svo sannarlega óska þess, að allir kæmust til himna, en þetta er nú einu sinni boðskapur Biblíunnar - hreinn og klár.“ Ég hélt að allir menn vceru jafnir frammi fyrir guði... ,Ja, það fá allir sama tækifærið til að taka afstöðu með eða á móti.“ Og það er semsagt algjört skilyrði að fara í gegnum Jesú Krist til að komast þama upp, eða hvað? „Allir menn hafa syndgað og laun syndarinnar em dauði. Jesús Kristur er milligöngumaður Guðs og manna; það var Jesú sem dó fyrir syndir okk- ar. Ef þú vilt ekki þurfa að taka út þessa refsingu syndarinnar - sem er dauði - þá verðurðu að taka á móti Jesú Kristi og gera hann að lifandi frelsara þínum. Það er auðvitað stór- kostlegt." Áfram með tilkynninguna ykkar. Ég sé að Perinchief þessi var „kallaður til þjónustu við Guð árið 1987“. Hvemig gengur slíkt fyrir sig? „Maðurinn er náttúrlega búinn að vera trúaður og ffelsaður í lengri tíma og svo upplifir hann einfaldlega að Drottinn sé að kalla á hann til að gera ákveðna hluti fyrir Guð. Hann hlýðir því. Það er ekki það, að hann hafi heyrt raustu Drottins segja: Þú átt að gera þetta - eða eitthvað þannig." Nú... Er það ekki svoleiðis sem þetta gerist? „Kannski í einhverjum örfáum til- fellum - en yfirhöfuð ekki. Ég á alla- vega óskaplega bágt með að sjá það fyrir mér og hef ekki heyrt slfkt sjálf- ur. En þetta hefur semsagt verið eitt- hvað sem Richard upplifði; að Drott- inn væri að leiða sig til vinnu í gegn- um Benny Hinn. Á þennan hátt vinnur Guð með menn á náttúrulegan hátt en ekki alltaf með einhverju rosalegu súperman-showi.“ Og Perinchief er svona ungur, en hefur samt lengi verið íþjónustunni... ,Já, já - hann er ekki nema 35 ára. Þetta er léttgeggjaður ungur maður.“ Þú ert sjálfur frelsaður - er það ekki - hvemig gerðist það? „Ég er búinn að vera frelsaður frá því að ég var tólf ára gamall." Tólfára...? , Já, en það er búið að ganga á ýmsu síðan. Ætli við getum ekki sagt að ég hafi heilshugar gengið þennan veg með Guði í lifandi trú í um það bil þijú til fjögur ár.“ Þú hefur þá svona stöku sinnum hrasað á leiðinni... „Málið er að þegar ég var tólf ára gamall og ffelsaðist þá vissi ég ekkert meira, hafði enga aðstöðu til byggja mig upp á einn eða neinn hátt og gat ekki sótt fundi í kristnu samfélagi. Þessvegna pældi ég ekkert meira í því og við erum náttúrlega breysk og óg- urlega auðvelt að falla." Nú er ituxður annaðslagið að heyra skrýtnar sögur afVeginum; af stelpum sem þvo ekki á sér hárið sökum þess að guð búi í því og svo framvegis. Hvað segirðu um svonafurðusögur? ,,Ég veit hvaðan þetta er komið og vil svara því til, að stelpumar í Vegin- um þvo á sér hárið og gera allt það sem venjulegt fólk gerir hversdags. Vitaskuld hefur maður sjálfur heyrt sögur af stelpum í einhveijum söfnuð- um sem klippa ekki á sér hárið, en ég vísa öllum skrípasögum af Veginum á bug.“ Þannig að það er ekkert undarlegt í gangi hjá ykkur; trúarofstœki og þess- háttar? „Nei, ég hef í öllu falli ekki heyrt það eða lesið í Biblíunni minni að Guð búi í hárinu." Ekkert sérstaklega þar frekar en annarsstaðar? „Akkúrat." Margir þungarokkarar eru til dœm- is með afar sítt hár og enginn hefur haft á orði að það sé vegna þess að guð búi í hárinu á þeim... „Einmitt. Enginn.“ En afhverju koma annars svona ýkjusögur upp í kringum söfnuði sem ykkar - er fólk eitthvað smeykt við ykkur? „Ætli það sé ekki málið. Það eru náttúrlega alltaf ákveðnir fordómar í gangi og menn dæma sífellt eitthvað og einhverja sem þeir þekkja ekki. Verið getur að þetta byrji alltaf frá einhverri rót því ég hef - einsog ég sagði þér - heyrt að það séu til konur í söfnuðum sem klippa ekki á sér hárið. En afturámóti eru líka til konur sem mála sig ekki og konur sem þekkja ekki Jesús, en fara samt aldrei í bað. Ég veit ekki hvort við eigum eitthvað að ræða þetta frekar. Það er gömul saga og ný að við umtal magnast svonalagað upp.“ Hvað með strangar reglur sem maður þarf að fylgja sem meðlimur safnaðar - eru einhverjar slíkar regl- ur fyrir félaga í Veginum? „Við hvetjum að sjálfsögðu okkar fólk til að fylgja lögum Guðs óg manna.“ Manni er þá ekkert kastað útúr Veginum þó að maður fái sér rauð- vínsglas með kjötinu eða bjór yfir boltanum? „Blessaður vertu... Ég veit um fullt af fólki sem fær sér rauðvín með kjöt- inu eða einn bjór fyrir framan vídeóið og þessháttar." Éruð þið ekki með neitt svona stíf- elsi og reglur í gangi einsog Vottamir, Mormónamir og þessháttar söfnuðir? „Nei, við höldum að minnsta kosti uppá jól og afmæli. Við erum ákaflega venjulegt fólk flestöll; fólk sem á að vísu einn ákveðinn hlut sem margir eiga ekki: lifandi trú á Guð og Jesú Krist - hans einkason.“B

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.