Alþýðublaðið - 27.06.1995, Page 1

Alþýðublaðið - 27.06.1995, Page 1
Guðmundur Árni: Stjórnartíð Sjálfstæðisfiokks og Alþýðubandalags hér í Hafnarfirði hefur verið hið glataða ár. A-mynd: E.ÓI. ■ Verður Guðmundur Árni Stefánsson alþingismaður næsti bæjarstjóri Hafnarfjarðar „Það er náttúr- lega ekkert úti- lokað í þessu lífi" - „En þetta er allavega ekki uppá borðinu. Menn eru enn ekki farnir að ræða þessi mál af einhverju viti," sagði Guðmundur Árni í samtali við Alþýðublaðib í gær. Guðmundur Ámi Stefánsson, al- þingismaður og fyrrverandi bæjarstjóri Hafnaríjarðar, er sá þriggja manna sem sterklegast hefur verið orðaður við bæj- arstjóraembætti hins nýja meirihluta sem tekur við í Hafnarfirði á næstu dögum undir stjóm Alþýðuflokksins. Hinir tveir eru Ingvar Viktorsson sem tók við bæjarstjóraembættinu af Guð- mundi Ama á síðasta kjörtímabili og Tryggvi Harðarson er gegndi þá stöðu forseta bæjarstjómar. Samkvæmt heimildum blaðsins inn- an raða jafnaðarmanna í Hafnarfirði stóð tU að aðal- og varabæjarfulltrúar flokksins myndu í umboði stjómar fuU- trúaráðs flokksins taka ákvörðun í gær- kvöldi eða í dag, þriðjudag, um með hverjum yrði fyrst reynt að mynda meirihluta með. Alþýðublaðið ræddi af þessu tilefni stuttlega við Guðmund Áma um miðjan dag í gær, en hann er nýkominn heim til Hafnarfjarðar eftir nokkurra vikna ferðalag erlendis. Heimildir Alþýðublaðsins telja lík- legt að þú takir við stöðu bœjarstjóra. Geturðu staðfestþað? ,JMei, það stendur ekki tU.“ Er það alveg útilokað? „Nei, það er náttúrlega ekkert útUok- að í þessu lífi. En þetta er allavega ekki uppá borðinu. Menn em enn ekki famir að ræða þessi mál af einhverju viti.“ Stendur þá ekkert sérstcddega til að þú farir í bcejarstjórastólinn? ,JSTei, nei. Það held ég ekki.“ Nú ert þú nýkominn til landsins eft- ir nokkra dvöl erlendis - hvernig líst þér að öðru leyti á stöðu mála í Hafn- aifirði? „Mér líst bara mjög vel á þetta og það er ákaflega spennandi verkefni sem fyrir höndum er. Það er tími tíl kominn að Alþýðuflokkurinn taki hér við stjómartaumunum á nýjan leik, komi bænum uppúr hjólfarinu þannig að hlutimir geti farið að ganga hér eðli- lega. Stjómartíð Sjálfstæðisflokks og Alþýðubandalags hér í Hatharfirði hef- ur verið hið glataða ár. En það þýðir ekkert að vera horfa um öxl í því sam- bandi, það er liðið sem hðið er og nú þarf að horfa framávið; tU næstu þrigg- ja ára að minnsta kosti. Ég tel einna brýnast að ná upp ímynd Hafnarfjarðar að nýju - sérstaklega meðal bæjarbú- anna sjáltfa, en þó einnig á landsvísu þarsem við höfum beðið mikinn áhts- hnekki í tíð fráfarandi stjómarherra. Þetta var fýrirmyndar bæjairfélag en því miður hefiir ásýnd bæjarins auðvitað skaðast stórkostlega yfxr þessum uppá- komum og vandræðagangi sem hefúr verið á þessum meirihluta. Það tekur vafalaust töluverðan tíma að snúa þama við blaðinu og hefja nýja sókn.“ Áttu von á því að gangið verði frá myndun nýs meirihluta á nœstu dög- um? „Eigum við ekki að segja að það verði allavega í þessari viku. Menn flýta sér þó hægt - þetta er búið að vera langt ár þannig að nokkrir dagar til eða fiá skipta engu máli.“ ■ Deilurnar innan þjóðkirkjunnar Biskupinn valda- laus blaðafulltrúi - segir Gunnar Þorsteinsson í Krossinum. Égsvara þessu ekki „Við svörum þessu ekki. Þetta er ekki skrifað á þann máta að eðlilegt sé að svara þessu. Hinsvegar á fólkið sem að dómsmálinu stendur auðvitað rétt á upplýsingum frá réttinum um meðferð mála,” sagði Hrafn Bragason forseti Hæstaréttar um mjög harkalega gagnrýni Jónasar Kristjánssonar í leiðara DV á lau- gardag. Þar sagði m.a.: „Afkastalítill Hæstiréttur situr í fílabeinstumi og skerðir mannréttindi í landinu með því að hggja árum saman á einkamál- um, þar sem smælingjamir í landinu eru að reyna veija rétt sirrn gegn óbil- gimi ágjamra og siðlausra stofriana á borð við txyggingafélögin í landinu.” Væringar innan þjóðkirkjunnar voru mjög til umræðu í tengslum við nýaf- staðna prestastefnu. Þar deildu prestar hart um það er sóknarprestur var kallaður til starfa í Hveragerði í stað þess að aug- lýsa brauðið laust og framgöngu biskups í málinu. Guðfræðingar eru orðnir mun fleiri en prestsembættin og því þykir mörgum prestum nauðsynlegt að embætti sem losna verði auglýst laus til umsóknar í stað þess að sóknamefndir geti kallað prest til starfa að eigin geðþótta. Gunnar Þorsteinsson, forstöðumaður Krossins, segir í samtali við Alþýðublaðið í dag að rótin að vaxandi deilum innan kirkjunnar sé valdaleysi biskups. Hann sé eins og nokkurs konar blaðafulltrúi kirkjunnar. Biskup geti hvorki ráðið prest né rekið og sitji uppi með hálf stjómlaust bákn. Þjóð- kirkjan sé hnípin kirkja í vanda. Sóknar- prestar sem blaðið ræddi við taka ekki svo djúpt í árinni en ífam kemur að mis- munandi áherslur séu varðandi stjómun og samskipti presta og sóknarnefnda. Ymsar samskiptadeilur hafi komið upp og menn látið stór og þung orð falla. Það þurfi að gera kirkjuna sjálfstæðari gagn- vart ríkisvaldinu og hún þurfi meira frelsi í sínum málefrium. - Siá unifiöllun á blaðsíðum 4-5. Agreiningur norskra og íslenskra ritdómara Ólafur .Tóhann Ólafsson slaer í gegn-5 Hrafn Jökulsson skrifar um Vigdísi forseta - 2 mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag Kaupir þú pizzu meb 2 áleggstegundum færb þú Margaritu* pizzu af sömu stærð í kaupbæti. Fyrir þá sem vilja, bjóðum vib einnig ferska íslenska tómata á frípizzuna þér ab kostnabarlausu. föstudag, laugardag og sunnudag Kaupir þú pizzu með 2 áleggstegundum færð þú Margaritu* pizzu af sömu stærð í kaupbæti _#_________ £ ;______________________ GILDIRIHEIMSENDINGU OGI TAKT'ANA HEIM ‘Margarita er pizza með sósu og osti, að sjálfsögðu getur þú keypt þín uppáhalds álegg á frípizzuna.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.