Alþýðublaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 18. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 atíf ðst við ysmgar sbróður sínum, leggur megináherslu á þróun öllum vinnslustigum og á það höfum við f í samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur. áfanga í fyrrasumar, og erum við það að leggja í annan áfangann. f sumar- lok munum við hafa lokið við að kortleggja allar fomminjar í tveimur hreppum í Eyjaftrði." Er ekki hœgt að sinna þessu starfi nema að sumri til? „Það er hægt að vinna við kortlagningu vetur, vor og haust, en sumarmánuðirnir eru þó heppilegastir og best að nota þann tíma vel. Við Orri erum báðir við nám enn þá, hann í Lundúnum og ég í París, og höfum gjarnan notað vetrar- fh'in til að skipuleggja sumarvinnuna hér heima. Kortlagningin, eins og allar fomleifa- rannsóknir, er ekki eingöngu fólgin í því að vera á vettvangi, hún kallar á mikla undirbúningsvinnu og svo úrvinnslu gagna sem er safnað á svæðinu." „Það er ekki mjög erfitt fyrir forn- leifafræðing að hasla sér völl. Vís- indasjóður er einn helsti styrktaraðili fornleifafræðinnar og ég held hann hafi tekið mönnum mjög vel og veitt marga góða styrki." Fyrri tíma heimildir og kenningar Hvernig undirbúið þið ykkur fyrir rannsóknir? „Við byijum á að lesa okkur til um fyrri tíma athuganir á fomleifum; þær hafa staðið yfir meira en eina og hálfa öld. Sérstaklega vom menn duglegir við að skrifa skýrslur um leiðangra sína í lok síðustu aldar. Við skoðum ömefnaskrár og óprentaðar heimildir, sem hægt er að finna á Þjóðskjala- safni. Við höfum tekið upp á þeirri nýjung að skoða túnakort, sem til em af öllum jörðum landsins, frá því snemma á þessari öld. Þau sýna gjaman legu síðustu torfbæjanna og lögun túna, áður en öllu var mtt um koll þegar líða tók á þessa öld. Það er mjög áhugavert að bera þessi kort saman við það sem við finnum núna.“ Fyrst Seltjamames, þá Eyjafíörð- ur, og svo hvað? „Þegar við höfum lokið vinnu í Eyjafirði höldum við að Hofstöðum í Mývatnssveit og svo em í undirbún- ingi önnur og ný fomleifaskráningar- verkefni í Borgarfirði og á miðhá- lendi. Það er verið að vinna að svæð- isskipulagi miðhálendis, og til að vinna þá vinnu þarf að styðjast við margvísleg gögn, þar á meðal úr fór- um fomleifafiræðinga og náttúmffæð- inga. Á Hofstöðum höfum við verið áður. Fyrst kortlögðum við hoftóftina svokölluðu, sem er yfir 40 metra löng og fræðimenn hafa oft talið hana til hofminja. Síðari tíma menn hafa efast um það og talið hana foman bæ, eða jafnvel leifar af stómm bæ þar sem einnig hafa verið haldnar samkomur og athafnir í heiðni. Við gerðum þama rannsóknir árið 1993, og kom- umst að þeirri niðurstöðu að minjam- ar þar séu ekki yngri en frá 11. öld. Núna ætlum við að gera sambærilega rannsókn á annarri minni tóft, rétt sunnan við þá fyrrnefndu. Það er mjög spennandi verkefni, því um þá tóft hafa verið uppi ýmsar getgátur. Þeir sem grófu þama fyrst töldu hana hafa verið ruslaholu, því þegar þeir grófu í hana fundu þeir ösku, eldspmngna steina og bein, líkt of finnst í öskuhaugum við sveitabæi. Þá hefur verið lagt til að um gamla soðholu sé að ræða, það er að segja holu, sem var notuð til matseldar. En það hefur verið gagnrýnt því hún er mjög stór, einir 6 eða 7 metrar í þvermál, en soðholur, sem fundist hafa hér og í nágrannalöndun- umum, hafa sjaldnast verið meira en metri eða svo. Þá hafa margir freistast til að halda að þama sé um einhvers konar fómarstað að ræða, fyrir fjölmennar fómarathafnir í heiðnum sið. Enn ein hugmyndin er að þessi hola hafi verið jarðhýsi, eins og fundist hafa annars staðar á land- inu og ummerki um þau em gjaman niðurgrafin hola. Hún getur svo hafa fyllst af rusli þegar húsið var ekki notað lengur. Við ætlum að skoða svæðið og láta reyna á þessar fyrri kenningar." Fáar vísbendingar um heiðnar helgiathafnir Látið þið heillast af ákveðinni kenningu áður en þið farið af stað? „Maður hefur auðvitað alltaf ein- hveijar hugmyndir í kollinum. í þessu tilfelli búum við að kenningum ann- ara, sem við ætlum að láta reyna á. Sumar þessara kenninga em þess eðl- is að fomleifafræðin á ekki auðvelt með að finna staðfestingu á gildi þeirra. Saga hofrannsókna á íslandi einkennist af þvf að engar sérstakar vísbendingar um heiðnar helgiathafn- ir hafa fundist, þó svo að víða hafi verið bent á hugsanlegar hofminjar. Fomleifafræðin er þess eðlis að ekki er auðvelt að gefa skýr svör um and- lega menningu liðinna tíma. Ef við komumst að þeirri niðurstöðu að þessi hola sé í raun gríðarstór soð- hola, þá munum við aldeilis þurfa að skoða allar mögulegar skýringar á stærð hennar og í hvaða samhengi hún hafi verið notuð. Hún hefur alltaf verið talin vera ffá heiðnum tíma, en enginn hefur enn sem komið er sýnt fram á aldur hennar. Hún gæti verið yngri en áður hefúr verið talið. Við munum kalla til aðstoðar gjóskulaga- fræðing, jarðfræðing sem kann vel skil á gjóskulögum. Aldur þeirra er gjaman þekktur og það getur hjálpað til við aldursgreiningu í fornleifa- Adolf Friðriksson: Við Orri Vésteinsson fórum í fyrstu könnunarleiðangrana 1989 og ákváðum þá að einbeita okkur að kortlagningu á fornieifum á íslandi. A-mynd: jim smart fræði." Hvað tekur svo við í lífi fornleifa- frœðinganna? „Orri er að ljúka námi á næstu mánuðum, en ég á tvö ár eftir. Við höfúm svona frekar gert ráð fyrir því að koma aftur til Islands að námi loknu og halda samstarfinu áfram: taka til óspilltra málanna. Samstarf okkar hefur gefist mjög vel. Við emm ekki alltaf sammála og rökræðum gjaman fram og aftur um hugmyndir og aðferðir. En það er afar hollt að hleypa ólíkum sjónarmiðum að. Við höftim ólíkan bakgmnn, Orri er fom- leifafræðingur og sagnfræðingur, en það er mjög mikilvægt í íslenskri fomleifafræði að kunna góð skil á rit- uðum heimildum. Ég er fomleifa- fræðingur og hef í mínum fræðum lagt áherslu á að skoða samspil rit- aðra heimilda og fomleifafræði. Þessi sérþekking okkar hefur nýst okkur mjög vel.“ Vaxandi fræðigrein Ertu ánœgður með störf fyrir- rennara þinna og kollega? „Fomleifafræði á íslandi hefúr vax- ið mikið á síðustu árum. Fyrir þremur ámm var stofnað félag íslenskra fom- leifafræðinga, sem telur um það bil 25 fræðinga. Margir em reyndar enn í námi, eða sækja f það minnsta hluta- nám erlendis með störfúm sínum hér heima. Við Háskóla fslands er ekki boðið upp á fomleifaffæðinám, svo fólk verður að leita þess utan land- steinanna. Það er örugglega mjög hvetjandi að fólk leiti á ýmsa staði og taki þá með sér ólíkar hugmyndir og aðferðir aftur heim. Restir hafa farið til Norðurlandanna. Ég var fyrst við nám í Bretlandi og þegar að doktors- náminu kom ákvað ég að fara til Par- ísar. Þar vinn ég undir leiðsögn FranQois-Xavier Dillmann prófess- ors við Ecole pratique des Hautes Études. Hann er íslendingum að góðu kunnur fýrir þýðingar sínar úr fomís- lensku. Ég er ánægður með námið, hef fengið góðan stuðning og hvatn- ingu frá mínum kennara og er að vinna í mjög hvetjandi rannsóknaum- hverfi. Ég hef alltaf unnið að íslensk- um verkefnum í námi mínu erlendis, það er mikilvægt fyrir fámenna fræði- grein. Vegna smæðar stéttarinnar em námsverkefnin kærkomin viðbót við fræðin, til að þoka þeim áfram.“ Er almennilega hlúð að frœði- greininni og spennandi tilhugsun að vinna að fornleifarannsóknum he'r í framtíðinni? ,Já ég held það. Það er ekki mjög erfitt fyrir fomleifafræðing að hasla sér völl. Vísindasjóður er einn helsti styrktaraðili fomleifafræðinnar og ég held hann hafi tekið mönnum mjög vel og veitt marga góða styrki. Það er ansi hætt við að margir fomleifafræð- ingar, sem núna eru í fullu starfi, hefðu farið að sinna einhverju öðm fljótlega eftir að þeir komu úr námi, hefði sjóðsins ekki notið við. Viltu Ijúka þessu með þvl að segja mér eitthvað um Miðhúsasilfrið? „Nei.“ ■ Utboð F.h. gatnamálastjórans í Reykjavík, er óskað eftir tilboðum í ýmis smáverk. Verk þetta nefnist: Ýmis smáverk vestan Reykjanesbrautar Helstu magntölur eru: Uppúrtekt 2.700 m3 Fylling 3.100 m3 Mulinn ofaníburður 2.800 m2 Hellu- og steinalögn 1.100 m2 Þökur 1.100 m2 Verkinu skal að fullu lokið fyrir 1. nóvember 1995. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, frá og með þriðjudeginum 18. júlf, gegn kr. 10.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miövikudaginn 26. júlí 1995, kl. 11.00f.h.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.