Alþýðublaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 18.07.1995, Blaðsíða 8
Þridjudagur 14. júlí 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MMWBLMl 106. tölublað - 76. árgangur Harkalegar sparnaðarráðstafanir á sjúkrahúsum og stefnt að tveggja milljarða króna niðurskurði á næsta ári Þetta er ekki verjandi - segir Sigurður Bjömsson, krabbameinslæknir á Landakotsspítala. „Mér finnst ástandið uggvænlegt. Fréttir af lokunum geðdeilda eru vof- veiflegar og að mínu mati er þetta ekki veijandi. Eg vil taka undir með gagn- rýni landlæknis á það ráðslag að það skuli enn vera varið fé í stórar nýbygg- ingar fyrir alls konar heilbrigðisstarf- semi á sama tíma og við höfum ekki fjármuni til að reka þær stofhanir sem fyrir eru,“ sagði Sigurður Björnsson, krabbameinslæknir á Landakotsspít- ala, í samtali við Alþýðublaðið. Víðtækar lokanir sjúkrahúsdeilda í sumar hafa valdið mikilli röskun á starfsemi sjúkrahúsa og læknar lýsa þungum áhyggjum af ástandinu. Þá bætir það ekki úr skák að stjómvöld fhuga að skera niður framlög til heil- brigðiskerfisins um tvo milljarða króna í fjárlögum fyrir næsta ár. „Upp á síðkastið hef ég rekið mig á það að eríitt er fyrir krabbameinssjúk- linga að fá aðgerðir með eðlilegum hraða. Því miður er ekki lengur að- staða til að gera stærri krabbameinsað- gerðir á Landakotsspítala og þeim spi'töium sem annast þær því fækkað úr þremur í tvo. Þetta þýðir að lengri tíma tekur að fá gerða ákveðna hluti,“ sagði Sigurður ennfremur. Varðandi þær ffegnir að stjómvöld ætli að spara tvo milljarða króna til viðbótar í heilbrigðiskerfinu á fjárlög- um næsta árs sagði Sigurður: ,Úg bara bið Guð að hjálpa okkur ef þeir ætla að halda áfram að höggva í þennan knéronn þar sem sparnaður kemur harðast niður á þeim eru veikir og þurfa á spítalavist að halda eða þurfa sérhæfða læknisþjónustu. Menn þurfa að setjast niður og spyrja hvort við séum virkilega á réttri leið. Er það þetta sem við ætlum okkur að gera? Þó við eflum forvamarstarf og fáum alla til að hlaupa og hætta að reykja þá verður fólk samt veikt." Verður ekki gengið lengra í spam- aði á þessu sviði en þegar er orðið? „Spamaður og hagræðing er komið alveg á ysm nöf. Ég sé hvað starfsfólk á sjúkrahúsum er orðið yfirkeyrt vegna fækkunar starfsmanna og annarra að- haldsaðgerða. Það verður að koma til stefnumörkun. Ætla menn að halda þessu heilbrigðiskerfi sem hefur verið með því besta sem þekkist í heiminum eða ætlum við að gera stefnubreyt- ingu? Hætta að veita ákveðnum sjúk- dómaflokkum þjónustu eða hætta að meðhöndla fólk eftir að einhverjum ákveðnum aldri er náð? Það er ótrúlegt að maður þurfi að spyija svona en því miður er ástæða til. Ekki er hægt að ganga lengra í þessa átt nema breyta heilbrigðispólitíkinni hér á landi og það hefur ekki verið gert,“ sagði Sig- urður Bjömsson. „Það virðist eins og lokanir deilda séu eitthvað víðtækari núna heldur en á undangengnum árom. Það er alveg komið út á ystu nöf í þessum efnum. Það er meira lokað á geðdeildum og taugasjúkdómadeild Landspítalans þar sé ég starfa er líka lokuð sem ekki var í fyrra. Þetta hefur í för með sér að spít- alamir geta varla sinnt þeirri þjónusm sem ekki verður undan komist að sinna, það er að segja bráðveiku fólki,“ sagði Sverrir Bergmann formaður Læknafélags íslands. „Þetta er í rauninni of langt gegnið. ■ Þriðjudagstónleikar í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar „Lyon-mærin " Ingveldur Ýr og fslensku tónskáldin í kvöld Ingveldur Ýr Jónsdóttir stundaði nám við Söngskólann í Reykjavík og framhaldsnám við Tónlistarskólann í Vínarborg og Manhattan School of Music í New York. Kennarar hennar voro Guðmunda Elíasdóttir, Svan- hvít Egilsdóttir og Cynthia Hoff- mann. Ennfremur sótti hún meðal annars námskeið hjá Charles Spencer og Martin Katz. Ingveldur Ýr hefur haldið ljóðatón- leika bæði hér á landi og erlendis - og tekið þátt í ýmsum óperuuppfærslum í Mið- Evrópu. Fyrsta hlutverk hennar á íslensku óperusviði var hlutverk Olgu í Évgení Önegin í íslensku óperonni veturinn 1993. Eftir það tóku við hlut- verk Fljóthildar og Valþrúðar í Nifl- ungahringnum á Listahátíð í Reykja- vík árið 1994 og hlutverk Preziosillu í ópero Verdis, A valdi örlaganna, sem sýnd var í Þjóðleikhúsinu síðastliðinn vetur. Ingveldur Ýr hlaut starfslaun úr Listasjóði vorið 1995 og ero þessir tónleikar meðal annars afraksturs þeirra. Hún hefur síðan verið fastráðin við Óperuna í Lyon næsta vetur. Og víkur þá sögunni að Jónasi Ingi- mundarsyni. Hann stundaði nám við Tónlistarskólann í Reykjavík og fram- haldsnám í Tónlistarskólanum í Vín- arborg hjá prófessor Josef Dichler. Frá árinu 1970 hefur Jónas starfað sem pfanóleikari, tónlistarkennari og kórstjóri. Hann hefur haldið fjölda tónleika á íslandi og komið fram á öll- um Norðurlöndunum, í Kanada og á sínum tíma í Sovétríkjunum; ýmist sem píanóleikari - einn eða með öðr- um - og árom áður sem kórstjóri. Jón- as hefur oft leikið með Sinfómuhljóm- sveit íslands í verkum eftir Bach, Mozart, Beethoven, Liszt, Grieg, Saint-Saens og Brahms. Hann hefur ennfremur margoft leikið í útvarpi og sjónvarpi og stjómað tórtlistarþáttum þar. Hann hefur komið ífam á alþjóð- legum listahátíðum og leikið inná plötur. Árið 1994 sæmdi Vigdís Finn- bogadóttir forseti Jónas riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir ötul störf sína að tónlistarmálum. Á þriðjudagstónleikum í Listasafni Siguijóns Ólafssonar í kvöld klukkan 20:30 syngur Ingveldur Ýr Jónsdótt- ir mezzósópran sönglög eftir íslensk tónskáld við undirleik Jónasar Ingi- mundarsonar píanóleikara. Á tónleikunum verða frumflutt lög eftir Tryggva M. Baldvinsson og Oliver Kentish og einnig verða flutt lög eftir Jón Þórarinsson, Jórunni Viðar, Jón Ásgeirsson, Hildigunni Rúnarsdóttur, John Speight, Jónas Tómasson, Hjálmar H. Ragnarsson og Atla Heimi Sveinsson. Ingveldur Ýr: Nýlega fastráðin við Óperuna í Lyon næsta vetur og syngur í Sigurjónssafni í kvöld. A-mynd: e.ói. Það er ekki hægt að sirrna geðveikum eins og þyrfti og einnig þarf að senda fólk heim áður en það hefur fengið þá athugun sem manni finnst út frá lækn- isffæðilegu sjónarmiði að ætti að eiga sér stað í nútímanum. Það er alltaf reynt að bjarga málum með einhveij- um hætti en þetta bitnar á veiku fólki og aðstandendum þeirra. Spumingin hlýtur að vera sú hvort ekki sé hægt að spara annars staðar svo ekki þurfi að ganga svona langt því þetta er komið yfir markið. Ef það verður meiri niður- skurður hlýtur þjónustan að minnka við þá sem ekki eru bráðveikir eða að viðkomandi verða að greiða meira sjálfir fýrir þjónustuna," sagði Sverrir Bergmann. Til Helga Sæm. á 75 ára afmæli hans, 17. júlí 1995 Hugleiðingar við Tjömina Helgi Sæmundsson. Pjetur Hafstein Lárusson. Sé alls gætt, er Reykjavík ekki borg, heldur Ijóðrœn umgjörð utan um tjöm. Þeir sem leið eiga um, varpa skugga sínum á bakka tjamarinnar og sumir spegla mynd sína á vatnsfleti hennar. Aðferðalokum hverfa þessar myndir, - þó ekki allar. Pjetur Hafstein Lárusson. ■ Sundafrost í Sundahöfn Fullkomnasta frysti- geymsla landsins Verktakafyrirtækið fstak hefur af- hent Eimskip fullkomna frystigeymslu í Sundahöfn sem ber heitið Sunda- frost. Geymslan sem er búin fullkom- inni tölvustýrðri geymslu- og kæli- tækni er 1700 fermetrar með 10 metra lofthæð og rúmar 3.100 hlaðin vöru- bretti. Að auki eru 1.400 fermetra þjónusturými í lágbyggingu. Frystigeymslan er hönnuð og byggð samkvæmt alþjóðlegum kröfum urn nýjustu og fullkomnustu kæhtækni og vöromeðferð og er hér verið að stíga enn eitt skrefið til að tryggja að ís- lenskt sjávarfang komist í fyrsta flokks ástandi til kaupenda um víða veröld. Upphaflega stóð til að Eim- skip réði erlendan aðila til að byggja geymsluna en síðan var ákveðið að fela ístaki verkið. Byggingin var að- eins fimm mánuði í smíðum og mun Eimskip taka hana í notkun fljótlega. Helstu samstarfsaðilar Istaks við þetta verkefni voru Kælismiðjan Frost hf. og Samey hf. Arkitekt hússins, var Garðar Halldórsson og eftirlit var í höndum Verkfræðistofu Stefáns Ól- afssonar hf. Páll Sigurjónsson forstjóri Istaks afhendir Herði Sigurgestssyni forstjóra Eimskips lykil að nýbyggingunni. Lykiilinn var meitlaður úr stórum ■'sklumpi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.