Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 s k o ð a n i r MíYDUBUDID 20954. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Siguröur Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Eyðilandið kortlagt Alþýðublaðið sagði frá því í gær, og vakti nokkra athygli, að fyrir skömmu hittust ýmsir áhrifamenn Alþýðuflokks, Alþýðubandalags, Kvennalista og Þjóðvaka til þess að ræða sameiningarmál á vinstri væng. Slílcar hugmyndir eru giska jafngamlar klofningi vinstri manna, en klofriingur vinstri manna er hér um bil jafngamall vinstri- hreyfingunni. Samkvæmt ffétt Alþýðublaðsins fór fundur hinna nýju sameiningarsinna fram í Ráðhúsi Reykjavíkur, að undirlagi Ingi- bjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. Helsta niðurstaða fundar- ins gaf því miður ekki vænleg fyrirheit um að eyðimerkurgöngu vinstrimanna væru nein takmörk sett: Fundarmenn, sem flestir munu tilheyra yngri kynslóð íslenskra stjómmálamanna, komust víst að þeirri niðurstöðu að ekki væri hægt að sameina vinstrimenn fyrren núverandi forystumönnum flokkanna hefðu verið fundin ný við- fangsefni. Heimildamenn fréttar Alþýðubfaðsins sátu fundinn góða í Ráð- húsinu, og því er enginn vegur að bera brigður á það sem fram kom í blaðinu í gær. Menn hljóta þessvegna fyrst og ffemst að undrast þá pólitísku skammsýni og takmörkuðu sögulegu þekkingu sem ffam kom í máli viðmælenda blaðsins, sem kusu að ræða málin í skjóh nafnleyndar. Núverandi forystumenn vinstriflokkanna, Jón Baldvin Hannibalsson, Kristín Ástgeirsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson, em nefriilega ekki upphafsmenn sundrungar á vinstri væng - ekki einu sinni Jóhanna Sigurðardóttir. Nokkrar kynslóðir jafriaðarmanna hafa verið bomar út á pólitískt eyðihjam kloffiings og óeiningar. Þeir sem nenna að lesa sér dl um klofriingssögu Alþýðuflokksins þurfa að seilast allt aftur til upphafs þriðja áratugarins til að fmna flokk sem ekki varð fyrir barðinu á prókúruhöfum hins pólitíska sannleika. Það er grátbroslegt að sameiningarfólk undir lok 20. aldar skuli komast að þeirri niðurstöðu helstri að ákveðnir stj ómmál amenn séu einkum þröskuldar í vegi þess að hin mikla draumsýn fái ræst. Enn grátbroslegra er að engínn viðmælanda Alþýðublaðsins í gær gerði pólitík að umtalseftii. Það er að segja: Helst var á þeim að skilja að ekki svo mikið sem blæbrigðamunur væri á vinstriflokkunum Qómm. Frambjóðendur Alþýðuflokksins státuðu sig af því í kosningabar- áttunni að hafa stefriu, öndvert við alla hina flokkana. Hafi nú liðs- menn flokksins komist að þeirri niðurstöðu að þeir hafi fundið sam- heija í baráttunni fyrir jöfriun atkvæðisréttar, breyttri stefriu í sjávar- útvegsmálum, landbúnaðarmálum og Evrópumálum - þá ættu þeir að gleðja félaga sína með þeim óvæntu tíðindum. Það er óþarfi að sitja að slíkum stórfréttum á lokuðum fundum. Jafrivel þótt gaman . sé að sitja í Ráðhúsinu og búa til nýtt landakort framtíðarinnar. Slík landakort hafa oftar en ekki reynst vera af póhtísku einskis- mannslandi. Deilurnar um Alaskalúpínuna Miklar deilur hafa um nokkurt skeið staðið um Alaskalúpínuna hér á landi. Lúpínan er afar nytsöm við landgræðslu örfoka lands, því neitar enginn, en margir, með Náttúrvemdarráð í broddi fylking- ar, hafa varað við landvinningum lúpínunnar. Landgræðslumenn hafa haldið því fram að lúpínan næmi land og hörfaði síðan fýrir nýjum gróðri og hefði því engin varanleg áhrif á gróðurfar landsins önnur en þau að gera landið gróðursælla. Rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins sýna að gild ástæða er til að efast um þá fullyrðingu Landgræðslunnar að lúpínan hörfí ávallt fyrir öðram tegundum og nemi ekki land þar sem aðrar tegundir ráða ríkjum. Það er þekkt vandamál víða um lönd að inn- fluttar plöntutegundir geta valdið miklum usla í lífnki viðtökulands- ins, jafnvel á kostnað fjölbreytileika þess lífrikis sem þar er til staðar. Það er því ekki að ástæðulausu sem Náttúrvemdarráð vill uppræta lúpínuna í þjóðgarðinum í Skaftafelli. Brýnasta verkefnið nú er að stórefla rannsóknir á lúpínu og láta fara fram mat á umhverfisáhrifum þess að græða upp stór landsvæði með lúpínu. Guðmundur Bjamason er bæði umhverfís- og landbún- aðarráðherra. Alþýðublaðið skorar á ráðherrann að beita sér fyrir samvinnu Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Náttúrafræðistofn- unar íslands og Líffræðistofnunar Háskóla íslands um stórauknar rannsóknir á lúpínu og áhrifum hennar á lífriki landsins. ■ Að biðja um gott veður Þannig vill til að fjöldi ungra Sjálf- stæðismanna telst til kunningja minna og félaga, ég er, jú, Verzlunarskóla- genginn. Okkur félögunum lyndir vel þrátt fyrir að ég kjósi annan flokk en þeir. Við erum sammála um margt undir sólinni, ekki síst um það sem betur mætti fara hjá vorri ástsælu þjóð. Flestir erum við á því að mörgu þurfi að breyta og umtuma; flestir er- um við sammála um að samkeppni Pallborðið | Glúmur Baldvinsson skrifar þurfi að ríkja í sem flestum atvinnu- greinum, þar með töldum landbúnaði; flestir viljum við að lagt verði ofur- kapp á uppbyggingu nýrra atvinnu- vega; flestir viljum við varpa fyrir róða þeim höftum og takmörkunum sem enn em fyrir hendi í íslensku við- skiptalífi; flestir viljum við auka tæki- færi þjóðarinnar með nánari tengslum við útlönd; flestir emm við, í ofaná- lag, svo baldnir að vilja að Island at- hugi möguleika á inngöngu í Evrópu- sambandið. Að vísu emm við flestir ungir og bjartsýnir. Flestir okkar em ungir Sjálfstæðismenn. Það var og. Nú var það svo í eina tíð að mögulegt var að réttlæta þann verknað að kjósa Sjáffstæðisflokkinn væm menn í megindráttum sammála flestu því sem upp er talið hér að ofan. Það er að segja, ákveðna íylgni mátti finna milli þess að vera ungur og framfarasinnaður og þess að kjósa Sjálfstæðisflokkínn. Sú tíð er nú liðin. Flestir þessara kunningja minna eiga nú æ erfiðara með að réttlæta það að leggja Sjálfstæðisflokknum lið; þeir forðast umræður um Evrópusamband- ið eins og heitan eldinn. Umræður okkar um pólitfk vilja þess vegna leið- ast út f tal um veðurfarið. Umræðan er sumsé komin út í veð- ur og vind. Veðráttan var, jú, eftirlæt- isumræða sjálfstæðra kotbænda á tíð- indasnauðum miðöldum. Líkt og for- inginn hafa ungir Sjálfstæðismenn nú á dögum það helst til málanna að leggja að biðja um gott veður. Þetta er nýi stfllinn. Lái þeim hver sem vill. Foringi Sjálfstæðisflokksins sem áður byggði hallir býður nú bara upp á torf og gijót og ef vel vill til, gott veður. Hann er orðinn hálfgerður karl, landspabbi. Það er svo sem ókei, ef ekki væri fyrir þá staðreynd að hann vill miklu frem- ur tukta strákana sína til heldur en að koma þeim til manns; fremur en að gauka að þeim stöku heilræði að hafa með á leiðinni upp í mót hvæsir hann og sussar á þá. Nei, takk, fátt um nesti og nýja skó á þeim bæ. Þegar svo er komið tek ég heilshugar undir orð Nóbelskáldsins að fátt sé ungbömum hollara en missa föður sinn... Forsætisráðherra þjóðarinnar hefur sumsé ekkert til málanna að leggja. Þetta á við um hvert málið á fætur öðm: landbúnaðarmál, sjávarútvegs- mál, atvinnumál, Evrópumál og stjómmál yfirhöfuð. Og eftir hann stendur ekkert, ummerkin em óræk spor í sandinum. Valkostur foringjans er að biðja um gott veður. Og þó. Stundum segir forsætisráð- herrann kyrrláti og formaður kunn- ingja minna eitthvað, en þá er það Kkt og í óráði. Formaðurinn sem byggði skýjahallir í hugum strákanna eftir að hafa sprengt Framsóknarhlekkina utan af flokknum er nú orðinn frægur af endemum. Dugir hér að nefna dæmi af fyrrum hjartans málum ungra fram- farasinnaðra flokksmanna hans; Evr- ópumálunum. Forsætisráðherrann sem situr sem slíkur á kontór án þess að hafa verið til þess kjörinn óttast mikið að ókosnir kallar á evrópskum kontór ráði Islandi. Enn lifir í minningunni sjónvarp- sumræður frá Finnlandi í haust þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna sátu að spjalli um Evrópumál. Þættin- um var sjónvarpað samtfmis um gerv- öll Norðurlönd. Bildt fór mikinn, Aho talaði af innsæi, Brundtland af föður- legri mildi og Rassmussen af skiln- ingi, en herra Oddsson... I klukkutíma þætti þurfti herra Oddsson einvörð- ungu mínútu til að koma Evrópuskila- boðum sínum á framfæri: Nei, hann óttaðist ekki uppgang og útbreiðslu fasismans í Evrópu. Það var nefnilega það... Þungu fargi var af okkur létt. Að máli sínu loknu hófst herra Oddsson aftur handa við þá iðju sína að þerra af sér svitann. Evrópusólin brennur heitt. Heima í stofu kfóruðu menn sér í kollinum, vörpuðu öndinni léttar og tóku í nefið. Hvurslags... Island farsældar frón. A 17. júní var sungið og ræður haldnar. Forsætisráð- herrann sjálfstæði sagði fólkinu, af sínu þjóðlega innsæi, að gengi fsland í ESB væri hætt við að hér yrði um- horfs eins og það var fyrir aldamót þegar við lutum stjóm Danakóngs og hans hyskis. Heyr, heyr! í þá tíð var ísland úr nær öllum tengslum við um- heiminn, fannst ekki á kortum og hokrið aumt sem jafiian. En til allrar lukku voru þó til örfáir framfarasinn- aðir íslendingar í útlöndum sem spurðu frétta um gang mála I henni veröld. Því fór sem fór að ísland varð sjálfstætt ríki, sem á samskipti við fjölmörg önnur slík og vegnar betur en á öldum áður. Vilji forsætisráðheir- ann forðast tilveru síðustu aldar þá skyldi hann ekki breyta í anda sautj- ánda júní ræðu. Og hvar er nú Bjami Ben? Mikið vatn hlýtur að hafa runnið til sjávar þegar formaður Framsóknarflokksins lýsir þvx yfir að formaður Sjálfstæðis- flokksins hafi gengið of langt í þjóð- rembuáróðri. Það var nákvæmlega það sem Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, gerði í viðtali við Morgun- blaðið 2. þessa mánaðar. Þar sagðist Halldór telja ólfldegt að þær samruna- spár (það er þróun Evrópusambands- ins í yfirþjóðlegt ríki) sem forsætisráð- herrann hafði á lofti í fullveldisrök- leiðslu sinni hinn 17. júní síðastliðinn myndu rætast. Miðsumars 1995 er það Framsóknarleiðtogi á meðan kollegi „Forsætisráðherra þjóðarinnar hefur sumsé ekkert tii málanna að leggja. Þetta á við um hvert málið á fætur öðru: landbúnaðarmál, sjávarútvegsmál, atvinnumál, Evrópumál og stjórnmál yfirhöfuð. Og eftir hann stendur ekkert, ummerkin eru óræk spor í sandinum. Valkostur foringjans er að biðja um gott veður." hans, forsætisráðherrann og arftaki Bjama Benediktssonar, segir að ís- lendingar séu og skuli vera útkjálka- þjóð. Hvað aðild að Evrópusamband- inu varðar setur Halldór einna helst fyrir sig fiskveiðistefnuna. En Ðavíð? Harni skfrskotar til hlíðarinnar fögru og kontóra í Brussel. Fátt er svo með öllu illt að ei boði nokkuð gott. Nú hafa verið stofnuð samtök fólks sem hefur áhuga og nennu til þess að tala af einhveiju viti um Evrópumál. Bregður svo við að þar hefur valist til forystu ungur Sjálf- stæðismaður, og það sem meira er, sá hefur f sér geð og þor til að benda for- ingja sínum á að tala af skynsamlegu viti um málefhi Evrópu. Með stofnun þessara samtaka og fordæmi unga „Sjálfstæðismannsins“ er kominn vísir þess að fólk hópi sér saman utanum skoðanir, ekki utanum venjur, gamla siði og gott veður. Vil ég nú benda fé- lögum mínum í Sjálfstæðisflokknum, sem og öðrum ungum bjartsýnum mönnum á þessa óhefðbundnu leið. Enn er von. Il __________________ Höfundur er MSc í alþjóðastjórnmálum frá London School of Economics og netaveiðimaöur. ú I í Atburðir dagsins 1944 Adolf Hitler sýnt banatil- ræði í höfuðstöðvum hans í Rastenburg. 1951 Abdullah Jórdaníukóngur skotinn til bana fyrir utan mosku. 1973 Bruce Lee, karatehetja úr kvik- myndum, deyr: aðeins 32 ára gamall. 1976 Bandaríska geimfarið Viking lendir á Mars og sendir sjónvarpsmyndir þaðan. 1979 Sandínistar ná völdum í Nikaragúa. Afmælisbörn dagsins Sir Edmund Hillary Ný-sjá- lenskur fjallagarpur, sem fyrst- ur kleif Mount Everest, 1919. Diana Rigg bresk leikkona, 1939. Málsháttur dagsins Þar kemur biskupinn og hún Bama-Lauga. Annálsbrot dagsins í Norðurá í Borgarfirði drukknaði maður, er Þórður hét Finnbogason. Hafði hann af keskni kastað húfu annars manns á ána út, greip síðan orf með ljá (því þeir voru að hey- verkum) og vildi ná húfunni, en hana bar frá. Vóð hann svo á eftir, þar til honum skaut á kaf og drukknaði. Setbergsannáll, 1689. Stærðfræði dagsins Galdurinn? Hann felst í 90% styrkleika og 40% tækni. Johnny Walker, heimsmeistari í sjómanni, um hvað þarf til að verða meistari. Orð dagsins Eflir látinn mig ég met mér það helzt að kosti, á mér hægra augað grét, er hið vinstra brosti. PállÓlafsson (1827-19051.. Skák dagsins Garrí Kasparov undirbýr sig nú fyrir heimsmeistaraeinvígi við Anand sem fram fer í New York í haust. Þeir eru báðir snillingar þegar fléttur era ann- arsvegar. Við lítum nú á enda- lok skákar Kasparovs, sem hefur hvítt og á leik, og Frakk- ans Lautiers. Sá síðamefndi er enginn aukvisi: sterkasti skák- maður Frakklands, með 2655 ELO-stig. En ekki dugði það gegn Kasparov. 1. Rg4! Lautier þurfti ekki að sjá meira og gafst upp. 1. ... Hxg5 2. Rxe5 Hxh5 3. Hd8+ Rg8 4. Rxf6 mát eða: 1. ... De6 2. Hd8 Dg6 3. Dxe7 og hvítur hefur öll ráð svarts í hendi sér.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.