Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 ingum myndlistina ið í taugamar á mér" íkki málverk, appelsínubörk sem er eins og ílát og veraldlegt stúss. irr hefur innra og ytra rými, massa; en um A-mynd: E.Ó). var í námi. Ekki það að ég stefni á gerast rithöfundur, ég hugsa mér að ég gæti viljað birta einhverja texta til þess að losa mig við þá. Það væri eins og að opna sýningu, þá stígur maður visst skref. Losar sig við ákveðinn kafla til þess að geta haldið ótrauður áfram. Það er mín meginástæða fyrir að halda sýningu. Verkin mín eru ekki auðseljanleg; það væri hægt að setja þau upp á öðrum stað og í öðru sam- hengi, en þau hafa ekki rokið út. En myndlist selst hvort eð er ekki neitt og ég er ekki búin að vinna það lengi að ég sé orðin eitthvað súr þess vegna.“ En er þá ekki málið að sýna sem mest? ,JÉg hef hingað til ekki leitað mikið eftir því að koma mér á framfæri en ég geri ráð fyrir að ráðast í að reyna að kynna mig betur þegar ég kem út til Frakklands í haust. Mín stemmning fyrir því sem ég er að gera hefur ein- „Birgir gerir mjög góða hluti í sínu galleríi. Ai- mennt er sýningarað- staða mjög dýr en hann gefur fólki tækifæri. Fyrir fólk í mínum sporum, fólk sem á ekki mikla peninga, er þetta ómet- anlegt." faldlega verið sú að ég þurfi að vera í ró með minni list. Þetta veraldlega stúss í kring um mynd- gg| listina hefur alltaf farið dálítið í taugarnar á mér... auðvitað geri ég mér grein fyrir að ég get ekki einangrað mig í mínu horni. En það má heldur ekki ganga of langt í æsingnum að koma sér á framfæri. Fyrst verður listin að fá að blómstra. Oft fmnst mér spumingin vera að koma sér fyrst inn ein- hvers staðar, ná sér f góð sambönd, og fara svo að vinna. Eflaust hef ég ekki haft minna fram að færa en margur annar, en mín tilfinning hefur verið sú að ég ætti að bíða. Vera til og láta bissnissinn eiga sig í bili. Ég skil ekki að lífið liggi á, því maður er alltaf að þroskast og það er nauð- synlegt. En kunningjar mínir úti hvetja mig til að láta til skarar skríða og eins og ég segi athuga ég það kannski í haust.“ Er munur á því að vinna á Islandinu eða í Frakklandi? „Kannski það. Ég vann akrýlmálverkið hér heima, sérstaklega fyrir sýninguna. Ég sé að blái liturinn er sterkari en hann hefur lengi verið í mínum verkum. Ég hef verið að gantast með að bláminn væri merki um að ég væri ægilega fegin að vera komin heim. Ég gæti vel hugsað mér að búa á Islandi og vinna hér. Ég hef verið í Frakk- landi í tvö ár og veit ekki hvað ég verð lengi. Er þetta ekki eðlilegur þáttur í þroskaferli: að koma við úti í heimi til þess að skoða sig um? Eiginmað- ur minn er Hollendingur og það spilar líka inn í. En ég hugsa að við verð- um með annan fótinn á íslandi í ffamtíðinni. Það er gott að koma heim. Is- land skiptir mig mjög miklu máli. Sem mann- eskju. Og manneskjan er náttúrlega myndlistar- maðurinn. Mér þykir vænt um hvað listamenn eru þrautseigir hér heima. Ég þykist hafa rekist á það erlendis að fólk setji á sig snúð, hætti og fari eitthvað annað fái það ekki styrki. Hér er meiri baráttuhugur. Ég held að það sé ágætlega hlúð að íslenskum myndlistar- mönnum, mér dettur helst í hug að ferðastyrkir séu kannski klaufalega skipu- lagðir. Það er mikil synd ef menn eiga kannski boð um að taka þátt í sýning- um erlendis, að þeir kom- ist ekki vegna peninga- vandræða. Það er kostn- aðarsamt að vera með sýningu í farteskinu.“ Hvernig kanntu við galleríið hans Birgis? „Það er talað um að yngri kynslóð mynd- listarmanna - og kannski sérstaklega konur - sé mikið farin að nota þessi efni sem til falla, og sem hafa ákveðinn eyð- ingareiginleika, forf- engileika." „Birgir gerir mjög góða hluti í sínu galleríi. AJmennt er sýningarað- m staða mjög dýr en hann gefur fólki tækifæri. Fyrir fólk í mínum sporum, fólk sem á ekki mikla peninga, er þetta ómetanlegt. Galler- íið er lftið en rýmið er gott og þar er stór gluggi svo hægt er að sjá inn þó galler- íið sé lokað, en það er ekki opið nema fimmtudagseftirmið- daga eða eftir sam- komulagi. Hver sýn- ing stendur í þrjár til fjórar vikur, og sýningin mín er sjöt- ta sýningin í galleríinu, sem er ein- mitt ársgamalt um ^ þessar mundir. Fyrir nokkrum árum rak Birgir annað gallerí með svipuðu sniði. Kannski eru þeir sem hafa peningana og mest völdin ekki endi- lega með á nótunum hvað er að gerast hjá þeim yngstu í geiran- um. En til dæmis Kjarvalsstaðir hafa vaxið mikið á síðustu sex eða sjö árum.“ Áttu þér uppá- haldslistamenn ? „En ég er líka mikið fyrir spontanítetið; að gera hlutina strax, án yfirvegunar. Þó að ég hafi ákveðna fast- mótaða hugmynd, þá vil ég ekki njörva hana niður og loka augum og eyrum." „Ég á eina mikla uppáhaldslista- konu, sem er ekki þekkt héma. Hún gg heitir Arian Aspace; við emm svona and- legir tvíburar. Það er þar af leiðandi kannski dálítið sjálfs- elskulegt að vera svona hrifin af henni? Ég á marga uppáhalds listamenn á Islandi. íslendingar eiga marga mjög góða listamenn, hver svo sem ástæðan fyr- ir því er. Ég hef ekki verið nógu lengi í burtu til þess að sjá allt í nýju ljósi.“H c'vV H vt N s m ess kráarstemmnin á Islandi "’sts.jS Kniuiluhrtuii c r stttOur scin vert cr tió licimstL-hjti. 17r) bjóthiin iii>i> ti scrlcgtt Ijólhrcyttttn intitscthl ttlltin (Itiíiiiin i'tsaint scrstökmn tilhoOsnuitscóli I lititlctii. Tökiiin ú inóti lió/)iiiii (ij ölluili stivrthiiii oíí lciiijtiin lit rúniíióOtin oti liiigtiiilcíiiin sul. scni licntnr vit) öll tivkif'ivri. I.vitiö tilhoöti f'yrir liöptt. g* % \'iljir I>ii viíiti gtióti stuntl skaltit komti vió t Kriiiiilu krti n n i. a <Joön stiuul hrniúlukrauw, snni: 5 6S <) S

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.