Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 æ ■ Raufarhafnarhreppur heldur 50 ára afmæli sitt hátíðlegt um næstu helgi. Alþýðublaðid náði af því tilefni í skottið á sveitarstjóranum Gunnlaugi Júlíussyni og ræddi við hann í léttum sprettum um starfið, fólkið, smábæjarlífið, hvort hann sakni Reykjavíkur — og svo stóðumst við auðvitað ekki mátið og spurðum hann um hið alræmda hvalamál... Gunnlaugur Júlíusson, fyrrver- andi hagfræðingur Stéttasambands bænda, hefur nú verið sveitarstjóri Raufarhafnarhrepps f tæplega ár og í laufléttu spjalli við Alþýðublaðið þvertekur hann fyrir að sakna erilsins og menningarinnar í Reykjavík. Gunnlaugur segist afar sáttur við nýja starfið og viðtökumar sem hann og fjölskyldan hafa fengið. Verkefnin sem hann fæst við eru áhugaverð, at- vinnuástandið með miklum ágætum og tæplega 400 manna bærinn á upp- leið í heild. En hvemig kemur það annars til að hagffæðingur í þægilegri stöðu hjá Stéttasambandi bænda í höllinni við Hagatorg reif sig upp fyrir tæpu ári og gerðist sveitarstjóri lengst norður í landi? „Hehehehe... Og Raufarhafnar- hreppur er einn minnsti landbúnaðar- hreppur á landinu! Það var náttúrlega bara tilviljun ein. Þegar ég sótti um stöðuna þá hafði ég aðeins einu sinni farið hér um og þekkti engan. Borðið var því eins hreint og hægt var. En kannski var aðalástæðan fyrir því að ég kom hingað, að ég taldi tíma vera tilkominn að breyta til og hafði svona verið að svipast um eftir störfum í þessum geira. Þegar starfið hér á Raufarhöfn bauðst, þá sló ég því til.“ Þín sérfrœðiþekking — hagfrœðin — nýtist hún ekki ágœtlega í starf- inu? „Hagfræðin og öll stjómunarreynsla nýtist vitaskuld hvar sem er. Sú þekk- ing og reynsla sem maður hafði áður nýtist þannig prýðilega og svo lærir maður einfaldlega í starfmu það sem við þarf að bæta.“ íbúar smábœja geta stundum verið erfiðir aðkomumönnum; hvernig tóku Raufarhafnarbúar þér? „Mjög vel. Ég hef allavega ekki undan neinu að kvarta í þeim efnum. Nema síður sé.“ Þekktirðu eitthvað til þarna fýrir norðan — ef undaskilin er Raufar- höfn... hvaðan ertu, er kannski spurningin? ,,Ég er nú Vestfirðingur. Fæddur og uppalinn þama rétt fyrir sunnan Pat- reksfjörð — á Rauðasandinum — og þekki samfélög af þessu tagi þaraf- leiðandi mjög vel.“ Er þetta framtíðarstarf í þínum augum? „Það er auðvitað óráðið í sjálfú sér. Fyrst og fremst hugsar maður um að vinna sig í gegnum þetta kjörtímabil og framtíðin fer svo bara eftir veðri og vindum." Ertu póUtískt ráðinn bœjarstjóri — eða... ? „Neinei. Ég er ráðinn af sveitar- stjórninni sem nokkurskonar fram- kvæmdastjóri Raufarhafnarhrepps og það var held ég einhugur um það.“ Raufarhafnarhreppur komst ræki- lega ifréttimarfyrir skemmstu vegna deilna um hver eða hvort einhver hefði stolið eða ekki stolið hval sem þama rak á land. Hvað er að frétta af þessu nýlegasta hvalamáli íslend- inga? „Það liggur í láginni. (Við erum reyndar að gera geysistóran hval hér rétt fyrir utan gluggann hjá mér. Vegna afmælisins emm við nefnilega að breyta bogaskemmu í risastóran hval. Hvalurinn verður miðpunktur hátíðarhaldanna. Ég skal samt ekkert um það segja, hvort hann verður eitt- hvað framtíðartákn heimamanna... hehehehe) Grínlaust er ég að skoða stöðu mína gagnvart þessu máli, safna saman þeim ummælum sem vom látin falla í fjölmiðlum um það og síðan hef ég verið í sambandi við lögfræðinga." Ætlarðu semsagt að gera alvöru úr þeim hótunum þínum, að kœra þennan skœting þess efnis þú hafir stolið heilum hval? „Mér finnst í sjálfú sér ekki hægt, að einhverjir menn geti komist upp með það að væna einhvern ástæðu- laust um þjófnað í fjölmiðlum — og gera það meira að segja undir nafni og starfsheiti. Það finnst mér vera hlutur sem er ólíðandi. Og þar breytir engu um hvort það er ég eða einhver annar sem lendir í slíku. Ef svonalagað er hægt getur þannig hvaða orðsóði sem er vaðið uppi. Það á að vera lágmarks- krafa sem gerð er til svona mála, að það sé einhver flugufótur fyrir því sem sagt er. í þessu tilviki háttaði ekki þannig til.“ Þú lítur semsagt ekki á þetta mál og þau ummœU sem höfð voru uppi sem einhver tilaðgera meinlaus leið- indi? „Nei. Því ég þekki fullvel hvað þama að baki liggur." Nú — og hvað erþað? „Æ, það skiptir svosem ekki öllu máli, en það er búinn að vera í gangi ágreiningur milli sveitarfélagsins hérna og ábúenda á þessum jörðum Gunnlaugur Júlíusson, sveitarstjóri Baufarhafnarhrepps: „Maöur hafði hvort eð er aldrei tima til menningar- og félagslífs þarna fyrir sunnan. Ég get tekið sem dæmi, að ég hef örugglega farið á fleiri böll þennan vetur sem ég hef verið hérna en á nokkrum árum í Reykjavík." Mynd: Ólafur Þórðarson um alllangt skeið vegna vamsréttinda. Það sem gerist í þessu svokallaða hvalamáli að mínu mati er að persónu- leg afstaða ábúendanna yfirfærist á þá menn sem em í forsvari fyrir sveitar- félagið hveiju sinni.“ Eru þessir menn þá að nota þau vopn sem tiUæk eru í baráttu sinni vegna vatnsmálanna? , Já, það má segja það. Því miður.“ Þetta er algjört grundvaUarmál í þínum augum; spurning um œru- meiðingar og annað slíkt? ,Mér finnst það, já. Forsaga þessa máls eða annarra kemur þessu sem ég er að tala um bara ekkert við. Fyrst og síðast er þetta spumingin um gmnd- vallaratriði. Ef svo færi til dærnis að ég þyrfti að leita mér að öðm starfi þegar yfirstandandi kjörtímabili lýkur og sæki um eitthvað starf sem fyrrver- andi sveitarstjóri á Raufarhöfn...“ ...þá segir fólk þar: ,Jaaá... Var hann á Raufarhöfn? Er þetta ekki sveitarstjðrinn sem stal hvalnum? .JEinmitt Það er þetta sem ég velti fyrir mér og veit að er staðreynd. Maður sem keyrði hér í gegn með hálfstálpaða krakka um daginn sagði mér til dæmis, að þau hefðu spurt: Var það ekki héma sem sveitarstjórinn stal hvalnum? — Ég stal engum andskot- ans hval. Ef ég hefði gert það, þá hefði þetta verið f lagi mín vegna: það er að segja, að þjófkenna mig. En þarsem ég gerði það ekki finnst mér skítt að þurfa sitja þegjandi undir því að vera vændur um slíkt." Annaðslagið koma upp svona skrýtin mál tengd litlum samfélög- um... Samanber ísbjarnarmálið þarna fyrir vestan. Afhverju held- urðu að svo sé? „Það er ekki gott að segja. Þetta em náttúrlega svo smá samfélög og nún- ingsfletimir geta oft og tíðum verið dálítið mikið öðruvísi en þarsem fólksfjöldinn er meiri. Það er ekkert útaf neinu sérstöku: þetta er bara eitt- hvað sem gerist. Minni samfélögin hafa marga og góða kosti, en þetta er kannski hin hliðin — þarsem átök manna millum geta orðið harðskeytt- ari en tilefni er til.“ Saknarðu ekkert erilsins og spenn- unnar í Reykjavík? „Nei, ég get ekki sagt það. Ég hef yfirum nóg að gera hér og fæst við af- ar áhugaverð verkefni. í öllu falli ligg ég ekki andvaka hér á Raufarhöfn að nóttu til og hugsa um góðu, gömlu tímana íReykjavík” En hvað með kaffihúsin, menn- inguna — leikhús og bió? Saknarðu þessa alls ekkert? „Nei. Maður hafði hvort eð er aldrei Uma til menningar- og félagslífs þama fyrir sunnan. Ég get tekið sem dæmi, að ég hef örugglega farið á fleiri böll þennan vetur sem ég hef verið héma en á nokkmm ámm í Reykjavík. Svo- leiðis er þetta nú bara.“ Þannig að félagslífið hjá þér hefur aldeilis tekið við sér eftir að þú fluttir ífámennið? ,Já. Hehehehe... Það má segja það. Jájá.“ Ertu með stóra fjölskyldu þarna með þér? „Við hjónin eigum þijú Húl böm.“ Kjörinn staður til að ala upp krakka í ró og nœði? „Mikil ósköp. Krakkamir hafa fall- ið mjög vel hér inní samfélagið og umhverfið. Sá elsú er níu ára og hann er úl dæmis kominn á bólakaf í fugla- bækur, fugla, hreiðurgerð, egg og því- umlíkt, nokkuð sem hann vissi varla að væri úl fyrir sunnan.“ Hvað er það sem þér fellur best við Raufarhöfn? „Fólkið og umhverfið — sem er einstakt hvað varðar útivistarmögu- leika.“ Þið eruð þama i miklu návigi við höfuðskepnumar... i ’ , Já, návfgið er gríðarlegt.“ Hver eru síðari stærstu verkefnin sem Raufarhafnarhreppur er með í gangi? „Við emm að byggja íþróttahús, sem er óneitanlega nokkuð stórt veik- efni, og við eigum von á að geta tekið það í fulla notkun núna í haust þrátt fyrir að það verði ekki alveg fúllbúið að utan. Þetta er að sjálfsögðu mjög stórt mál fyrir okkur og breyúr miklu þarsem íþróttakennsla, leikfimi fyrir skólann og æfingar hafa hingaðtil far- ið fram í félagsheimilinu. Það er auð- vitað rúmgott og ágætt, en íþróttasalur er það ekki. Með tilkomu íþróttahúss- ins verður væntanlega auðveldara fyr- ir okkur að fá hingað íþróttakennara og krakkamir jafnt sem þeir fullorðnu fá mun betri aðstöðu til iðkunar íþrótta. Sömuleiðis fáum við þarna nýjan sal sem hentar vel undir allskon- ar stórar samkomur sem annað slagið eiga sér stað.“ Hvað með atvinnuástandið — ertu sáttur við það? „Atvinnuástandið er mjög gott hér um slóðir. Hér hafa nú allir vinnu sem vilja og geta unnið. Það sem stendur okkur helst fyrir þrifum, er að hér er ekkert húsnæði fyrir fólk sem hefur áhuga á að flytjast hingað. Við feng- um neitun síðastliðið vor á það að byggja f félagslega kerfinu, en við verðum að skoða betur hvaða mögu- leikar standa til boða í þessu sam- bandi. Stöðugleikinn í atvinnulífinu er einnig ágætur og fer stígandi. Hingað vom keyptir tveir bátar í vetur og vor sem em að miklu leyti mannaðir af heimamönnum og aðkomnir á bátun- um hafa áhuga á að flytja hingað. Ennfremur hefur SR- mjöl þurft að fá aðkomufólk í vinnu við bræðsluna." Eitt að lokum... Þú hefur töluvert látið til þín taka í Samstöðu - sam- tökum um óháð ísland. Ertu enn að starfa þar inni? „Jájá. Maður hefur ef til vill ekki haldið sig alveg jafnmikið í hringið- unni einsog áður var, en ég er alveg heill og óskiptur í þvf starfi.“ ■ ■ Raufarhafnarhreppur 50 ára Afmælisdagskrá Föstudagurinn 21. júlí 17:00 Tekið á móti Hóimvikingum, íbúum vinabæjar Raufarhafnar, á tjaldstædinu. Kórsöngur og fleira. 18:00 Myndlistarsýningar opnaðar f anddyri íþróttahúss. 19:00 Hólmvíkingar boðnir velkomnir með grillveislu og fleiru við tjald- stæðið. 20:00 Myndlistarsýning Freyju Ön- undardóttur opnuð íByrginu. 21:00 Kvöldsamkoma við höfnina; skemmtiatriði, síldarstemmning og harmónikkuleikur. Athugið: Samkomustaðir í bænum verða opnir til klukkan 02:00; lifandi tónlist og kvöldstemmning einsog hún verður best. Laugardagurinn 21. júlf 090)0-10:30 Kaffi og lummur í boði átthagafélags Raufarhafnar i iþrótta- húsinu. 110)0 Vigdis Finnbogadóttir forseti kemur til bæjarins, móttaka viO há- tlOarsvið. 12:00-13:30 Hádegisverður í boOi sveitarstjórnar Raufarhafnar ad Hót- el Noröurljós fyrir forseta íslands, sveitarstjórn Hólmavikur, alþingis- menn kjördæmisins og aðra gesti. 13:30 Hátiðardagskrá á sviöi; ávörp, tónlist, óvænta uppákomur, leik- þættir og fleira. Bæjarkeppni milli Raufarhafnar, Hólmavikur, brott- fluttra Raufarhafnarbúa og sýsluliðs NÞ i óvenjulegum iþróttagreinum. 17:00 Sjávarréttaveisla fyrir hátiðar- gesti í boði Jökuls hf. og FR hf. Lif- andi tónlist undir borðum. 19:30 Kvikmyndasýning i félagsheim- ilinu Hnitbjörgum. 21:00 Leiksýning í félagsheimilinu Hnitbjörgum. 22:00 Tónleikar á sviði. Meðal annars leika unglingahljómsveitir frá Rauf- arhöfn og Hólmavík. Vinabæjar- hljómsveit leikur nokkur lög, svo og stuðhljómsveitin Kokteill. 00:45-01:00 01:00-??:?? Stórdansleikur i iþrótta- húsinu á Raufarhöfn. Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar leikur fyrir dansi. Sunnudagurinn 23. júlí 11:00 Hátiðarguðþjónusta i Raufar- hafnarkirkju. . 11:00-12:30 Skoðunarferð um stað- inn og nágrennið undir leiðsögn kunnugra heimamanna. 12:00-14:00 íþróttakeppni á íþrótta- vellinum. 14:00-16:00 Útidágskrá á sviöi; tón- list, saga sveitarfélagsins leiklesin, götuleikhús, óvæntar uppákomur, útimarkaöur í tjaldi. 17:00 Tónleikar í félagsheimilinu Hnit- björgum; kirkjukórar Raufarhafnar og Hólmavíkur. Einsöngur og ein- leikur á flygil. 22:00-02:00 Lokasamkoma afmælis- hátiðarinnar i félagsheimilinu Hnit- björgum; skemmtiatriði, tónlistar- flutningur og dansleikur. Á afmælishátíðinni verða einnig settar upp myndlistarsýningar listamanna sem sérstaklega koma til Raufarhafnar og mála í titefni afmælisins. Leikþættir verða sýndir í félagsheimilinu og fyrri hluti afmæliskvikmyndar verður frum- sýndur þar sömuleiðis.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.