Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 20.07.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 20. JÚLÍ1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 s k o ð a n i r Pólitískt skírlífi og umburdarlyndi „Sameining vinstri manna í einn stóran flokk ...er vitaskuld eina vonin til þess að hægt verði að breyta þjóðfélaginu í nútímalegt og opið þjóðfélag ... Hins vegar er þetta pólitíska skírlífi Jóns Baldvins mér með öllu óskiljanlegt þar sem Alþýðuflokkurinn hefur aldrei náð hreinum meirihluta á Alþingi, illu heilli. Þess vegna er það einfaldlega ekki rétt hjá Jóni að Alþýðuflokkurinn einkennist af málefnalegum hreinleika." Eftir kosningarnar í vor blossaði upp mikil umræða um sameiningu vinstri manna og sú umræða hefur í raun aldrei farið útaf borðinu síðan. Og er það vel (sérstaklega er ég ham- ingjusamur með nflegan skerf mál- gagns okkar jafnaðarmanna í þeirri umræðuvakningu). Sameining vinstri manna í einn stóran flokk sem hefur burði til þess að verða raunverulegt og trúverðugt afl gegn Sjálfstæðisflokknum er vita- skuld eina vonin til þess að hægt verði að breyta þjóðfélaginu í nútímalegt og opið þjóðfélag. Nú veit ég að Jón Baldvin spyr nærstadda þegar hann les þessa grein um hvað eigi að sam- einast og dregur því næst fram öll þau mál sem flokkana greinir á um. Vissu- lega er það rétt að flokkana greinir á um margt. Hins vegar er þetta pólit- íska skírlífi Jóns Baldvins inér með öllu óskiljanlegt þar sem Alþýðu- flokkurinn hefur aldrei náð hreinum meirihluta á Alþingi, illu heilli. Þess vegna er það einfaldlega ekki rétt hjá Jóni að Alþýðuflokkurinn einkennist af málefnalégum hreinleika. Alþýðuflokkurinn hefur nefnilega setið í ríkisstjóm hálfan lýðveldistím- ann og vegna smæðar sinnar hefur hann þurft að vera í stjórn með að minnsta kosti einum öðrum flokki í öll þessi ár. Engin þessara ríkisstjóma hefur tekið upp stefnu Alþýðuflokks- ins hreina og ómengaða. Alþýðu- flokkurinn hefur vissulega staðið að baki mörgum mikilvægum stefnumál- um með aðstoð an'narfá, en Alþýðu- flokkurinn hefur einnig aðstoðað aðra samstarfsflokka meðjjví að standa að málum sem ekkert tengjast stefnu flokksins og fæst okkar vilja kannast við. Þar getum við tekið af handahófi dæmi eins og viðhald landbúnaðar- báknsins, ósanngjama sjávarútvegs- stefnu og láglaunastefnu. Samstarf flokka í ríkisstjóm snýst auðvitað um það hversu mikið hver flokkur er til- búinn til þess að fóma af sinni stefnu til þess að komast til valda og koma hluta af stefnu sinni í framkvæmd. Alþýðuflokkurinn er því ekki pólit- ískt skírlífúr flokkur heldur smáflokk- ur sem neyðist vegna smæðar sinnar til þess að fóma stómm hluta stefnu sinnar í hverri einustu ríkisstjóm. Það er þannig hræsni af verstu gerð þegar menn halda þvf fram að Alþýðuflokk- urinn geti ekki tekið þátt í að sameina vinstri menn vegna þess að málefna- leg staða þessara flokka sé svo ólík. Eða er kannski einhver grundvallar- munur á því að vera umburðarlyndur í ríkisstjóm eða utan hennar? Viðhorf manna sem starfa í flokk- um á vinstri væng em býsna ólík þeg- ar öllu er á botninn hvolft. En innan Alþýðuflokksins rífast menn á fund- um og em ósáttir hver við skoðanir annars, en ná síðan nær alltaf sam- komulagi um að fara ákveðna leið að markmiðinu þrátt fýrir að fæstir hafi í raun ætlað þá leið þegar farið var af stað. Ég geri fastlega ráð fyrir að þessu sé svipað farið í öðmm flokk- um. Milli vinstri flokkanna er vissulega málefnalegur ágreiningur um mörg mál, enda væri annað í hæsta máta óeðlilegt. En eftir kosningar stöndum við svo alltaf frammi fyrir því að eng- inn flokkur hefur burði til þess að bera uppi ríkisstjóm og því þarf að fmna málefnalegan grundvöll sem gerir ólíkum flokkum kleift að standa sam- an í ríkisstjóm. Og merkilegt nokk þá tekst alltaf að fmna þennan flöt, jafti- vel milli ólíkra afla. Dæmi um það em til að mynda þær ríkisstjómir sem Al- þýðuflokkur og Framsóknarflokkur hafa staðið saman að. Þess vegna spyr ég aftur: Er einung- is hægt að vera umburðarlyndur þegar setjast skal að völdum? Væri ekki nær að viðurkenna bara þá staðreynd að vinstri vængur íslenskra stjómmála hefur málað sig út í hom með skítkasti í garð hvors annars. Við emm komin í þrot og svo hefur verið áratugum sam- an og mun verða áfram þar sem innan allra flokkanna er verið að ala upp andstæðinga sem þegar fram líða stundir munu taka við vendinum úr höndum núverandi forystumanna. Og allt er þetta gert til þess eins að halda áfram að berja á hihum flokkunum, flokkunum sem við eigum í raun mesta samleið með. Þessu fólki æfla ég ekki að bjóða í afmælið mitt. ■ Höfundur er félagsráðqjafi og jafnaðarmaour. Steingrímur vinur okkar J. Sigfússon mætti boru- brattur á skrif- stofur Alþýðu- bandalagsins yið Laugaveg í gær og afhenti þar formanni framkvæmda- stjórnarflokks- ins, Sigríði Jóhannesdótt- ur (kennara við Myllubakka- skóla í Keflavík), formlega framboð sitt til formennsku í flokknum. Sigríður þakkaði pent fyrir sig og sína og að lokinni afhendingunni (sem fórfram stundvíslega klukk- an 14:00) svaraði formanns- kandídatinn nokkrum lau- fléttum spurningum frétta- manna. Vel fór á með mönnum og nokkuð gantast að sögn viðstaddra. Seint verður hægt að segja, að þetta framboð Steingríms Jóhanns komi á óvart þar- sem kappinn hefur verið í frekar opinskáu formanns- framboði i vel á annað ár — samkvæmt afar óábyrgri fram- boðsyfirlýsinga- talningu kunn- ugra, Við óskum Steingrími Jó- hanni hinsvegar að sjálfsögðu hjartanlega til hamingju með þessa allra-allra- allra síðustu framboðsyfirlýsingu. Megi sá hæfasti bera sigur úr být- um í fyrstu flokksformanns- kosningu kjörtímabilsins... á hefur það veri staðfest sem okkur hefur lengi grunað; Noregur er spillt- asta land Norðurlanda. Þetta kemur fram í könnun sem óháð samtök sem berjast gegn spillingu, Transpar- ency International, hafa gert meðal forvígismanna við- skiptalífsins í 41 landi. Nor- egur er í tíunda sæti á lista yfir lönd þar sem spilling viðgengst í heimi viðskipta, eitt Norðurlanda. Það skal hins vegar tekið fram að þessi könnun mun ekki hafa náð til íslands... - Hún er ansi fjölbreytt ís- lenska sýningaflóran þetta sumarið. Tilkynning um eina af þeim sérstæðari barst okkur í gær. Þannig er að Norræna húsið — í nánu samráði við Náttúrustofnun íslands — hefur nú sett upp sýningu á íslenskum fléttum í anddyri Norræna hússins. Sýndar eru um 40 tegundir af runnafléttum, blaðfléttum og hrúðurfléttum. Lifandi eintök eru áf nokkrum teg- undum, af öðrum eru sýnd- ar litmyndir. Ýmsar upplýs- ingar um tegundirnar fylgja: skýrt er frá íslenskum nöfn- um þeirra, vaxtastöðum, út- breiðslu og nýtingu fyrr og nú. Sýndareru nokkrarteg- undir sem notaðar hafa ver- ið til litunar ásamt garni sem litað hefur verið með þeim. Sagt er frá notkun fjalla- grasa og áhrifum loftmeng- unar á fléttur. Frábært. — Fléttufólk: þið látið ykkur ekki vanta... "FarSide" eftir Gary Larson. „Andskotinn hafi þad, Birgir Andrésson!!! Geturðu ekki bara látið þér nægja að berja þér á brjóst — einsog allir hinir górilluaparnir...? Alltaf þarft þú að vera með einhverjar fjandans tiktúrur!" Ingimar Loftsson, nemi: Ég hef aðeins heyrt um þessa samkomu. En ég hef því miður ekki aldur til að fara þangað. Olga Sigurðardóttir, lífslista- kona: Þetta er frábært ffamtak. Að vísu kemst ég ekki nema ég vinniíLottóinu—eða þá að prins- inn á hvíta hestinum láti sjá sig. Sólrún Axelsdóttir, verka- kona: Ég hef ekki heyrt um þessa hátíð. Og hef þarafleið- andi ekki [hjuxað mér að fara. Halldór M. Sigurðsson, nemi: Mér finnst þetta hið besta mál. Frekar færi ég nú samt til Eyja ef ég kæmist á annað borð í ffí vegna vinnu. Björn Norðfjörð, nemi: Mér líst ýkt vel á Uxa. Verð þó í London á þessum tíma þannig að ég kemst ekki. m e n n Þátttakendur frá fimmtán löndum sitja nú 32. heimsþing jólasveina, sem haldið er í Danmörku. Tilkall Finna, sem ákváðu að sniðganga ráðstefnuna, til jólasveinsins hefur valdið deilum á þinginu. í litmyndarskreynri stórfrétt a forsiou Moggans í gær var ekki minnst einu orði á þá undarlegu tilhögun að halda heimsþing jólasveina í Danmörku, því flata og fjallalausa landi. (Vissi Ketill Larsen annars af þessu þingi — var honum boðiö?) Mannvitsbrekkumar á Alþýðublaðinu ættu kannski að lesa blaðið sitt betur. Háæruverðugur Jón Kristjánsson, alþingis , maður með meiru og ritstjóri, var hundfúll Á víðavangi í Tíma gærdagsins — og reyndar virðist hálfþunglyndisleg lægð hvíla yfir Þverholtinu um þessar mundir. Því er það niðurstaðan að konur munu fjölmenna til Kína til að vinna að nýrri áætlun um betri . heim fyrir konur. Kristín Ástgeirsdóttir er enn jafn sannfærð um væntanlegan árangur IV. kvennaráðstefnu SÞ — í Kína. Allavega samkvæmt aðsendri grein hennar í Mogga gærdagsins. Ef B-2 sprengjuþotan er ósýnileg..., þá getum við einfaldlega tilkynnt öllum að við höfum smíðað 100 stykki af þeim til viðbótar — þrátt fyrir að við höfum ekki gert það. Formaður fjárlaganefnaar fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, John Kasich, brá fyrir sig gamansemi þegar hann var spurður af fréttamönnum um frekari framleiðsluáætlanir á hinni radarfælnu B-2 sprengjuþotu. Newsweek greindi frá. Sex minnispeningar, þar á meðal einn með mynd af Adolf Hitler, seljast nú eins og heitar lummur í Kína hvað sem líður hneykslan ýmissa fræðimanna. Mogginn greindi frá í gær. Peking-fundurinn: Engin afloll verið boðuð. Auðvitað ekki — hver vill missa af Kínaferö? Tíminn greindi frá í gær. Mel Blanc, sem ljáði Kalla kanínu rödd sína, hafði ofnæmi fyrir gulrótum. — Alexandría prinsessa af Bæjaralandi var sannfærð um að hún hefði gleypt píanó í æsku. — Rakarar mega ekki borða lauk í Milwaukee. Fólk í fréttum Moggans dundaöi sér áfram í gær við að fleyta undarlegum slúðþirsögum áfram. Vefnum Það er svosém ekkert nýtt að frétta á þessum vígstöðvunum Ldag... Ekki þá nema það, að.Villtir hafa eignast enn fleiri nýja vini á Spjallsvæði Miðheima prefect, gigi, piotr, olit, saj, jfk, nori, surreal — og reyndar nokkra óvini: madmax, bangsa & kó — ásamt því sem konukind ein úr Kópavogi (spi- der) gerir sitt til besta til að æsa óss upp hvenær sem tækifxri gefst með kyn-legum athugasemdum og léttum leiðindaskætingi (það tekst í hvert ein- asta skipti, vér höfum nú ekki betri stjórn á oss en það!). I fyrrakvöld mættum við þannig með hroðaleg frá- hvarfseinkenni á SpjallsVæðið um kvöldmatarleytið og losnuðum ekki fyrren klukkan átti aðeins eftir örfáar mínútur í þrjú. Eitt gott kom þó útúr þessu fíknardæmi: eftir nokkra eftir- grennslan og umræður við ritstjóra og framkvæmdastjóra Miðheima var ákveðið að setja úrval bestu texta Alþýðublaðsins á Vefinn (til dæmis Hallgrím, Guðmund Andra, fram- bærilegustu pallborðshöfundana, Kollu, Einar, JBH, bestu fítsjörana og fréttirnar...) og munu samninga- viðræður fara fram næstkomandi föstu- dag á sérvöldu kaffihúsi í miðbæ Reykjavíkur. Hugmyndin er að setja upp flottustu en jafnframt einföldustu og aðgengilegustu heimasíðu dagblaðs á Vefnum. Nethausar er hérmeð ein- dregið hvattir til að meila til bald- stef@centrum.is allar þær fínu hugdett- ur sem þeir fá um málið. Allt um það á Spjallsvæðinu næstu daga... takethat: veröld ísaks Athafnir Japana í annarri Heimsstyrjöld- inni þóttu að sönnu grimmilegar, en snilldairlegur úrræðaneisti leyndist engu að síður í röðum þeirra. Þannig notuðu japanskir hermenn líkamsleifar krabba til að lesa hemaðarlega mikilvæg landa- kort og gögn að nóttu til svo þeir mættu fprðast að draga athygli óvinarins að sér. Ymsar krabbategundir gefa nefhilega frá sér líffræðilega tilbúio ljós vegna en- sýmaframleiðslu líkama þeirra. Það sem Japanimir gerðu síðan var að veiða Þei ávegis síðan igm t landað saman við duftið að nóttu til myndaðist dauft blátt ljós sem ógreinan- legt var nema úr afar lítilli fjanægð. (Það hefur nú verið einhver skátinn sem fann upp á þessum fjanda!) Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.