Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 1
Miðvikudagur 2. ágúst 1995 Stofnað 1919 115. tölublað - 76. árgangur ■ Tómas Helgason yfirlæknir geðdeildar Landspítalans gagnrýnir harðlega niðurskurð í heilbrigðiskerfinu Lokanir hafa þveröfug áhrif Tómas: Lokanir geðdeilda auka ekki aðeins þjáningar sjúklinga og aðstandenda, heldur munu útgjöld ríkis- ins aukast þegar til lengri tíma er litið. Tómas Helgason geðlæknir gagn- rýnir niðurskurð í heilbrigðiskerfinu harðlega í nýju tölublaði Lœkna- blaðsins, og segir að hann hafi þver- öfug áhrif miðað við það sem til er ætlast. Hann segir lokanir geðdeilda koma niður á þeim sem síst skyldi, að rúmum á geðdeildum hafi fækkað síðasta aldarfjórðung og vitnar til landlæknis, sem hefur sagt að meðal þeirra sem fá ófullnægjandi þjónustu sé fólk sem hafi gert sjálfsmorðstil- raunir. Tómas Helgason segir í greininni: „Niðurskurðurinn og lokanir sjúkra- deilda verða landsmönnum dýr í bráð og lengd, ekki aðeins vegna þjáninga sjúklinganna og aðstand- enda þeirra, heldur einnig vegna þess að hætta er á hætta er á að bata seinki, fleiri verði fatlaðir til langs tfma, fleiri þurfi að dvelja lengur á sjúkrahúsi og fleiri þurfti örorkulíf- eyri og félagslega aðstoð." Tómas segir að stöðugur niður- skurður fjárveitinga til geðdeilda hafi haft alvarlegar afleiðingar. Skortur á faglærðu fólki hafi leitt til þess að þjónusta minnkaði, en þó sé „betra að veifa röngu tré en engu.“ Langvarandi aðhaldsaðgerðir á geð- deild Landspítalans hafa leitt til þess, að sögn Tómasar, að áætluð meðal- laun á hvern starfsmann séu 14% lægri en á Ríkisspítölunum í heild. „Sjúklingar og aðstandendur kvarta Ákvarðanir Ingibjargar Pálmadótt- ur heilbrigðisráðherra um lokanir geðdeilda sæta harkalegri gagn- rýni. Tómas Helgason bendir á að meðal þeirra sem nú fá ófullnægj- an'di þjónustu sé fólk sem hefur gert sjálfsmorðstilraunir. A-mynd: E.ÓI. oft með réttu undan því að fá ekki nægan tíma til að tala við faglærða starfsmenn. Þó ný lyf hafi gert ómet- anlegt gagn til að lækna og bæta líð- an sjúklinganna má ekki gleymast, að aðallækningatæki geðdeildanna í hátæknilæknisfræði nútímans er vel menntað starfsfólk, sem hefur nægan tíma til að rannsaka og veita hveijum einstökum sjúklingi góða meðferð. Fjársvelti geðdeildar Landsspítalans er ekki fallið til að greiða fyrir þessu og draga úr réttmætri gagnrýni sjúk- iinga og aðstandenda þeirra,“ segir Tómas. Tómas segir að nærri helmingur spítalarúma geðdeildarinnar, 64 rúm, verði ekki í notkun í sex vikur nú í sumar vegna niðurskurðarins. Fjöldi deilda sé lokaður vegna þessa og auk þess tvö meðferðarheimili utan spít- alans. Þá hafi orðið að draga úr starf- semi vinnustofa og iðjuþjálíúnar. ■ Núverandi og fyrrver- andi samflokksmenn Ólafs Ragnars Gríms- sonar ræða um starf hans sem formanns Al- þýðubandalagsins und- anfarin átta ár og fólk er ekki á einu máli ■ Spurningaleikur Alþýdubladsins Hver er maður- inn? Hvaða 18. tónskáld skrifaði ffænku sinni klúr bréf? Hver var eiginlega Goldie Mabobitzj? Og hvaða maður, fæddur 17. janúar 1948, var um skeið leikhúsritari í Iðnó? Og síðast en ekki síst: Hvaða tónlistarmaður hefur farið í fleiri fegrunaraðgerðir en flestir dauðlegir menn? Þetta eru nokkrar af þeim vísbend- ingum sem gefhar eru í nýjum spum- ingaleik Alþýðublaðsins í dag: Hver er maðurinn? Lesendur geta spreytt sig á spum- ingunum - og keppt við sjónvarps- fréttamennina Pál Benediktsson og Sigurstein Másson. Allt um þetta á blaðsíðu 5. Páll og Sigursteinn leiða saman hesta sína í Alþýðublaðinu í dag. Jack Daniels í heyskap Þessi vígalegi sláttumaður var að heyja við Laugaveginn í gær þegar Einar Ólason var þar á ferð. Hann gaf sér ekki einu sinni tíma til að segja til nafns en einsog sjá má er hann kirfilega merktur sjálfum Jack Daniels. Ekki maður fólksins eða bjarg- vættur flokksins? Sumir samflokksmenn Ólafs Ragnars Grímssonar bera honum illa söguna sem formanni flokksins undanfarin átta ár meðan fyrrverandi flokksmenn hæla honum á hvert reipi. Þetta kemur fram í viðtölum Alþýðu- blaðsins við nafnkunna einstaklinga sem starfa eða hafa starfað innan Al- þýðubandalagsins. „Því er ekki að neita að það hefur aldrei verið algjör sátt um Ólaf en ég er ekki búin að sjá að margir hefur farið í fötin hans við þessar aðstæður," segir Guðrún Helgadóttir meðal annars. „Þegar hann hverfur á braut sem formaður er hann vinafár og stuðningsmannalítill,“ segir Gísli Gunnarsson dósent. ,JÉg held að Al- þýðubandalagið eigi nú að leggjast á hnén og þakka Ólafi Ragnari fyrir þessi átta ár sem hann hefur haldið því á lífi,“ segir Mörður Ámason. „Ólafur Ragnar er ekki maður fólksins,“ segir Silja Aðalsteinsdóttir. „Ég græt ekki Ólaf Ragnar," segir Birna Þórðar- dóttir. Viðmælendur Alþýðublaðsins um formennsku Ólafs Ragnars Grímsson- ar í dag eru auk ofangreindra þau Guðný Halldórsdóttir, Björn Grét- ar Sveinsson, Össur Skarphéðins- son, Auður Sveinsdóttir og Jóhann Ársælsson. - Siá miðopnu. ■ Púlsinn tekinn á 100 daga ríkisstjórn Utidsést til stjómar Davíðs „Er hún orðin hundrað daga þessi ríkisstjóm? Það er ósköp h'tið um hana að segja," sagði Ari Skúlason hjá ASÍ þegar hann var inntur álits á 100 fyrstu valdadögum ríkisstjómarinnar. Áðrir viðmælendur Alþýðublaðsins tóku mjög í sama streng. „Ég verð að játa að ég hef htið orðið var við ríkis- stjómina. Hún ætlar greinilega að fara gætilega í hlutina," sagði Björn Grét- ar Sveinsson formaður Verkamanna- sambandsins. Jón Magnússon formaður Neyt- endafélags höfuðborgarsvæðisins sagði að lítið væri farið að sjást til rík- isstjómarinnar, einna helst að Guð- mundur Bjarnason þvældist fyrir í landbúnaðarmálum. Jóhann Ein- varðsson framkvæmdastjóri Sjúkra- húss Suðumesja að ekki hefði verið tekið á rekstrarvanda sjúkrahúsanna. - Siá blaðsíðu 7. ■ Allt á huldu um framtíð Helgarpóstsins Öllum sagt upp Framtíð Morgunpóstsins/Helg- arpóstsins er enn óráðin, sam- kvæmt heimildum Alþýðublaðs- ins. Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp og eigendur blaðs- ins leita nú að auknu hlutafé. Á mánudaginn var öllum starfs- mönnum blaðsins sagt upp, og nánast er gengið út frá því að mánudagsútgáfu blaðsins verði hætt. Framtíð fimmtudagsblaðs- ins, Helgarpóstsins, er enn á huldu en blaðið kemur að minnsta kosti út á morgun. Ekki er búið að ganga frá ráðn- ingu nýs ritstjóra í stað Gunnars Smára Egilssonar og talið óvíst að það verði gert fyrren greitt hef- ur verið úr fjármálum fyrirtækis- ins sem að útgáfunni stendur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.