Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 4
Stéttin erfyrsta skrefið iirn... Mikiðúrval afheUum og steinum. Mjöggottverð. SIÍTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 X Bosnaf ALÞÝÐUBLAÐK) MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 ■ Nú styttist óðum í að Ólafur Ragnar Grímsson iáti af formennsku í Alþýðu- bandalaginu. Sæmundur Guðvinsson spjallaði við ýmsa núverandi og fyrrverandi flokksmenn Alþýðubandalagsins og spurði hvernig Ólafur Ragnar hefði staðið sig sem formaður og hvernig hann skildi við flokkinn Ólafur Ragnar Grímsson var kos- inn formaður Alþýðubandalagsins ár- ið 1987 og tók við formennskunni af Svavari Gestssyni. Ólafur hafði setið á þingi fyrir Alþýðubandalagið frá 1978 til 1983 en hóf sín afskipti af stjómmálum innan Framsóknarflokks- ins. Síðan gekk hann í raðir Frjáls- lyndra og vinstri mann og starfaði þar fram til þess að hann gekk í Alþýðu- bandalagið. Ólafur Ragnar lætur af formennsku flokksins á landsfundi hans í haust. Núverandi og fýrrverandi samstarfsmenn eru ekki á einu máli um störf hans sem formanns eins og fram kemur hér á eftir. Guðrún Helaadóttir Ekki hafa allir hjálpað honum í starfi „Ég held að það verði að segja að Ólafi hafi tekist allvel til. Flokkurinn hefur nokkurn veginn haldið sínu striki, en við höfum átt í óskaplegum erfíðleikum út af alls konar fólki sem hefur verið að hlaupa í burtu. Hins vegar er því ekki að neita að það hefur aldrei verið algjör sátt um Ólaf og það hefur haft ýmsa erfiðleika í för með sér,“ sagði Guðrún Helgadóttir fyrr- verandi alþingismaður. ,Að mínum dómi skilur Ólafur við flokkinn sem formaður með fullum sóma. En hann hefur að mörgu leyti átt mjög erfiða daga. Það voru öfl í flokknum sem aldrei sættu sig við þann mikla sigur sem Ólafur Ragnar vann þegar hann var kjörinn formað- ur. Sumt fólk er nú einu sinni þannig gert að það getur aldrei sætt sig við hlutina eins og þeir eru. Það er óhætt að segja að ekki hafi allir hjálpað hon- um í starfi og ýmsir unnið beinlínis á móti honum. Ólafur hefur verið mjög virkur formaður og duglegur enda af- skaplega starfsamur maður. Ég er ekki búin að sjá að margir hefðu farið í föt- in hans í þessu embætti við þær að- stæður sem voru. Hann kemur inn í flokkinn sem formaður á þeim tíma þegar voru afskaplega miklir flokka- drættir í Alþýðubandalaginu," sagði Guðrún ennfremur. ,Jv1ér sýnist hins vegar að málum sé þannig komið í pólitík að það skipti í raun engu máli hvað fólk getur eða hefur gert. Þetta er orðið leikur með dyggri aðstoð fjölmiðla og allt annað sem skiptir máli heldur en pólitískur þroski og kunnátta," sagði Guðrún Helgadóttir. Mörður Árnason Hefur haldið flokknum á floti ,J>að voru miklar vonir bundnar við Ólaf meðal stuðningsmanna hans. Flokkurinn var í sögulegri lægð 1987 þegar hann var kosinn formaður, bæði að fylgi, pálefnum og stíl,“ sagði Mörður Árnason, fyrrverandi sam- herji Ólafs Ragnars en núverandi varaþingmaður Þjóðvaka. „Svavar Gestsson, sem gat verið formaður eitt tímabil í viðbót fór frá og Ólafur vinnur sigur gegn ráðandi öflum í flokknum. Að ýmsu leyti hef- ur Ólafur Ragnar haldið Alþýðu- bandalaginu á floti þessi átta ár. Til dæmis í gegnum hrun kommúnismans sem var auðvitað mikið áfall fyrir ákveðinn hluta flokksmanna. Það má segja að lausnir Ólafs hafi nánast ver- ið einu lausnirnar sem flokkurinn hafði á þeim hugmyndafræðilegu vandamálum. Það er að segja; breyta flokknum úr krónískum stjómarand- stöðuflokki í flokk sem vildi vera við völd, sætta flokkinn við markaðinn sem tæki, sveigja hann að hefðbund- inni sósíaldemókratískri stefnu og reyna að halda honum sem bandalagi sem rúmaði ýmis sjónarmið svo sem umhverfisvemdarstefnu, kvennamál, þjóðernisandóf og svo framvegis," sagði Mörður. ,JÉg held að Alþýðubandalagið eigi nú að leggjast á hnén og þakka Ólafi Ragnari fyrir þessi átta ár sem hann hefur haldið því á lífi. Hinu er svo ekki að leyna að manni finnst stund- um sem Ólafur sé í vitlausum flokki. Sú flugvél sem stundum var talað um að hann hefði rænt hafi verið flugvél á leið í vitlausa átt. Það að halda Al- þýðubandalaginu á floti í þessi átta ár kostaði það að Ólafur varð að vinna mjög náið að þeim öflum sem stóðu í upphafi og allan tímann gegn honum, hinum svokölluðu flokkseigendum í Reykjavík. Hann varð líka að treysta mjög á bandalag við landsbyggðar- þingmenn svo sem eins og Ragnar Arnalds. Mótparturinn í því bandalagi hafði engan sérstakan áhuga á öðm en því að halda sér á lífi. Um leið og Ól- afi hefur tekist það ætlunarverk að halda flokknum á lífi hefur honum vegna þessara aðstæðna ekki tekist að gera flokkinn lifandi. Ég tel að Ólafur geti átt langt líf fyr- ir höndum sem pólitíkus og sé einn af hæfust stjómmálamönnum þjóðarinn- ar. Ég fagna því að hann skuli nú geta sett kraftana í annað heldur en þessar jafnvægiskúnstir undanfarinna miss- era sem að mörgu leyti hafa verið bar- átta við vindmyllur," sagði Mörður. Kennir þú honum þá ekki um það hversu margir hafa yfirgefið flokkinn? „Nei, ég kenni honum ekki um það. Menn líta alltaf á þetta með gleraug- um hins pólitíska lénsveldis. Að það sé foringi sem eigi einhveija sveit og ef sú sveit leysist að einhverju leyti upp sé það áfall foringjans. Svona hef- ur þetta ekki verið í kringum Ólaf og það er honum til hróss. Menn hafa umgengist eins og bandamenn en ekki eins og hirðmenn og konungur. Það er hins vegar ekkert launungarmál að margir bandamenn Ólafs hafa misst trú á það sem hann var að gera í Al- þýðubandalaginu og að lokum yfirgef- ið flokkinn. Ég held að það sé ekki Ólafi að kenna heldur Alþýðubanda- laginu í heild. Það hafi ekki haft það erindi í samfélaginu að menn nenntu að starfa áfram innan þess,“ sagði Mörður Amason. Auður Sveinsdóttir Liggur í augum uppi ,,Eg held að útkoma Alþýðubanda- lagsins í síðustu kosningum segi allt sem segja þarf um Ólaf Ragnar sem formann flokksins. Það liggur í augum uppi,“ sagði Auður Sveinsdóttir arki- tekt og taldi óþarft að hafa um þetta fleiri orð. Gísli Gunnarsson Orðinn vinafár „Það háði Ólafi Ragnari mjög í upphafi að vera ekki á þingi og einnig hvað barist var harkalega gegn honum innan flokksins. Þeir sem töpuðu slagnum sættu sig aldrei við það og gerðu honum lífið leitt. Ólafur þurfti að fara í samstarf við voldugustu menn þess hóps sem barðist gegn hon- um og það mislíkaði mörgum stuðn- ingsmönnum hans,“ sagði Gísli Gunnarsson dósent. „Mesta afrek Ólafs Ragnars sem formanns var stjómarmyndunin 1988 þegar hann með aðstoð Svavars og Steingríms kom flokknum í ríkisstjóm við harða andstöðu. Síðan hélt þetta samstarf þeiira áfram eftir að sú ríkis- stjóm hætti og það hafa margir fundið að því. Mesti ósigur Ólafs Ragnars var þegar Svanfríður Jónasdóttir var felld í varaformannskjöri 1989. Hon- um hefur mjög verið núið því um nas- ir að hafa ekki staðið nógu þétt við. hliðina á henni og það er enn í gangi. Ég vil ekki dæma hversu mikið er rétt þar eða ekki,“ sagði Gísli. ,Að mínu mati stóð hann sig allvel sem ráðherra og hélt nokkuð vel utan um hlutina á þeim tíma. Hins vegar er eins og hann hafi misst dálítið fótanna síðustu árin í stjómarandstöðu. Ekki alveg kunnað að ráða við það og það samband sem hann hafði við forna samheija sína og stuðningsmenn fram til 1991 datt eiginlega alveg niður. Hann fór þess í stað að leita meira og meira á náðir atvinnumanna eins og Einars Karls Haraldssonar og aug- lýsingastofunnar Hvíta hússins. Hann gleymir algjörlega öllu samstarfi við venjulegt fólk. Þegar hann hverfur á braut sem formaður er hann orðinn vinafár og stuðningsmannalítill. Þetta er þróun sem hefur verið að gerast síð- an um 1991,“ sagði Gísli Gunnarsson. Össur Skarphéðinsson Verður áfram áhrifamaður „Ég hef enga trú á að Ólafur Ragnar sé að hætta afskiptum af stjómmálum. Maður af hans stærðargráðu í pólitík hverfur ekki skyndilega af sjónarsvið- inu þó að hann hætti að vera formaður í stjómmálaflokki. Hann mun áfram verða mjög áhrifamikill ef ekki áhrifa- mesti stjómmálamaðurinn í Alþýðu- bandalaginu og án efa ráða miklu um þróun þess á næstu árum,“ sagði Öss- ur Skarphéðinsson alþingismaður og fyrrum samflokksmaður Ólafs Ragn- ars. „Komi til einhvers konar samræðna milli stjómmálaflokka um aukið sam- starf þá mun Ólafur Ragnar, sökum þess hvar hann er staddur á hinum pólitíska landakorti, verða lykilmaður í því af hálfu síns flokks. Þegar Ólafur varð formaður árið 1987 bjuggust mjög margir í hinum frjálslyndari armi Alþýðubandalags- ins, sem þá var til, við því að honum myndi takast að sveigja Alþýðubanda- lagið nokkuð hratt til nútímalegrar jafnaðarmennsku. Ég tel að honum hafi orðið nokkuð ágengt í því en þó sé hann fjarri þeim áfangastað sem hann hugðist leiða flokkinn til. Það reyndist einfaldlega vera svo að í flokknum vom leifar hins gamla sósí- alisma talsvert öflugri heldur en hann og stuðningsmenn hans þá áttu von á,“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.