Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Naggar og fiðurfé Ég þurfti í smáaðgerð í heilbrigðis- kerfmu vegna slæmsku í baki nýlega. Ekki veit ég hvort veikindin stöfuðu af þungum áhyggjum vegna verkleys- is ríkisstjómarinnar eða vegna þess að einhverjir hafi verið að naga mig í hrygglengjuna... Þrátt fyrir niður- skurð á spítölunum er ennþá til eitt- hvað af svefnlyíjum og fékk ég smá- skammt fyrir lítið fé. En það er einmitt fé í annarri og mikilvægari merkingu sem er tilefni þessa greinarkoms. Mér gekk nefni- lega illa að sofna og þegar ég kvartaði yfir því við svæfmgalækninn, þá benti hann mér á þá gömlu góðu aðferð að telja kindur. Það gekk vel; ein, tvær, þijár... og tíu. Þama hef ég sennilega hætt að telja og sofnað svefni hinna réttlátu (jafhaðarmanna). En undirmeðvitundin hélt greini- lega áfram að telja, enda af nógu að taka þegar íslenski fjárstofninn er ann- ars vegar. Ekki veit ég hvursu lengi ég svaf þama á aðgerðaborðinu, umvaf- inn rándýmm tækjum og hálaunuðum sérfræðingum, en þegar ég vaknaði hafði ég talið 499.110 rollur. Hvorki fleiri né færri. Ég var sannfærður um að þessi tala hefði einhverja djúpa merkingu - þetta hlyti að vera ráðgáta sem ég yrði að leysa. Ég leit á rúmborðið og sá þar dag- blaðið Tímann og tvo bækfinga. Ann- ars vegar Hagtölur landbúnaðarins og hins vegar auglýsingabækling frá Benny Hinn, sem ég hafði gripið með mér ef aðgerðin á sjúkrahúsinu myndi nú misheppnast. Ég fletti upp í hinu upplýsandi riti landbúnaðarins sem hinir vösku hagsmunaverðir bænda- hallarinnar gefa út árlega og sá að það var rétt sem mig grunaði: talan 499.110 stendur fyrir fjölda sauðfjár í landinu. Og af því að við vitum að kvótakerfið í landbúnaði þvingar bændur til þess að hafa talsvert fleiri ær í húsum sínum en opinberar tölur gefa til kynna þá má áætla að sauð- fjárstofninn sé vel yfrr hálfa milljón. Þetta þýðir átta rollur á hveija fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Þegar ég fór síðan að fletta Tíman- um mundi ég að martröðin á skurðar- borðinu hafði ekki einungis snúist um tölur. Ég mundi að um leið og ég taldi kindumar þá hófu þær sig á loft, fengu vængi eins og alvöru fiðurfénaður og flugu inn í opinn faðm landbúnaðar- kerfisins. En hvemig tengist þetta hinu bráðfjöruga málgagni framsóknar- manna? Jú, á forsíðu Tímans mátti lesa athyglisverða frétt um að það væri búið að leysa vanda sauðfjár- bænda. Lausnin er fólgin í því að breyta sauðfé í kjúklinga. Þama stóð Sigurgeir Þorgeirsson, nýr fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna og fyrrnrn aðstoðarmaður landbúnaðar- ráðherra, brosandi með einhveija litla gúllasbita sem hafa hlotið nafnið Naggar, samanber McNuggets kjúk- lingabita. Þetta er ákaflega lystauk- andi nafngift, því nú munu íslenskir neytendur verða neyddir til þess að éta allt gamla „naggið" í bændaforyst- unni. Jafnaðarmenn hafa lengi bent á galla þess kerfis sem íslenskir bændur hafa búið við undanfarna áratugi. Fjötrar kerfisins em með þeim hætti að bændur geta hvorki lifað af né dáið (hætt búskap) í dag. Alþýðuflokkurinn hefur talað fyrir því að afhema fram- leiðslustýringu í landbúnaði sem myndi leiða til þess að sauðfé yrði stórlega fækkað og bændum hjálpað við að bregða búi, í stað þess að moka milljörðum á ári hveiju í vonlausa of- framleiðslu. Forsætisráðherra og jafn- vel landbúnaðarráðherra hafa nú loks fengist til þess að taka undir þessa stefnu. En bændaforystan streitist á móti þótt hún viti sem er að neyslu- venjur fólks hafa breyst vemlega und- anfarin 15 ár, eins og fram kemur í áð- „Þarna stóð Sigurgeir Þorgeirsson, nýr fram- kvæmdastjóri Bændasamtakanna, ... brosandi með einhverja litla gúllasbita sem hafa hlotið nafnið Naggar, samanber McNuggets kjúkl- ingabita. Þetta er ákaflega lystaukandi nafn- gift, því nú munu íslenskir neytendur verða neyddir til þess að éta allt gamla „naggið" í bændaforystunni." umefndum Hagtölum landbúnaðarins. Þar kemur ffam að kindakjötssala hef- ur stórlega dregist saman á kostnað svína-, fugla- og nautakjöts, svo ekki sé talað um pasta og grænmeti. En bændahöfðingjamir hafa töfra- lausnir í farteskinu eins og mig dreymdi fyrir. í stað þess að taka á vandanum og fækka sauðfé, þá verður allt lambakjöt framvegis selt í felu- búningum. Þegar kaupmenn vilja koma til móts við neytendur og flytja inn kjúklinga ffá Svíþjóð, þá er gamla gúllasinu bara breytt í kjúklingabita með súrsætri sósu. Þegar hagsýnar húsmæður ætla að kaupa meira pasta, þá verður kindahakkinu með ullar- bragðinu bara vafið inn í hveiti og selt sem „kjötpasta". Og þegar landinn ætlar að kaupa sér soðningu á mánu- dögum verður brugðið á það ráð að velta lambalæri upp úr raspi og selja það sem „lambastyrtlu" og gömlu góðu sviðin munu verða markaðssett sem „lambagellur". Það liggur ljóst íyrir að unnt er að framleiða ansi marga nagga úr 499.110 rollum. Ég hef ekki hugsað mér að reikna þá tölu út, en það er al- veg á hreinu að næst þegar ég neyðist til þess að telja kindur inn í drauma- landið þá mun ég telja niður; 499.110, 499.109, 499.108... Ef til vill geta ungir sjálfstæðismenn aðstoðað ríkis- stjórnina við að telja niður sauðfé, þegar þeir eru orðnir leiðir á að mæla skuldir þjóðarinnar í skuldagluggan- um srnum í Austurstræti? ■ Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands. r IDVí gær var sagt frá raun- um íbúa við Þingholtsstræti í Reykjavík vegna hávaða frá skemmtistaðnum Deja'vu. Einn viðmælandi blaðsins, Birgir nokkur Hermannsson, segir farir sinar ekki sléttar: svefnfriður sé enginn fyrren eftir klukkan þrjú á nóttunni um helgar. Honum finnst furðulegt að borgarráð skuli nýlega hafa endurnýjað vín- veitingaleyfi skemmtistaðar- ins, þrátt fyrir mótmæli íbú- anna. Birgir væri kannski ekki svona undrandi ef hann vissi að móðir eigandans heitir Kristín Einarsdóttir og út- skrifaðist af þingi fyrir Kvenna- listann i vor. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum beitti Kristín sé einmittfyrir því að vínveitingaleyfi staðar- ins yrði endurnýjað. Svona getur nú verið gott að eiga góða mömmu... að fór einsog Alþýðublað- /ð spáði: Morgunblaðið er búið að skrifa heilan leiðara um „hneykslið mikla" Höfða, en einsog lesendur Mogga hafa ekki komist hjá að vita, var nýlega tekin niður mynd af Bjarna Benediktssyni í fundarherbergi þeirra Reag- ans og Gorbatsjovs. Við út- nefndum fréttir Morgunblaðs- ins í gær „mestu gúrku sum- arsins" en nú er komið á dag- inn að um hápólitískt mál er að ræða, einsog æfur leiðara- höfundur stóra blaðsins af- hjúpaði í gær... Enn getum við glatt lesend- ur okkar með fréttum af formannsslagnum í Alþýðu- bandalaginu. Steingrímur J. Sigfússon, sem reiddi sig mjög á stuðning gamla valda- kjarnans í flokknum, hefur víst víða komið að lokuðum dyr- um upp á síðkastið. Það þykir tíðindum sæta meðal þeirra sem til þekkja í flokknum að Guðmundur Hjartarson, sem um langt skeið var í fram- varðasveit Sósíalistaflokksins og síðar einn af toppunum í Seðlabankanum, hefur í einka- samtölum lýst yfir fullum og einörðum stuðningi við Margréti Frímannsdóttur. Þetta er ótvíræð vísbending um að sigur Steingrims verð- ur ekki jafn auðsóttur og hann hugði - þegar hann tilkynnti framboð sitt fyrir hálfu öðru ári... Það vakti talsverða athygli þegar Katrín Fjeldsted gaf í skyn í blaðagrein að Sjálfstæðisflokksmenn í Reykjavík þyrftu að huga að nýjum oddvita fyrir næstu kosningar. Þetta ertil marks um tæpa stöðu Árna Sigfús- sonar sem þykir vægast sagt ekki sannfærandi sem leiðtogi minnihlutans. Vangaveltur eru þegar byrjaðar bakviðtjöldin um hver geti leitt listann til sigurs gegn Ingibjörgu Sól- rúnu Gísladóttur og þykir sýnt að leita þurfi út fyrir raðir núverandi borgarfulltrúa. Ýmsirtelja að Katrín sé sjálf að gefa kost á sér til starfans, en nafn Friðriks Sophusson- ar hefur líka heyrst nefnt í þessu sambandi... „Sko, ég myndi nú eiginlega ráðleggja ykkur að smella ykkur á grísku samlokuna, kjúklingasmásteikina eða sjáv- arréttarsalatið... En ég vil taka það fram þannig svo að enginn misskilningur eigi sér stað, að ekkert sem við hér á Solon íslandus erum með á matseðlinum er beinlínis það sem ég myndi kalla guðafæði... v i t i m e n n Um leið og ég greip boltann eftlr fyrirgjöfina sló Dervic mig beint í eistun. Um leið varð ég brjálaður og sló mjög laust í brjóstkassann á honum. Frásögn Ólafs Gottskálkssonar markvaröar KR af blíöulátum í bikarleik Vesturbæinga og Keflvíkinga. DV í gær. Minning Bjama Benediktssonar er ekki fólgin í þessu málverki. Hún er fólgin í hjörtum Isiendinga. Katrín Fjeldsted aöspurö hvort þaö hafi veriö „viö hæfi" aö fjarlægja málverk af Bjarna Bene- diktssyni úr Höföa. Tíminn í gær. Bjöm Freyr vann Robert J. Fischer. Fyrirsögn í Mogga í gær þarsem sagt var frá þessu afreki Björns á nýlegu móti í Bandaríkjunum. Robert J. Fischer reyndist að vísu ekki Robert J. Fischer. Stuðningur við landbúnað er ekki einstakt fyrirbrigði hérlendis. Hjá þjóðum Evrópusambandsins er svimháum upphæðum varið til stuðnings við landbúnaðinn. Leiðari Tímans í gær, þarsem Stöð 2 var gagnrýnd fyrir „einhliða fréttaflutning um landbúnaöarmál". Hávaðinn er slíkur að maður sofnar ekki fyrren klukkan 3 á næturnar þegar staðnum er lokað. Birgir Hermannsson stjórnmálafræðingur í DV í gær. Hann hefur skorið upp herör gegn skemmtistaðnum Deja'vu í Þingholtsstræti - og ekki aö ástæðulausu. Ég þykist viss um stuðning þinn á vettvangi jafnréttismála en óljósar em leiðimar. Þórunn Gestsdóttir formaöur jafnréttis- og fjöl- skyldunefndar Sjálfstæðisflokksins skrifaöi Dav- íö Oddssyni opið bréf um jafnréttismál í Mogg- anum í gær. Og væntir svars. Lífið er ekki dans á rósum hjá stúlkunni góðu, Pamelu Lee [And- erson] þessa dagana... Þar að auki bætist við dólgsleg hegðun eigin- manns Pamelu, Tommy Lee, en hann dvelur langtímum saman með félögum sínum að drykkju. Morgunblaöið fylgist afar grannt með Pamelu Anderson þessar vikurnar. Villtir á Vefnum ■ I dag, aðeins eitt: Það skal ítrek- að í síðasta sinn, að tölvupóstfang Alþýðublaðsins er staffan@centr- um.is og netvæddir lesendur og pennar blaðsins eru vinsamlegast beðnir um að hafa það framvegis í huga. Vinsamlegast nlífið sjálfum ykkur og okkur við því óþarfa leið- indaumstangi (og pirrandi fjárútlát- um) sem fylgja disklingasending- um og innslætti setningarfólks blaðsins. Væntanlegt: „Best of Al- þýðublaðið" á Veraldarvefnum - allt um það þegar spennan verður óbærileg... TAKE THAT! v e r ö I d f i m m f ö r n u m Hverjir verða bikarmeistarar í knattspyrnu? Rétt svar: Fram Þórhildur Þrándardóttir Kjartan Jónsson nemi: KR nemi: Fram vinnur 2-1. vinnur í tveimur leikjum, sá fyrri verður eitt stórt og hund- leiðinlegt núll, en KR vinnur seinni leikinn 2-0. Sigurður Karlsson glugga- þvottamaður og tónlistar- maður: KR-ingar verða miklu betri en vinna bara 2-1. Kristín Fenger húsmóðir: Ég held að Fram vinni öruggan sigur, 3-1, enda eru þeir miklu betri. Þórarinn Kjartansson nemi: KR vinnur öruggan sig- ur, 2-0. Svo óheppilega vildi til þegar Rómar- veldi hrundi til grunna á fimmtu öld eftir Krists burð, að læknisfræði- kennsla varð í leiðinni „útdauð" í Evrópu. Hinsvegar vildi svo einstak- lega vel til að blessaðir arabamir - svo menningarlegir sem þeir jú eru og hafa ávallt verið - redduðu málunum því þeir höfðu um langt skeið safnað gríðarlegum fjölda af grískum læknis- fræðihandritum, stúderað þau og þýtt af stakri snilld. Fyrir tilstilli araba geymdist þekkingin þannig í þeirra höndum fýrir komandi fróðleiksþyrst- ar kynslóðir Evrópumanna í stað þess að gleymast. Sem aukabónus bættu arabamir heilmiklu við handritin og löguðu það sem vitlaust var eða af- laga hafði þar farið gegnum aldir alda. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.