Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 02.08.1995, Blaðsíða 7
MIÐVIKUDAGUR 2. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 p ó I i t í k Ríkisstjórnin við völd i 100 daga - og Alþýðubladið spurði nokkra einstaklinga álits á störfum hennar og afrekum til þessa Lítið hefur spurst til ríkisstjórnar Davíðs Oddssonar síðan hún tók við völdum, að mati viðmælenda Alþýöu- blaðsins. A-myndr E.ÓI. ■ Ari Skúlason framkvæmdastjóri ASI Höfðum áhyggjur af mörgu „Er hún orðin hundrað daga þessi ríkisstjórn? Það er ósköp lítið um hana að segja. Við höfðum áhyggjur af mörgu sem kom fram í hennar stefnuyfirlýsingu, til dæmis um vinnulöggjöf, starfsemi verkalýðsfé- laga og svo framvegis, en það eru engar tillögur famar að sjást. Fyrstu skrefin hafa reyndar verið stigin í sambandi við lífeyrissjóðsmál, ríkis- stjórnin ætlar að skipa nefnd til að endurskoða lífeyrisketfið á almenna vinnumarkaðnum. Þeir sem hafa með kerfið að gera koma þar ekkert að málum, það finnst okkur líta illa út. Við sögðum það reyndar í kringum 1. maí að við ætluðum að láta ríkis- stjómina njóta vafans, og við hljótum að gera það þangað til fjárlagatillögur birtast. Það er ekkert mjög bitastætt sem hefur komið frá henni, það er eins og þau mál sem hún er að vinna að séu öll á undirbúningsstigi, tillögur hafa ekki verið margar.“ Hyernig líst þér á framhaldið? „Ég er nú yfirleitt alltaf skeptískur á ríkisstjómir. Reynslan segir okkur að ríkisstjómir svona saman settar séu eríiðar, en við höfúm ekki reynt þessa ríkisstjóm, svo við verðurn að sjá til.“ ■ Björn Grétar Sveinsson formaður Vprkamanna- sambands Islands Verð lítið var við ríkisstjórnina „Ég verð að játa að ég hef lítið orð- ið var við ríkisstjórnina. Hún ætlar greinilega að fara gætilega í hlutina. Eins og hún hefur talað er hún að boða ýmislegt - eins og til dæmis ■ Heilsustofnun 40 ára 2400 dvalar- gestir á ári - og 50 þúsund gistinætur. Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði, sem áður hét Heilsuhæli NLFÍ, átti 40 ára starfsafmæli 24. júlí síðastliðinn. Af þessu tilefni verður ýmislegt gert til há- tíðabrigða. Á síðasta ári vom dvalargestir Heilsustofnunar rösklega 2.400 og gisti- nætur yfir 50 þúsund. Það var Jónas Kristjánsson, læknir og oddviti náttúmlækninga- hreyfmgarinnar á íslandi, sem hafði forgöngu um smíði og rekstur heilsu- hælisins. Upp- haflega vom þar 40 rúm en nú em þau 160. Árlegur rekstrarkostnaður er liðlega 250 milljónir króna. Af þeirri upphæð greiðir rfkið rúmlega 190 milljónir en dvalargestir mismuninn. Dvalargestir Heilsustofnunar koma til endurhæfmgar og hvíldar eftir veikindi og aðgerðir á sjúkrahúsum. Margir koma eítir lið- og krabbameinsaðgerðir, hjarta- sjúklingar koma í framhaldsendurhæf- ingu og fjölmargir koma vegna alvarlegra gigtsjúkdóma. Þá em sérstakir hópar fyrir fólk sem þjáist af offitu og bakverkjum og byijuð er meðferð vegna þvagleka hjá konum. Ofþreyta er einnig algeng ástæða innlagna. f tilefhi af affnælinu var nýverið opnuð listsýning þar sem Þorbjörg Pálsdóttir og Hanncs Lárusson sýna verk sín úti og inni. Sýningin verður opin út septem- bermánuð, en á henni em um 50 verk. Öllum Hvergerðingum er boðið í mat í Heilsustofnun og hefur fjöldi þeirra þegar þegið boðið. Á afmælisdaginn 24. júlí var fjöl- skyldusamkoma fyrir alla starfsmenn, maka og böm. En hin eiginlega afmælis- hátíð verður svo 20. september, sem er afmælisdagur Jónasar heitins Kristjáns- sonar læknis. vinnulöggjöf og einhliða skoðun á h'f- eyrissjóðsmálum - sem við drögum fánann ekki í fulla stöng fyrir, þannig að það má kannski segja að eftir því sem hún gerir minna kippumst við minna við í verkalýðshreyfingunni. Það voru boðaðar snöggar aðgerðir, til dæmis í atvinnuleysismálum og húsnæðismálum, sem verkalýðshreyf- ingin hefur verið að beita sér fýrir, en þetta hefur farið svona hægt og hljótt." Hvernig líst þér á framhaldið? „Ég vil ekki dæma ríkisstjórnina strax, en þegar komið er fram yfir Þjóðhátíð Vestmannaeyja 1995 verður haldin 4. til 6. ágúst næstkom- andi. Fyrir söguþyrsta skal þess getið, að saga þessarar sérstöku þjóðhátíðar Vestmannaeyja er þannig, að þegar þjóðhátíðardagur íslendinga var hald- inn hátíðlegur 2. ágúst árið 1874 - í tilefni af stjórnarskrárafhendingu Kristjáns 9. Danakonungs - komust endurskoðun kjarasamninga í haust verður maður að fara að hugsa sig um. Ég hef á tilfmningunni að stjóm- in ætli að halda að sér höndum fram yfir þann tíma.“ ■ Jón Magnússon formaður Neytendafélags höfuðborgarsvæðisins Guðmundur Bjarna- son þvælist fyrir „Það er lítið farið að sjást til henn- ar. Það er ekkert óeðlilegt, heldur í samræmi við íslenska þjóðarsál. Það Eyjamenn ekki til lands vegna veðurs og ákváðu því að halda sína eigin þjóðhátíð í Heijólfsdal. (Aðalþjóðhá- tíð íslendinga var að vísu ekki haldin fyrren 5.-6. ágúst... ekki vitum við um veðurútlitið í Eyjum þá daga.) Næst á eftir árinu 1874 var haldin sér- stök þjóðhátíð í Vestmannaeyjum hinn 17. ágúst árið 1901 og árlega eru kosningar á vorin, svo fara pólit- íkusamir í sumarfrí og það gerist ekk- ert fyrr en með haustinu. Hvað hefúr verið að gerast? Guð- mundur Bjarnason að þvælast fyrir í innflutningsmálum - með mestu lög- skýringarendemum sem ég hef heyrt í langan tíma - , heilbrigðisráðherra hefur frestað ákveðnum málum sem til stóðu, Davíð Oddsson er búinn að vera í Namibíu og fjármálaráðherra uppgötvar ákveðna hluti í sambandi við skattkerfið sem hann hefur verið að vinna eftir. Þetta er bara hið hefð- bundna sumarfrí. uppfrá því - ef undanskilið er árið 1914. „Hátíðin stendur í þijá daga og fjór- ar nætur. Eyjamenn leggja mikið upp úr hefðinni, og fastir liðir eins og venjulega, auk þess sem allur bærinn flyst í Heijólfsdal, em bjargsig, brenn- an á Fjósakletti, flugeldasýningin og Brekkusöngurinn. Þessi atriði hafa verið áratugum saman," sagði Árni Johnsen alþingismaður sem verður kynnir þjóðhátíðarinnar í ár, í samtali við Alþýðublaðið. „Brennan hefur reyndar verið færð um nokkra metra, annars eru helstu nýjungar þau 50 skemmtiatriði sem boðið er upp á, þau breytast ífá ári til árs. Skreytingar í dalnum eru í kín- Það sem verður fróðlegt að sjá, er hvemig á að taka á málum í haust. Hvað ætlar þessi ríkisstjóm að leggja marga milljarða á afkomendur st'na?" Treystirðu þér til að spá einhverju um framhaldið? „Stjómin fer af stað alveg eins og búast mátti við; rólega og það er eng- inn ágreiningur á milli þessara flokka. Eftir að SÍS dó er ágreiningur Sjálf- stæðisflokks og Framsóknarflokks fyrst og fremst sögulegur. Þess vegna eiga þeir afar auðvelt með að starfa saman. En ég hef aldrei ímyndað mér að huggulegt samstarfið nýtist neytend- um, skattgreiðendum, eða taki á brýn- um félagslegum vandamálum. Ég býst við að bankar og einokunarfyrir- tæki geti átt von á því að fá að vera í friði.“ ■ Jóhann Einvarðsson framkvæmdastjóri Sjúkrahúss Suðurnesja Ekki tekið á vanda sjúkrahúsanna „Gagnvart rekstrarvanda sjúkrahús- anna hefur ósköp lítið gerst, fátt hefur komið í ljós. Ég hef heyrt ávæning af hugmyndum, sem ég hef ekki séð sjálfur; ég hef mínar upplýsingar úr fjölmiðlum og get því lítið tjáð mig um máhð. Að sjálfsögðu hefði maður viljað sjá eitthvað gerast á sínum starfsvett- vangi, klukkan þar slær alltaf hraðar en annars staðar. Ég á von á því að málin skýrist þegar fjárlagafrumvarp- ið verður lagt fram í haust. Þessi ríkis- stjóm, eins og aðrar ríkisstjómir, tek- ur við þeim íjárlögum sem eru í gildi. Það verður að gefa henni frið og bíða eftir að hún marki sína stefnu með fjárlagafrumvarpi, áður en maður fer að ergja sig allt of mikið.“ verskum stíl, það er Sigurfinnur Sig- urfinnsson sem á þá hugmynd og stjómar því.“ Ámi sagði jafnframt að allur undir- búningur gengi mjög vel. „Það hefur alltaf verið styrkur þjóðhátíðarinnar að undirbúningur er góður. Það er að hluta til þess vegna sem þjóðhátíðin slær öðrum útihátíðum við; það fer aldrei neitt í vaskinn hjá okkur. Ég sé um Brekkusönginn, í átjánda sinn, en hann er einn af hápunktum hátíðarinn- ar; þá safnast allt að 10.000 manns saman til að syngja einum rómi, söng- urinn hefur meira að segja borist til lands. Nei, ég er ekki orðinn leiður á að sjá uin Brekkusönginn frekar en því að anda,“ sagði Ámi. Auglýsing um verkleg próf í endurskoðun Með vísan til reglugerðar nr. 403/1989 verða verkleg próf til löggildingar til endurskoðunarstarfa haldin í nóvember 1995 sem hér segir: Verkefni í endurskoðun mánudaginn 20. nóvember Verkefni í reikningsskilafræðum fimmtudaginn 23. nóvem- ber Verkefni í gerð reikningsskila mánudaginn 27. nóvember Verkefni í skattskilum miðvikudaginn 29. nóvember Prófin verða haldin að Borgartúni 6, Reykjavík, og hefjast kl. 9 hvern prófdag. Væntanlegir prófmenn skulu fyrir 10. september nk. til- kynna prófnefnd hvaða prófraunir þeir hyggjast þreyta. Tilkynningar sendist formanni prófnefndar, Sveini Jóns- syni, Lindarbraut 47,170 Seltjarnarnesi. Tilkynningu skulu fylgja skilríki um að fullnægt sé skilyrð- um í 2. gr. laga nr. 67/1976 um löggilta endurskoðendur, með síðari breytingum. Prófnefndin mun boða til fundar með prófmönnum í októ- ber nk. Reykjavík, 1. ágúst 1995, Prófnefnd löggiltra endurskoðenda. Tíðindamenn Alþýðublaðsins brugðu sér til Eyja fyrir skemmstu í tilefni af þjóðhátíðarkynningu íþróttafélagsins Týs. í skemmtilegri bátsferð var tekið lagið og Árni Johnsen alþingismaður lét vitaskuld sitt ekki eftir líggja. A-mynd: Gunnlaugur Torfi Stefánsson ■ Þjóðhátíð í Vestmannaeyjum var fyrst haldin 2. ágúst 1874, síðan 17. ágúst 1901 og árlega uppfrá því - ef undanskilið er árið 1914. Tíð- indamaður Alþýðublaðsins brá sér til Eyja og ræddi meðal annars við Áma Johnsen Kínversk stemmning í Eyjum...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.