Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐU BLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 s k o ð a n i r MÞYDUBIIDIÐ 20963. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Frakkar minnast Hiroshima Enga þjóð heimsins hefiir tekið það sárar að vera ekki lengur heims- veldi en Frakka. Þó má segja að Frakkar séu enn heimsveldi, að minnsta kosti í ákveðnum skilningi. Engin þjóð framleiðir og flytur út meira af fötum, víni og ilmvötum. Engin þjóð hefur meiri áhrif á matarsmekk heimsbyggðariimar. Margar þjóðir þurfa að sætta sig að hafa minni og ómerkilegri áhrif á heimsvísu. En þetta nægir ekki Frökkum. Hinn nýi forseti Frakklands, Jacques Chirac, virðist ætla að halda til streitu þeim fyrirætlunum stjómar sinnar að sprengja kjamorkusprengjur í tilraunaskyni á Murordaeyju í Suður- Kyrrahafi. Þetta þarf svosem ekki að koma mjög á óvart, enda er þetta framferði rökrétt framhald þeirrar arfleifðar De Gaulle að minna reglu- lega á að Frakkland sé veldi sem ekki láti aðrar þjóðir segja sér fyrir verkum - eða hafa vit fyrir sér. Þessi hugsunarháttur er orðinn svo inngróinn franskri þjóð að menntamenn þar í landi þegja þunnu hljóði yfir sprengingunum fyrir- huguðu á Muroroa. Em þeir þó óþreytandi við að láta ljós sitt skína þeg- ar þeirn finnst eitthvað fara aflaga í fjarlægum deildum jarðar. Mennta- mennimir sem hafa hæst um Bosníu hreyfa ekki mótmælum við þessu óþarfa kjamorkubrölti sem er til þess eins fallið að stefha í voða algjöru banni við kjamorkuvopnatilraunum, en réttsýnir menn vona að það verði að veruleika að ári. Líkt og pólitíkusar em þeir ofurseldir því sam- blandi af minnimáttarkennd og mikilmennskuæði sem á svona stundum þjakar Frakka. Þó verður að geta þess Frakklandi til afbötunar að meginþorri al- mennings þar í landi virðist andsnúinn tilraunasprengingunum, sam- kvæmt nýjum skoðanakönnunum álíta tveir þriðjuhlutar Frakka þetta hið mesta óráð. Jacques Chirac kýs að skeyta því engu, ekki fremur en hávæmm mótmælum alþjóðasamfélagsins. Ekki er það lánlegt upphaf á forsetatíð hans. Á sunnudaginn næsta, 6. ágúst, er liðin hálf öld frá því flugvélin En- ola Gay varpaði kjamorkusprengju á Hiroshima. Þremur dögum síðar var sprengju varpað á Nagasaki. Nú má lengi um það þrátta hvort þessar grimmilegu árásir hafi verið nauðsynlegar til að binda endi á heims- styijöldina, hvort fómarkostnaðurinn hafi ef til vill verið of hár, eða hvort þá hafi mnnið upp ný öld í styijaldarrekstri og kjamorkuvopn varðveitt friðinn á ámm kalda stnðsins. Máski er ýmislegt hæft í því að Bandaríkjamenn hafi sprengt kjam- orkusprengjumar tvær - og fómað ótal japönskum mannslífum - til að skerpa markalínur og sýna Stalín og Ráðstjómarríkjunum hemaðarmátt sinn. Það er að minnsta kosti staðreynd að enginn hefur farist í kjam- orkubáli síðan í Hiroshima og Nagasaki. Sú atómógn sem hefur verið líkt og inngróin í mannshugann síðan þessa sorgardaga forðaði því máski að kalda stríðið umhverfðist í logandi heimsstríð - eins óskemmtileg og sú tilhugsun raunar er. Sá tími er liðinn. Vopnabúr stórvelda em fúll af kjamorkuvopnum. Ýmis minni veldi hafa komið sér upp slíkum vígbúnaði eða munu gera það á næstu ámm. Mörg þessara ríkja lúta stjóm einræðisherra sem síst er trúandi fyrir svo öflugum drápstólum. Mikið kapp hefur verið lagt á að afstýra því að Saddam Hussein eignist kjarnorkuvopn; þegar þrengt er að harðstjómm af því sauðahúsi er fyllilega hugsanlegt að þeir skirr- ist ekki við að beita kjamorkusprengjum. Tæknin sér fyrir því að skot- markið gæti hæglega verið manngrúinn í stórborg, til dæmis í París þar sem Chirac situr. Þegar atómvopn em orðin slíkt allragagn er það alvarleg tímaskekkja hjá gáfaðri þjóð eins og Frökkum að láta sér koma til hugar að sprengja kjamorkusprengjur - hémmbil upp á sport. Ekki verður verknaðurinn heldur geðfelldari þegar hann ber upp á þetta dapurlega afmæli, þegar fimmtíu ár em liðin frá því að ótal saklausir borgarar týndu lífinu í óskaplegasta vítiseldi sem kveiktur hefur verið í sögunni. ■ Aö þylja landið Verslunarmannahelgi'n og ég verð alltaf svolítið smeykur: Ég hef séð íyrir mér seigfljótandi bílalestir að silast áfram í rigningarsudda, brúnir taumar á öllum rúðum. Ég hef séð fyrir mér unga menn á nærbolum að veltast um drullu- flag með vodkaflöskur, stelpur norpandi hjá með sultardropa og sorg í fasi. Ég hef séð fyrir mér flúkandi tjöld, organdi lýð, heyrt fyrir mér falska popptónlist. En svona er auðvitað ekkert verslun- armannahelgin. Hún snýst um eitthvað Vikupiltar Guðmundur Andri liflp • AJpk, Thorsson skrifar annað. Síðustu árin hafa unglingamir flykkst til Vestmannaeyja til þess að syngja pysjuvalsinn í brekkusöng með Sæsa og hinum, heyra um Binna í Gröf og drekka almennilegt íslenskt brenni- vín í kók og kynna sér þannig undir- stöðuatvinnuvegi þjóðarinnar, en eldra fólkið hefur streymt til Siglufjarðar til þess að fá að salta sfld eða fá að horfa á fólk salta síld af því lífið er saltsíld. Og nú er komið Vopnaskak á Vopnafirði, Neskaupsdagar í (á?) Neskaupsstað, Þistilfjarðarhúllumhæ - og svo framveg- is. Verslunarmannahelgin er pílagríms- för Reykvíkinga til sinnar Mekku, sem er landsbyggðin. Hún er för Reykvík- ingsins heim til Islands. Það var fyrir tveimur eða þremur ár- um sem ég lét til leiðast að fara út úr bænum um verslunarmannahelgina, uppgötvaði að ef til vill væri sniðugt að nýta sér þetta ffí á mánudegi til ferða- laga. Við fórum í Geithellnadal þar sem sála hefúr ekki sést síðan einhver Bjart- urinn brá búi og dvöldum þar yfir helg- ina. Á leiðinni þuldum við nöfn. Stundum hefur mér fundist þegar ég ferðast um landið með vitru fólki og margvísu að landið sé ekki til fyrr en bú- ið er að festa það niður með nafni, nefna það. Að það sé á einhvem máta tilgang- ur ferðalagsins; að þylja á báðar hendur sem flest nöfn sem þessar bungur í land- inu bera, ömefnið sé upphaf og endh ferðarinnar. Hvað er ömefni? Það er nafri sem einhver gaf einhveiju landslagi einhvem tímann og hver sá sem aftur stendur andspænis þessu fjalli eða þess- um hóli eða þessu skarði virðist skyld- ugur að segja upphátt þetta nafn. Til hvers? Til þess að yrkja landið. Aborig- inalar í Ástralíu fara söng um landið sitt, ferðast í Walkabout eftir duldum söng- línum þess, ná sambandi við forfeður sína frá tíð draumanna og bræður og systur úr sömu vídd. Og rétt eins og þeir syngja landið á langferðum lífs síns og brags og endurskapa það með því móti þá nefnum við það og endursköpum með okkar hætti. Þarna er Fosshóll, þama er Múlakvísl, þama Búlandstind- ur. Við förum orðum um landið. Við helgum það, rétt eins og landnámsmenn- imh fóm eldi um það. En við erum ekki að helga okkur það með þessum þulum, eigna okkur það á nokkum máta - held- ur erum við að veita þessari lögun lands sem blash við okkur merkingu, því það er trú okkar að í nafninu búi guð- dómurinn; í orðinu búi mátturinn; í skáldskapnum sé sannleikurinn. Þess vegna er fólk stundum að þrátta um það hvort tiltekinn hóll beri þetta eða hitt nafhið. Þetta er skýringin á ástríðufullum rit- deilum um ömefni sem ég skildi aldrei fyrr en ég las Song- lines eftir Bruce Chatwin um heims- mynd aboriginala í Ástralíu. Þetta vhð- ast vera leifar frá þeim tíma þegar fs- lendingar voru í raunverulega sam- býli við landið, nema hvað við virð- umst ólík Áshalíu- mönnum í því að við emm sjálf búin að gleyma hvers vegna við erum að þessu. Og búin að gleyjna því hvers vegna við tökum okkur upp einu sinni á ári, um verslunarmannahelgina, og ferðumst fram og aftur um landið okkar. Við kunnum fæst lengur að ganga efth þessu landi á vit upprunans og guð og þylja ör- nefnin á báðar hendur eins og helgar þulur væm. Við fömm sem sé ekki á Walkabout heldur bara bílabout - erum í löngum og leiðinlegum bílalestum á leið á staði sem eiga að vemda okkur sem mest má vera fyrir landinu og þögn þess, flest leitum við uppi staðina þar sem fjörið er og fólkið sem við hittum hveija helgi, við höfum matinn sem við borð- um hveija helgi með okkur og flytjum með okloir hljómsveitimar sem maúa á fóninum hveija helgi. Það væri skemmtilegt ef öll þjóðin sameinaðist einhveija verslunarmanna- helgina um að fara á Walkabout, bflamh skildh efth heima og allh ráfandi um og þyljandi ömefni fram og aftur um land- ið. Nú má að vísu segja að ættarmótin sem við höldum líkist ráðslagi Áshalíu- manna um sumt. Þá tökum við okkur upp hvert úr sínum landshluta og hittum skyldfólk á þeim stað þar sem móðirin og faðirinn bjuggu og svo ráfar fólk ffam og aftur um tjaldbúðh og þylur ætt- armót, já þetta em kinnbeinin, þetta er nefið, og kannski sér maður hrukkur hlykkjast um andlit eins og fomar söng- línur tapaðra stefja, en þessar samkomur em minningarathafhir um íslenska ættar- samfélagið, staðfesting þess að það er liðið undir lok því væri það enn virkt þyrfti ekki að halda ættarmót. Þama um árið þegar ég feiðaðist um landið um verslunarmannahelgina lögð- um við af stað á fimmtudeginum og höfðumst við í óbyggðum alla helgina og á þriðjudeginum vomm við komin til Egilsstaða þar sem maður gat loksins farið í sund og þvegið sér um hárið; ég var orðinn úfinn eins og Thorsari. Við héldum svo út á hérað og dvöldum í nokkra daga í kofa einum sem vinh okk- ar eiga og þar var hægt að leggjast í Múlaþing sem geymir fróðleik og mannlífsmyndh af Austurlandi. Þama hagaði svo til að það var ekkert við að vera, ekki útvarp og ekki spil. Það var hægt að liggja út af við foss og hugsa ekki neitt, það var hægt að sitja í laut og þykjast vera að hugsa. Sólin skein. Það vom kindur. Á leiðinni suður fór ég að velta fyrir mér köllunum tveimur sem ég hafði brotið heilann um alla leiðina að sunnan. Þeh birtust af og til, annar í senn, og aldrei báðh í einu. Þetta em kallamh á umfeiðarskiltun- um sem eiga að gefa okkur vísbendingu um að fara nú varlega því hér megi eiga von á gangandi vegfarendum. Ég hef aldrei tekið efth þessu áður - en þeh em sem sé tveir, og þeh em gjörólíkh. Þeir halda sinn í hvora áttina. Annar er eldri og vhðulegri, ögn lotlegur.og með hatt. Það hlýtur að vera bóndi, hann gengur einhvem veginn eins og bóndi, ber sig þannig, það er ekkert flan að sjá á hon- um eða span, hvert skref er svo ígmndað að vitnar jafnvel um hæga hugsun ífem- ur en rólyndi. Afskaplega vel heppnað skilti því ósjálfrátt hægh maður á bfln- um og fer að jamma og tauta: „Og mörg vom þau árin“. Hinn er miklu vörpulegri að sjá, ungur og hvatskeytlegur þar sem hann strunsar áfram sinna brýnu erinda - gæti verið sami náunginn og sáðmað- urinn hjá Búnaðarbankanum sem ég hélt þar til fyrir nokkmm ámm að væri með höndina í fatla. Þetta er sennilega Reyk- víkingur og sennilega er merkingin sú að hér megi eiga von á fótgangandi Reykvfldngi, jafn ósennilega og það hljómar nú, því eins og við vitum þá ganga Reykvíkingar helst ekki og alls ekki utandyra. Þeh fara hvor í sína átt- ina. Hvert? Reykvflcingurinn er ungur evrópukrati að fara út á land til að þylja ömefni og finna Bjart í sér. En hann fmnur hann ekki vegna þess að Bjartur lötrar seinlátur suður, hann er að fara í Bónus að kaupa í matinn. ■ Ú S t Atburðir dagsins 1578 Konungur Portúgals og hirð hans drepin í misheppn- aðri herför til Marokkó. 1796 Hannes Finnsson biskup lést, 57 ára. Hann var talinn einn fjölmenntaðisti maður lands- ins á sínum tíma. 1875 H.C. Andersen deyr, sjötugur að aldri: hann var einn ástsælasti sagnahöfundur allra tíma. 1928 Ásta Jóhannesdóttir synti fyrst kvenna frá Viðey til Reykjavíkur. Afmælisbörn dagsins Percy Bysshe Shelley enskt Ijóðskáld, 1792. Knut Hams- un norskur Nóbelsverðlauna- hafi íbókmenntum, 1860. Sir Osbert Lancaster breskur rithöfundur og listamaður, 1908. Annálsbrot dagsins Item annað manndráp í Borg- arfjarðarsýslu fyrir sunnan Hvítá, er jón Hreggviðsson drap Sigurð böðul, hver |þ.e. Jón] inn til Bessastaða fluttur var og slapp þaðan úr járnum frá fóvetanum Heidemann og náðist ei aptur. Eyrarannáll 1683. Uppgötvun dagsins Ef Lincoln væri á lífi í dag myndi hann snúa sér við í gröfinni. Gerald Ford fyrrum Bandaríkjafor- seti. Málsháttur dagsins Allt tekur enda nema eilífðin. Orð dagsins Ytri krans, *em ýtarfá, einatt blómum týnir. Óvisnandi er aðeins sá, sem innri manninn krýnir. Steingrímur Thorsteinsson. Skák dagsins Júgóslavar áttu löngum næst- sterkasta skáklandslið í heimi, voru einungis eftirbátar Sov- étmanna. Nú eru bæði ríkin liðin undir lok, en við skoð- um skák frá meistaramóti Júgóslavíu 1989. Abramovic var með hvítt og undirbjó stórsókn gegn varnarlitlum svörtum kóngi. En Vlado Ko- vacevic, sem hafði svart og átti leik, var öldungis ekki af baki dottinn... ...og gerði útum taflið með eittum leik. 1. ... Dcl+! Og hinn síðhærði, slánalegi Abramovic gafst upp. Samanber: 2. Dxcl Hxcl+ 3. Kxcl bxa2 og svartur vekur upp nýja drottningu án þess að hvftur komi vömum við.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.