Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 au>Vdublam> 3 s k o ð a n Aö hafa þaö kósí... Sætur strákur sem spilar og syngur í unglingabandinu KÓSÍ var spurður að því á fbmum vegi, hvemig honum litist á ríkisstjómina. Hann lét vel af því. Honum líkaði eitthvað svo vel þetta af- slappaða andrúmsloft aðgeiðaleysisins. Það væri svo kósí. Hingað til hafa menn vanist því að Háborðið Baldvin Harinibalsson skrifar æskan væri upp á kant. Man enginn lengur þegar unglingurinn (í skóginum) Halldór frá Laxnesi bauð ellinni að hundskast oní sína kölkuðu gröf, þar sem hún ætti heima og yrði ekki öðmm til ama? Nú væm nýir tímar, sagði skáld- spíran. Æskan myndi senn vitja ffum- burðairéttar síns. Hún nennti ekki einu sinni að hlusta á úitöluraddir hinnar aid- urhnignu sveitar. Þannig hefur hver kynslóðin fetað ( fótspor annarrar með fiýjuorð á vör og óþol í fasi. Ungu fólki hæfir að vera frekt til fjörsins; að brúka kjaft gegn syfjuðu samtryggingarkerfi þess sem var. Að boða bieytta tíma. Að láta til sín taka. En ekki lengur, eða hvað? Má vera að kósfiæskan uni sér best í áreynsluleysi lognmollunnar? Ætli hún vilji leggjast í kör á ungum aldri með alsælubros á vör? Alla vega skilst mér að hún vilji slappa af - hafa það gott. Engin læti. Ekkert liggi á. Ekki einu sinni gráglettin ærsl í útvarpi - í stíl þeirra Matthildunga sem nú eru miðaldra. Nei, ekki einu sinni það. Bara værð og ró og bí bí og blaka... Samkvæmt KÓSÍ að minnsta kosti. Fjölmiðlungar þóttust ekki geta leyft sér slfkan munað. Þeir verða að fylla dálka sína og tímabit í ljósvakanum. Þess vegna mku þeir upp með andfælum þegar þeim var sagt að ríkisstjómin ætti 100 daga að baki og fóm að spyija tíð- inda: Hvort ríkisstjómin hefði komið einhvetju í verk? Eða hvoit vitað væri yfirleitt, á hvaða róli hún væri? Og það varð fátt um svör. Verkalýðs- foringjar og löggiltir æðibunumenn hagsmunaaðila sögðu pass. Þeir höfðu hvergi orðið varir við þessa ríkisstjóm. Allt væri með kyrrum kjörum - allt væri eins og var. Gabbið með GATT hafði gengið eftir. Ofuitollamir tryggja óbreytt ástand. Það mun engin samkeppni raska grafarró einokunarkerfisins kringum landbúnaðinn. Að vísu hallar undan fæti hjá fiskvinnslunni. Smábátamenn sem flestir kusu Þorstein og Halldór út á lof- orð Einars Odds og auglýsingaskrifstofu Framsóknar, vom sviknir í tryggðum. Þeir segjast nú eiga úr vöndu að ráða; hvort þeir kjósi heldur tugthús eða ver- gang. Sannast hér hið fomkveðna að menn kjósa ekki eftir á. Loforðalisti Framsóknar - allt handa öllum - er löngu gleymdur og grafinn. En hvað um það? Er ekki allt í lagi? Bíður okkar ekki björt fiamtíð, ef enginn mggar bátnum í logninu? Alveg eins og mttugasta öldin gekk í garð með fyrstu heimsstyrjöldinni er 21sta öldin nú þegar ninnin upp. Eftir á að hyggja geiðist það hinn 9. nóvember árið 1989 með falli Berlínarmúrsins. Aldahvörf ber neftiilega ekki alltaf upp á aldamót. Með falli Berlínarmúrsins lauk loks- ins seinni heimsstyrjöldinni. Þar með urðu söguleg kaflaskil. Vopnuðum fiiði og stöðugleika kalda stríðsins var þar með lokið. Velsældartilfinning „kósí- tímabilsins" er íyrir bí. 20asta öldin er þegar veröld sem var, milli-stríða og eft- irstríðstími. Ný öld er í gerjun. Hraði breytinganna vex ár frá ári. Örtölvubyltingin lyftir sumum (hinum hreyfanlegu og séríróðu) í lykilstöðu. Á sama tíma ógnar hún stöðugleika og öryggi annarra (sem byggja afkomu sína á finmframleiðslu og eru staðbundnir á jaðarsvæðum). Óbreytt ástand við þessar kringumstæð- ur mun að lokum snúast upp í grafarró foitíðarinnar. Frjáls viðskipti og þjónusta em at- vinnuvegir íramtíðaiinnar. Fyrirtæki em alþjóðleg. Markaðir em fjölþjóðlegir. Hinir sérfróðu em alþjóðlega menntaðir og miðlamir - tungumál hins nýja tíma - em alþjóðlegir. Heimurinn er að skiptast upp í nokkur innbyrðis tengd viðskiptasvæði og nokkrar tækniháborgir innan hvers svæðis. Upplýsingamar berast á sek- úndubroti af einum skjá á annan heims- homa á milli. Peningar em rafeindaboð sem berast efitir ljósleiðaranum eins og hendi sé veifað. Upphæðimar em marg- faldar á við gjaldeyrisforða nokkurra ir framan nefið á okkur á hveijum ein- asta degi. Hin nýja öld er nefhilega þeg- ar gengin í garð. Og það vita þetta allir sem vilja vita - nema fitamsólaiarmenn- imir í Stjómarráði íslands. Og kannski þeir hjá KÓSÍ. Framsóknarmennimir í stjómarflokk- unum vilja ekki vita af þessu. Þeir vilja ekki láta stríðan óm ljósleiðarans raska ró sinni. Þeir eyðilögðu GATT, sem gat þó orðið fyrsta skrefið í rétta átt. Þeir em á móti Evrópusambandinu; vilja sem minnst af því vita. Stundum er á þeim að „Ný öld er í gerjun. Hraði breytinganna vex ár frá ári... Óbreytt ástand við þessar kringumstæður mun að lokum snúast upp í grafarró fortíðarinnar. Frjáls viðskipti og þjónusta eru atvinnuvegir framtíðarinnar. Fyrirtæki eru alþjóðleg. Markaðir eru fjölþjóðlegir. Hinir sérfróðu eru alþjóðlega menntaðir og miðlarnir - tungumál hins nýja tíma - eru alþjóðlegir." tylfta smáríkja. Hin alþjóðlegu fyrirtæki færa sig og sitt fólk um set, eftir því hvar kjörin bjóðast þeim best. Rfldsstjómir - sem þurfa fyrst og fremst að skapa at- vinnu - munu keppast við að undirbjóða hver aðra í tollum, sköttum og sam- keppnisskilyrðum, auk þess sem „félags- leg undirboð" sem varða launa- og vel- ferðaikosmað verða æ tíðari. Það fluttust 600 milljaiðamæringar til Bandaríkjanna frá öðmm löndum árið 1993. Þeir lögðu miklar fjárfúlgur á boið með sér og það þýddi ný störf. Störf 150 þúsund banka- manna munu flytjast fra London tíl ann- arra fjármálamiðstöðva fyrir aldamót. Meirihluti þjóðríkja heimsins em eins og dvergar í samanburði við hin fjölþjóð- legu fyrirtæki að fjárhagslegum burðum. Landamæri þeirra em að verða eins og vörður við afgötur liðinnar tíðar. Ef þjóðríkið makkar ekki rétt - býr ekki sínu fólki og fyrirtækjum sambærileg skilyiði á við hina bestu - þá faitrfyrir- tækin og fólkið. Það er að segja það fólk sem á þess kost; það fólk sem er gjald- gengt á alþjóðlegum markaði í krafti menntunar og sérfræðikunnáttu. Það veiður atgervisflóttí sem aldrei fyrr. Hin- ir staðbundnu sitja eftir á jaðarsvæðum á þriðjaheimskjörum frumframleiðslunn- ar. Þetta er ekki eitthvað sem mun gerast á „næstu öld“. ÞETTA ER að gerast fýr- heyra að þeir þykist geta útílokað það. Það minnir á bresku hefðarfrúna sem sagði að þoka á Ermasundi hefði ein- angrað meginlandið - frá Bretlandseyj- um væntanlega. Þessir menn em enn að vandræðast með rolluvandann sinn, jafnráðalausir nú sem endranær. Þeir em meira að segja á góðri leið með að glutra niður efhahags- batanum. Bara á fýrstu 100 dögunum. ísland var öldum saman fátæktar- og pestarbæli úr alfaraleið - bara af því að þjóðin þekkti ekki sinn vitjunartíma á 16du öldinni. Þá áttum við tækifæri til að gerast fiskveiðiþjóð og komast á vax- andi borgarmarkaði Bretlandseyja og meginlandsins, sem hefði þýtt þéttbýlis- myndun ogframfarir á íslandi í stað vist- arbands örbirgðarinnar. Það var innlent landeigenda- og embættismannavald sem þá dæmdi þjóðina úr leik. Það vaið ekki fýir en á 20ustu öldinni sem okkur gafst loksins aftur tækifæri tíl að rétta úr kútnum og þá sem vélvætt veiðimanna- samfélag. Nú er vélaöldin að syngja sitt síðasta. Ný öld er gengin í gaið. A þeini öld munu þeir fljótlega heltast úr lestinni sem hugsa um það eitt að vaiðveita það sem var; að bjarga eigin skinni; að hafa það kósf. ■ Höfundur er formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - og í full- trúaráði Evrópusamtakanna. Fátt er Alþýðubandalags- mönnum kærari lesning þessa dagana en Alþýðu- blaðiö enda kunnum við best að greina frá glímu- skjálfta vegna formanns- kosninga. Á dögunum lögðu stuðningsmenn Margrétar Frímannsdóttur fram und- irskriftalista vegna framboðs hennar og þar vöktu ýmis nöfn athygli. Ekki síst þótti tíðindum sæta að frú Auður Laxness skrifaði undir hjá Margréti, sem og dætur hennar og Halldórs Laxness, Guðný og Sigríður. Sú síðarnefnda er fyrri eiginkona Jóns Gunn- ars Ottóssonar - eigin- manns Margrétar... Framtíð Helgarpóstsins er enn óráðin, en ákveðið hefur verið að hætta mánu- dagsútgáfu einsog við höf- um sagt frá. Starfsmenn blaðsins fengu langþráða ástæðu til að kætast í fyrra- dag þegar laun voru loks greidd út - fyrir júní. Laun síðasta mánaðar eru hins- vegar enn ógoldin, einsog reyndar talsvert af öðrum skuldum. Ritstjórastóll Gunnars Smára Egils- sonar er enn auður, en hinn reyndi blaðamaður Sigurður Már Jónsson stýrir fleyinu... Þeir sem bölva og ragna og drekka brennivín mega kjósa Kristilega þjóðarflokkinn í Noregi. Þetta kemurfram á nýjum veggauglýsing- um sem flokkurinn kynnti á föstudaginn í tilefni kosninga til bæja- og sveitarstjórna. Þeir kristi- legu ætla að reyna að ná til sín nýjum kjósendum með því að beita húmor og nokkurri kaldhæðni í eigin garð. Þetta á þó ekki að koma niður á stefnumálum flokksins en hinum bersynd- ugu er sem sagt velkomið að kjósa þá kristilegu... h i n u m e g i n "FarSide" oftir Gary Larson. „Hjúkk! Hann er að fara - gjörsamlega áhugalaus um frek- ari átök. Djöfull varstu heppinn þarna, Tommi... Þakkaðu þínum sæla fyrir að vera svona rindilslegur og slappur út- lits. Ef þessi nashyrningur hefði talið þig verðugan and- stæðing þá hefði hann sko aldeilis ekki látið sér nægja að slá þig utanundir!" Bryndís Blöndal þjónn: Já, fyrir um það bil ári samdi ég ljóð en ég ætla ekki að leggja þetta fýrir mig. Sigurður Ingimarsson tón- listarmaður: Jájá, en ég er aðallega textahöfundur og sem lög lflca. Anna Steinsdóttir banka- maður; Jú, þegar ég var í menntaskóla en ég hef þetta ekki í mér. Magnús Kr. Guðmunds- son: Nei, aldrei en ég er mað- ur söngelskur. Hafþór Ragnarsson nemi: Já, ég hef gert töluvert. Ein- hvemtíma ætla ég að gefa út mína fyrstu ljóðabók. v i t i m e n n Heitt & kalt: Alþýðublaðið. - Þeir sem vilja fýlgjast með lesa Al- þýðublaðið, þar er skrifað um hluti sem skipta máli og reynt að leita svara. Blaðið einkennist af frísk- leika, fjöri og áræðni og er orðið málgagn allra vitsmunavera. Helgarpósturinn í gær sagöi Alþýöublaöiö heitast af öllu heitu og hitti þar naglann rakleiöis á höfuöiö. Svo sannarlega skrifum viö „um hluti sem skipta máli": sérílagi Clint Eastwood, Mr. Bean, Marilyn Monroe, Forrest Gump, Páll Pétursson og Jónas Hallgrímsson... Tímaritinu Kuski hefur verið dreift í 35 þúsund eintökum til ungs fólks á aldrinum 18 til 25 ára. Meðal efnis er uppskrift að LSD með fjór- um athugasemdum, meðal annars um það hversu hættulegt efrii LSD sé, um að neysla þess sé ólögleg og að textinn sé eingöngu ætlaður „til skemmtunar, ánægju og yndis- auka“. — Einar segir að til stæði að haga meira efni af þessu tagi í blaðinu. — Ég kom höndum yfir ansi skemmtilegar uppskriftir um það hvemig hægt er að elda góðan mat úr kannabisefnum og eins hvemig hægt er að búa til ni- troglycerín í baðkerinu hjá sér. Morgunblaðiö fjallaöi áhyggjufullt um Kusk og ræddi stuttlega viö Einar Þór Einarsson, ritstjóra og höfund LSD- textans. Hann segir ögr- unina hafa hvatt til birtingar textans, LSD væri þaraðauki áhugavert, sérstaklega þarsem þaö sé svo auðfáanlegt og framleiösluhæft án erfiöleika. Nátthrafhar ræða þessa dagana „einvígi aldarinnar“, sem átti sér stað á cinni af búllum Rcykjavíkur. Ritstjóri minnsta blaðs landsins og ritstjóri stærsta slúðurblaðsins hitt- ust þar að máli. Lauk orðaskiptum þeirra svo að litli ritstjóri rauk upp undir bringspalir þess stóra, sem fór umsvifalaust í gólfið og var særður nokkuð eftir... Heiti potturinn, hinn sérdeilis óvandaöi slúður- dálkur Tímans, var meö freklegar dylgjur í garö ritstjóra Vikublaösins og DV í gær. Ehemm. KA-sigur í kraftaleik. — Þórsarar, jarðaðir41. Mogginn gladdi akureyrska „brekkusnigla" og jarösöng nágranna þeirra, „þorparana", meö glæsilegum fyrirsagnatilþrifum í íþróttakálfi sínum í gær. VHItirá Vefnum „Hafðu engar áhyggjur, hæstvirt- ur samgönguráðherra... Það eru svosem ekki margir Norðlending- ar sem geta með mjög miklum flýti sagt Internetið - ofurhrað- braut upplýsinganna þrisvar sinn- um í röð!" veröld ísaks Enski hershöfðinginn James Ogle- thorp stofhaði nýlenduna Georgíu sem athvarf til endurhæfingar fýrir menn sem nýsloppnir vom útúr skuldafangelsum á Englandi. Fijáls- lyndar og mannúðlegar hugsjónir Oglethorp hrundu hinsvegar til gmnna þegar aðeins örfáir gamlir skuldarar ákváðu að setjast að í ný- lendunni. Til að bæta dökkgráu ofaná svart þá snem langflestir þeirra sem þó komu til fýrri hátta og söfnuðu ' upp himinháum skuldum sem mest þeir máttu. Meira að segja greyið hann Oglethorp varð stórskuldugur á ævintýrinu eftir að hafa eytt svimandi háum fjárhæðum við stofnsetningu og þróun nýlendunnar. Hinn skuldum vafrii mannvinur var síðan kallaður heim til Englands árið 1743 og leidd- ur umsvifalaust fyrir herrétt, en ákær- ur felldar niður síðar. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.