Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 04.08.1995, Blaðsíða 5
FÖSTUDAGUR 4. ÁGÚST 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 5 I Af 100 manns eru í Skylmingafélagi Reykjavíkur æfa 40 þrisvar í viku. Keppnislið hafa tekið þátt í þremur mótum erlendis og hefur árangurinn verið góður; í apríl fékk íslenska liðið gullið á Eystrasaltsmóti í Finnlandi ■ Ríkisútvarpið (Rás 1) á sunnudagsmorgun Hannibal og Brynjólfur „f tíunda þættinum Nóvember ’21 koma fram þjóðkunnir menn. Hanni- bal Valdimarsson sem var nemandi í Gagnfræðaskólanum á Akureyri og fylgdist vel með öllu. Hann segir að bærinn hafi logað af áhuga á málinu um Ólaf Friðriksson og rússneska drenginn Nathan Friedman," sagði Pétur Pétursson þulur í spjalli við blaðið. Á sunnudagsmorgun verður fluttur í Ríkisútvarpinu (Rás 1) 10. þáttur Péturs um Nóvember ’21, en þættirnir voru áður á dagskrá árið 1982. „Þá kemur fram Brynjólfur Bjamason síðar menntamálaráðherra sem var stúdent í Kaupmannahöfn þegar atburðimir áttu sér stað. Stúd- entar þar eíndu til fundar um málið í Söpavillionen og þar las Jón Helga- son frumsamið ljóð sem hann hafði kveðið í tilefni viðburðanna. Brynj- ólfur fer með ljóðið í þættinum á sunnudaginn. Gunnar M. Magnús var á Suðureyri við Súgandafjörð og þar voru menn svo ákafir að þá vant- aði helst flugvél til að fara suður og taka þátt í bardaganum. Ámi Helga- son í Stykkishólmi var á Eskifirði, sem var heimabær Ólafs Friðriksson- ar og hann segir ffá. Einnig er sagt frá fundi sem Stúdentafélagið efndi til f Mensu og séra Gunnar Árnason, sem var ritari á fundinum, les fundar- gerðina,” sagði Pétur Pétursson. Amorgun klukkan 13 heldur prófessor Jóhann Páll Árnason erindi í hátíðarsal Ráðhússins í Reykjavík. Erindið nefndist Þjóð og nútíminn. Jó- hann Páll hefur verið prófessor við La Trobe háskólann í Melbo- urne í Ástralíu og er kunnur fyr- irlesari og höfundur fræðirita um félagsfræði og stjórnmála- heimspeki. Jóhann lauk námi í heimspeki og sagnfræði við Karlsháskólann í Prag árið 1966, doktorsgráðu 1970 og hinni meiri doktorsgráðu við háskól- ann í Bielfeld árið 1975. Erindið er flutt á ensku. Norræni sumar- háskólinn er haldinn á íslandi í ár og hefurfjölmörgum þekkt- um fyrirlesurum verið boðið til landsins af því tilefni. Nokkrir þeirra munu halda erindi á morgun milli klukkan 10 og 12. Þeirra á meðal er rithöfundurinn Karen Armstrong sem varð heimsþekkt fyrir bók sína A Hist- ory of God from Abraham to the President; the 4000 year Quest for God. Þá er meðal fyr- irlesaranna danski sagnfræðing- urinn Uffe Östergard sem hef- ur unnið að Evrópurannsóknum við Árósaháskóla. Uffe er einn helsti sérfræðingur á Norður- löndum í málefnum fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu og hefur skrifað þekkt verk um stjórn- mála- og menningarsögu á Balkanskaga. Að loknu erindi Jóhanns Páls klukkan 14 verða pallborðsumræður um „ábyrgð menntamanna" og taka fyrirles- ararnir þátt í þeim... Ný íslensk sjónvarpsmynd, sem ber nafnið Lata steipan, var frumsýnd fyrir skömmu í Háskólabíói. Um er að ræða barnamynd sem byggð er á hinni vinsælu tékknesku barna- sögu um lötu stelpuna, en hún kom fyrst út á íslandi fyrir 40 ár- um. Myndin er nýstárleg að því leyti að listdans er notaður sem skilmerkur hluti af tjáningu söguþráðarins, samtvinnaður við hugmyndaríka búningagerð og háþróaða tölvuvinnslu á hreyfingu muna og leikenda. Ætlunin er að markaðssetja myndina bæði hér heima og er- lendis. Með helstu hlutverk í myndinni fara Póra Kristín Guðjohnsen og Ástrós Gunn- arsdóttir, en sögumaður er Sverrir Guðjónsson. Leikstjóri og dansahöfundur er Guðbjörg Skúiadóttir og er hún enn- fremur höfundur kvikmynda- handrits ásamt Agnari Loga Axelssyni og Svövu Kjartans- dóttur, en þau sáu einnig um stjórn upptöku... r Islenska dartsflokknum hefur verið boðið á menningarhátíð í Nordrhein-Westfalen í ágúst. Um þrjár sýningar er að ræða; í Krefeld þann 2. ágúst, í Bonn 6. ágúst og í Biefeld 8. ágúst. Þegar heim kemur fá dansararnir lang- þráð sumarleyfi, svo hefjast æfing- arfyrirverk sem á að frumsýna í Borgarleikhúsinu um miðjan nóv- ember... Nú stenduryfir á Listasumri á Akureyri sýning á grafíkverkum eftir Hafiiða Hall- grímsson tónlist- armann. Sýningin er í Listasafninu á Akureyri og verða þar tvennir tón- leikar þar sem flutt verður tónlist freðssonar... eftir Hafliða. Haf- liði Hallgrímsson er Akureyring- ur og varð fyrst þekktur fyrir sel- lóleik, en síðar sneri hann sér að tónsmíðum sem hann sinnir nær eingöngu nú. Hann hefur unnið til fjölda viðurkenninga fyrirtónsmíðar sínar, og er bú- ' settur í Skotlandi... r Asunnudaginn klukkan 10:30 verður Kristín Pálsdóttir guðfræðikandídat vígð til Seyð- Sólon íslandus, kaffihúsið og barinn við Bankastræti í Reykjavík, verður að teljast með öflugustu sýning- argalleríum landsins. Á veggjum neðri hæðarinnar er samansafn aragrúa málverka í eigu vildarvina, vel- unnara og eigenda Sólons og á efri hæðinni eru stöðugt sýningar í gangi. Næsta sýning á efri hæð- inni verður opnuð laugardaginn 12. ágúst klukkan 13:00, en það er málverkasýning Valdimars Bjarn- - Sjó meðfylgjandi mynd. isfjarðarprestakalls. Vígsluvottar verða séra Bjami Þór Bjarna- son héraðsprestur, séra Irma Sjöfn Óskarsdóttir prestur í Seljasókn, séra Jakob Ágúst Hjálmarsson dómkirkjuprestur sem þjónarfyrir altari ásamt Biskupi íslands og séra Kristján Róbertsson fráfarandi sóknar- prestur á Seyðisfirði sem lýsir vígslu. Organisti verður Marteinn H. Friðriksson... „Það eru þijár keppnisgreinar, þijú sverð svokölluð; Foil, Sabre og Epée. Foil er leikið með léttu stungusverði, Epée með þungu stungusverði, en Sabre með höggsverði. Fyrir fírnm ár- um fengum við búlgarskan þjálfara, sem hefur sérhæft sig í Sabre; hann hefúr tvisvar lent í öðru sæti á heims- meistarakeppnum í þeirri grein. Sabre er almennt mest stundað, og við leggj- um aðaláherslu á það. Keppnin er dæmd þannig að það er tengdur vír í búningana okkar, við erum með raf- magnssverð og grímur, og það kvikn- ar ljós ef einhver snertir okkur. Svo eru margar fleiri og flóknari reglur.“ íslenska liðinu hefur gengið vel á mótum erlendis upp á síðkastið... „Við fórum á okkar íyrsta mót er- lendis í desember. Það var Eystrasalts- mót og við lentum í þriðja sæti. Á samskonar móti núna í apríl náði ís- lenska A-liðið fyrsta sætinu, B-liðið var í 3. til 4. sæti, og í einstaklings- keppni náðum við 4., 5., 7. og 8. sæti. Það er sannarlega góður árangur. Sig- rún Erna Geirsdóttir vann til fyrstu verðlauna í einstaklingskeppni stúlkna. í apríl tókum við líka þátt í Norðurlandameistaramóti í Kaup- mannahöfh og lentum í öðru sæti.“ Kemur til greina að skylmingar verði að íslenskri Ólympíugrein? „Eftir að við fengum þjálfarann 1990 hefur verið uppsveifla í skylm- ingaíþróttinni, bæði hvað varðar fjölda keppenda og árangur. Þetta gæti orðið að Olympíugrein... en félagið er mjög ungt, það var stofnað 1987 og það var ekki fyrr en að núverandi þjálfari kom sem áhersla var lögð á að æfa Sabre. Þegar við kepptum til úrshta við Finn- ana á Eystrasaltsmótinu í apríl, var einn í þeirra hði sem hafði æft skylm- ingar í 18 ár - okkar liðsmenn hafa æft í tvö til fjögur og hálft ár. Við fór- um á okkar fyrsta mót í desember, og okkur langar til að geta gert meira af því.'Það er dýrt, af því að við þurfum að fjármagna ferðimar og uppihaldið sjálf. Stefnan er samt sú að taká þátt í stærri mótum, eins og næsta Evrópu- meistaramóti, og það er spennandi að sjá hver árangurinn verður þar.“ ■ Stettin erfyrsta skrenö nrn.. afhellum og steinum. Mjög gott verð. STÉTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700-FAX 577 1701 Á morgun, laugardaginn 5. ágúst, verður efnt til óformlegs landsleiks í skylmingum á milli íslands og Dan- merkur. Leikurinn hefst klukkan 14:00 og verður í Perlunni. Við því er búist að Danir sendi sína bestu menn, því á Norðurlandameistaramóti sem fram fór í Kaupmannahöfn í apríl urðu þeir hlutskarpastir - eftir harða viður- eign við íslenska liðið sem lenti í öðru sæti. Guðrún Vilmundardóttir talaði við Ragnar Inga Sigurðsson, landsliðs- mann í skylmingum, sem sagði að skylmingar væru í uppsveiflu á Is- landi; æ fleiri legðu stund á íþróttina og árangur hefði verið góður á þeim þremur mótum sem íslenska Uðið hef- ur tekið þátt í erlendis. Hvað er Skylmingafélag Reykja- víkur stórt? „Það telur um það bil hundrað skráða félaga, en virkir félagar sem æfa reglulega þrisvar í viku eru um það bil 40, hinir líta við stöku sinnum. I félaginu eru unglingahópur og byrj- endahópur, en aðrir keppa saman.“ Hverjir skipa landsliðið? „í síðasta A-landsliði voru Ólafur Bjarnason, Kári Freyr Björnsson, Ragnar Ingi Sigurðsson og Davíð Þór Jónsson. í B-Uðinu voru Krist- mundur H. Bergsveinsson, Reynir Örn Guðmundsson og Guðjón Ingi Gestsson. Það eru alltaf þrír sem keppa, og einn varamaður. Það er keppt um fimm stig í einu; þegar einn keppandi hefur náð fimm stigum fer hann útaf og annar úr hans liði tekur við. Þannig gengur leikurinn fyrir sig, þangað til einhver hefur náð 45 stig- um, þá hefur sá unnið.“ Eru margar ólíkar keppnisgreinar innan skylminganna? Vígalegir skylmingamenn við æfingar á Landakotstúni. - íslenska lands- liðið í skylmingum lenti í öðru sæti á Norðurlandameistaramóti og vann Eystrasaltsmót í apríl. A- mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.