Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 9. ÁGÚST 1995 s k o ð a n MÞYDUBUDIÐ 20964. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavik Sími 562 5566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Auglýsingastjóri Ámundi Ámundason Umbrot Gagarín hf. Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 562 5566 Fax 562 9244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Kúgun kvenna í Alþýðublaðinu í dag er sagt frá ritgerð sem birtist í útlensku tímariti eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og Ingu Dóru Bjömsdóttur, þarsem Ijósi er meðal annars varpað á vinnubrögð og viðhorf í innsta kjama Kvennalistans. Dæmin sem þær taka, og rakin em hér í blaðinu, em Kvennalistanum til lítils sóma. Varaþingkonu var í reynd meinað að taka sæti á Alþingi vegna þess að samstarfskonur hennar höfðu pata af því að fjölmiðlar kynnu að gera sýsl eiginmanns hennar í viðskiptum að umtals- efni. Þá er líka tekið dæmi af þingkonu flokksins sem tók saman við áhrifamann í öðmm stjómmálaflokki og var í framhaldi af því sett út í hom. Alþýðublaðið hefur áður fjallað um skoðanakúgun og vald- níðslu innan Kvennalistans. Þeim skrifum hefur verið hástöfum mótmælt af kvennalistakonum enda vilja þær veifa glansmynd af óspilltri hreyfingu þarsem lýðræði og valddreifing em í hávegum höfð. Þessar yfirlýsingar eru vitaskuld haldlaust geip einsog margoít hefur komið fram. Hin örsmáa klíka sem ræður ríkjum í flokknum vflaði ekki fyrir sér að hundsa niðurstöður prófkjörs í Reykjaneskjördæmi fyrir síðustu alþingiskosningar. Þarmeð var þingsæti haft af Helgu Siguijónsdóttur bæjarfulltrúa í Kópavogi. Hún sagði skihð við Kvennalistann - og hefði ekki átt að koma á óvart. I kjölfarið hafa hinsvegar lýðræðisunnendumir í flokknum gert ítrekaðar tilraunir til að fá Helgu til að segja sig úr bæjar- stjóm, til þess að koma að konu með „réttar“ skoðanir. Helga Sigurjónsdóttir er í blaðinu í dag innt álits á ritgerð Sigríðar Dúnu og Ingu Dóm. Hún segir meðal annars: „Það sem mér hefur fundist að Kvennalistanum ffá fyrstu tíð er það sem er einfald- lega kallað skoðanakúgun. Aftur og aftur var ég tekin á beinið og sagt við mig: „Þú mátt ekki segja...“ og svo var vitnað í eitthvað sem ég hafði áður sagt.“ Fæstir efast um að tilurð Kvennalistans var á margan hátt nauð- synleg. Hlutur kvenna í íslenskum stjómmálaflokkum hefur verið átakanlega rýr: á áttunda áratugnum sátu til að mynda aðeins þijár konur á Alþingi en 57 karlar. Nú em konur fjórðungur þing- heims, þannig nokkuð hefur þokast í rétta átt. En gjaman mættu jafnaðarmenn sérstaklega íhuga sinn hlut: í 79 ára sögu Alþýðu- flokksins hafa aðeins þijár konur verið kjömar á þing á hans veg- um. Jóhanna Sigurðardóttir braut múrinn árið 1978 og síðan hafa þær Rannveig Guðmundsdóttir og Petrína Baldursdóttir setið á þingi fýrir flokkinn. í sjö manna þingflokki er aðeins ein kona. Nú, þegar tími Kvennalistans er hðinn, þarf að leita nýrra leiða til þess að koma á jafnrétti og festa það í sessi. Níundi stórmeistarinn Þröstur Þórhallsson náði glæsilegum árangri á skákmóti í Gausdal sem lauk á föstudaginn. Ekki einasta bar hann sigur úr býtum heldur halaði inn þriðja og síðasta áfangann að stórmeist- aratitli. Hann mun því verða níundi stórmeistari Islendinga. Ár- angur Þrastar er enn ein staðfesting á því að skák er sú íþrótt þar- sem Islendingar verða sér síst til skammar, en það vill, sem kunn- ugt er, fylgja þátttöku okkar í ýmsum kappleikjum. Alþýðublað- inu er svo vitaskuld sérstakur ánægjuauki í því að Þröstur Þór- hallsson hefur nýlega tekið að sér að annast skákskrif í blaðið. Bless í bili Bordeaux Kristín Ástgeirsdóttir alþingismaður segir í DV í gær að íslend- ingar ættu að sniðganga franskar vömr og mótmæla með því kjamorkutilraunum þeirra. Frökkum er að takast með hroka og innistæðulausu drambi að fá almenningsálit heimsins á móti sér; Kristín Ástgeirsdóttir er ekki eini mótmælandinn. Kjamorku- sprengingar Frakka em ónauðsynlegar, siðlausar og hættulegar. íslendingar ættu því að neita sér um franskar vömr uns einhver hefur tekið að sér að koma vitinu fýrir Frakklandsforseta. ■ Hagsmunaástand Jóhönnu Jóhanna Sigurðardóttir: Hagsmunagæsla smákónganna. Morgunblaðið, 5. ágúst 1995. 125 krónur. Aftan á litlu kveri sem út kom fyrir fáeinum árum (og alltof fáir hafa séð) stóðu þessi orð: Agúst Borgþór Sverr- isson hefur járntök á hinu ofurvið- kvæma smásagnaformi. Nú er ekki ætlan vor að leggja út í víðtækar samanburðarbókmenntir en óneitanlega koma þessu frómu orð upp í hugann þegar nýjasta afurð Jó- hönnu Sigurðardóttur er gerð að um- talsefni. Nú hefur Jóhanna á undan- förnum árum getið sér einstakt orð fyrir stflsnilld, málfimi og hugmynda- auðgi og því þarf ekki að koma á Einsog gengur | óvart þótt þakklátir lesendur hafi enn á ný fengið undrast þá takmarkalausu töfra sem Jóhanna sáldrar í kringum sig þegar hún beitir stflvopninu. Titill verksins gefur ekki einasta fyrirheit um innihaldið, heldur lýsir því með svo hárfínum og ofurná- kvæmum hætti að sjálf greinin verður einvörðungu einsog lostæt ábót á snilldina. Einhverjir grunnhyggnir angurgapar gætu auðvitað tekið íyrir- sögn verksins bókstaflega - Hags- munagœsla smákónganna - og komið sér upp þeirri skoðun að Jóhanna Sig- urðardóttir væri að skrifa um hags- munagæslu smákónganna. Góðir les- endur: svo er ekki. I greininni er Jó- hanna fyrst og fremst að færa út landamæri tungumálsins (einsog löng- um fyrr) - kanna þanþol þess, einsog einhver ófrumlegur bókmenntaskýr- andi myndi orða það. Útgangspunktur verksins er þetta orð: Hagsmunir. Jó- hönnu tekst, af ómannlegu innsæi í ís- lenska málfræði og með því að beita járntökum á hina viðkvæmu (en fomu og gagnmerku) tungu vora, að leiða lesendur á vit nýrra og ævintýra- legra sjávarmiða íslenskunnar þarsem aðeins skrautfiskar koma uppúr kaf- inu. f þessu örstutta skáldverki (upphaf- lega ein vélrituð síða sem seljast mun á metfé á uppboðum í framtíðinni en ratar vonandi £ skotheldan glerskáp í Þjóðbókhlöðunni) tekst Jóhönnu að koma hagsmunum að svona oft og með svofelldum hætti: hagsmuna- tengslin, sérhagsmuni, hagsmuna- gceslu, hagsmunagœslu, hagsmunaað- ila, hagsmuni, hagsmunasamtaka, hagsmuni, hagsbóta, sérhagsmun- anna, hagsmunum.... Æruverðugu lesendur: það er með hálfum huga að sá sem hér fiktar við lyklaborð heldur áfram að skrifa ís- lenska tungu. Ég og aðrir þeir sem við ritmál fást, hljótum að sætta okkur við það hlutskipti að þá rísum við hæst þegar við erum aðeins notaðir til þess að skapa Jóhönnu Sigurðardóttur hag- stæðan samanburð. Þá það. Við getum lifað í skugga snilldarinnar. I þessu örstutta skáldverki (upphaflega ein vélrituð síða sem seljast mun á metfé á upp- boðum í framtíðinni en ratar vonandi í skot- heldan glerskáp í Þjóðbókhlöðunni) tekst Jó- hönnu að koma hagsmunum að svona oft og með svofelldum hætti: hagsmunatengslin, sér hagsmuni, hagsmunagæslu, hagsmunagæslu, hagsmunaaðila, hagsmuni, hagsmunasam- taka, hagsmuni, hagsbóta, sérhagsmunanna, hagsmunum... Ég sparaði mér eitt orð úr verki Jó- hönnu. Ég hef borið það undir ýmsa virta málfræðinga, rithöfunda, stflista (og aukþess fólk sem ég kýs að gera ekki að umræðuefni í þessu virðulega blaði) og allir sem einn standa agn- dofa. Á þessum stað reis íslensk tunga hæst, sagði góðkunnur rithöfundur á miðjum aldri. Agndofa. Þessi snilld, þessi landvinningur kemur fyrir í eftirfarandi setningu í skáldverki Jóhönnu: ,J>að þarf að ráð- ast gegn íhaldssemi ríkjandi hags- munaástands sem dregið hefur lífs- kjörin niður á sultarstig á mörgum heimilum í landinu." Bravó! Encore! Þegar mér verður hugsað til þess hvernig ég varði atkvæði mínu í ákveðnum formannskosningum íyrr á öldinni hlýt ég að spyija mig áleitinna spuminga. í íyrsta lagi: Hvemig var hægt að hafna slflcum snillingi? í annan stað: Mættum við fá meira aðheyra? ■ a t a I 9 . ú s t Atburðir dagsins 1794 Napóleon Bonaparte her- foringi handtekinn í París, grunaður um að aðhyllast pólit- ískar skoðanir Robespierre. 1942 Mahatma Gandhi hand- tekinn á Bretlandi fyrir áróð- ursherferð i þágu Indverja. 1945 Bandaríkjamenn varpa kjamorkusprengju á Nagasaki. 1974 Gerald Ford verður Bandaríkjaforseti í kjölfar af- sagnar Nixons. 1975 Rúss- neska tónskáldið Dmitri Sho- stakovich deyr. Afmælisbörn dagsins Leonidc Massine rússneskur ballettmeistari, 1796. Robert Aldrich bandarískur kvik- myndaleikstjóri, 1918. Philip Larkin breskt ljóðskáld, 1922. Annálsbrot dagsins Þá var frábært þjófnaður í land- inu; hefur gert hallæri. Hryggi- legt er að heyra slíkt tilfelli, sem þá skeði af hungursneyð í landinu. Þessi vetur í Þórhalla- spá heitir Píningur. Fólkið breiskti við eld sér til matar bein úr haugunum og forna skó, og annað þvflíkt. Ballarárannáll, 1603. Málsháttur dagsins Fleira má bíta en feita steik. Ævisaga dagsins Ég hef átt samleið með mörg- um, en aðeins örfáir áttu sam- leið með mér. Steindór Sigurösson rithöfundur. Réttlæting dagsins Það skýrir allt ef þið lesið dag- bókina hans. Skilaboö á miða frá Kenneth Halliwell sem drap ástmann sinn, leikskáldið Joe Orton, þennan dag árið 1967 og framdi síðan sjálfsmorð. Orð dagsins Aldreifrið ég öðlast má aiiðnu svo ég hrósi. Alltaf vakir einhver þrá eftir meira Ijósi. Kolbeinn Högnason. Skák dagsins Stórmeistarinn Savon er annál- að prúðmenni en ekki er víst að Stohl hafi verið þeirrar skoð- unar að aflokinni skák þeirra í Tmava árið 1989. Savon hefur hvítt og á leik, og beinir nú langdrægum eldflaugum að illa vörðu vfgi svarta kóngsins. Hvuð gerir hvítur? 1. Bxg7+1! Dxg7 2. Dh3+ Dh7 3. He8+ Kg7 4. Dg3+ Stohl tók þann kost að verða ekki vitni að frekari niðurlægingu sinni og gafst upp - snúðugur að vanda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.