Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.08.1995, Blaðsíða 8
i™/ iimhii IDII ni l| 'mn7 533 35 22 XlLF 11111 IIUJlUIII 51315 22 Miðvikudagur 9. ágúst 1995 118. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■Útgjöld vegna nýjunga og vaxandi fjöldi aldraðra gera miklu meira en éta upp sparnað sjúkrahúsanna, segir Davíð Á. Gunnarsson, forstjóri Ríkisspítalanna, í viðtali við Sæmund Guðvinsson Kostnaður ekki lækkaður nema með samdrætti „Við verðum að horfast í augu við það að ekki verður dregið saman í heilbrigðisþjónustunni að neinu marki nema það komi niður á starfsem- inni," segir Davíð. .Jaftivel þótt alltaf megi gera betur á sviði hagræðingar og spamaðar þá gera nýjungarnar sem fram koma á hverju ári og vaxandi fjöldi aldraðra miklu meira en að éta spamaðinn upp. Þá verður annað hvort að hætta ein- hveiju sem gert hefur verið til margra ára eða hægja á sem þýðir að fólk þarf að bíða lengur eftir þjónustu. Við verðum að horfast í augu við það að ekki verður dregið saman í heilbrigð- isþjónustunni að neinu marki nema það komi niður á starfseminni,“ segir Davíð A. Gunnarsson forstjóri Ríkis- spítalanna í viðtali við Alþýðublaðið. Samdráttur í rekstri sjúkrahúsa og lokun einstakra deilda hefur verið mjög til umræðu að undanfömu. Það hefur jafnvel verið rætt um að einstak- ar deildir verði áfram lokaðar eftir að sumarleyfum starfsfólks lýkur. Rikis- endurskoðun segir í nýrri skýrslu að telja verði að komið sé að þeim tíma- punkti að stjórnvöld þurfi að taka ákvarðanir um þjónustustig og gæði þeirrar þjónustu sem sjúkrahúsunum er ætlað að veita og að framlög verði ákveðin á samræmi við það. Davíð var fýrst spurður um ástæður þess að rekstur Ríkisspítaianna væri svo erfið- ur um þessar mundir. „Landspítalinn hefur verið mjög mikið opinn á fyrri hluta ársins og í rauninni allt upp í 20 til 30 prósent meiri starfsemi á sumum deildum heldur en oft áður. Ástæður fyrir því em ýmsar. Oft á ámm áður hafa kjara- deilur lokað spítalanum að hluta en fjárveitingar til okkar em gjaman mið- aðar við reynslu undanfarinna ára. Nú hafa ekki verið uppi kjaradeilur og starfsemin gengið mjög vel og að meðaltali hafa um tíu prósent fleiri sjúklingar verið afgreiddir hér í gegn en oftast áður. Staðreyndin er hins vegar sú að við eigum ekki peninga fyrir þessari aukn- ingu. Af hálfú síðustu ríkisstjómar var okkur gert að spara eitt hundrað millj- ónir á þessu ári og ríflega það. Það hafði verið gert ráð fyrir að ná þeim spamaði fyrst og fremst með sumar- lokunum, það er að segja ráða ekki fólk í afleysingar þannig að það bitn- aði eins lítið á starfseminni og unnt væri. Eftir lok júh'mánaðar sýnist okk- ur að sumarlokanimar hugsanlega tak- ist að spara það sem okkur var fyrir lagt í upphafi. Það sem fer hins vegar nokkuð með reksturinn umfram það sem við höfðum reiknað með er þessi mikia starfsemi á fýrri hluta ársins. Af þeim sökum þurfum við að draga úr á seinni hlutanum til þess að mæta um- frameyðslunni á fýrstu fimm mánuð- unum. Það verður gert með mjög margvíslegum aðgerðum. Reynt að draga úr kostnaði á öllum sviðum, fækka eitthvað sjúkragöngum sem að eru opnir og reyna að fækka starfs- fólki. Það verður því gripið til allra hefðbundinna ráða til að spara.“ Er hœgt að hagrœða og spara meira en þegar hefur verið geri? „Það er auðvitað ekki hægt nema það komi niður á einhveiju. Alltaf er hægt að spara og hagræða í rekstri en vandinn er hins vegar sá að hjá þjóð sem fjölgar um tvö prósent á ári og þar sem öldruðum fjölgar um það bil helmingi meira hlýtur kostnaður að aukast. Það er til bandarísk rannsókn sem leiðir líkur að því að kostnaður við heilbrigðisþjónustuna verði eink- um til á síðustu vikum lífsins. Mig minnir að það sé talað um þar, að meðaltali sé fimmtíu prósent af öllu því fé sem varið er í heilbrigðisþjón- ustu á hvem einstakling fari á síðustu 30 dögum ævinnar, hvort sem einstak- Jingurinn deyr gamall eða ungur. Þeg- ar öldruðum fjölgar mjög mikið þá aukast útgjöldin og það er staðreynd sem menn geta ekki komist fram hjá. Auk þess er komið mikið af nýjum lyfjum á markað. Vegna þessara nýju lyfja hefur lyfjakostnaður aukist mjög mikið þótt okkur hafi tekist að spara mikið í þessum eldri hefðbundnu lyfj- um og draga úr útgjöldum vegna þeirra. Nýju lyfin gefa ýmsa nýja möguleika en auka jafnframt útgjöldin á þessu og síðasta ári um 50 til 60 milljónir króna eða jafnvel meira. Þá er ég eingöngu að tala um ný lyf sem eru að koma á markaðinn síðast liðin tvö til þijú ár. Enn er mikið af nýjum lyfjum sem við vitum að munu koma fram á næstu árum og auka útgjöldin." En hvaða deildum er helst hœgt að loka ísparnaðarskyni? „Við lokum engum deildum. Þó að við tölum um að loka einhverjum göngum eða draga úr starfsemi þá er ekki hægt að hætta að þjóna sjúkling- unum. Þeir verða þá fluttir yfir á aðra ganga og þjónað þar.“ Er þá bara ekki verið að ýta vand- anum á undan sér eða búist þið við að fá auknar fjárveitingar á nœsta ári? ,,Ég get ekki svarað því hvort fjár- veitingar verði auknar. En það er ósköp einfalt mál að kostnaður verður ekki lækkaður í þjónustunni nema dregið verði saman með einhverjum hætti. Ég er sammála því sem kemur fram í skýrslu ríkisendurskoðunar að við erum búin að gera flest af því sem við getum hér innanhúss til að spara einhveijar umtalsverðar upphæðir. En jafnvel þótt alltaf megi gera betur á því sviði þá eru eins og ég sagði áðan nýjungamar sem koma á hverju ári, ný lyf, ný tækni og öldrun þjóðarinnar sem gera miklu meira en éta spamað- inn upp. Þá verður annað hvort að hætta einhverju sem hefur verið gert til margra ára eða hægja á þannig að fólk þarf að bíða lengur eftir þjónustu. Það þýðir ekki annað en að horfast í augu við það að ekki verður dregið úr kostnaði í heilbrigðisþjónustunni að neinu marki nema það komi einhvers staðar niður á starfseminni." Davíð Á. Gunnarsson: Ég verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að heyra fjármálaráðherra segja í fréttum að honum fyndist að heilbrigðis- stéttirnar ættu einar að forgangsraða. a -mynd: E.ÓI. Finnst þér rétt að varpa ábyrgð- inni af samdrœtti í þjónustu sjúkra- húsa yfir á ykkur? ,JÉg verð að viðurkenna að það kom mér á óvart að heyra fjármálaráðherra segja í fréttum að honum fyndist að heilbrigðisstéttimar ættu einar að for- gangsraða. Þá er ég ekki að tala um þessa forgangsröðun sem ailtaf hefúr verið gerð milli einstakra sjúklinga eftir heilsufari þeirra heldur heyrist mér menn nú veraað óska eftir tiilög- um heilbrigðisstéttanna um miklu rót- tækari forgangsröðun. Sumar þjóðir hafa sett sér regiur um aidurstakmark við ýmsar skurðaðgerðir og strangar reglur um ákvarðanir hvað varðar notkun nýrra lyfja og ýmislegt flena. Ég hef ekki enn myndað mér skoðun á því hvort það er framkvæmanlegt að setja slíkar reglur í okkar litla velupp- lýsta samféfagi. Ég geri mér ekki grein fyrir hvort fólk er tilbúið að sætta sig við slika forgangsröðun eða hvort stjómmálamenn munu sætta sig við að heilbrigðisstéttimir setji slfkar reglur einar. Það sem er að gerast hjá okkur er svo sem ekkert nýtt. Aðrar þjóðir hafa gengið í gegnum það sama og má nefna að bæði Norðmenn og Svíar hafa farið í gegnum svona um- ræðu. Þar hafa verið nefndir starfandi og norsku nefndinni var stýrt af guð- fræðingi en þeirri sænsku af mjög þekktum krabbameinslækni, Jesse Einholm, sem ég held að sé þingmað- ur líka. Ernnig hafa þverfaglegfr hópar íjallað um þessi mál og þar er verið að ræða í alvöru um hvað skuli hafa for- gang. Þetta er vitaskuld afskaplega uppáþrengjandi umræða í hvetju þjóð- félagi þegar hægt er að gera miklu meira en menn telja sig hafa ráð á.“ Við höfum hœlt okkur af því að hafa eitt besta heilbrigðiskerfi á Vest- urlöndum. Stefnir íþað að við höfum ekki fé til að nota öll ný lyf eða nýj- ustu tœki á sjúkrahúsunum? „Það hvarflar ekki að mér að við sé- um að stefna í að dragast aftur úr. Við erum þvert á móti að reyna að vera fljótir til að taka upp nýjungar. Á öll- um Vesturlöndum eru menn að velta því fýrir sér hvað hægt er að taka upp af nýrri þekkingu og tækni og hveiju hún skilar. Það er býsna misjafnt hveiju ný tækni skilar og stundum vita menn það ekki fyrr en eftir einhvem tíma.“ Þið fáið þau skilaboð frá stjórn- völdum að þið eigið að draga svo og svo mikið úr útgjöldum en það sé al- farið ykkar að ákveða hvar skuli skera niður? „Ég held að það sé erfitt að segja lækni að reyna ekki að gera allt sem hægt er til að hjálpa þeim sjúklingi sem stendur fyrir framan hann hveiju sinni, jafnvel þótt ákvörðun sem hann tekur kunni að bitna á öðrum sjúk- lingi. Það hlýtur að kalla á nokkra um- ræðu og hugsanlegar breytingar í námi heilbrigðisstétta ef menn ætla sér að breyta þessum hugsanagangi. Það er vitaskuld mjög erfitt fyrir heilbrigðisstarfsfólk að standa annars vegar fyrir framan stjómendum sína sem segja þið eyðið of miklu og hins vegar fyrir framan almenning og fjöi- miðla sem segja þið verðið að taka alla sjúklinga inn og afgreiða þá fljótt. Því miður bý ég ekki yfir þeirri visku að ég geti svarað því hvernig á að leysa þetta vandamál og menn em, eins og ég sagði áðan að velta þessari forgangsröðun fyrir sér vítt og breytt um heiminn. Við skulum líka átta okkur á því að þróunin er á fullri ferð. Það er að koma mikið af nýjum lyfj- um sem bæta líðan og hugsanlega lengja Kf. Það er mikið af nýrri tækni á leiðinni sem gerir til dæmis skurðað- gerðir mun einfaldari og sársauka- minni og sjúklingurinn kemst fyrr á fætur, en aðgerðin verður jafnframt dýrari. En ekkert af þessu breytir samt þeirri staðreynd að við deyjum. Með- an að svona stór hluti útgjalda heil- brigðisþjónustunnar fer til fólks skömmu fyrir dauðann þá era engar líkur á öðru en hún haldi áfram að draga til sín síaukin útgjöld. Það verða síðan að vera stjórnmálamennirnir sem ráða því hversu dýr hún má vera miðað við þjóðarhag.," sagði Davíð Á. Gunnarsson. ■

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.