Alþýðublaðið - 11.08.1995, Page 1
Helgin 11.-13. ágúst 1995 Stofnað 1919 120. tölublað - 76. árgangur
■ „Ég er bara einfaldur maður og saklaus -tiltölulega,"
segir Thor Vilhjálmsson rithöfundur sem verður sjötugur á morgun
Maðurinn er aldrei eins
einn og hann heldur
- segir Thor í fjörugu samtali við Guðrúnu Vilmundardóttur.
Thor Vilhjálmsson: Ég er heppinn að hafa margt upplifað - en mér fannst það hafa gerst á skemmri tíma.
Það hljómar furðulega að Thor
Vilhjúlmsson skuli verða sjötugur á
morgun...
„Eg skil ekkert í því sjálfur. Ég er
heppinn að hafa margt upplifað - en
mér fannst það hafa gerst á skemmri
tíma.
En ég hugsa ekki þannig um aldur,
ég finn ekki fyrir aldri og nýt þess að
vera til og hef hug á að fá að halda því
áfram sem lengst. Með þessum sömu
ærslum og ég hef gert.“
Nú kom út Ijóðabók eftir þig fyrr á
árinu en hvað ertu að fást við núna?
,,Ég ætla að koma út bók í haust. Ég
þori varla að segja þér frá verkinu, því
ég er svo hræddur um að tala mig írá
því. Mér er illa við að tala um eitthvað
sem ég er ekki búinn að gera, ég vil
geta lagt það íram um leið og ég klára
það. Það er írekar að ég geti talað um
verkið þegar það er búið - en þá finnst
mér að allir aðrir eigi að fá tækifæri til
þess að tala. Ég á að vera búinn a
koma því sem ég hef að segja fyrir í
verkinu.
En ég er svo lausmáll... ég læt
stundum tilleiðast að tala um verkin
þegar þau eru búin, þá get ég síður af-
sakað mig og komið mér út af því án
þess að það komi fram sem ókurteisi
við þann sem ég tala við.“
Leggurðu ennþá stund á júdó?
,Jájájá. Og held mér í gangi á því.
Ég held að það hjálpi mér til að taka
svona lítið mark á því þegar mér er
sagt að ég sé að verða sjötugur. Ég
legg ekki trú á það. Ég er að vísu ekki í
júdó á hveijum degi eins og einu sinni
fyrir mörgum árum þegar ég naut
þeirra forréttinda að æfa með vini mín-
um sem var að vetja íslandsmeistara-
titil sinn.
Hvað ég æfi mikið fer eftir því
hvemig stendur á verkefnum - eða
verki. Þegar ýmsir vinir mínir segja:
„Já, maður ætti nú að gera eitthvað
svona, þó ekki væri nema að fara í
sund,“ en látast svo ekki hafa tfma til
þess, reyni ég að leiða mönnum tyrir
sjónir að þeir geta unnið tíma með því
að hreyfa sig; maður snerpir sig allan.
Öldin er önnur núna, en þegar ég var í
menntaskóla í fomöld skullu háðsglós-
ur á þeim sem lögðu stund á íþróttir og
ekkert mark var tekið á því þó Róm-
verjar hefðu sagt: Heilbrigð sál í
hraustum líkama. En það hef ég reynt.
Sérstaklega þegar ég vinn sem mest í
mínum verkum og er orðinn þreyttur,
þá er það besta sem ég geri til að jafna
mig að komast á júdóæfingu og takast
á við káppa. Þessi íþrótt byggist ekki
aðeins á kröftum, heldur líka viti. Enda
er hún fundin upp af munkum til að
veijast ræningjum og ofstopamönnum.
Eins og margar þessar austurlensku
bardagalistir. Ónnur mjög falleg íþrótt,
sem ég hef aðeins haft ávæning af er
Aikido. Það er mjög andleg íþrótt, hún
byggist hreinlega á andans afli.“
Asvona stundum er mönnum ein-
att uppálagt að líta yfir farinn veg.
Mœtti e'g spyija hvaða bók eftir sjálf-
an þigþú ert ánœgðastur með?
„Heyrðu, þú setur mig í ærið mikinn
vanda. Ég stend við þær allar og finnst
þær allar hafa verið nauðsyn. Svo
koma þessir starfsbræður mínir sem
hafa klókindin og segja: „Þetta eru
bara eins og bömin mín,“ en ég er ekk-
ert sniðugur svoleiðis, ég er bara eín-
faldur maður og saklaus - tiltölulega.
Ég legg mig ffam í því sem ég er að
gera hveiju sinni. Það er varla maklegt
eða heiðarlegt að segja hvaða bók er
mér kærust.
En úr því ég er spurður get ég sagt
að mikið varð ég glaður þegar ég fékk
að lesa bókina, sem ég skrifaði eftir
Rússlandsferð, í útvarpið. Þá las ég
alla bókina, 30 árum síðar, og varð svo
glaður því ég gat staðið við hvert ein-
asta orð sem ég hafði skrifað. Ég veit
ekki hvort það var sjálfsblekking - en
það hefur þá verið mjög nauðsynleg
blekking og nytsamleg. Það er afskap-
lega mikilvægt að velja sér rétta blekk-
ingu.
En ég geri það sem mér finnst ég
þurfa að gera hveiju sinni. Eins og ég
var að víkja að áðan, að þegar rithöf-
undur er búinn að skrifa sína bók, eða
sínar bækur, þá er mildu mikilvægara
hvað aðrir hafa um bækumar að segja.
Hann hefur farið þessa leið, átt í þess-
um átökum og vonandi eitthvað þrosk-
ast á því - en þetta er allt undir manni
sjálfum komið. Maður getur skoðað
það með sjálfum sér en ekki á Austur-
velli.“
Að lokum Thor: er maðurinn aUtaf
jafneinn?
„Ég sagði nú einhvers staðar annars
staðar að maðurinn væri aldrei einn.
Maðurinn er aldrei eins einn og hann
heldur."
Alþýðublaðið
ídag
Hallgrímur
Helgason
ísland
- fyndnasta
land heims
Jón Baldvin
Linkind
Sameinuðu
þjóðanna
Sigurður
Pálsson
Heimurinn
er alltaf einn
Kolbrún
Bergþórsdóttir
Stórskáldið og
smáskáldin
Woody Allen
Er kynlíf
dónalegt?
Aðeins ef það
er framkvæmt
á réttan hátt
IVerkakvennafélagið Framtíðin boðar verkfall
„Verkfallið yrði víðtækt - en réttlátt
- sagði MáHríður Pórhallsdóttir varaformaður Framtíðarinnar í samtali við Alþýðublaðið
ii
„Við emm búnar að boða verkfall
hinn 25. ágúst. Við viljum fá sam-
bærilega samninga og konur úti á
landsbyggðinni hafa fengið, en þær
hafa nýverið staðið í samningavið-
ræðum,“ sagði Málfnður í samtali við
Alþýðublaðið. Aðspurð sagðist hún
ekki geta svarað hveijir væm lægstu
taxtamir, en kvaðst telja að þeir væm
tæpar 50.000 krónur. „Þetta er mjög
lágt kaup. Eftir fimmtán ára starf er
ég með 70.000 krónur á mánuði. Það
er töluvert mikill munur á þeim töxt-
um sem við emm á og þeim töxtum
sem konur úti á landi hafa, þannig
hefur það alltaf verið. Með síðustu
samningum þeirra hefur munurinn
enn aukist."
Málitíður sagðist ekki vita til þess
að Verkakvennafélagið hefði verið
boðað á fúnd þrátt fyir verkfallsboð-
unina, en það hlyti að standa til. í
Framtíðinni em um það bil 400 konur
sem vinna á sjúkrastoftiunum Hrafn-
istu, Hafnarfjarðarspítala og á Sól-
vangi. „Þetta em konur sem vinna í
eldhúsi, bítibúri eða þvottahúsi á
sjúkrastofnunum, og verkfallið yrði
mjög víðtækt - en réttlátt," sagði
Málftíður að lokum.
v Guortar Ste*nþórs»n