Alþýðublaðið - 11.08.1995, Side 6

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Side 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ HELGIN 11.-13. ÁGÚST 1995 s k i I a b o d Innffufningur hjálpar ekki íslenskum heimilum - Við höhm reynsluna af CFTA! Veljum ÍSIENSKT. ■ Stórtónleikar við Fellahelli Unun, Lippstikk, Súrefni oa Olympía á Rykkrokki Tónlistarhátíðin Rykkrokk verður haldin föstudaginn 12. ágúst næst- komandi við félagsmiðstöðina Fella- helh í Breiðholti. Tónleikamir hefjast klukkan 17:00 og standa framundir miðnætti. Þær hljómsveitir sem leika eru Unun, Funkstrasse, Kolrassa krók- ríðandi, Lippstikk, Ólympía, Maus, Botnleðja, Stolía, Pop dogs, 13, Qu- icksand Jesus, Súrefni og Dallas. Einnig mun Götuleikhús ITR troða upp. Aðgangur er ókeypis. Rykkrokkhátíðin er nú haldin í átt- unda sinn, en fyrst var hún haldin árið 1984. Dagskrárstefna hátíðarinnar hefur verið sú að velja hljómsveitir sem leika framsækna rokktónlist, þekktar hljómsveitir í bland við efni- lega nýliða. Framanaf voru Rykkrokk- tónleikamir hreinræktaðir bílskúrs- hljómsveitatónleikar, en árið 1989 voru þeir gerðir að þeim stórtónleik- um sem þeir nú em. Tónleikamir em jafnan fjölsóttir og hafa áhorfendur flestir verið sex þúsund, að sögn að- standenda, en það var árið 1990. Allmikill ijöldi starfsmanna vinnur við Rykkrokk: starfsmenn Fellahelli, starfsmenn ITR og ýmsir tæknimenn. Um hljóðstjórn sér Jón „Skuggi“ Steingrímsson, en Guðmundur Finnsson og Markús Guðmundsson um hljóðblöndun á sviði. Ingólfur Magnússon er tæknistjóri á sviði og Gunnar Gunnarsson sér um lýsingu. Framkvæmdastjóri hátíðarinnar er Be- nóný Ægisson, en dagskrárstjóri er Arni Gústafsson. Forstöðumaður Fellahellis er Fríða Björk Arnar- dóttir. Að venju verður stórtónleikun- um Rykkrokki útvarpað á Rás 2 fyrir þá sem ekki heimangengt. Um dag- skrárgerð sjá rokkboltamir Lísa Páls- dóttir og Andrea Jónsdóttir. Innfíutningur hjálpar ekki íslenskum heimilum - Ifiö höfum reynsluna af EFTA! mmm Innflutningur hjálpar ekki íslenskum heimilum - Við höfum reynsluna af EFTA! Veljum ISLENSKT.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.