Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 11.08.1995, Blaðsíða 11
HELGIN 11.-13. ÁGÚST1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 11 um. Ég þekki hins vegar ótta þeirra sem andæfa. Ég held að hann sé af sama meiði og ótti íslendinga við samskipti við útlendinga almennt; að verða undir, að hafa ekki nóg svigrúm í eigin landi. Menn átta sig ekki á því að til þess að íslensk menning og íslenskt mann- líf geti blómstrað þurfúm við að hafa regluleg samskipti við fólk sem hefúr annars konar menningu fram að færa og í rauninni þurfum við á erlendum áhriíúm að halda. Ég er hrædd um að menn hafi ekki skilning á mikilvægi blöndunarinnar. Vöxtur og viðgangur okkar sem þjóðar er undir því kominn að samskipti okkar við þá sem hafa eitthvað annað frarn að færa séu sem mest og best.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir: ,£g get ekki séð að það sé nokkuð sem mæli á móti því að taka á móti flótta- mönnum. Ég hef því miður ekki skýr- ingu á því af hveiju ástandið er ekki betra en það er. Ég held jsað geti verið andvaraleysi í okkur Islendingum, okkur finnst við kannski vera of langt í burtu ffá þessum svæðum, það gæti verið ein skýringin." Er ekki siðferðilega óþœgilegt fyrir ísland að vera það Evrópuland sem sinnir þessum málum langminnst - nánast ekkert? Jón Baldvin Hannibalsson: „Auð- vitað. Sumir myndu jafnvel bæta við: „Nóg er nú plássið." Er ekki raunin sú að tvöfalt fleiri íslendingar eru að flýja-Iand nú en verið hefur? Veitir nokkuð af að fá einhverja í staðinn?" Svanfríður Inga Jónasdóttir: „Við sem sjálfstæð fullvalda þjóð ætt- um að taka stórmannlegar á þessum málum, eins og er þorum við ekki að takast á við þessi mál og erum hálf- hækjuleg. En það virðist vera hreyfmg á hlutunum og vonandi verður úr þeim bætt sem allra fyrst.“ Lára Margrét Ragnarsdóttir: „Ég er ekki nógu vel að mér í þessum mál- um til að fullyrða neitt. Við höfum ekki tekið á móti mörgum frá fyrrum Júgóslavíu, en við höfum lagt okkar skerf fram með Rauða kross-hjálp í Júgóslavíu. Ég veit ekki hvort sú hjálp hefur verið hlutfaflslega mikil saman- borið við önnur Norðurlönd. Við stóð- um okkur vel í að taka móti á Ung- verjum héma 1956, það hafa komið hingað Víetnamar sem hafa því miður ekki allir ílendst. En það er full ástæða til að setja skýrar reglur um hvemig við ætlum að standa að þessum málum, markvisst. Ég legg áherslu á að við emm ekki eins langt í burtu og við höldum.“ Gamla konan grá- hærða. Jón Kjartansson frá Pálmholti skrifar Húsnæðismálin á íslandi ríða ekki við einteyming. Á forsíðu Póstsins, hvaða forlið sem hann hafði þann daginn, blasti við rokufrétt; Svavar Gestsson alþm. „fékk að flytja veð milli fasteigna". Önnur sjónvarps- stöðin tók þetta upp eftir Póstinum og spurði forstjóra Húsnæðisstofnunar hvort svona athæfi fái virkilega þrifist innan hans æruverðugu stofnunar. Forstjóri sagði að þetta væri gert nokknim sinnum á ári og þá helst ef í hlut ættu gamlar konur! Með leyfi að spyija; hvað er svona merkilegt við þetta? Geta skuldugir menn ekki samið um að útvega nýtt veð fyrir skuldum sínum ef það hent- ar aðilum að einhveiju leyti betur? Er ekki meginatriðið að menn geti borg- að skuldir sínar, hvort sem þetta hús eða hitt er að veði fýrir skuldinni? Og hversvegna þurfa opinberar stofnanir ■ Samkvæmt skuldbindingum alþjóðasáttmála ættu Islend- ingar að taka á móti að minnsta kosti 25 flóttamönnum ár- lega. Við stöndum ekki við skyldur okkar og þessvegna ræddi Guðrún Vilmundardóttir við þrjá alþingismenn um málið Sumarsýningu Norræna hússins, sem opnaði 15. júlí lýkur á sunnudaginn. Á sumarsýningunni eru málverk og vatnslitamyndir eftir Georg Guðna. Verkin eru öll ný, máluð á þessu og á síðasta ári. Landslagið er aðal viðfangsefni Ge- orgs og í sýningarskrá sem fylgir sýningunni ritarGunnar J. Áma- son grein um landsiagsmálverkið og verk listamannsins... r Amorgun verður lagt í gönguferð frá Viðeyjarkirkju upp úr klukkan tvö, þegar báturinn sem fer frá Sundahöfn klukkan 14:00 er kominn á áfangastað. Gönguferðin tekur hálfan annan tíma. Á sunnudag er staðarskoðun sem hefst í kirkjunni klukkan 15:15. Þá er kirkjan sýnd, næsta umhverfi Stofunnar, fornleifa- uppgröfturinn og fleira... r Amorgun klukkan 15:15 flytur Ama Einarsdóttir þverflautu- leikari einleiksverk frá ýmsum tím- um í Þingvallakirkju. Klukkan átta annað kvöld verðurfarið í Ijúfa gönguferð um Spöngina og verður endað á kyrrðarstund í Þingvalla- kirkju. Á sunnudagsmorgun verður helgistund fyrir börn í Hvannagjá klukkan 11. Klukkan 13:30 verðurfar- ið í gönguferð með Freysteini Sig- mundssyni jarðeðlisfræðnigi. Hann fjallar um jarðskorpuhreyfingar á Þingvöllum að fornu og nýju. Gang- an hefst á Haki, það er að segja vest- ari brún Almannagjár, við útsýnis- skífu... „Nóg er ii Asunnudaginn verður opið hús á 55 sveitabæjum út um allt land. Þetta er í annað sinn sem bændur bjóða þétt- býlisfólki heim á bú sín. Það er gert í þeim tilgangi að veita fólki innsýn í lífið í sveitinni, búr- eksturinn og afkomu bænda. Fleiri bæir en í fyrra taka nú þátt, en þá heim- sóttu yfir 10 þúsund manns þá rúmlega 40 sveitabæi sem tóku þátt í átakinu Bændur bjóða heim... Klukkan 16:00 á morgun mun dr.Kasper Monrad safnvörður við Ríkis- listasafnið í Kaup- mannahöfn halda fyrirlestur í Lista- safni íslands í tengslum við sýn- inguna Ljós úr nordrí, norræn aldamótalist, sem opnar i dag. í tilefni sýningarinnar hefur Listasafnið gefið út 250 blað- síðna bók með Ijósmyndum af öllum verkum á sýningunni... Næstkomandi fimmtudagskvöld ætlar Halldór Guðmundsson bókmennta- fræðingur og útgefandi að flytja fyrirlest- urinn Livefter Laxness - om isiandsk litter- aturá opnu húsi í Norræna húsinu. Á hverju fimmtu- dagskvöldi eru haldnir fyriri lestrar í Nor- ræna húsinu, Norrænum ferða- mönnum til upplýsingar og yndis- auka... Amorgun erfjölskyldudagur í Laugardalnum. Aðgangur verð- ur ókeypis bæði í Fjölskyldugarðinn og Húsdýragarðinn. Boðið verður upp á fjölbreytta skemmtidagskrá þar sem fjöldi þekktra skemmti- krafta, íþróttamanna og tónlistar- manna kemur við sögu. Þá verður keppttil úrslita í íslandsmótinu í poxi og er reiknað með að á annað hundrað krakkar víðsvegar af land- inu mæti til leiks... Ástandid versncs „Samúð mín er í þessu máli öll með Svavari og hinum gömlu konun- um. Pósturinn mætti hinsvegar fjalla um hrikalegar afleiðingar þess að mönnum er gert að veðsetja heimili sin fyrir húsnæðisskuldum," segir Jón sem skýtur skildi fyrir Svavar Gestsson. yfirleitt að skipta sér af því hvemig menn haga lántökum og veðum, séu þeir á annað borð borgunarmenn fyrir lánum sínum? Sainúð mín er í þessu máli öll með Svavari og hinurn gömlu konunum. Pósturinn mætti hinsvegar fjalla um hrikalegar afleiðingar þess að mönn- um er gert að veðsetja heimili sín fyr- ir húsnæðisskuldum. Og hann mætti fjalla um hina gömlu og gráhærðu húsnæðisstefnu sem tekur öll mið af löngu liðnum tíma. Og það væri þarft verk að athuga hagsmunatengsl í hús- næðiskerfinu, til dæmis þeirra sem stjóma því annarsvegar og hinsvegar baráttu þeirra sömu gegn öllum breyt- ingum. Þetta á ekki síst við um fé- lagslega keríið svonefhda. Höfundur er formaður Leigjendasamtakanna. Eins og fram kom í. frétt Alþýðu- blaðsins í gær em ekki til neinar regl- ur eða skuldbindingar um móttöku flóttamanna hér á landi. Síðastliðinn vetur var ákveðið að koma á fót sér- stöku flóttamannaráði en þar hafa ekki verið fundir síðan í júní. Norðurlönd hafa tekið við fjölda flóttafólks frá fyrrum Júgóslavíu en ísland hefur engum veitt griðland, ef frá em taldir 3 einstaklingar sem komu hingað til læknishjálpar 1993 og em hér enn. Alþýðublaðið spurði alþingismenn- ina Jón Baldvin Hannibalsson, Svanfríði Ingu Jónasdóttur og Láru Margréti Ragnarsdóttur hvort ekki væri ástæða til að endurskoða íslenska flóttamannahjálp. Er ekki ástœða fyrir íslendinga að leggja meira af mörkum í flótta- mannahjálp? Jón Baldvin Hannibalsson for- maður Alþýðuflokksins: „Þetta mál kom upp á síðasta kjörtfmabili - að gefhu tilefhi. Þá var tekið saman upp- lýsingaefni sem sýndi að við höfum ekkert sinnt skyldum okkar, meira að segja ekki samningsbundnum skyld- um samkvæmt alþjóðasáttmálum sem við emm aðilar að, við að veita flótta- mönnum griðland. Niðurstaðan varð sú að það vom settar nefndir á vegum stjómarinnar, nú er starfandi flóttamannaráð, sem lýtur forystu félagsmálaráðuneytisins, en það á að starfa með sveitarfélögum til að leysa mál eins og atvinnu- og húsnæðismál. Margt náðist í gegn og þar með var talið að ef við ætluðum að standa við okkar skuldbindingar ættum við að veita 25 flóttamönnum landvist árlega; skyldubundið." Svanfríður Inga Jónsdóttir al- þingismaður Þjóðvaka: „ísland ætti sannarlega að leggja meira af mörkum til flóttamannahjálpar. Og það stendur væntanlega til bóta“ Lára Margrét Ragnarsdóttir al- þingismaður Sjálfstæðisflokksins: „Það er eðlilegt að þetta mál verði skoðað og við könnum hvað við get- um gert og hvemig. Við getum lagt okkar af mörkum bæði beint og óbeint; við getum tekið fólk hingað heim og sinnt því eða hjálpað með fjárframlögum.“ Mcetir eitthvað gegn því að ísland taki á móti flóttamönnum? Hvers vegna er ástandið svo slœlegt hér? Jón Baldvin Hannibalsson: ,JEf ég á að hugsa upphátt um skýringar á slakri flóttamannahjálp dettur mér í hug að íslendingar eru eyþjóð, þeir em að mörgu leyti tortryggnir gagn- vart útlendingum. Flóttamannahjálp hefur líka verið byggð á kolúreltri lög- gjöf, það er engin heilstæð löggjöf til um flóttamannamóttöku, en það hefði átt að ganga frá slíkri löggjöf í kjölfar skuldbindinga okkar að alþjóðasátt- málum. Við höfum skýlt okkur á bak við Skandinava, sem standa einna fremst í mannúðarmálum í heiminum, bæði hvað varðar móttöku flóttamanna og opnun landamæra. Ef menn hafa leit- að fyrst til einhverra annarra Norður- landa em þeir gjaman sendir héðan á þeirri forsendu að það sé starfsregla að það land sem fyrst er leitað til eigi að leysa málið. A sama tíma og Svíar veittu tugum þúsunda inngöngu; inn- flytjendum sem og flóttamönnum, gerðum við nánast ekkert. Og hældum okkur af því.“ Svanfríður Inga Jónasdóttir: ,JÉg sé í sjálfu sér ekkert sem mælir gegn því að ísland taki á móti flóttamönn- Orvæntingarfull móðir í Sarajevo með dóttur sína í fanginu. Mörgþúsund börn hafa verið drepin í stríðinu. íslendingar hafa ekki tekið á móti einu einasta barni frá fyrrum Júgóslavíu.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.