Alþýðublaðið - 16.08.1995, Page 8

Alþýðublaðið - 16.08.1995, Page 8
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MEYnimm Miðvikudagur 16. ágúst 1995 122. tölublað - 76. árgangur ■ ísland hefur staðið langt að baki öðrum vestrænum ríkjum varðandi viðtöku á erlendum flóttamönn- um en nú er stefnt að því að breyting verði Kvóti flóttafólks brátt ákveðinn - segir Bragi Guðbrandsson formaður Flóttamannaráðs. „Við erum eina Norðurlandaþjóðin sem ekki hefur sett nein markmið um ákveðinn kvóta af flóttamönnum sem við værum reiðubúin að taka við ár- lega. Tilgangurinn með stofnun Stéttín erfyrsta skrefið inn... MiMðúrval afhellum og steinum. STÍTT HELLUSTEYPA HYRJARHÖFÐI 8 112 REYKJAVÍK SÍMI 577 1700 -FAX 577 1701 Flóttamannaráðs var að undirbúa að við settum okkur slík markmið og þar með axlað okkar siðferðilegu skyldur í þessum efnum,“ sagði Bragi Guð- brandsson formaður Flóttamanna- ráðs í viðtali við Alþýðublaðið. Ráðið undirbýr nú tillögur um ákveðinn kvóta flóttamanna sem við tökum við á hverju ári og hvaða fjárveitingar þurfi til að hægt verði að veita flótta- fólkinu aðstoð til lengri tíma. Ljóst er að um er að ræða nokkra tugi millj- óna króna útgjöld miðað við kvóta 25 flóttamanna á ári. Flóttamannaráð var sett á laggimar í lok febrúar á þessu ári og heyrir undir félagsmálaráðuneytið. I ráðinu sitja einnig fulltrúar ffá utanríkisráðu- neyti, dómsmálaráðuneyti, heilbrigð- isráðuneyti og menntamálaráðuneyti auk þess sem Rauði krossinn á þar áheymarfulltrúa. Frá því ungversku flóttamennimir komu hingað til lands fyrir tæpum 30 áram höfum við tekið á móti 204 flóttamönnum og 57 að- standendum flóttamanna ffá Víetnam. Af þessum hópi flóttamanna hafa lið- lega 100 flust úr landi. „Róttamannaráði er ætlað að gera tillögur um árlegan kvóta flótta- manna. Við höfum lagt megináherslu á að skoða með hvaða hætti best verður tekið á móti flóttamönnum og hvar helst em brotalamir í kerfinu í dag þannig að við getum gert tillögur um hvernig betur má sinna þessu hlutverki. Við höfum verið að kanna hver okkar þolmörk eru miðað við reglulega móttöku flóttamanna á hverju ári. Við í ráðinu höfum því ekki verið að fjalla um það sem bein- línis er kallað neyðarhjálp vegna sér- stakra aðstæðna sem upp koma eins og til dæmis núna meðal þjóða í fyrr- um Júgóslavíu. Það er alveg sérmál," sagði Bragi. Orðið langt síðan við tókum við flóttamönnum Hafa þessi mál verið homreka hjá okkur til þessa? „Það blasir við að við höfum ekki staðið okkur sem skyldi í gegnum ár- in. Það er orðið langt síðan við höfúm tekið á móti flóttamönnum í einhverj- um mæli og við stöndum langt að baki öðrum vestrænum ríkjum í þess- um efnum. A þessu þarf að verða mikil breyting en til þess að hún geti orðið þá þurfum við að koma upp góðu skipulagi varðandi móttöku flóttamanna. Fram til þessa hafa þær reglur gilt að Rauði kross íslands hef- ur séð um flóttamennina fyrsta árið. Síðan hefur ekkert tekið við og ýmsir flóttamenn þá lent í miklum erfiðleik- um. Það hefur einfaldlega verið geng- ið út frá þvf að þeir nytu þjónustu eins og aðrir þegnar landsins en vanda- málið er að þessi eins árs aðlögunar- tími hefur ekki reynst nægilega lang- ur. Það er ekki raunhæft að gera þá kröfu að flóttamenn geti að ári loknu séð um sig sjálfir með tilliti til at- vinnu, húsnæðis, málanáms og þess háttar. Það er ekki síst á sviði félags- legrar þjónustu sem þetta fólk þarfn- ast hjálpar en sveitarfélögin hafa eng- ar skyldur um að veita þessu flótta- fólki neina umframþjónustu. Það hef- ur því þurft að vera á biðlistum eftir til dæmis leiguhúsnæði og annarri þjónustu rétt eins og allir aðrir en ekki haft þetta óformlega hjálparkerfl sem em vinir og ættingjar. Þess vegna er þetta flóttafólk oft illa statt. Rauði krossinn hefur í reynd neyðst til þess að halda áfram að styðja við bakið á fólkinu eftir að ársaðlögunartímanum lýkur en möguleikar Rauða krossins til þess hafa verið mjög rýrir. Þeir hafa ekki haft (járveitingar til þess.“ Mun Flóttamannaráð taka á þess- um vanda? „Það er einmitt það sem við höfum verið að skoða sérstaklega. Hvað við getum gert til að tryggja að þessi stuðningur spanni yfir lengra tímabil og hvemig honum verði háttað. Við munum leggja fram ákveðnar tillögur í þeim efnum og það sem við höfum í huga er að gerðir verði samningar við sveitarfélögin og þá ekki síst hin stærri um að þau taki á sig ákveðnar skyldur í þessum efnum. Þá er um að ræða ákveðna gmnnþjónustu og að- stoð hvað varðar persónulega lið- veislu á sviði leikskólamála og þess háttar." Engin framlög s fjárlögum Hefur verið veitt einhverju fé til að taka á móti flóttamönnum á nœst- unni? „Á fjárlögum ríkisins fyrir þetta ár eru ekki eyrnamerktir fjármunir til þess að taka á móti kvóta flótta- manna. Hins vegar höfum við gert ráð fyrir að það verði gert á næsta ári og Flóttamannaráð mun leggja fram tillögur við gerð næstu fjárlaga um fjárveitingar til móttöku flóttamanna sem hefjist strax í upphafi næsta árs.“ Hvaða viðmið- un hafa aðrar þjóðir varðandi kvóta flótta- manna? „Þær taka mið af íbúafjölda og ekki síður af efnahag þjóðanna. Sumar þjóðir hafa sett sér ákveðinn kvóta en ekki staðið við hann sem er ekki gott. Finnar em dæmi um þetta því vegna efnahagskreppunnar sem gekk þar yf- ir gátu þeir ekki staðið undir þeim kröfum sem þeir höfðu gert til sjálfs sín varðandi þetta. Norðmenn hafa staðið sig mjög vel í móttöku flótta- manna og einnig varðandi þróunarað- stoð enda hefur efnahagslífið þar ver- ið gott.“ Flóttafólk verður að njóta sömu möguleika og aðrir Hvað má gera ráð fyrir stórum kvóta flóttamanna hér á landi? „Tillögur þar um verða væntanlega lagðar ffam á fúndi í Flóttamannaráð- inu í lok þessa mánaðar. Þær verða síðan áfram til umfjöllunar í septem- ber og tengjast ijárlagagerðinni. Það hefur verið nefnd talan 15 til 25 flóttamenn á ári og þá erum við að tala um útgjöld á bilinu 25 og allt að 40 milljónir. Val á flóttamönnum fer síðan væntanlega fram í samráði við Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Það má segja að Flóttamanna- ráð hefði strax í upphafi getað lagt fram einhverja ákveðna tillögu um fjölda flóttamanna á ári. Við vildum hins vegar ekki fara þá leið heldur skoða hvað væri raunhæft að taka á móti mörgum hér með tilliti til þeirrar aðstoðar sem þarf að veita í langan tíma. Þetta er mikil ábyrgð sem við þurfum að axla og við verðum að gæta þess að flytja ekki inn fólk sem verður síðan að einhvers konar annars flokks borgurum. Við verðum að tryggja að sómasamlega sé tekið á móti flóttafólki og það fái notið allra þeirra möguleika sem aðrir hafa í samfélaginu eftir því sem okkur er kleift að gera. Eins og Rauði krossinn veit best þá hefur það ekki verið vandræðalaust hér á ámm áður. Sam- kvæmt rannsókn sem Rauði krossinn hefur gert á afdrifum flóttamanna á íslandi kemur í ljós að stór hluti þeirra hefur farið aftur burt af land- inu. Ekki til síns heimalands heldur til þriðja landsins. Því hljóta að vakna þær spumingar hvort við höfum ekki staðið okkur nógu vel eða hvort flóttamenn hafa vilja hafa fsland sem stökkpall til einhvers annars lands. Eg tel að í mörgum tilvikum höfum við ekki axlað okkar ábyrgð sem skyldi og ekki skapað þessu fólki skilyrði til að lifa hér góðu lífi. Því viljum við leitast við að tryggja framtíð flótta- fólks á íslandi eftir því unnt er,“ sagði Bragi Guðbrandsson. Itölsk rómantík í Eyjum Þetta ítalska par, Laura Giordani og Salvatore Leone, ákváð að finna fal- legasta staðinn á íslandi og gifta sig þar, samkvæmt frásögn Frétta í Vestmannaeyjum. Laura og Salvatore fundu stað við sitt hæfi: Stórhöfða í Vestmannaeyjum. Þar gaf Helga Hauksdóttir þau saman - við undirleik bjargfugla: tjald í dalnum var síðan vettvangur ítalskrar brúðkaupsnætur.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.