Alþýðublaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.09.1995, Blaðsíða 5
FOSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1995 ALÞÝÐUBLAÐtÐ 5 ó r n m á I mörgu hvítu kjósenda sem höfðu orðið fyrir vonbrigðum vegna kraftmikils stuðnings Demókrataflokksins við mannréttindahreyfinguna í Suðurríkj- unum. Á ofsafenginn hátt fyrirleit Buchan- an mannréttindahreyfinguna af öllu hjarta. Hann varði háskóla þarsem að- skilnaðarstefnunni var beitt og gekk einu sinni svo langt að lýsa Martin Luther King sem „hringsnúandi sunudurlyndisfjanda". Buchanan lét aldrei af stuðningi síh- um við Nixon og efldist ef eitthvað var á hinum dimmu dögum Watergate. Auðvitað. Maður sem dýrkar Richard IMixon og Oliver North Uppúr 1980 réði Ronaid Reagan síðan Buchanan í þjónustu sína og veitti honum æðsta yfirvald yfir sam- skiptum og nýtti manninn einnig sem magnaðan tengilið við hægrisinnaða öfgamenn. Buchanan sinnti nýja starf- inu af áberandi mikilli orku. Sem heitfengur andstæðingur kommúnista - faðir Buchanan kenndi honum að hata kommúnista og innrætd syni sínum að kommúnisminn væri bókstaflega af djöfullegum rótum sprottinn - varð Buchanan einn þekkt- asti stuðningsmaður aðstoðar fyrir Kontra-skæruliðanna í Nikaragúa og varði ólöglegar fjárveitingar til þeirra í trássi við ályktanir Bandaríkjaþings. Hann lítur á skúrkinn Oliver North sem hetju og í miðju Íran/Kontra- hneykslinu - þegar gagnrýnendur Re- agan helltu sér yfir mistök hans af öllu afli - hvikaði hann hvergi, afstaða Patr- ick Buchanan var alltaf skýr og klár: „Þegar trylltur Iýður mætir í garðinn manns og heimtar höfuð húsbóndans þá neyða synimir ekki pabba gamla til að setjast niður, játa syndir sínar og skrifa það á blað. Maður hefur skothríð af efstu hæðinni án þess að hika.“ Buchanan tók að blómstra þegar kalda strfðinu lauk Hinn ofursmáborgaralegi fjandskap- ur Buchanan gagnvart Bush fór aldrei leynt. En nokkuð mun djúpstæðara og alvarlegra gerðist með pólitískar hug- sjónir hans þegar kalda stríðið tók loks- ins enda. Rætur stjómmálahugsjóna Buchanan - þjóðemisleg einangmnar- stefna repúblikanisma áranna fyrir síð- ari heimsstyijöldina - fóm að sjást æ glögglegar. I endurminningum sínum lýsir Bu- chanan því afar stoltur yfir, að hetjur föður síns hafi verið Charles Lind- bergh, stjómarmaður í einangmnar- sinnuðu þingnefndinni America First Committee, hinn spænski Franco og andkommúnistinn Joe McCartliy. Buchanan á líka býsna margt sam- eiginlegt með þessum mönnum. Þeir vom vemdar- og einangrunarsinnar, íjandsamlegir gagnvart innflytjendum, samúðarfullir í garð evrópsks fasisma, fullir heiftarlegri andúð í garð Bret- lands og hatrammir andstæðingar vel- ferðarríkisins. Tveir sjúklega tortryggnustu hópar samfélagsins Málflutningur Buchanan á árinu 1995 höfðar einkum og sérílagi til tveggja mest viðkvæmu og ofsóknar- brjáluðu hluta bandaríska samfélagsins. í fyrsta lagi beinir hann orðum sín- um að trúuðum hægrimönnum sem standa staðfastlega í þeirri meiningu að stjóm Bandaríkjanna hafi í grundvallar- atriðum verið tekin yfir af trúarlegum efahyggjumönnum - jafhvel vantrúar- hundum - sem myndað hafi etítur eða útvalda hástétt útaf fyrir sig og ráðskist nú með örlög venjulegra landa sinna. Algengt er að þessir trúuðu hægrimenn tengi þennan sjálfsútvalda hóp við gyð- ingdóm á einhvem hátt. Buchanan færir rök fyrir því að gera fóstureyðingar ólöglegar, að samkyn- hneigð verði bæld niður af meiri kráfti, að skilnaðarlöggjöfin verði hert til mik- illa muna og að reglulegt bænahald verði á ný tekið upp í skólum landsins. í þessum stíl hefúr Buchanan meira að segja gengið svo langt að segja AIDS vera „guðdómlega hefnd“ gagnvart samkynhneigðum. Hinn hópurinn sem Buchanan hefur valið sér sem markhóp er hin efnahags- lega óörugga millistétt. Hann barðist harkalega gegn NAFTA, GATT og Al- þjóða viðskiptastofnuninni. Hann er hlynntur stíffi tollalöggjöf og vemdar- tollum gagnvart innflutningi frá Evr- ópu og Japan. Gamla slagorðið „Bandaríkin fyrst“ hefur verið tekið ofanaf hillunni þar- sem það hefur legjð síðan á þriðja ára- tugnum, dustað af því rykið og sett á fullt skrið í umræðuna. Flest baráttumálin eru lituð stæku kynþáttahatri í samfellu við þennan málflumingi Buchanan er hin vandlega hannaða andstaða hans við innflytjendur: að ólöglegir innflytjendur verði sendir aft- ur til uppmnalands síns; að umfangs- miklar lögregluaðgerðir verði settar í gang til að stöðva fólksflóttann frá Mexíkó yfir landamærin til Bandaríkj- anna; að ólöglegir innflytjendur verði hreint út sagt stöðvaðir og snúið heim. Flest af þessum helsm baráttumálum hans eru limð af stæku kynþáttahatri. Útlendingahatur Buchanan teygir óútreiknanlega anga sína alla leið til Bretlands. Repúblikanískir forfeður hans frá þriðja áratugnum litu á samband Franklin D. Roosevelt við hina að- þrengdu Breta sem höfuðorsökina fyrir því að Bandarfkin drógust inní fyrri heimsstyijöldina og jafhframt að þama væri sömuleiðis að finna ástæðuna fyrir því að útlit var fyrir að ríkið drægist fyrr en ella inní þá seinni. írskur uppruni Buchanan felur jafh- ffamt í sér að maðurinn er að upplagi Englendingahatari. Hann hefur einnig gripið til fomra slagorða úr sjálfstæðis- stríði Bandaríkjanna málflurnmgi sín- um til stuðnings. Buchanan títur svo á að bandaríska þjóðemisvitundin hafi fæðst og sprottið uppúr höfhuninni á Bretlandi og að örlög Bandaríkjanna hafi verið neydd í óvænta átt þegar rík- ið sá sitt óvænna og tók upp heims- veldishlutverk Bretlands til að halda uppi lögum og reglum í veiöldinni. Bretland var nytsamur bandamaður gegn heimskommúnismanum á meðan kalda strfðið stóð yfir og sú barátta faldi ýmislegt í eðli Buchanan sem nú hefur brotist rækilega fram. Hinir veikburða og breysku andstæðingar Buchanan Meðal andstæðinga og samkeppenda Buchanan innan Repúblikanaflokksins er engan að finna sem höfðað getur bæði til þeirra sem orðið hafa fyrir menningarlegum og efnahagslegum vonbrigðum með heimaland sitt, Bandaríkin. Bob Dole nýtur hvorki trausts trúaðra íhaldsmanna né efna- hagslegu lýðskrumaranna; Phil Gramm á enn í megnustu vandræðum með að sannfæra trúaða hægrimenn umað hann sé einn af þeim. Á fjölmennri samkomu stuðnings- manna Ross Perot sem haldin var fýrir skemmstu í Dallas hlaut Buchanan gríðarlegt lófatak að launum fyrir ræðu sína þarsem hann lýsti svo gott sem stríði á hendur innflytjendum. Þessar viðtökur era skýrt merki þess að meðal andstæðinganna innan Repú- blikanaflokksins á hann einna bestan möguleika á að ná til hinnar róttæku stjóramálamiðju Bandaríkja samtím- ans. Hugsanlega fær almenningur nóg af brjálæðinu Svo gæti síðan allteins farið þannig að dekkstu hliðar hins fordómafulla Buchanan eigi eftir að fæla frá jafnvel hina mest ofsóknarbijáluðustu. Ferill Buchanan hefur að geyma ótrúlegustu ummæh um gyðinga og sú staðreynd setur hann framá ystu nöf al- menningsálitsins. Hann hefiir til dæmis látið í ljós efa um útrýmingarbúðir nas- ista í Treblinka hafi verið færar um að slátra jafhmörgum gyðingum og skrá- setjarar helfararinnar hafa sagt og til að bæta gráu ofaná svart hefur hann enn- ffemur lýst Adolf Hitler sem „snill- ingi“. Einu viðbrögð hans við Balkan- skagastríðinu hafa verið að ýta á íhlut- un til vemdar Króatíu vegna kaþólskrar samstöðu með Frapjo Tudjman. Hann kallaði þá blaðamenn af gyð- ingauppruna sem studdu Persaflóa- stríðið gegn Saddam Hussein hluta „amen- bekknum" sem situr og stendur að höfði ríkisstjómar fsraels. Ef hann er ekki andgyðingur, þá er hann altént hættulega nálægt þvf. Getur slíkur maður orðið næsti forseti Bandaríkjanna? Gæti slíkur maður í raun og veru orðið næsti forseti Bandaríkjanna? Ef svo færi þá myndi það þýða - ef við gefum okkur það að repúblikanar haldi meirihlutastöðu sinni á Bandaríkjaþingi - valdaafsal Bandaríkjanna sem ein- hverskonar „heimslöggu", brotthvarf frá NATÓ og sennilega Sameinuðu þjóðunum einnig. Að öllum líkindum myndi það sömuleiðis þýða algjört við- skiptastríð við Evrópu og Japan. Á þriðja áratugnum leiddi framgangur skoðana á borð við þessar til heim- skreppu og valdatöku fasista víða um Evrópu. Það er affarsælast og best að veðja á að Bandaríkjamenn muni hverfa frá þeim valkostum sem Patrick Buchanan býður uppá þegar þeim er leitt í ljós hvaða afleiðingar valdataka slíks manns myndi hafa í for með sér. Hættan liggur hinsvegar í því, að það fyrirfinnast ekki nema örfáir stjórn- málaleiðtogar í Bandaríkjunum í dag sem hafa til að bera það sambland af þrautseigju og mælskusnilld sem nauð- synlegt er til að kveða niður þann herfi- lega draug þröngsýni sem Buchanan Er þetta vísdómur við hæfi Banda- ríkjaforseta? Um Watergate „Andstæðingar okkar vilja ekki ein- ungis reyna sýna framá að Nixon sé flæktur í málið, heldur ætla þeir sér að gelda forsetann til að snúa á lýð- ræðislegan úrskurð almennings í kosningum ... Ef okkur hefur rekið í áttina til múgæsingarstarfsemi, gott og vel-við skuldum þeim nokkra." Um Hitler „Þrátt fyrir að Hitler hafi sannarlega verið kynþáttahatari og andgyðing- legur í innsta eðli, þá var hann jafn- framt einstaklingur sem bjó yfir miklu hugrekki... pólitískur skipu- leggjandi af bestu gerð." Við æsingamenn gyðinga „Þetta er samkoma Bandaríkja- manna um Bandaríkjamenn og fyrir Bandaríkjamenn." Eftir uppþotin í Los Angeles „Á sama hátt og þessir drengir náðu aftur valdi á götum Los Angeles, hverfi fyrir hverfi, verðum við, vinir mínir, að ná valdi aftur á borgum okkar og ná tilbaka menningu okkar og landi okkar." Um utanríkismól „Mexíkó? Hverjum er ekki sama? Bandarískur forseti á ekkert með það að hafa áhyggjur af Mexíkó." Um femínista „Við ættum að senda þessar skvísur aftur í eldhúsið þarsem þær eiga best heima." Um barsmíðar á samkynhneigðum „Það eru ekki allir fordómar sprottnir uppúr fáfræði; flestir eiga þeir sér rætur í erfðafræðilegum vísidómi kynstofns síns. Kröftuglegt brott- hvarf og andspyrna gegn samkyn- hneigð eru fullkomlega eðlileg við- brögð heilbrigðs samfélags." kynnir dl sögunnar til að fást við skil- greiningu á hlutverki Bandaríkjanna í samfélagi þjóðanna. Ronald Reagan er löngu horfinn af stjómmálasviðinu; Jack Kemp er dott- inn útúr kapphlaupinu; Dole og Gramm keppa nú hvað þeir geta við Buchanan um „Vonda-karls- verðlaun- in“ meðal harðlínumanna Repúblikana- flokksins. Og meðal demókratanna er Bill Clinton skelfilega dræmur til að berjast harðlega gegn hinni sjúklega tortryggnu einangranarstefnu sem nú nær stöðugt betri haldfestu í hjarta Bandaríkjanna. Einungis AI Gore virð- ist hafa til að bera þann kraft, kjark, sannfæringu og viljastyrk sem þarf til að kveða Buchanan í kútinn. En Gore verður hinsvegar að nota til þess eitt- hvað annað en eldmessustílinn því á því sviði snýst enginn Buchanan snún- ing. Hefur dregið stjórnmálaum- ræðuna útá hættubrautir Hver sem útkoman verður á endan- um er það glögglega ljós staðreynd, að Buchanan hefúr náð að draga banda- ríska stjómmálaumræðu niður á illvíg- ara og dekkra svið en nokkur hefði get- að ímyndað sér að mögulegt væri á of- anverðri tuttugustu öldinni. Og það er stórháskalegt að taka hann ekki með í reikninginn - þó ekki væri nema fyrir þann mikla stuðning sem hann á vísan meðal stórs hluta Bandaríkjamanna. f prufúforkönnun með repúblikana í Iowa fyrir skömmu - sem telja verður fyrsta raunveralega prófið í keppninni um hver það verður sem þá náð hlýtur að verða ffambjóðandi flokksms í for- setakosningunum á næsta ári - kom Buchanan sterkur inn á hæla Phil Gramm og Bob Dole sem urðu því sem næst jafnir í efsta sætinu. Það er sann- arlega þess virði að fylgjast með firam- gangi Patrick Buchanan um þessar mundir. Ekki sfst vegna þess að hann er tákngervmgur þess sem stjómmála- ffæðingurinn Richard Hofstadter hef- ur nefnt „ofsóknarbrjálæðisstflinn f bandarískum stjómmálum". Og það er ennfremur hyggilegt að kynna sér frama Buchanan þarsem skuggi of- sóknarbijálæðisins teygir sig langt út- fyrir landamæri Bandaríkjanna. ■ shh / Byggt á The Sunday Times V í K I N G A I0TT9 Vinningstölur mbvikudaginn: 30 VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆ< Á HVERN VINNING n63,6 2 20.750.000 5 af 6 LÆ+bónus 0 1.042.317 tcl 5 af 6 3 90.480 0 4af6 192 2.240 ra 3 af 6 ESfi+bónus 841 220 ágúst 1994 BONUSTOLUR Heildarupphæ> flessa viku: 43.428.857 á ísi.: 1.928.857 UPPLtSINOAB, SÍMSVARI 01- 68 15 11 LUKKULINA 99 10 00 - TEXTAVARP «51 BIRT UE< FYRIRVARA UU PRENTVILLUR I fór til Danmerkur og Noregs BORGARSKIPULAG REYKJAVIKUR BORGARTÚNl 3.105 REYKJAVÍK . SÍMI563-2340. MYNDSENDIR 562-3219 Endurskoöun á Aöalskipulagi Reykjavíkur 1990-2010 Lýst eftir ábendingum og tillögum. Á Borgarskipulagi er hafin endursko&un á Abalskipulagi Reykjavík- ur 1990-2010, sem samþykkt var í borgarstjórn 17. okt. 1991 og stabfest af umhverfisráöherra 20. febr. 1992. Abalskipulag er stefnumörkun borgarstjórnar varbandi landnotk- un, umferbarkerfi og þróun byggbar næstu tvo áratugina. Þessi endurskobun er í samræmi vib stefnumörkun borgarstjórnar um ab abalskipulag Reykjavíkur verbi tekib til endurskobunar f upphafi hvers kjörtímabils, þ.e. á 4 ára fresti. Eftir áramót verba tillögurnar kynntar almenningi meb ýmsum hætti, s.s. sýningum og kynningarfundum, og óskab eftir ábend- ingum vib þær. Abaláhersla er lögb á framtíbarbyggbasvæbi og umferbar-, umhverfis- og mibbæjarmál. Allar ábendingar, sem borgarbúar og abrir hagsmunaabilar vilja koma til Borgarskipulags nú á frumstigi skipulagsvinnunnar, eru vel þegnar. Þab má gera bréflega eba meb því ab hafa beint samband vib starfsfólk Borgarskipulags, Borgartúni 3, í síma 563-2340.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.