Alþýðublaðið - 05.09.1995, Page 4
4
ALÞÝÐUBLAÐH)
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
ó r n m á I
Ríkisstjórnin, Alþýðuflokkurinn & sameiningin
Haustvertíð í pólitík
Haustvertíð í landsmálapólitíkinni er að hefjast. Alþingi verður senn kallað saman og þar verður tekist á um mörg stórmál. En hvað er um
hina fjögurra mánaða gömlu ríkisstjórn Davíðs Oddssonar og Halldórs Ásgrímssonar að segja? Og hvernig er staða Alþýðuflokksins,
sem nú er í stjórnarandstöðu, eftir átta ár í ríkisstjórn? Hver eru brýnustu verkefni flokksins? Hrafn Jökulsson ræddi við alþýðuflokksmenn
vítt og breitt um land og flokk og leitaði svara við þessum spurningum. Sameiningarmálin bar líka talsvert á góma...
■ Gunnar Gissurarson
borgarfulltrúi í Reykjavík
Nýjan flöt á sam-
einingarumræðu
„Ég veit ekki hvar maður á að byija
þegar þessi ríkisstjóm er annarsvegar.
Það sem af er, þá sýnist manni að það
sé tómur vandræðagangur á þessari
ríkisstjóm. Það á ekki síst við í fisk-
veiðimálunum. Blessaður sjávarút-
vegsráðherrann virðist ekki hafa stað-
ið sig betur núna en hingað til; hann er
ófær um að taka ákvarðanir og veit
ekki í hvom fótinn hann á að stíga.
Framsóknarflokkurinn er teymdur
áfram af bændum í landbúnaðarmál-
um, og þar virðast litlar breytingar í
sjónmáli. Það er líka einkennandi að
stjómarflokkamir virðast sáttir við að
deila milli sín yfirráðum í viðskipta-
og fjármálalífinu, og einhvernveginn
ná þeir saman um jafna skiptingu milli
armanna sem styðja hvorn flokk um
sig. Þeir em ánægðir ef hvor um sig
fær sína þjónustu og sinn skerf: Sam-
komulagið byggir á því að báðir haldi
sínu.
Alþýðuflokkurinn þarf að taka af-
gerandi forystu í stjórnarandstöðu.
Svo virðist sem sáralítil stjómarand-
staða hafi verið til þessa, en það er
ósköp skiljanlegt: litlir fjölmiðlar
standa að stjómarandstöðuflokkum og
erfitt að koma málflutningi okkar
áleiðis til almennings. En það þarf að
finna leið til að gera stjómarandstöð-
una ákveðnari, þannig að til hennar
heyrist vítt og breitt meðal lands-
manna.
Sameiningarmálin era góðra gjalda
verð, og sjálfsagt að loka engum
möguleikum í því sambandi. En þau
hafa verið svo lengi í deiglunni að það
þarf að vinna nýjan flöt á þessum mál-
um. Menn hafa talað um sameiningar-
mál áram saman, án árangurs, svo nú
þarf að taka þetta frá einhveiju öðra
sjónarhorni. Yfirlýsingar einstakra
forystumanna flokkanna virka ekki á
almenning, og þær leiða ekki til sam-
einingar. Þetta endar bara á einhveij-
um persónulegum nótum forystu-
mannanna, sem koma sér ekki saman
um einhveija hluti vegna þess að hver
hugsar um eigið skinn - mismikið að
vísu. Hinsvegar er sjálfsagt að kanna
sameiningarmálin til hlítar."
■ Kristján Möller
bæjarfulltrúi á Siglufirði
Segjum þeim stríð
á hendur, ef...
, J>að má kannski svara með því að
spyrja: Hveijir era í ríkisstjóm núna?
Er einhver ríkisstjóm í landinu? Þeir
era ekki famir að gera nokkum skap-
aðan hlut, þessir nýju ráðamenn. Mað-
ur kennir hálfpartinn í brjósti um
þennan ágæta Sjálfstæðisflokk vegna
þess að þar er fullt af mönnum sem ég
hef trú á. Ég man eftir gömlum manni
sem átti hest. Klárinn var alltaf á tún-
inu hérna fyrir ofan. Mér fannst
skringilegt að hesturinn var alltaf á
sínum stað, þótt hann væri ekki
geymdur innan girðingar. Astæðan
reyndist vera sú, að gamli maðurinn
hafði einfaldlega sett haft á framlapp-
imar á hestinum, svo hann komst ekki
neitt. Hann var bara fastur, bundinn á
sínum stað. Mér sýnist hlutskipti sjálf-
stæðismanna eitthvað svipað og þessa
ólánsama hests: þeir komast ekki mik-
ið um.
Ég vara stjómarflokkana, einkum
heilbrigðisherrann, alveg sérstaklega
við því, að standa fyrir frekari skerð-
ingu á heilbrigðisþjónustunni og litlu
sjúkrahúsunum útum allt land. Ef eitt-
hvað gerist í þá veru munum við
landsbyggðarmenn safna liði og segja
þessu fólki stríð á hendur.
Við skulum vona að með haustinu
fari Alþýðuflokkurinn að braggast, og
hann veiti þessari svokölluðu ríkis-
stjórn eitthvert aðhald og flytji góð
mál sem snerta fólkið í landinu. Ég
vona líka að þingmenn og forystu-
menn flokksins gleymi öllu ESB-tali,
því það verður ekkert á dagskrá á
næstunni, held ég að sé óhætt að
segja. Það era ýmis önnur mál nær-
tækari okkur Islendingum sem þarf að
taka á.
Sameiningarmál? Ég hef alltaf verið
þeirrar skoðunar, að ef á að búa til
stóran jafnaðarmannaflokk, þá verður
það ekki gert án Framsóknar-
flokksins."
■ Petrfna Baldursdóttir
varaþingmaður í Grindavík
Menn farnir
að sakna
Alþýðuflokksins
„Mér leist auðvitað ekkert á þessa
ríkisstjórn þegar hún var mynduð,
enda er nú komið á daginn að þetta er
stjóm afturhalds og stöðnunar. Það er
næstum grátlegt að hlusta á margar
yfirlýsingar félagsmálaráðherrans, og
ég held að margir séu famir að sakna
Alþýðuflokksins, hvað svo sem fólki
hefur fundist um hann áður. Menn era
líka famir að meta störf og stefnu Al-
þýðuflokksins, nú þegar þeir hafa
samanburð við nýju ríkisstjómina.
Mér finnst að Alþýðuflokkurinn
eigi að nota vel þennan tíma í stjómar-
andstöðu. Mér finnst að menn eigi
ekkert að vera að kaffæra sig í um-
ræðu um sameiningu vinstrimanna;
menn eiga að láta hlutina ráðast og sjá
hver framþróunin verður. Mér sýnist á
öllu, að ef ríkisstjómin heldur áfram á
sömu braut, þá þurfi Alþýðuflokkur-
inn engu að kvíða. Við höfum svo
margt að segja í pólitík, þessvegna
þurfum við að snúa bökum saman og
rífa flokkinn upp. Þessi flokkur hefur
alla burði til að verða stór og sterkur,
en við höfum því miður tilhneigingu
til okkar vera sjálfum okkur verst. Við
þurfum að læra af reynslunni í þeim
efnum.“
■ Ægir Hafberg
varaþingmaður á Flateyri
Parf að efla
flokksstarf á
landsbyggðinm
„Mér finnst þessi ríkisstjórn vera
frekar blönk af nýjum ráðum. Hveiti-
brauðsdagar hennar era senn liðnir og
við vildum nú fara að sjá einhvem ár-
angur. Það stefnir allt í það, að árang-
ur í endurreisn landbúnaðar verði lítill,
og manni finnst einhvernveginn að
ríkisstjómin hafi gaman af að draga úr
áhrifum GATT-samningsins og Evr-
ópusamstarfs.
Við alþýðuflokksmenn þurfum að
fara yfir málefnastöðú okkar, halda
áfram Evrópuumræðunni og hamra á
henni. Starf flokksins útum lands-
byggðina þarf að efla og ég treysti
þingmannaliði okkar vel til þess að
veita hæfilega stjómarandstöðu og til
að sýna ábyrgð og framsýni í verkum
og gjörðum. Það þarf að eíla og halda
lifandi umræðu um atvinnumálin og
Evrópumálin.
Víst þurfum við að hafa augun opin
í sameiningarumræðunni, en við eig-
um að flýta okkur hægt. Við yrðum að
gera kröfu um að vera þar afgerandi
aðili - ég held að við tækjum ekki þátt
í sameiningu uppá önnur býti.“
■ Helga E. Jónsdóttir
formaður Landssambands
alþýðuflokkskvenna
Nú æmtir enginn
eða skræmtir
„Ég er svartsýn á þessa ríkisstjórn
og finnst almennt í kringum mig að
fólk sé ekki með neinar væntingar.
Mér finnst lfka sérkennilegt, í ljósi
þess hvað fjölmiðlar voru á síðasta
kjörtímabili uppteknir af Alþýðu-
flokknum, að nú æmtir enginn eða
skræmtir yfir aðgerðum þessara
manna - eða kannski aðgerðaleysi
öllu heldur.
Fréttir af flokknum uppá síðkastið
eru nú aðallega úr Sjónvarpinu og
Helgarpóstinum. Ég kann illa við það.
Mér fannst hinsvegar skynsamlegt af
flokknum að taka það rólega í sumar,
og finnst að nú í haust eigum við að
bretta upp ermamar og byggja okkur
upp innan ffá. Miðað við hvemig Jón
Baldvin stóð sig á fundinum á Kom-
hlöðuloftinu höfum við ekkert að ótt-
ast, mér fannst hann alveg stórkost-
legur.
Hvað sameiningarmálin varðar, þá
held ég að við eigum að taka stutt
skref í einu, en ég treysti okkar for-
ystumönnum fullkomlega í þessum
efnum. Það er mikið sem skilur okkur
og Alþýðubandalagið að, það er ekki
bara einhver lækjarspræna einsog
Lúðvík Bergvinsson benti á í Alþýðu-
blaðinú í síðustu viku. Ég Var einu
sinni stuðningsmaður Alþýðubanda-
lagsins; mér fannst þeir veruleikafirrtir
þá og finnst það ennþá.“
■ Sveinn Þór Elínbergsson
varaþingmaður í Ólafsvík
Sett í bakkgír
„Flest er komið á daginn sem menn
óttuðust: Það er ekki horft til framtíðar
og lítið um stefnumörkun hjá ríkis-
stjóminni. Stjómin er fyrst og fremst
afskapléga litlaus, einsog mig granaði
nú að hún yrði. Framsóknarmenn
gagnrýndu okkur fyrir ofurraunsæi í
heilbrigðismálum á síðasta kjörtíma-
bili en nú eru þeir komnir með hm'finn
á loft. Þá fer ekki mikið fyrir þessum
12 þúsund nýju störfum sem Fram-
sókn lofaði. Én auðvitað er stutt liðið
á kjörtímabilið; við munum dæma
stjórnina af verkunum. Mér finnst
hinsvegar einsýnt að hún ætli að setja
í bakkgír, að minnsta kosti spá þeir lít-
ið í framtíðina, þessir menn.
Alþýðuflokkurinn er búinn að vera í
einhverri værð. Það er kannski ekki að
marka í sumar, en ég held að ungt fólk
í Alþýðuflokknum vilji að öll mál
verði skoðuð uppá nýtt: Innri mál
flokksins og möguleikar á samfylk-
ingu. Ef við eigum að koma stefnu
okkar í framkvæmd eigum við að
fylkja liði með öðram. Það er svona
framtíðarsinfónía. Þangað til það ger-
ist á flokkurinn að byggja sig upp. Við
eigum að efla sem mest samstarf við
Alþýðubandalag, Þjóðvaka og
Kvennalista. Ef við eigum stefnulega
samleið næstu fjögur ár, þá er komin
einhver ný sjónarrönd, sem ég og aðrir
af minni kynslóð í Alþýðuflokknum
viljum stefna að. Ég vænti þess að nú-
verandi forysta flokksins taki mið af
þessu. Stefna flokksins er góð, og við
eigum að láta á það reyna, hvort við
getum átt samleið með hinum stjóm-
arandstöðuflokkunum þremur. Ef það
kemur á daginn að fólk nær saman um
stefnumörkun, þá leiðir af sjálfu að
við spyrjum hvort við getum ekki
stækkað fylkinguna. Mér finnst við
vera í þeirri aðstöðu, með tilliti til