Alþýðublaðið - 05.09.1995, Qupperneq 7
ÞRIÐJUDAGUR 5. SEPTEMBER 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
■ Friðriksmótið í skák hófst um helgina. í glerbúri í Þjóðarbókhlöðunni sitja tólf meistarar,
sá yngsti ekki orðinn tvítugur, sá elsti 74 ára. Hrafn Jökulsson var á vettvangi
„Þetta var djö’s grís,“ sagði Jóhann
Hjartarson við Sævar Bjarnason,
alþjóðameistara í skák, þegar Jóhann
stóð upp írá tafli við Bent Larsen í 1.
•umferð Friðriksmótsins á laugardag-
inn. Danski stórmeistarinn, sextugur á
þessu ári einsog Friðrik Olafsson,
gafst upp eftir að hafa leikið hroðalega
af sér. Daginn eftir sagði Jóhann í
samtali við Alþýðublaðið: „Laisen var
búinn að rúlla mér upp eftir öllum
kúnstarinnar reglum. Hann lék illa af
sér í 40. leik, síðasta leik fyrir tíma-
mörkin." Fyrir þá sem ekki þekkja hin
fínni blæbrigði skáksálfræðinnar: 40.
leikurinn er ekki ósvipaður „marka-
mínútunni" í fótbolta; þegar leiktím-
inn er að renna út sofna menn einatt á
verðinum.
Spenna hjá Helga
og Smyslov
Ungverski skákmeistarinn Lajos
Portisch sagði einu sinni að heppni
og óheppni jöfnuðust upp í skák. Jó-
hann var sannarlega lúsheppinn á móti
Larsen en í 2. umferð þurfti hann enn-
þá minna að hafa fyrir hlutunum: Vas-
sily Smyslov fyrrum heimsmeistari í
skák lék af sér manni einsog hver ann-
ar byrjandi eftir stutta taflmennsku.
Jóhann Hjartarson var þessvegna
maður helgarinnar.
Friðrik Ólafsson settist á laugardag
að tafli á alvöru skákmóti í fyrsta
skipti í tæpan áratug. Andstæðingur-
inn var Þröstur Þórhallsson sem um
daginn náði þriðja og síðasta áfanga
að stórmeistaratitli, og skortir aðeins
tilskilin skákstig til að verða níundi
stórmeistari íslendinga. Friðrik hafði
hvítt og snaraði e-peðinu ffam um tvo
leiki. Þröstur, sem skrifar að jafnaði
um skák í Alþýðublaðið, hugsaði sig
talsvert lengi um áðuren hann kaus að
beita Sikileyjarvörn. Skákinni lauk
stuttu síðar með jafntefli án þess að til
ófriðar kæmi. Hannes Hlífar Stef-
ánsson vann Jón L. Ámason snyrti-
lega í 1. umferð en öðrum skákum
lauk með jafntefli. Gligoric, sem í
áratugi var sterkasti skákmaður Júgó-
slavíu, og Margeir Pétursson tefldu
án verulegra tilþrifa ,og slíðruðu sverð-
in snemma. Helgi Olafsson lenti í
kröppum dansi gegn Vassily Smyslov
en hélt jöfnu með nákvæmri tafl-
mennsku. Helgi Áss Grétarsson,
heimsmeistari tuttugu ára og yngri á
síðasta ári, lenti í hremmingum gegn
Zsofiu Polgar en náði jafntefli. Zsofia
er ekki jafnfræg - eða snjöll - og syst-
ur hennar, Judit og Zsuzu, en hún er
nú samt alþjóðlegur skákmeistari með
2485 stig. Zsofía hefur reyndar náð
einhverjum besta árangri sem sögur
fara af: Á skákmóti í Róm 1989 sigr-
aði hún með fáheyrðum yfirburðum,
fékk átta og hálfan vinning af níu
mögulegum. Sá árangur jafngilti 2930
ELO-stigum.
Friðrik og Larsen
Þegar Friðrik Ólafsson var uppá sitt
besta var hann þekktur fyrir að lenda í
æsispennandi tímahraki. Það var ekki
laust við að hrollur væri tekinn að fara
um áhorfendur í Þjóðarbókhlöðunni á
sunnudag þegar Friðrik hafði notað
eina klukkustund og 18 mínútur á
lyrstu 15 leikina í skák - gegn Larsen.
Danski stórmeistarinn hefur ennþá
lifibrauð af skák og þessvegna í ólíkt
betri æfingu en gamli keppinauturinn.
Larsen býr í Suður-Ameríku og teflir
mest á þeim slóðum í seinni tíð. Sól
hans er nokkuð tekin að hníga, einsog
við er að búast, en keppnisharkan er
söm við sig. Hann lét ekki klaufalegt
tapið gegn Jóhanni daginn áður slá sig
útaf laginu, heldur tefldi af festu og
einurð til vinnings gegn okkar manni.
Þröstur Þórhallsson spennti bogann
til hins ítrasta gegn Polgar en hún
varðist fimlega og jafhtefli varð niður-
staðan. Jóhann og Larsen voru einu
sigurvegarar sunnudagsins: Jóhann
þurfti lítið að hafa fyrir hlutunum
gegn 74 ára gömlum Smyslov. Þrátt
fyrir þetta klaufaskapinn skyldi enginn
afskrifa Smyslov: Hann er næststiga-
hæstur á mótinu (Jóhann er hæstur) og
hefur náð góðum árangri að undan-
fömu.
Gamli og nýi tíminn
Líklega hefur aldrei verið haldið
skákmót hérlendis þarsem aðstaða
jafnt keppenda sem áhorfenda er jafn-
góð. Teflt er í glerbúri, og staðan í
skákunum birtist jafnóðum á sjón-
varpsskermum. Þá er sérstakur skák-
skýringasalur þarsem fylgst er með
þeirri skák sem býður uppá mesta
spennu og tilþrif hveiju sinni. Skák-
sambandið leggur sitt af mörkum til
þjóðarsáttarinnar með því að hafa
ókeypis inn, og því ættu skákáhuga-
menn að íjölmenna á staðinn. Það er
þess virði að sjá goðsagnir á borð við
Friðrik, Gligoric, Smyslov og Larsen
etja kappi við yngri meistara: Jóhann
Hjartarson, Jón L. Ámason, Margeir
Pétursson, Helga Áss Grétarssonr
Helga Ólafsson, Hannes Hlífar Stef-
ánsson, Þröst Þórhallsson og Zsofiu
Polgar. Gamli og nýi tíminn mætast í
glerbúrinu: Komið og sjáið.
Glæsileg taflmennska -
óvænt tap
Við skulum nú h'ta á skák Jóhanns
Hjartarsonar og Bents Larsens úr 1.
umferð. Larsen teflir af stakri kúnst -
en svo kemur einn afleikur og þarmeð
rennur allt út í sandinn.
Hvítt: Jóhann Hjartarson.
Svart: Bent Larsen.
1. d4 Rf6 2. c4 c5 3. d5 e5 4. Rc3
d6 5. e4 g6 6. RO Bg7 7. Be2 0-0 8.
0-0 Rg4 9. a3 f5 10. b4 Ra6 11. Hbl
Rf6 12. Rd2 h5 13. exf5 Bxf5 14.
Hb3 Hf7 15. Rb5 b6 16. Rf3 Rh7 17.
Be3 e4 18. Rel Rc7 19. Rxc7 Dxc7
20. Dd2 De7 21. bxc5 bxc5 Larsen
hefur byggt svörtu stöðuna upp eftir
öllum kúnstarinnar reglum, meðan
aðgerðir hvíts virðast fremur ráðleys-
islegar. Nú hefur hvítur hinsvegar náð
yfirráðum á b-línunni, og þótt í því
séu, þegar hér er komið, aðeins fólgn-
ar fáfengilegar hótanir, þá rœður það
miklu þegar fram í sœkir. En sókn
Larsens heldur áfram. 22. Rc2 Haf8
23. Hfbl Bc8 24. Hb8 Be5 25. Bfl
Rf6 26. h3 Rd7 27. H8b3 Bf4 28.
Rel Rb6 29. Hlb2 Ba6 30. Hc2 h4
31. Bxf4 Hxf4 32. De3 Df6 33. a4
Rd7 34. a5 Re5 35. Hbc3 Hvi'tur
berst núfyrir Iffi sínu enda eykst sókn-
arþungi svarts stöðugt. Kh7 36. Hb3
g5 37. Be2 Hxf2 38. Dxe4+ Kh6 39.
Rd3 Bxc4
40. Hb7 Rg6 Þetta afieikurinn ör-
lagaríki sem Jóhann minntist á. Fram
til þessa hafði Larsen teflt óaðfinnan-
lega og vinningur var í sjónmáli. Nú
—
Þröstur Þórhallsson íbygginn á
svip. Nái hann góðum árangri á
Friðriksmótinu fer að styttast í að
hann nái tilskyldum skákstigum til
að fá stórmeistaratitil sinn stað-
festan.
Goðsagnir mætast. Friðrik Olafsson og Bent Larsen voru langbestu skákmenn Norðurlanda og meðal þeirra bestu í heiminum. Larsen hefur ennþá at-
vinnu af skákinni en Friðrik stýrir starfsemi Alþingis.
Jóhann byrjar með glæsibrag
Smyslovyfirbugaður í 16 leikjum og Larsen glutraði niður sigri.
Daninn harðskeytti hefndi ófaranna - á sjálfu afmælisbarninu, Friðrík Ólafssyni.
Fullkomin aðstaða. Tölvutæknin er
notuð til hins ítrasta í Þjóðarbók-
hlöðunni og áhorfendur geta fylgst
með skákum meistaranna á sjón-
varpsskermum.
A-myndir: E.ÓI.
hrynur spilaborgin. 41. Hxc4 Dal+
42. Hcl Da3 43. Rxf2 Dxcl+ 44. Bfl—
Larsen gafst upp. Sóknin er runnin út í '
sandinn og maður tapaður. Dapurleg-
ur endir á vel tefldri skák af Larsens
hálfu.
Zsofia Polgar verður 21 árs í nóv-
ember. Hún er snjall skákmaður
þótt hún skáki ekki systur sínni,
Judit Polgar, sem er meðal bestu
skákmanna heims nú um stundir.
13.... Rxf3+ 14. Bxf3 Df6 15. Bg2
Dxc3 16. e5 Rd4 Smyslov gafst upp.
Á löngum ferli hefur hann áreiðanlega
afar sjaldan verið knúinn til uppgjafar
í aðeins 16 leikjum.
Byrjendamistök Smyslovs
Lítum nú á endalok skákar
Smyslovs og Jóhanns í 2. umferð.
Gamli heimsmeistarinn var að leika
hroðalega af sér, 13. b4. Einn afleikur
býður öðrum heim, einsog þar stend-
ur, og Smyslov heldur áfram að leggja
Jóhanni vopn í hendur. En hvað gerir
svartur í þessari stöðu?
Gligoric. Hann var einu sinni í hópi
tveggja til þriggja bestu skák-
manna heims utan Sovétríkjanna.
Þótt hann sé orðinn 72 ára er hann
ennþá skeinuhættur.